Þjóðviljinn - 31.01.1979, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 31. janúar 1979
af GrSendum vettvangi
iran hefur varpað keisara sin-
um — konungi konunganna, eins
og hann titlaði sjálfan sig — á dyr,
en engum blandast hugur um aö
voidugasti maður landsins nú og
sá, sem ölium öðrum fremur hef-
ur knésett keisarann, er einnig i
útlegð, að minnsta kosti enn þeg-
ar þetta er ritað. Sá er Ajatolla
(ajatolia er titill og samsvarar
nokkurnveginn biskupstign i
kristnum dómi) Rúholla Kom-
eini, tæplega áttræður að aldri, er
dvelst nálægt Paris sem ekki ýkja
velkominn gestur franskra
stjórnvalda. Tvær miljónir
manna mættust i útjaðri Teheran
á torgi, sem skirt hefur verið upp
i höfuöiö á honum, hyllti hann af
gegndariausri hrifningu og krafð-
ist fullrar útrýmingar keisara-
vaidsins. Sú tið er liöin að myndir
af keisaranum og fjölskyldu hans
hangi uppi á hverju heimili og
hverjum opinberum stað I Iran.
Þær myndir hafa nú verið teknar
niöur og rifnar og styttur af
keisaranum föður hans, stofn-
anda Pahlavi-ættar, sem stóðu á
aöaltorgi hverrar borgar og hvers
gegn harðstjórn og spillingu
keisarastjórnarinnar og ávann
sér með þvi virðingu stjórnarand-
stæðinga, sem annars voru ekki
sérstaklega hollir klerkunum.
Sameiningartákn
i útlegð
Siöan 1974 var Komeini land-
flótta og sat fyrst lengi vel i
borginni Nadjaf i írak, sem er
einn helgastur staður i sjliskum
dómi. En keisari mátti iörast þess
beisklega að hafa flæmt hann úr
landi, þvi að svo erfiður viðskiptis
sem hann hafði veriö heima fyrir,
þá tók nú fyrst út yfir. I útlegðinni
varö þessi aldraöi klerkahöfðingi
fljótlega að sameiningartákni
Þróun
mála
✓
í Iran
Þióðarvilji
Keisarinn er mikið eftirlæti teiknara um þessar mundir. Hér er hann
orðinn að einskonar Frankenstein-fígúru.
sigraði vopnavald
bæjar, eru muldar niöur unnvörp-
um. Þess I stað verður nú hvergi
þverfótað fyrir myndum af
Komeini.
Eölilegt er aö margar spurn-
ingar vakni viðvikjandi þessum
öldungi, sem útlægur og til þess
að gera einangraður að sjá hefur
reynst ofja.' harðsnúnum ein-
ræðisherra, t. ksat að völdum i
skjóli fjölmenns og þrælvopnaðs
hers, útsmoginnar leyniþjónustu
sem einskis sveifst, takmarka-
lausra auðæva og hafði þar að
auki bakhjarli auðvald
Vesturlanda eins og það lagöi sig
með Bandarikin i broddi fylk-
ingar. Almennt var litiö svo á að
þrátt fyrir alla illsku og spillingu
stjórnar Múhameðs keisara Resa
væri hann öruggur i sessi, og að ef
einhverjir kynnu aö gera honum
skráveifur, væru það helst
herskáir hópar róttækra vinstri-
manna.
Klerkarnir
áhrifamestir
Nú eru það hinsvegar
forustumenn klerkdómsins, sem
virðast áhrifamestir i hinni
breiðu andspyrnufylkingu, og
áhrif þeirra fara stöðugt vaxandi,
aö þvi er séð verður. Þetta þarf
ekki aö vera neitt kraftaverk;
gamalgróin itök klerkdómsins i
hugum almennings hafa gert aja-
tollunum fært að hagnýta sér til
framdráttar þær feiknlegu
óvinsældir, sem sjainn hefur orö-
iö sér úti um með ruddalegri
haröstjórn, brjálæðiskenndri só-
un i vopnakaup og undirlægju-
hætti við erlent auövald, svo
nokkuð af þvi helsta sé talið.
Um Komeini má það ljóst vera
að hann er næsta einbeittur og
úthaldsgóður öldungur, en þegar
litiö er yfir feril hans, kemur i ljós
aö hann hefur ekki einungis barist
gegn hinum hrikalegu löstum
keisarastjórnarinnar, heldur og
ýmsum þeim nýmælum hennar
sem ótvirætt teljast til framfara,
og er þetta dæmigert fyrir afstöðu
iranska klerkdómsins I heild til
keisarans. Komeini tók aö láta aö
sér kveöa gegn keisarastjórninni
þegar á sjötta áratugnum, og
hann beitti sér meöal annars gegn
umbótum stjórnarinnar i jarð-
næðismálum, vegna þess að við
þær tapaði hin sjiiska „kirkja”,
sem mikill meirihluti lands-
manna tilheyrir, einhverju af
jarðeignum sinum, og lagasetn-
ingum sem miðuöu aö auknum
réttindum kvenna. Kvenfólk er
ekki hátt skrifað i múhameðskum
sið, svo sem alkunna er. En
Komeini talaði einnig djarflega
andstööunnar gegn sjainum, og i
krafti þess mögnuðust áhrif hans
meðal almennings svo undrum
sætti. Allir andstæðingar
keisarans hlýddu boðum hans og
bönnum, allt frá ofstækisfyllstu
Múhameðstrúarmönnum til
gamalla guðleysingja úr hinum
kommúniska Túde-flokki, sem
lét mjög að sér kveöa fyrstu árin
eftir siðari heimsstyrjöld.
I október 1977 dó sonur
Komeinis, sem einnig var virtur
trúarleiðtogi, undir voveiflegum
kringumstæðum, og grunar
marga að Savak, hin illræmda
leyniþjónusta keisarans, hefði
ráðið hann af dögum. I janúar
1978 birti eitt af útbreiddustu
blöðum landsins niðgrein um
Komeini, að undirlagi
stjórnvalda. Daginn eftir, 9.
janúar, fjölmenntu trúaðir I mót-
mælagöngu um götur Kúm, höf-
uöstaðar klerkdómsins. Hermenn
keisarans skutu þá til bana 20—30
mótmælamenn að minnsta kosti,
kannski yfir 50. Siöan hefur aö
heita má ekkert lát orðið á mót-
mælafundum hvarvetna um land-
iö.
Hryöjuverk
keisarans manna
Langt er siðan ljóst var að
keisarinn stóð svo að segja einn i
þessum átökum við þegna sfna,
nema hvað hann haföi með sér
hershöfðingjana, skólaða i
Bandarikjunum og hafandi undir
höndum ótakmarkaðar birgðir
nýjustu vigvéla úr vopnaverk-
smiöjum Bandarikjanna, og
leynilögregluna Savak, sem CIA,
bandariska leyniþjónustan, stofn-
aði honum til|halds og trausts
eftir að hafa sptt hann til valda
1953. Mótmáelafundirnir á
siðastliðnu ári kostuöu mikiö
blóö. Ekki þó svo að skilja að
mótmælafólkið dræpi marga,
enda vopnlaust. En herinn og
leynilögreglan hafa skotiö ótæpt á
mótmælagöngurnar og fundina
og drepið þúsundir, ef til vill tug-
þúsundir. En blóð þeirra pislar-
votta hefur orðiö irönsku
uppreisninni frjósamt sæði.
I ágústlok brunnu um 700
manns inni I kvikmyndahúsi i
oliuborginni Abadan. Stjórnar-
völd kenndu „islömskum marx-
istum” (eins og sjainn kallar alla
andstæðinga sina, hverjir sem
þeir annars eru) um brunann, en
aimenningsálitið hefur fyrir satt
að Savak hafi sjálf kveikt I kvik-
myndahúsinu i þeim tilgangi aö
koma óorðiá stjórnarandstöðuna.
Þetta viðurstyggilega hryðjuverk
varð aðeins til að magna and-
stöðuna. Viku eftir brunann
neyddist sjainn til þess að setja af
rikisstjórnina og skipa „sátta-
stjórn,” I henni voru menn, sem
ekki voru eins óvinsælir og fyrri
ráðherrar. En þetta stjórnvisku-
bragð Múhameðs Resa kom of
seint. Verkföll voru gerö, blöðin
fóru að verða gagnrýnin á stjórn-
völd og miljón manns fóru i mót-
mælagöngurum Teheran. Krafan
var aö sjainn segði af sér.
Þá gafst keisarinn upp á öllum
frjálslyndistilburöum, lýsti yfir
umsátursástandi og sigaði hern-
um á mótmælafólk. 8. sept. voru
þúsundir mótmælamanna skotn-
ar til bana I höfuðborginni og
hingað og þangað út um land. Sá
dagur hefur siðan verið kallaður I
tran blóöugi föstudagur eöa
svarti föstudagur.
Khomeini hefur bæði barist gegn
iöstum keisaradæmisins og ýmsu
sem horföi til framfara.
Hvað gerist ef stjórn Baktiars hrekst frá völdum ?
Ránskapur flýjandi
yfirstéttar
Og alltaf var Komeini — þaö er
aö segja myndir hans og vigorö —
meö I mótmælagöngunum. Hann
ákvaö hvenær mótmælt skyldi og
hvernig. Hann ákvað verkföllin,
sem um siðir brutu niður viönám
keisarans. 1 nóvember stöðuðu
verkföllin oliuframleiðsluna.
„Sáttastjórn” keisarans gafst
upp og hershöfðingjastjórn var
skipuö i staöinn. Hershöfð-
ingjarnir beittu vægöarlausri
hörku gegn verkamönnum og
mótmælafólki og tókst að koma
oliuframleiöslunni i gang að nýju.
Nú var þvi spáð aö keisarinn
myndi hanga viö völd með stuðn-
ingi hersins, en ef til vill sem
valdalitil toppfigúra.
En svo fór að koma I ljós aö
hershöföingjarnir gátu ekki reitt
sig fyllilega á hermennina —
fregnir bárust af samsærum
óbreyttra liösmanna. Enn meiri
áhrif haföi liklega framtak nokk-
urra láglaunaöra bankastarfs-
manna, sem tóku sér fyrir hendur
aö reikna út fjármagnsflóttann úr
landi. Þeir upplýstu að allra-
handa fjármálamenn og braskar-
ar , sem átt höfðu dýrðardaga i
skjóli keisarans, fluttu ólöglega
úr landi slik firn fjármagns, að
harðdrægustu óvinaherir hefðu
ekki getað ruplað landið betur.
Fjármagnsflóttinn nam að
minnsta kosti um tiu miljörðum
dollara, en það er álika mikið og
sjainn hefur goldiö Bandarikjun-
um fyrir vopn og vígvélar siðustu
árin. Yfirstéttin, sem óttast rót-
tækar þjóðfélagsbreytingar, er
sem sagt á flótta til Vesturlanda
og tekur með sér það sem hún má
með komast.
Herinn stóð
ráðalaus
Viö þetta umhverfðist
almenningur og verkföllin jukust
að nýju um allan helming. Og nú
uröu hótanir og hryðjuverk
hersins til einskis. Einn af öflug-
ustu herjum heims, með eitt geig-
vænlegustu vopnabúra veraldar
til afnota, stóð ráðalaus gagnvart
vopnlausri alþýðu lands sins.
Þjóðarvilji reyndist yfirsterkari
vopnavaldi, sem þó var óspart
beitt. Þessi ósigur Iranska hers-.
ins fór ekki framhjá valdhöfum *
erlendis og hafði sin áhrif á þá.
Bandarikjastjórn, sem til þessa
haföi lýst þeim mun kappsam-
legar yfir stuðningi við sjainn
sem hryðjuverk stjórnar hans
urðu fleiri og meiri, fór nú að
verða beggja blands. Sjainn
beygði sig fyrir andstöðunni og
grátbaö hana um málamiölun. En
hinn pólitiski armur andstöö-
unnar, meö Þjóöfylkinguna
svonefndu (fylgismenn Mossa-
deks) fremsta i flokki, sagöi þvert
nei — af þvi aö Komeini vildi enga
samninga viö sjainn.
Sjapúr Baktjar, einn af for-
ingjum Þjóöfylkingarinnar, féllst
að visu loks á að mynda stjórn i
umboði keisarans. Jafnframt fór
sjainn úr landi „sér til hvildar og
hressingar”, og Baktjar lét lausa
fanga, lofaði lýðræði og hét þvi að
hin hataða Savak yrði lögö niður,
aö vopnakaupin frá Banda-
rikjunum yröu skorin niöur og
fleiru og fleiru. Þrátt fyrir þetta
viröist Baktjar álika veikur á
svellinu og fyrri stjórnir. Þvi aö
Komeini segir stjórn hans ólög-
lega, vegna þess aö hún var
mynduö i umboði keisarans.
Hann hótar Baktjar vægöarlausri
andstööu áfram, svo fremi hann
segi ekki af sér og afhendi and-
spyrnuhreyfingunni völdin.
„ Dótturf yrirtæki"
Pentagon og CIA
Spurning er hinsvegar hvaö
gerist, ef Baktjár veröur knúinn
frá völdum. Bandarikjastjórn er
með lifiö I lúkunum út af að
„missa” íran, mikilvægasta
bandamann sinn i vestanveröri
Asíu. Hvita húsiö þykist sennilega
geta sætt sig viö Baktjar, en alls
ekki neina, sem liklegir eru til aö
reynast Bandarikjunum og
vesturveldunum yfirleitt frá-
hverfari en hann er. Og Banda-
rikjaher og CIA hafa náin sam-
bönd viö „dótturfyrirtæki” sin,
iranska herinn og Savak. Nærri
má geta hvernig irönsku hers-
höföingjunum liöur, þegar þeir
sjá fram á minnkandi vopnakaup
og þar meö minnkandi völd
sjálfra sin. Þeir og félagar þeirra
i Savak, sem eiga yfir höföi sér aö
stofnun þeirra veröi leyst upp og
þeim sjálfum kannski stefnt fyrir
lög og dóm út á endalausan lista
moröa og pyndinga, þyrftu varla
mikla hvatningu til aö freista
þess aö bjarga eigin skinni meö
valdaráni. Þaö, sem helst heldur
aftur af þeim, er liklega þaö aö
herforingjarnir treysta hermönn-
unum ekki lengur. Þótt Irönskum
hermönnum, eins og hermönnum
allsstaðar, sé kennt að hlýöa i
blindni, þá hugsa þeir eitthvaö I
likingu viö fólkiö sem flykkist á
mótmælafundina og vita aö
venslafólk þeirra tekur ásamt
meö öörum þátt I þeim fundum.
dþ