Þjóðviljinn - 31.01.1979, Qupperneq 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. janúar 1979
áíþýöubantiaiagið
Alþýðubandalagið á Akureyri — Bæjarmálaráð ABA
Fundur föstudaginn 2. febrúar I Lárusarhúsi kl. 20,30.
Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 1979.
Nefndamenn félagsins eru séfstaklega hvattir til aö mæta á fundinum.
Málfundafélag ABA
Fundur fimmtudaginn 1. febrúar i Lárusarhúsi kl. 20,30.
Umræðuefni: „Eldhúsmellur” Guðlaugs Arasonar.
Framsaga: Ingibjörg Jónasdóttir.
Enn geta iéiagar bæst i hópinn.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Félagsfundur verður haldinn að Strandeötu 41, miðvikudaginn 31. jan.
kl. 20.30. Fundarefni: 1) Svavar Gestsson viöskiptaráðherra ræöir
stjórnmálaviðhorfiö. 2) önnur mál. — Munið félagsgjöldin. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Félagsfundur verður haldinn að Strandgötu 41 miövikudaginn 31. jan.
kl. 20.30. Fundarefni: 1) Svavar Gestsson viöskiptaráðherra ræöir
stjórnmálaviðhorfið. 2) önnur mál. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið i Kópavogi.
Bæjarmálaráð
heldur fund miövikudaginn 31. janúar nk. 1. Fjallað verður um fjár-
hagsáætlun Kópavogskaupstaðar. 2. önnur mál. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Reykjavik-Vetrarfagnaður
verður að Hótel Borg föstudaginn 2. febrúar kl. 21.
Stutt ávarp: Guðbergur Bergsson. Skúli Halldorsson fremur tónlist.
Neikvæði söngflokkurinn syngur sig inni hjörtun.
Aö lokum verður stiginn dans til kl. 2. Diskómúsik með gömlu og nýju
dönsunum._______________________________________________
Alþýðubandalagið í Reykjavík
heldur félagsfund um efnahagsmálin að Hótel Esju, fimmtudaginn 1.
febrúar kl. 8.30. — Framsögu hafa: Svavar Gestsson, viðskiptaráð-
herra, Benedikt Daviðsson, formaður verkalýðsmálaráðs Alþýöu-
bandalagsins. — Stjórnin.
Félagsmálanámskeið — Aiþýðubandalagið á Isafirði
Alþýðubandalaeið á ísafirði efnir til félagsmálanámskeiðis dagan 2. til
4. febrúar næstkomandi. Á námskeiðinu verður lögö megináhersla á
ræöugerð og ræöuflutning, fundarstörf og fundarsköp. Námskeiðið fer
fram I Sjómannastofunni, sem hér segir:
Föstudaginn 2. febrúar kl. 21 til 23.
Laugard. 3. febrúar kl. 14 til 18.
Sunnud. 4. kl. 14 til 18.
Leiöbeinandi verður Baldur óskarsson. Þátttaka tilkynnist Halli Páli i
slma 39 20.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Arshátiðin verður laugardaginn 3. febrúar I binghól og hefst með borð-
haldi kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19. Fjölbreyttur þprramatur að venju.
Skemmtiatriöi: Einsöngur: Elisabet Erlingsdóttir. Undirleik annast
Guðrún Kristinsdóttir. Hljómsveitin Blossar leikur fyrir dansi. Miðar
fást hjá Lovlsu, slmi 4 12 79.
Alþýðubandalag Garðahrepps
hledur aðalfund laugardaginn 3. febrúar kl. 2 eh. I Samkomuhúsinu. —
Félagsmenn fjölmenniöog takið með ykkur nýja félaga. — Stjórnin
Hækkunarbeiðni
Framhald af 4. siðu.
in Guðmundsson, formaður verð-
langsnefndar sagt aö enginn
fundur verði 1 nefndinni fyrir
mánaðamót, en næsti fundur
verður sljótlegai febrúar. ólafur
Jóhannesson sagði að afstaða
yrði tekin til allra þessara hækk-
unarbeiðna áöur en vlsitalan yrði
reiknuð út, þannig að fullt tillit
yrði tekið til leyfðra hækkana viö
útreikning verðbótavfeitölunnar
1. mars n.k.
Ólafur sagði fordæmi fyrir þvi
að hækkanir hefðu veriö leyfðar
eftir mánaðarlok vlsitöluupp-
tektarmánaðarins. en áður en
vfsitalan væri reiknuð, og hefðu
þessar hækkanir alltaf veriö
teknar inn I visitöluna. Hann
sagði að þessi framkvæmd hefði
aldrei sætt átölum I kaupgjalds-
nefnd, enda væri með þessum
hætti ekki hallaö á launþega.
—AI
Neðri deild
Framhald af6. siðu..'
Ragnar að sérstakt frumvarp um
hana væri i buröarliðnum samiö
af sérstakri nefnd sem fyrrver-
andi menntamálaráðherra hefði
til þess skipað.
Jóhanna Siguröardóttir kynnti
einnig breytingartillögu við
frumvarpiö, eöa þá grein þess
sem fjallar um fræðslu þroska-
heftra, sem á að tryggja jiroska-
heftum starfsþjálfun og verk-
menntun við hæfi.
Að lokinni fyrstu umræöu var
málinu visað til menntamála-
nefndar. sgt
Kópavogur
Framhald af bls. 7.
karlar 40,367. A Akureyrierukon-
ur einnig fjölmennari eða um 279
fleiri en karlar
Utan kaupstaða búa 55,255
ibúar.
Fjölmennasta sýslan er Arnes-
sýsla með 6,637 Ibúa, svo kemur
S.-Múlasýsla með 4,585, þriðja
stærsta sýslan er Snæfellsnes-
sýsla með 4,463 ibúa. Tvær
minnstu sýslurnar eru
N.-Isafjaröaisýsla meö 524 ibúa
og A.-Barðastrandarsýsla sem
rekur lestina með 436 ibúa.-GG.
Tímarít frá Sovétrikjunum
Þar sem „Erlend timarit” hafa hætt
starfsemi sinni, hefur orðið að samkomu-
lagi að bókabúð Máls og menningar taki
að sér umboð fyrir blöð og timarit frá
Sovétrikjunum. Þeir sem verið hafa
áskrifendur eru þvi beðnir að láta vita ef
þeir óska að halda áskrift sinni áfram.
Bókabúð Máls og menningar.
Flugmannadeilan:
Allt fast enn
— segir Hallgrímur Dalberg
formaður sáttanefndar
„Sáttanefndin gékk á fund
samgöngu- og félagsmálaráð-
herranna i morgun og skýrði
þeim frá gangi sáttatilrauna og
stöðunni I dag að mati sátta-
nefndarinnar, annað hefur ekki
gerst i þessu erGða máli siðan
fyrir helgi og situr þvi allt fast
enn”, sagöi Hallgrimur Dalberg,
ráðuneytisstjóri, formaður rikis-
skipaðrar sáttanehidar i deilu
flugmanna Fí og Flugleiða.
Sagöi Hallgrimur að ekkert
nýtt hefði komið fram I málinu
siðan siðasti sáttafundur var
haldinn,sl. fimmtudag, sem benti
til þess að deilan væri að leysast.
Þá sagði hann ennfremur að
sáttafundur yröi boöaður siðari
hluta þessarar viku.
Það er þvl ljóst aö verkfall flug-
manna heldur áfram.en meiri eða
minni tafir verða á öllu innan-
landsflugi og á flugleiðum F1 til
útlanda allt fram til þriðjudags-
Frakkland
ekki lengur
griðland
Baska
PARIS, 30/1 (Reuter) — Franska
lögreglan handtók i dag 23 Baska
og framseldi 7 þeirra til Spánar.
Samtímis tilkynntu frönsk yfir-
völd að spænskir Baskar fengju
ekki að búa meir I landinu sem
pólitlskir flóttamenn.
Eru þessar handtökur I sam-
bandi við baráttu spænskra yfir-
valda gegn ETA-fylkingunni sem
berst fyrir sjálfstæði Baskalands.
Kjarvalsstaðir
Framhald af bls. 8.
tæpast nema pólitiskum trúð-
leikum aö Kjarvalsstööum og
ginningum linni.
Hvaö I ósköpunum græöa þessir
stjórnmálamenn á þvi að hafa ei-
llfan eld sleikjandi rjáfur Kjar-
valsstaða og leikandi um öll gólf?
Er þetta stefna borgarinnar I
menningarmálum að espa að
óþörfu til deilu eftir deilu um sitt
eigið eina sýningarhús, eða ætla
þeir kannski að reyna að knésetja
listamenn? Hversvegna? Hvaö
hafa listamenn gert þeim? Stund-
um eru þeir kallaðir til þess að
prýða borgina og skreyta þó ekki
væri nema til þess að gera hana
álitlegri í augum gesta. Stjórn-
málamenn tala stundum fjálg-
lega um hvaö þeir elski listina
heitt, og sé vel við menninguna.
Framtið Kjarvalsstaða er undir
þvl komin að hugarfarsbreyting
verði hjá valdamönnum I borg-
inni, og þeir vandi betur val sitt á
menningarfulltrúum úr sinum
röðum, eða öllu heldur að þeir feli
þeim að reka Kjarvalsstaði sem
hafa mesta þekkingu á listum
og einlægastan vilja til ræktunar
á þvi sviði: listamönnum, I sam-
vinnu við vinnandi starfslið húss-
ins. Það er mál að skemmdar-
verkum linni og vinnufriður fáist
til menningarátaka. Listamenn
eru fólk sem hefúr sérhæft sig á
vissu starfssviði og má ætlast til
þess að þeir viti meira um það
einsog plpulagningamaður um
sitt sérsviðogfurðulegt aðstjórn-
málamenn skuli ekki vilja nota
sér þessa sérþekkingu.
Erfitt er aö spá um framtiðina,
óneitanlega er hugur listamanna
þungur nú þegar svo hefur farið
um þá tilraun sem var gerð til
sátta og samstarfc, vegna fram-
ferðis hinna óprúðu leikara aö
Kjarvalsstööum.
Kjarvalsstöðum verður ekki
bjargað nema með hugarfars-
breytingu valdamanna borgar-
innar. Ef þeir ætla að halda
áfram þessari helstefnu ættu þeir
að sjá sóma sinn i að breyta nafni
hússins.
Thor Vilhjálmsson
ins 6. febrúar, ef ekki semst fyrir
þann tima, sem virðist ótrúlegt
eins og málin standa nú. Verk-
fallsáætlun flugmanna Flugfé-
lags Islands var birt I Þjóöviljan-
um I gær.
I fyrirspurnatima á Alþingi I
gær svaraði Magnús H. Magnús-
son félagsmálaráðherra fyrir-
spurn um þetta mál. Sagðist hann
hafa ákveönar hugmyndir um að-
gerðir 1 málinu, en vildi ekki að
svo komnu máli tjá sig um það
frekar, þar sem sáttanefnd hygð-
ist leggja fram slna tillögu nú i
vikunni.
—S.dór.
Sóknarkonur
Framhald af 1
ræða og sérstakri bókun um túlk-
un þeirra varöandi þessar 25
minútur. Væri svívirðilegt
hvernig farið væri að þar sem
ekkert samráð hefði verið haft við
félagið um þessa styttingu vinnu-
timans.
I september s.l. komst Sókn af
tilviljun yfir plagg þar sem kveö-
ið er á um fyrrgreindar breyt-
ingar og undirritað er af Skúla
Halldórssyni starfsmannastjóra
rikisspltalanna. Þar kemur fram
aö breytingin á að ná til allra
deilda rlkisspltalanna og nú um
helgina var hún tilkynnt á þeirri
fyrstu, öldrunardeildinni I Hátúni
10B.
Aðalheiður sagði að verið væri
að lauma þessu inn á eina deild
fyrst til þess aö sjá hve langt væri
hægt að komast, en það sé mál
Sóknarkvenna, að þeir muni
halda áfram að fikra sig inn á
aðra vinnustaöi ef ekki verði
spyrnt við fótum.
Þá sagði Aðalheiður aö siðustu
2 árin hefði samband Sóknar við
stjórn rikisspitalanna farið
hríðversnandi og væri bókstaf-
lega leitað aö tilefni til að koma af
stað illindum og væri fyrst og
fremst gengið yfir þá sem síst
skyldi þ.e.a.s. Sóknarkonur sem
ekki hafi enn náð þvl marki að fá
llfsnauðsynleg laun. Hvaðan
þessi boðskapur kemur vitum við
ekki, sagði Aðalheiður, en meðan
við áttum beint samband við þá
Georg Lúðviksson og Pétur Jóns-
son var alltaf hægt að greiöa úr
vandamálum með góöu.
Við höfum talað við yfirvöld og
fengið þau svör aö umræddar
breytingar hafi veriö settar inn I
fjárlög s.l. sumar og ekkert sé við
þvi að gera. En sóknarkonur
skilja kjaraskeröinguna og munu
grlpa til viöeigandi aðgeröa. Hinn
15. des. s.l. skrifuðum við undir
samning um lagfæringar á vakta-
álagi og fleira og vorum þá grun-
lausar um þetta. Nú höfum við
sagt upp samningum frá 1. mars
og förum þá hiklaust út I
verkfallsboðun meö 7 daga fyrir-
vara a.m.k. á ríkisspítulunum.
Þeir hafa ekki til annars unnið.
Þá sagði Aðalheiður að haft
hefði verið samband viö Magnús
I.KIKFF-IAC; a® 2(2
RRYKJAVlKUR ^
LtFSHASKI
I kvöld kl. 20.30
GEGGJAÐA KONAN
1 PARÍS
7. sýn. fimmtudag kl. 20.30
hvit kort gilda
8. sýn. sunnudag kl. 20.30
gyllt kort gilda
9. sýn. þriðjudag kl. 20.30
brún kort gilda
SKALD-RÓSA
föstudag kl. 20.30
örfáar sýningar eftir
Miðasaia I Iönó kl. 14 — 20.30
simi 16620
1ÞJÓÐ LEIKH ÚSie
A SAMA TIMA AÐ ARI
i kvöld kl. 20
laugardag kl. 20
MATTARSTÓLPAR ÞJÓÐ-
FÉLAGSINS
fimmtudag kl. 20
sunnudag kl. 20
SONUR SKÓARANS OG
DÓTTIR BAKARANS
föstudag kl. 20
Fáar sýningar eftir
KRUKKUBORG
laugardag kl. 15
sunnudag kl. 15
Litla sviðið
HEIMS UM BÓL
fimmtudag kl. 20.30
Miðasala 13.15 — 20.
Simi 1-1200.
m
Við borgum ekki
Við borgum ekki
VIÐ BORGUM EKKI
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
miðvikudag kl. 20.30
föstudag kl. 20.30
sunnudag kl. 17
VATNSBERARNIR
eftir Herdísi Egilsdóttur
sunnudag kl. 14
62. sýning
örfáar sýningar eftir
Miðasala alla daga kl. 17 — 19
og 17 — 20.30 sýningardaga
simi 21971.
H. Magnússon heilbrigðisráð-
herra fyrir helgi og hann lofað, að
frestað yrði aðgerðum um viku
meðan máliö væri athugaö, en
ekki haldiö það loforð vegna
rangra upplýsinga sem hann
hefði fengið um að breytingin
væri þegar um garö gengin á öll-
um spitulunum. Taldi hún hins
vegar að hér væri fyrst og fremst
um mál fjármáiaráðuneytisins og
rikisspitalanna að ræða.
Þess skal aö lokum getið aö
laun Sóknarkvenna er nú eftir
þriggja ára starf 163.141 kr. á
mánuði. Munu umræddar að-
gerðir vera gerðar I þeim tilgangi
að spara rikinu og þykir mörgum
það koma spánskt fyrir sjónir að
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur.
—GFr.
útför móðursvstur minnar
Gunnfriðar Agöthu Ebenezerdóttur
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. febrúar kl 1 30
e.h.
Haraldur Jóhannsson
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall
og útför eiginkonu minnar, móöur og ömmu
Helgu Birnu Jónasdóttur
Hagamel 41
Agúst Frankel Jónasson
Dagbjört Kristin Agústsdóttir
Jónas Ingi Agústsson
Unnur Svava Agústsdóttir
Svala Agústsdóttir
Harpa Hrönn Agústsdóttir
Elsa Ýr Guðmundsdóttir