Þjóðviljinn - 31.01.1979, Side 7

Þjóðviljinn - 31.01.1979, Side 7
MiOvikudagur 31. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Flokkur okkar á ekki að hlaupa í það að gera bráðabirgðaviðgerð á þjóðfélagsvélinni og látahana svo aftur í hendur vélgæslumanna, sem hafa allt aðrar skoðanir á því, hvað það er sem þarf að gera. Sigmar Ingason: Bráðabirgðastjóm? Þaðsitur vinstri stjórn i land- inu og það rignir yfir hana skömmunum eins og venja er með þær rikisstjórnir, sem þessa nafngift bera. Þessar skammir koma Ur mörgum áttum, jafnt liklegum sem óliklegum. Að sjálfsögðu átti enginn von á þvi að Sjálf- stæðismenn ávörpuðu þessa rikisstjórn á neinu guðsbarna- máli. Þeir, sem þar stýra mál- flutningi, virðast ganga með þá grillu i höfðinu að það eitt sé eðlilegt ástand að Sjálfstæðis- flokkurinn fari með völd i land- inu. Vinstri stjórnir eru i' þeirra augum einhverskonar furðu- legar uppákomur. Hitt veldur mér meiri furðu, hve fylgismenn þeirra flokka, sem stjórnina mynda, eru skömmóttir i hennar garð nema þá helst Framsóknarmenn, sem ætla má að séu sæmilega ánægðir með stjórnina, eftir þvi sem frá þeim heyrist. Kannske er hér aðeins um að ræða þau nýju vinnubrögð að bera öll deilumál innan stjórnarinnar á torg og ræða þau á ýmsum vettvangi úti i þjóðfélaginu áður en ákvarðanir eru teknar. Ég kann þessari aðferð bara vel og finnst þar vera um að ræða vott af virku alvörulýð- ræði, þótt ugglaust sé erfitt við að búa fyrir ráðherrana bless- aða, svona á stundum. Hinu er svo ekki að leyna að mér finnst að allur þessi hávaði skyggi svolitið á hin atriðin, þau sem þessir flokkar eru sæmi- lega sammála um ef eftir væri leitað. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að fólkið i' þessum flokkum eigi býsna mörg sameiginleg áhugamál og að það þurfi að eyða tima og kröft- um i að ræða þau mál ekki siður en i það að rifast um hin atriðin sem menn eru fyrirfram ákveðnir i að vera ósammála Ein er sú hugmynd sem nokkuð er hampað bæði af Alþýðubandalagsráðherrum og öðrum þegar þeir eru skamm- aðir hvað harðast af sinum samherjum, en það er að stjóm- in sé einskonar bráðabirgða- stjórn, til þess stofnuð að leysa bráðan aðsteðjandi vanda. Mér likar stórilla við þessa hugmynd. Flokkur okkar á ekki að hlaupa i það að gera bráða- birgðaviðgerð á þjóðfélagsvél- inni og láta hana svo aftur i hendur vélgæslumanna, sem hafa allt aðrar skoðanir á þvi hvað það er, sem þarf að gera við. Þeir gæslumenn gætu rokið i það að gera allt annars konar viðgerðir, siðan rekst hvað á annað, vélin stöðvast og það geta fylgt þvi ýmsir öröugleikar að koma henni aftur I gang. Þvert á móti. Alþýðubanda- lagið á að keppa að þvi aö þessi rikisstjórn verði langlif svo hún nái að koma I verk þeim góðu áformum sem hún hefur sett sér. ^ Sjálfstæðisflokkurinn hefur setiðoftaroglengurl rikisstjórn á undanförnum árum en aðrir flokkar og sett sitt mark á uppbyggingu þjóðfélagsins. Hið opinbera stjórnarkerfi er svifaseint og þungt i vöfum. Skammtimastjórn skilur ekki eftir sig varanleg spor, hvaö þá að hún breyti þjóðfélags- gerðinni til frambúðar. Kjósendur eiga kröfu á þvi að vinstri stjórnin sitji við völd i nógu langan tima til þess, að hægt sé i raun að dæma hana af verkum hennar og fá raunhæfan samanburð við annarskonar- stjórnir. Þegar gengið er til kosninga eru kjósendur óspart brýndir á þvi að nú sé það þeirra að velja. Þeim er sagt að á kjördag getí þeir meðatkvæðisinue.t.v. ráð- ið framvindu mála I þjóðfélag- inu á næstu árum. Þetta er þvi miður aðeins hálfur sannleikur. Sjaldnast liggja fyrir yfirlýsingar frá flokkunum um það hvers konar rikisstjórn þeir hyggjast mynda hver um sig ef sigurinn fellur þeim I skaut. Gjarna er öllum leiðum haldiðopnum ogsvarað I véfréttastil ef skarpt er spurt. Það væri mikils um vert, ef hægt væri að breyta þessu — þó ekki væri nema stundum — þannig að fráfarandi rikis- stjórnarflokkar lýstu þvi yfir fyrir kosningar, að þeir ætluðu sér að starfa saman að stjórn landsins eftir kosningar ef þeir fengju afl til. Að sjálfsögðu þyrftí að fylgja slikri yfirlýsingu greinagóð lýsing á þvi hverju sú rikis- stjórn hygðist koma til leiðar ef mynduð yrði^ Það sem ég er að reyna að koma orðum að er i' skemmstu máli þetta: Rikisstjórnarflokkarnir eiga að einbeita sér að þeim málum sem þeir eru sæmilega sammála um og ástunda umburðarlyndi hver i annars garð I hinum málunum — þeim sem þeir með fullri vissu eru ósammála um. Þeir eiga aö stefna að þvi, að þessi rikisstjórn sitji viðvöld út kjörtimabilið oggefi þá út fyrir kosningar yfirlýsingu um að hún muni sitja áfram ef hún fái kjörfylgi til. Fyrst við slikar aö- stæöur er um raunverulegt val kjósenda aö ræða. Þá geta þeir annars vegar valið stjórn, sem þeir hafa þegar nokkra reynslu af og vita hvert stefnir,og hins vegar stjórnarandstöðu, sem þeir lika þekkja af langri reynslu úr fyrri rikisstjórnum. Vissulega mætti einnig standa á þennan hátt að málum þótt aðeins tveir af stjórnarflokkun- um stefndu að áframhaldandi samstarfi. ^ Þá er eftir spurningin stóra; hver eru þau mál sem liklegt er að samstaða geti tekist um og eru þess virði að fyrir þau sé lagt nokkuð i sölurnar? Ég skal nefna nokkur: Að viðhaldá þeim kaupmætti launasem núer i landinu a.m.k. upp að miðju. launastígans og auka félaggleg réttindi launafólks. Að skipuleggja atvinnurekst- urinn og fjárfestinguna þannig að vinnuafl og fjármunir nýtist miklum mun betur en nú er. Að finna ,,meðaltalslausn” á herstövamálinu, byggða á opinberri stefnu stjórnarflokk- anna. Að stórbæta skattheimtuna i landinu þannig að allir greiði i hina sameiginlegu s jóði ríkis og sveitarfélaga . i samræmi viö raunverulegar tekjur. • Það má kannske segja að það semhér á undan er talið flokkist undir hinn almenna véfréttar stil i stjórnmálaumræðu sem ég minntist á hér framar. Þaö afsaka ég meö þvi að allir fram- angreindir málafiokkar eruþaö yfirgripsmiklir að ekki veitti af heilli blaðagrein til að gera stuttlega greinfyrir hverjum og einum. Niðurstaða þessara hug- leiðinga skal frá minni hendi verða tillaga um þaö, að i hvert sinn, sem ósamkomulagsblik- urnar á st jórnarhim ninum dökkna og gerast illviðrislegar, skuli valdir úr stjórnarftokkun- um nokkrir spakir menn og sáttfúsir til að annast sátta- gjörð. Aðferðin mætti gjarna vera svipuð og þegar kjörinn er páfi: Sáttanefndarmenn sætu inni- luktir i virðulegu húsi án sambands við umheiminn og sendu svo frá sér ákveðin tákn um gang mála. A meðan á biðinni stæði, gætu svoþeir ófriðsömu haldið áfram að rifast, alveg áhyggjulausir, vitandi að það er annarra hlut- verk að leiða málin til lykta. Kópavogur er fjölmennastur kaupstaðanna Skýrsla yfir afla loðnu- laugardagskvöld Ibúar landsins eru 223.917 Af þeim búa 168.622 i kaupstöðum. Fjölmennasti kaupstaðurinn utaft Rvk er Kópavogur með 13,222 Ibúa. A Akureyribúa 12, 869. Fast á cftir kcmur Hafnarfjörður með 12.114 ibúa. Siðan er röðin: Keflavik 6.583, Akranes 4,751, Vestmannaeyjar 4,620, Garöabær 4,509, tsafjörður 3,236, Selfoss 3,199, Seltjarnarnes 2,859, Húsavlk 2,391, Siglufjörðúr 2,093, Sauðárkrókur 2.081, Njarð- vik 1.867, Grindavik 1.806, Neskaupstaður 1,679, Dalvik 1,238, Bolungarvik 1,209, Ölafs- fjörður 1,152, og Eskifjörður 1,041. Minnsti kaupstaöurinn er Seyðisfjörður meö 1.011 ibúa. í sjálfri höfuöborginni búa 83,092, þar af eru konur 42,725 en Framhald á 18. siðu bátasl lestir 1. Börkur NK 122 .........3870 2. Bjarni Ölafsson AK 70 .... 3775 3. Hrafn GK 12 ...........3649 4. Sigurður RE 4..........3474 5. GIsli Arni RE 375......3306 6. Pétur Jónsson RE 69 ...3305 7. Súlan EA 300...........3288 8. MagnúsNK72 ............3051 9. Vikingur AK 100........3034 10. Harpa RE 342..........2915 11. Isleifur VE 63 .......2838 12. Breki VE 61...........2547 13. Albert GK 31 ..........2546 14. Grindvikingur GK 606 .... 2530 15. Hilmir SU 171 ........2523 16. KapII.VE 4 ............2470 17. StapavIkSI4............2448 18. Jón Finnsson GK 506 ...2447 19. Gigja RE 340...........2432 20. Loftur Baldvinsson EA 24 2413 21. Jón Kjartanss. SU 111..2393 22. Gullberg VE 292........2387 23. Keflvikingur KE 100....2370 „Dýravernd- arinn”65 ára á þessu ári „Dýraverndarinn’', málgagn Dýraverndunar fél. Islands verður 65 ára á þessu ári. Nýlega kom út 5. og 6. tbl. 64.árgangs. Sem fyrr er blaöið eingöngu helg- að dýrum og dýravernd. Blaðið er 48 sföur aö stærð, fjölbreytt og skemmtilegt að vanda. 24. örn KE 13 ............2349 25. Sæbjörg VE 56.........2171 26. Guðmundur RE 29.......2163 27. Náttfari ÞH 60........2126 28. Skarðsvik SH 205......2036 29. Helga II RE 373 ..... 1925 30. Hákon ÞH 250..........1883 31. Húnaröst ÁR 150 ......1770 32. Árni Sigurður AK 370..1739 33. Óskar Halldórsson RE 157 1562 34. Eldborg HF 13.........1472 35. Seley SU 10...........1446 36. Rauðsey AK 14.........1420 37. Bergur IIVE 144 ..... 1268 38. Sæberg SU 9...........1178 39. FffillGK 54...........1156 40. Arsæll KE 17..........1007 41. Faxi GK 44.............931 42. LjósfariRE 102 ........787 43. Gunnar Jónsson VE 555 ... 604 44. Freyja RE 38 ..........520 45. GjafarVE 600...........485 46. Arnarnes HF 52 ........441 47. Skirnir AK 16..........437 48. Víkurberg GK 1.........273 49. Huginn VE 55...........161 50. Hafrún 1S 400 .........155 51. Stigandi VE 477 ....... 110 SPRUNGU VIÐGERÐIR með álkvoðu. 10 ára ábyrgð á efni og vinnu. Einnig pússning, flisalagning, við- gerðir. Upplýsingar i sima 24954. AUGLÝSINGASÍMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.