Þjóðviljinn - 31.01.1979, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 31.01.1979, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. janúar 1979 Draumurinn um Kjarvalsstaði Ætli flestum sé ekki fariB a6 blöskra ástandiðað Kjarvalsstöö- um, að einlægt skuli blossa þar upp ófriður að nýju, skrattanum tii skemmtunar, óvinum lista til aðhláturs en engum að gagni, þótt ýmsir viröist eygja stundlegan ávinning i að æfa hraðskák á stjórnmálavettvangi þar sem ekki er horft Ut yfir dægrin sem liða, eitt af öðru. Varla óraði listamenn fyrir þvi að ófriðareldur myndi geisa aftur og aftur vegna hUss sem ber nafn Kjarvals, þess listamanns sem þjóðin skuldar meira en öðrum fyrir gjafir hans. Ráðamenn þjóðarinnar höfðu þegar haft ærna skömm af vanefndum sfn- um gagnvart Kjarval meðan hann lifði, og verður sU saga ekki rakin hér. En að skömm þeirra gagnvart honum yrði meiri að honum látnum, og ekki séð fyrir endann á þvi og aldrei verra en nú, fyrir þvi óraði engan. Kjarvalsstaðadeilan hin fyrri leystist á sinum tima vegna þess aö þeir sem sátu viö samnings- boröið áttuðu sig hverá öðrum og gerðu sér grein fyrir þvi að deilan væri ekki póiitisk að dægurmati, og i rauninni hefðu þeir fjórir menn sem þar sátu allir hug og metnað til að staðurinn mætti þjóna sinu hlutverki, veröa lif- andi miöstöð menningar. Og þeim varð ljóst aö hvor aöilinn gat treyst fulltrúum hins, að standa viö orð sin, ekki siður þaö sem vorumunnleg loforð ábyrgra ein- staklinga en hitt sem var skrifaö og vottfest. Þess vegna leystist deilan þá. Illu heilli er nú ekki við menn á borö viö Birgi ísleif Gunnarsson né Ólaf B. Thors að skipta, menn sem listamenn hafa reynslu fyrir að standi við orö sin. Þegarlista- menn sömdu rétt fyrir jólin i seinni deilunni var það i von um að orðin fögru i lokaþættinum og fyrirheit viðsemjenda sem áöur höfðu þybbast við og þvælst fyrir mánuðum saman þrástaglandi sömu hluti frá fundi til fundar, aö þau reyndust ekki við fyrstu á- raun fleipur eitt. Það kom þó á daginn. Ekki þarf að taka fram að þar á ég viö hina sérstæöu ihaldssam- stöðu þeirra félaganna Sjafnar Sigurbjörnsdóttur borgarfulltrUa Alþýðuflokksins og Daviös Odds- sonar; enda hafa þau sameigin- lega lýst yfir þvi að munnlegt samkomulag sem þau kalla gentleman’s agreement beri ekki aö viröa, það sé með öllu Urelt. Kannski skilur nýliöinn i' stjórn- málunum ekki þetta hugtak, ég nefni ekki félaga hennar i þessari andrá. Meðan þetta gentleman’s agreement var ekki oröiö Urelt, sem þau segja aö nú sé mun þetta hafa þýttað mennsæju sóma sinn i að standa við gefin heit þótt þau séu ekki skrifuö og vottfest og legðu heiður sinn aö veði. Margar deilur yröu aldrei leystar án þess aö menn reyndu aö treysta hver öörum þegar leitast er viö aö koma samningum I höfn um skerjasund, framhjá flesjum og boðum á viösjálli leiö. Aður hafði staöið þóf mánuöum saman, og Kjarvalsstaðir á með- an auöir og starfsemin lömuð, auön og tóm. Þetta var af völdum stjórnmálamanna, og fyrst og fremst þeirra sem bera ábyrgð á þviað vanda nú ekki betur valiö á viðsemjendum listamanna og kommissörum á Kjarvaisstaöi. Aður hefur komið fram að end- urskoða bar sáttmálann frá fyrri deilu um miðjan siðastliðinn vet- ur, varð þó að ráði aö fresta þvl fram yfir kosningar bæði vegna anna stjórnmálamanna I sinni orrahrið og til þess að næði feng- ist, stormahlé til yfirvegaöra samninga. Þegar eftir kosningar var farið á stúfana og leitaö samninga við þá sem nú báru ábyrgð á stjórn borgarinnar. Vegna anna og vixlandi fjarveru aðalforingjannadrógust viðræður þar til þess var um siöir óskað aö listamenn semdu við þá sem kjörnir voru úr hópi borgarfull- trúa Ihússtjórn Kjarvalsstaöa, og voru þá samningar runnir út án endurskoðunar vegna aðgerðar- leysis stjórnmálamanna, og á þeirraábyrgð; ekki grunaði lista- menn þá að þeir myndu gjalda þess sem þeir vildu koma i veg fyrir; aö samningar rynnu út án viðræðna. Þettavæntiég aö svo- nefndir þristjórar myndu stað- festa. Þaö má raunar virða þeim til nokkurrar vorkunnar aö þeir höfðu i mörg horn að lita. Ég hygg að segja megi aö samningar hafi eingöngu tekizt af þvi að samningamenn lista- manna syndu langlundargeð og þrautseigju vegna þess hve mikið var i húfi: draumurinn um Kjar- valsstaði sem þróttmikla menn- ingarmiðstöð, og vegna þess að þeir fundu til ábyrgöar sinnar, að þjóðin ætti kröfu á þvi að húsinu yröi bjargað, I stað þess að stefna að þvi að þar yrði rotþró islenskr- ar menningar. Þau félagar Sjöfri og Davíð halda þvi fram, svo ég viki aftur að hugtakinu sem þau segja úrelt að listamenn hafi krafizj. þess aö svonefnt gentlemen’s agreement (sem hér á sýniiega ekki viö að kalla samkomulag sómafólks) yröi gert á þá lund aö ákveða fyr- irfram hver fengi stöðu listráðu- nautar, án þess aö vitað væri hverjir gæfu kost á sér til starfs- ins. Slíkri meinloku þarf varla aö svara. f hraða stjórnmálalifsins virðist rökhugsun fara þverrandi. Þaö þarf ekki að skýra fyrir venjulegu fólki hve fráleitt er að hægtsé aðveljaáöur en vitað er á hverju gefst kostur, um hvað er að velja. Munnlegt samkomulag var hinsvegar um þaö aö ekkert yrði gert til þess aö ógna nýgerðu samkomulagi, rjúfa grið, stofna sáttum I hættu; ögra listamönn- um; heldur skyldi haft fullt sam- ráö við þá, hreinskiptiö samstarf. Á þvi byggðust sættir, báðir aöil- ar féllust á að láta falla niður óviid, strika yfir reikningana og hefja samstarfið viö hreint borð, tabula rasa. Það var ekki einu sinni beðið eftir fyrsta fundinum meöfulltrú- um listamanna eftir samkomu- lagið heldur var reglugerð ný samin fyrir Kjarvalsstaði lögö fyrir fund þeirrar hússtjórnar þar sem listamenn áttu ekki ennþá fulltrúa, sögö samin af lögmanni borgarinnar, Jóni G. Tómassyni. Þetta var gert án nokkurs sam- Thor Vilhjálmsson: Kjarvals- stöðum verður ekkibjargað nema með hugarfarsbreytingu valda- manna borgarinnar. ráðs viö listamenn; þessa reglu- gerð sá ég ekki fyrr en eftir fund- inn, en ég hafði njósn af þessu at- hæfi og krafðist þess að fá að sjá plaggiö. I þvi eintaki sem ég fékk sést að þar er strikaö yfir nokkur orð. Og þegar i útstrikunina er rýnt sést að reynt hefur verið að lauma þvi inn að framkvæmda- stjórar skyldu vera tveir í húsinu. Það var eitt allra helzta atriði samninganna, ogþað sem eflaust reið baggamuninn að fram- kvæmdastjórinn skyldi vera einn og jafnframt listráðunautur. Samningarnir tókust vegna þess semorðið var andmælalaust milli viðsemjenda, aðsáyrði aðalmað- ur i húsinu, andlit þess út á viö og sá sem starfið byggðist fyrst og fremst á; lykilmaðurinn? þótt þvi yrði að visu ekki forðað að for- stöðumaðurinn svonefndur mætti hringla enn um sinn nokkrum lyklum. Sá sem yrði valinn list- ráðunautur átti einn aö bera titil framkvæmdastjóra, og var sam- komulag um aö efla hans hlut- verksem mest. Ég fæ ekki betur séð en i þessu plaggi hafi strax verið gerð tilraun til þess að rista sundur kjarna samkomulagsins. Ég hef mi'na vissu fyrir þvi aö reglugeröin var lögö þannig fyrir fundinn en siðan breytt á honum. Þessi reglugerð var algerlega samin ánsamráðs viö listamenn, og hefur ekki borizt okkur ennþá 1 hendur hreinrituð með þvi sniöi sem hún var samþykkt i borgar- stjórn. Þannig hófst hið hrein- skiptna samstarf. Viku siðar komu fulltrúar lista- manna á fyrsta fund fullskipaör- ar hússtjórnar. Þá lágusamningi samkvæmt fyrir umsagnir lista- manna um umsóknir þær um starf listráðunautar og fram- kvæmdastjóra sem höföu verið lagðar fram á áðurnefndum fundi hússtjórnar hinnar fyrri viku fyrr. Tittnefhdir samherjar Sjöfn og Davið segja að hvorki hafi fylgt umsögnum listamanna rök né skýringar jafnframt þvi sem þau kvarta undan þvi að lista- menn skuli hafa leyft sér að stig- breyta lýsingarorðið hæfur, og kalla þar meö fariö út fyrir verk- svið sitt. Hverjum er ætlaö að skilja þetta? Þau virðast rugla sinum viðsemjendum saman viö kvið- dóm sem sumsstaðar tiðkast og á að segja einfaldlega: sekur — ekki sekur. Einsog nú er komið þykir rétt aö birta umsagnir listamanna um umsækjendur. ■ Sú fyrri hljóðar svo: Félag Islenskra myndlistar- manna hefur fengið til umsagnar umsóknir um stöðu listráðunauts að Kjarvalsstöðum samkvæmt nýgerðu samkomulagi milli Reykjavikurborgar og BIL og FtM. Samkvæmt meðfylgjandi gögnumhafa Þóra Kristjánsdótt- ir og Ólafur Kvaran lokið fil. kand. prófi I listasögu og listfræði og öðlast reynslu við sýningar- uppsetningu og sýningarhald. Ólafur hefur auk þess lokið fyrri- hluta doktorsprófs og virðist menntun hans og starfsreynsla viöfeðmari einnig að öðru leyti. ólafur nýtur trausts samtaka listamanna og leyfum við okkur þvi að mæla eindregiö með hon- um istarf listráðunauts Kjarvals- staða. Hjörleifur Sigurðsson þáver- andi formaður undirritar þetta i nafni FÍM. Hin siðari er svona: Stjórn Bandalags fslenzkra listamanna hefur fjallaðum stöðu listráðunautar aö Kjarvalsstöð- um og önnur gögn sem liggja fyr- ir, og lftur svo á aö ólafur Kvaran hafi nokkra sérstöðu hvað mennt- un snertir og starfsreynslu, og er það mat listamanna að hann sé hæfastur til starfsins, þótt Þóra Kristjánsdóttir fullnægi einnig hæfniskröfum aö menntun og starfsreynslu. Stjórn Bandalags islenzkra listamanna mælir eindregið með þvl að Ólafur Kvaran veröi ráðinn til starfsins. Forseti Bandalags Islenzkra listamannaundirritarþetta i þess nafni. Þetta hlutlæga mat listamanna byggist fyrst og fremst á þeim gögnum sem lágu fyrir, það er byggt á upplýsingum sem ekki er hægt aö vefengja, þetta er þaö sem kallað er faglegt mat þeirra sem gerst þekkja til, listamanna á heimavangi þeirra. ABvifandi fólk sem skolast inn á Kjarvals- staði til áhrifa vegna umferöar- slysa I stjórnmálalifinu veit varla betur um þessi mál en þeir sem eyða ævi sinni á þessu sviöi. Það þýðir ekki fyrir DavIB Oddsson að reyna að draga okkur niður á sitt plan til þess að argast út af per- sónum umsækjenda. Reyndar hefði slíkt sizt oröið Þóru til trafala þar sem ég veit ekki ann- að en hún njóti almennrar vel- vildar í röðum listamanna, og sárt hún skuli ómaklega dragast inn I þessa deilu, enda ekki fyrir okkar verknað. Að Kjarvalsstöðum biður mikið og margþætt starf, og er I hendi þess sem tekur við f þvi aö móta það aö mörgu leyti, og er að sjálfsögðu fullt starf. Þar kemur margt til. Þó ekki væri nema rækja skyldurnar við Jóhannes Kjarval, stundum er gripið til þess að dreifa málum með þvi að hjala marklaustum hann. Hingaö til hefur litið farið fyrir þvi að starf væri unniö á vegum hússins Kjarval til sæmdar ef undan eru skildar sýningar á verkum hans, en til þeirra er iðulega kastaö höndum svo að varla er vansa-. laust. A einum tyllideginum fyrir löngu meðan Kjarval lifði var gleðimót af þvi efni að þáverandi ' menntamála- ráö þóttist gefa Kjarval þá afmælisgjöf að samþykkja að nú yrði farið • að skrásetja öll verk hans. Ekki veit ég til þess aö það starf sé hafið nema ef væri viðleitni fyrrver- andi framkvæmdastjóra listráðs Aðalsteins Ingólfssonar sem aldrei haföi vinnufrið í húsinu vegna valdastreitu við skjólstæð- ing stjórnmálamanna, svonefiid- an forstöðumann hússins Alfreð Guðmundsson, verklausan mann eftir þvi sem bezt er vitaö. Einnig væri eðlilegt að á vegum þessa húss væri unniö rannsóknarstarf I sambandi við listrænt mat á ævi- starfi Kjarvals og þýðingu þess fyrir Islenzka menningu, og list i vlöari skiln h. gi. Samkvæmt gögnum hefúr Ólaf- ur Kvaran viötækasta starfs- reynslu umsækjenda eftir þvi sem við listamenn fáum bezt séð. Hann hefur verið i fuilu starfi í Listasafni tslands i nokkur ár, unnið þar við sýningar einkum og fræðslustarf ýmiskonar á vegum safnsins sem hann hefur skipu- lagt, og flutt fyrirlestra um is- lenzka og erlenda nútimalist; ennfremur unnið að skrásetningu og önnur störf sem til falla i aöal- listasafni þjóðarinnar. Auk þess hefur hann unnið rannsóknar- störf, svo sem vegna doktorsrit- gerðar sinnar sem er á sviði tuttugustu aldar: listar Islenzkrar. Ennfremur hefur hann unnið við uppsetningu siningar i öörum söl- um en safnsins svo sem að Kjar- valsstöðum og I Norræna húsinu þar sem hann stóö fyrir sýningu á verkum Jóns Engilberts I fyrra ásamt öörum manni. Hann er for- stöðumaður Listasafns Einars Jónssonar og ber ábyrgð á þvi. Auk þess hefur hann kennt lista- sögu við tvo menntaskóla i Reykjavik, og skrifað um mynd- list I blöö og tlmarit og kynningar i sýningarskrár. Þessi starfs- reynsla var drjúg á metaskálun- um þegar listamenn fjölluöu um máliö; þvi þótti hann heppilegast- ur umsækjenda til þessa starfs, og ekki sizt við þær aöstæöur sem eru og hafa veriö að Kjarvals- stöðum. Þau félagarSjöfnogDavið hafa rukkað listamenn um rök, og hef ég nú gert opinskáa grein fyrir þeim. Kjarvalsstaðir verða aldrei menningarmiðstöö án listamanna fremur en Borgarleikhús geti lif- að án leiklistarfólks. Það verður Framhald á 18. siðu Eftir Thor Vilhjálmsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.