Þjóðviljinn - 31.01.1979, Side 20

Þjóðviljinn - 31.01.1979, Side 20
E WÐVIUINN Miðvikudagur 31. janúar 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa tima er hægtað ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðs- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. C181333 Einnig skalbent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviijans i sima- skrá. ■ LANDAKOTSTÚNIÐi Biskupsstofa og nýtt prestahús við Hávallagötu Lagðar hafa verið frám i bygginganefnd teikningar aö húsum þéim sem kaþólská kirkjan hyggst reisa á Landa- kotstúni vestan- og norðan- verðu PyrirHugað er að reisa nýtt iþróttahús og skólaálmu með 5 kennslustofum Túngötumegin og tengja þær byggingar með glerálmu. Þá verður reist nýtt prestahús og biskupsstofá bak víð kirkjuna, Hávaliagötu- megin, en gamla prestahúsið og IR-húsíð á horni Túngötu verða rifin. Þessi áform eru i samræmi viðsamþykkt skipu- lag Landakotstúns, en það skipulag var grundvöllur að samningi milli borgarinnar og kaþólsku kirkjunnar um skípt- ingu túrisins. Fyrirhugað er aö borgin komi upp skrút|garði á þvi sunnanverðu með barna- leikvöllum og göngustigum. Þessi áform voru mjög um- - deild á sinum tima, þegar þau voru samþykkt af þáyerandi skipulagsnefnd, einkúm þar sem af túninu sneiðist vegna þeirra og vegna 10 — 15 bíla- stæöa, sem koma eiga Tún- götumegin. — AI Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar: Edlilegra að brúa fyrst kjarabitið áður en til breytinga kemur á stéttarfélögum Þetta er ekki eins einfalt mál og það sýnist þvi að um alit land eru Benedikt Fundur ABR um efna- hagsmálín Efnahagsmálin eru á dagskrá á fundi Alþýðubandalagsins I Reykjavik að Hótel Esju annað kvöld, fimmtudag, kl. 8.30. Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra og Benedikt Davfðsson form. verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins hafa fram- sögu. hópar innan verkalýðsfélaganna sem vinna sambærileg störf og þeir sem eru innan BSRB. Ég tel fyrst að við verðum að brúa kjarabilið milli þessara hópa og siðan að meta innan hvaða stéttarfélaga fólk á að vera. Ann- að gæti valdið sprengingum innan verkalýðsfélaga meö ófyrirsjáan- legu tjóni, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sókn- ar, er hún var spurð að þvi hver yrðu næstu skref Sóknarkvenna til að afla sambærilegra launa og kjara og þeir sem vinna sömu störf en eru innan BSRB. Aðalheiður sagöi aö samningar Sóknar væru lausir og fyrsti sáttafundur við fulltrúa fjár- málaráðuneytisins væri á morg- un. Ef ekki gengur saman getur Sókn boðaö verkfall með 7 daga fyrirvara frá og með 1. mars n.k. Við skiljum ekki hvers vegna ekki er hægt að semja um sam- bærileg laun viö okkur sem Bruni á Stafnnesi lbúðarhúsið Bursthús f Miönes- hreppi brann til grunna i gær, en það var bárujárnsklætt timbur- hús sem fjölskylda úr Reykjavik hafði á leigu sem sumarhús. Slökkviliö Sandgerðis var kvatt á staöinnkl. 8igærmorgun ogvar húsið þá þegar mikið brunnið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og komu slökkviliðsbilar frá Keflavik til aöstoðar. Þegar slökkvistarfi lauk var húsið hrun- ið og allt innbú brunnið. Talið er aö kviknaö hafi I út frá oliukynd- ingu. stéttarfélag, sagði Aðalheiður. Það er ekki sæmandi. Hins vegar vil ég taka skýrt fram að við er- um ekki i neinu striði viö það fólk innan BSRB sem hefur hærri laun. Þá var hún spurö aö þvi hvort rætt hefði verið um að Sókn gengi i Bandalag starfsmanna rikis og bæja og kvað hún litið hafa veriö um það rætt enda yrði þaö mikiö ágreiningsmál innan félagsins og til þess þyrfti 2/3 atkvæða I alls- her jaratkvæðagreiðslu. Hún benti á aö um 700 Dags- brúnarmenn ynnu t.d. á svæði BSRB og um þriðjungur rafvirkja væru starfsmenn rikis og bæja svo að þetta væri ekki bundiö við Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Sóknarkonur einar þó að þær hefðu að visu þá sérstööu að vinna eingöngu hjá fyrrgreindum aöil- um. —GFr SJONVARPIÐ FYRIRHUGAR: Leikrita- gerð fyrir 300-500 miljónir segir Sighvatur Björgvinsson 1 útvarpsþættinum „Morgunpósturinn” i gærmorgun var rætt viö Sighvat Björgvins- son, alþingismann og formann stjórnar Framkvæmdastofnunar- innar um húsbyggingar stofnun- arinnar og fleira. Þar kom máli Sighvats, að hann nefndi sem dæmi um kostnaö hjá opinberum fyrirtækjum, að Sjónvarpið hyggöi á framkvæmdir á þessu ári sem næmu 300 til 500 miljón- um króna, eða sem næmi svipaöri upphæö og búist er við að kosti að hyggja yfir Framkvæmdastofnun rikisins. Við inntum Sighvat eftir þvl I gær við hvaö hann heföi átt, hver væri sú dýra framkvæmd, sem sjónvarpið hyggur á. Sagði hann að það væri hugmynd sjónvarps- manna, að taka saman við 6 leik- ritaskáld um að þeir komi i læri til Sjónvarpsins og lærðu þar tæknivinnubrögð hjá tæknimönn- um sjónvarpsins, en siðan væri meiningin að gera 6 sjónvarps- leikriteftir þessa höfunda, þegar þeir teljast fullnuma I tækni- brögðum sjónvarps. Sagði Sig- hvatur þetta hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Hafði Sighvatur þetta eftir Árna Gunnarssyni alþingismanni og útvarpsráðsmanni, sem greiddi atkvæði á móti þessu i út- varpsráði, vegna þess hve kostn- aðurinn yröi hár. Þá benti Sig- hvatur ennfremur á, að Fél. isl. leikara hefði gengið út frá þvi I samningum sinum við sjónvarpiö á siöasta ári, aö geröir yrðu 10 leikþættir á ári I sjónvarpinu. Jón Þórarinsson forstööumaöur leik- og skemmtideildar sjón- varpsins sagðist ekkert vilja um málið segja á þessu stigi annað en það, aö rétt væri aö þessi hug- mynd hefði komið fram hjá sjón- varpsmönnum, en þær tölur sem Sighvatur færí með, væru ú lausu lofti gripnar og ofvaxna sinum skilningi. —S.dó Norðfirðingar vilja kaupa kolmunnaskip Aðeins beðið eftir leyfi íslenskra yfirvalda Nokkrir Noröfiröingar, undir forystu Magna Kristjánssonar skipstjóra, eins kunnasta nóta- veiöimanns landsins, hafa myndað með sér nýtt hlutafélag og hafa sótt um leyfi til kaupa á 300 lesta skipi frá Danmörku. Skip þetta er sérsmiðað til kol- munna og spærlingsveiða, en einnig er hægt að veiða á þvi loðnu I flottroll. Hugmynd Norðfirðinganna er að stunda kolmunnaveiðar, enda er kol- munninn sú fisktegund, að fróðra manna mati, sem tslend- ingar munu snúa sér að við veiðar hvað mest, á komandi árum. Hér á Iandi er ekkert sér hannað kolmunnaveiðiskip til. Magni Kristjánsson er talinn allra manna fróöastur hér á landi um kolmunnaveiðar og hefur stundað þær mikið bæði á Berki NK og öðrum skipum i til- raunaveiðum. Magni segir I viötali við blaðiö Austurland, að skipið yrði ein- göngu útbúið með flotvörpu og léttar botnvörpur og yröu þessi veiöarfæri notuð til kolmunna, spærlings og loönuveiöa. Skipiö er þannig smlðaö að mögulegt er að koma hluta aflans til lands I fersku ástandi og með þvl móti myndi skapast grundvöllur til vinnslu kolmunna til manneldis. Noröfirðingarnir báöu um álit ýmissa aöila sem þeir svo lögöu inn með umsókn sinni um skipa- kaupin. Þess má geta að nær allir aðilar sem þeir leituðu til skiluðu jákvæðum umsögnum, þar á meðal Hafrannsóknar- stofnunin og Rannsóknarstofn- un fiskiönaðarins, sem benda á að skipinu sé ætlað að veiöa aö mestu fisktegundir, sem van- nýttar eru. Það getur því vart verið nema formsatriði fyrir viðkomandi yfirvöld að veita þeim Norðfirðingunum leyfi til þess- ara skipakaupa, en leyfiö er samt ekki fengið enn. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.