Þjóðviljinn - 02.02.1979, Side 6

Þjóðviljinn - 02.02.1979, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. febrúar 1979 Stöðvunarvald Elkem til umræðu á Alþingi: Meginatriðið gat valdið „hártogun” Sameiginlegt álit lögfræðiráðunautar Gunnars Thoroddsens og lögfræðings norska auðhringsins Á fundi Sameinaðs þings i gær kvaddi Gunnar Thoroddsen fyrr- verandi iðnaðarráðherra sér hljóðs utan dagskrár og flutti 13 siðna greinargerð varðandi þá skoðun iðnaðarráðherra og Þjóö- viljans að samningsstaða rikisins sem meirihlutaaðila I stjórn Járnblendifélagsins til þess að semja um breytingar á raf- magnssamningnum milli Járn- blendifélagsins og Landsvirkj- unar hefði verið að engu gerð I ráðherratið Gunnars og Elk- em-Spigerverket veitt neitunar- vald gagnvart öllum breytingum á rafmagnssamningnum. Fjallaði greinargerðin um ýmis önnur atriði en þennan kjarna máls, en fram kom að dr. Gunnar taldi þá breytingu sem gerð var á rafmagnssamningnum og endur- skoðunarákvæðum hans engu máli skipta og „árás” Þjóðvilj- ans að undirlagi iðnaðarráðherra og sérlegs lögfræðiráðunautar hans væri aðeins „huggunar- súpa” handa reiðum Alþýðu- bandalagsmönnum vegna þess aö Hjörleifi Guttormssyni heflii ekki tekist að fá fram vilja sinn um frestun á gangsetningu ofns nr. 2. „Hártogun útilokuð” Þingmaðurinn Gunnar Thor- oddsen mætti að sinu leyti vel nestaður til leiks með greinar- gerðir frá núverandi stjórnarfor- manni Járnblendifélagsins og fyrrverandi lögfræðiráðunaut sinum við samningsgeröina við Elkem-Spigerverket. Þar kemur • svo greinilega fram sem verða má af hálfu Elkem-Spigerverket hefur það veriö talin höfuðnauð- syn á sinum tima að norski auð- hringurinn hefði neitunarvald, fullt og óskoraö gagnvart breytingum á rafmagns- samningnum. 1 greinargerö frá lögfræðingnum sem undirbjó breytinguna, sem deilunum veld- ur nú, núverandi stjórnarfor- manni Járnblendifélagsins, segir svo: „Um breytinguna leyfi ég mér að taka fram að ég tel ekki fetast i henni neina efnislega breytingu á aðstöðu frá því, sem var í samningunum við Union Carbide. Rafmagnssamningurinn hefur ávallt verið aðalundirstaða allra samninga um járnblendi- verksmiðjuna og væri að sjálf- sögðu tilgangslaust að gera hann sameiginlega ibyrjun, ef hluti að- ilanna gæti siðan breytt honum einhliða. Hins vegar tel ég fyrir- komulag þessa atriðis I fyrri samningum ekki hafa verið svo skýrt, aö hártogun væri útilokuð, og væri þvi æskilegt nú aö setja skýr ákvæði um uppburð breytinga á þeim stað, sem bein-^ ast liggur við til þess. Er þetta ekkert slöur mln eigin skoðun en hins norska lögfræðings, sem staðið hefur að tillögugerð um samningstextann.” Áskilnaður um samþykki Það er einmitt um þessa „hár- togun” sem styrinn stendur. 1 samningunum við Union Carbide var það mat manna að stjórn Járnblendifélagsins væri ein bær um að semja um breytingar á rafmagnssamningnum. en heffii aðeins tilkynningarskyldu gagn- vart hluthöfunum um öll önnur atriði en þau sem bundin voru til ákveðins tlma. Með breytingunni sem gerð var i fyrsta viðauka var þessari tilkynningarskyldubreytt i áskilnað um samþykki Elkem við öllum breytingum. Hjörleif ur Guttormsson iðnaðarráðherra fagnaði þvi á þingii gæraðGunnar Thoroddsen skyldi vekja máls á þessu og gefa þannig tækifæri til þess aö rekja gang mála á þingi og breyting- una I samningnum i ráðherratið Gunnars. Minnti hann á, að i samningunum viö Alusuisse hefði verið samið um bundið raf- magnsverð til 25 ára. Sá samn ingur væri frægur af endem - um og ætla heföi mátt aö menn lærðu af reynshinni. Samningarn- ir við Elkem giltu i 20 ár og fyrir utan föst endurskoðunarákvæði um rafmagnsverð hefði islenska rikisstjórnin sem meirihlutaaðili i Járnblendifélaginu enga mögu- leika tfi að hnika nokkru til i raf- magnssamningnum nema með samþykki Elkem. Norski auö- hringurinnhefði tryggt sér stöðv- unarvald á öllum breytingum. Kynning Gunnars Hjörleifur minnti einnig á að Gunnar Thoroddsen hefði ekki séð ástæðu til þess að kynna þessa mikilsverðu breytingu á samn- ingunum við Elkem er hann mætli fyrir lögum um Járn- blendiverksmiðju á þingi vegur- inn '76 til ’77. Að öðru leyti rakti iðnaðarráð- herra i máli sinu viðleitni rikis- stjórnar og iðnaðarráðuneytis til þess að sveigja fjárfestingaráaetl- anir Járnblendifélagsins á árinu t gær mælti Benedikt Gröndal utanrikisráðherra fyrir þings- áiyktunartiliögu sem hann flytur um staðfestingu þess samkomu- lags sem gert var við Færeyinga I siöasta mánuði um fiskveiðar. Að lokinni framsögu Benedikts talaði Lúðvik Jósepsson og gagnrýndi hann samkomulagið harölega og sömuleiðis þá meðferð sem máliö hefði fengið af hálfu utanrikisráð- herra og sjávarútvegsráðherra. Lúðvik sagði aö Færeyingar hefðu ekki haft sömu stefnu I fisk- veiðimálum og við. Þeir hefðu ekki viljað notfæra sér það tæki- færisem þeir hafa haft til þess að taka sér 200 milna efnahagslög- sögu. Þeir hafa reyndar á undan- förnum árum lagt mesta áherslu á veiðar á fjarlægum miðum og ekki verið tilbúnir til þess að vinna afla sinn heima. „Þetta er þó sem betur fer að breytast”, sagöi Lúðvik „þvi nú eiga þeir um 30 frystihús. Afleiðingin af þess- ari stefnu Færeyinga sem hefur verið umdeild þar heima er aö út- lendingar, Bretar og Vestur- Þjóöverjar sem hafa verið úti- lokaöir af miðum hér veiða tvö- falt meira magn af fiski á Fær- eyjamiðum en Færeyingar sjálf- ir. Góðir menn Þessvegna á að segja við Fær- eyinga: Lokið þiö fyrst ykkar miðum fyrir útlendingum og 1979 undir almenn fjárfestingar- markmið rikisstjórnarinnar. Taldi hann að þar hefði náðst fram verulegur árangur, frestun framkvæmda sem nemur 1.5 mil- jarði króna milli ára, og sæi þess þingsjá staðar i lánsfjáráætlun þar sem þessi frestun gæfi svigrúm fyrir aðrar nauðsynlegar f járfestingar á árinu. komið þiö svo og taliö við okkur um aö fá að veiða hér. En þetta hafa Færeyingar aldrei þurft að gera. Hér hafa alltaf verið góöir mennsem hafa sagt;Færeyingar eru vinir okkar og frændur og nágrannar og þess vegna eigum viö bara að leyfa þeim að veiöa hér. En það er meginatriði máls- ins að á sama tima og við erum að stööva okkar eigin sjómenn og svipta menn atvinnu sem vinna við fiskverkun i landi vegna þess að það þarf að takmarka aflann þá leyfum við Færeyingum að veiða á Islandsmiðum 56.700 tonn af fiski. Þetta er aflamagn sem munar um. Og viö þá menn sem eru svo góðir við frændur okkar og vini Færeyinga vildi ég segja þetta^’ sagði Lúðvik: „Vilja þess- ir ágætu menn ekki taka eins og eins eða tveggja mánaða kaup af sinum launum og senda Fær- eyingum, eöa á bara að tak þetta af öðrum?” Þá vék Lúðvik að þeim rök- semdum fyrir samningum við Færeyinga aö við ættum sam- eiginlega fiskistofna með þeim eins og td. kolmunna. Sagði Lúö- vik á þá leið aö við ættum fjölda fiskistofna sameiginlega með öðrum þjóðum ef út I þá sálma væri farið. Eða hvers ættu vinir okkar frændur og nágrannar Norðmenn aö gjalda? Að ekki væri nú talaö um Ira, Skota og fleiri þjóðir. Þetta gæti aldrei verið mergurinn málsins. Varö- andi fiskveiðisamninga við aörar þjóöir væri það alveg ljóst aö það ætti að segja þeim öllum upp. Staða okkar væri slik að viö hefð- um ekki af neinu að taka. Meðferð málsins hneyksli Þá talaði Lúðvik Jósepsson um formlega meðferð málsins og kvað hana hneyksli. Málið hefði aldrei verið lagt fyrir Alþyðu- bandalagið til umfjöllunar og samningagerðin hefði aldrei ver- iö lögð fyrir rikisstjórnina til samþykktar. „Þetta eru algjör- lega óframbærileg vinnubrögö og ég hlýt að mótmæla þeimi’ sagði Lúðvik. Hann kvaðst vita að skoðanir væru skiptar um samninginn i Alþýðubandalaginu en það breytti engu um það að Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannson ásamt Einari Agústs- syni hefðu ekki haft neitt umboð til þessara samninga. Aö lokum sagöi Lúðvik að hann teldi sig hafa gert grein fyrir skoöun sinni á þessum samningum og hygðist hann greiða atkvæði um þá i fullu samræmi við hana. „En hitt verö- ur að vera ljóst að þeir menn sem gera þessa samninga eru tilbúnir til þess að stöðva okkar veiðar á sama tima og þeir bæta viö heim- ildum fyrir útlendinga til þess að veiöa af okkar stofnum.” Benedikt Gröndal svaraði og Sjálfhætt vegna stöðunnar Varðandi frestun á gangsetn- ingu ofns nr. 2 sagði ráðherrann að hann eða ráðuneytið hefðu ekki haft möguleika tilþess að vega og meta þann mikla kostnaðarauka sem stjórn Járnblendifélagsins taldi leiða af frestuninni, enda hefði verið tilgangslaustað vinna áfram að þvi máli eftir að i ljós kom að samningsstaða rikisins var til muna verri en álitið hafði verið. Að lokum kom til orðaskipta milli núverandi og fyrrverandi iðnaðarráðherra vegna fullyrð- inga hins siðarnefnda um að Hjörleifur Guttormsson hefði haldið fyrir honum og öðrum þingflokksformönnum upplýsing- um frá Járnblendifélaginu varð- andi málið. Kvaðst Hjörleifur hafa afhent öll gögn nema þau sem stiluð voru til rflkisstjórnar- innar i heild og talið sig þurfa samþykki hennar til þess að af- henda þau. Að þvi fengnu væri ekkert þvi til fyrirstöðu að af- henda þau, en vék að þvi að lok- um aðdr. Gunnar virtist bærilega nestaður frá Járnblendifélaginu eins og áður sagði. Nokkrir þing- menn voruá mælendaskrá er um- ræðu var frestað. —Einar Karl taldi að málið hefði verið kynnt bæði í rikisstjórn og fyrir fulltrú- um flokkanna i utanrikisnefnd Al- þingis. Ráðherrar sáu samninginn fyrst sem þingskjal Af þessu tilefni kvaddi sér hljóðs Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra og upplýsti hann að samkomulagið hefði aldrei verið borið upp I rikisstjórninni og hefði texti þess ekki enn verið lagður þarfram. Það sama væriað segja um þingsályktunartillöguna sem fyrir Alþingi lægi um staðfestingu á þessu samkomulagi. Ráðherrar Alþýöubandalagsins heföu fyrst séð hana þegar henni var útbýtt sem þingskjali. Svavar sagði sið- an, að þótt hann teldi rétt að sam- þykkja þetta samkomulag við Færeyinga um fiskveiðar, þá sæi hann sig tilneyddan að mótmæla þessari málsmeðferð. Það heföi ævinlega tiðkast að fulltrúar samstarfsflokka i rikisstjórn ættu kost á þvi að fjalla um hliöstæða saminga þessum. Að lokum sagöi Svavar að hann teldi rétt að segja upp öllum gildandi samningum um þorskveiði til útlendinga. Það eina sem þeir vissu Næstur talaði Matthias Bjarna- son og kvaðst hann undrast þá málsmeðferð sem viðhöfö heföi veriö. Hann kvaðst mundu styðja þessa samningá og ekki taka þátt I neinum loddaraleik þótt meiri- hlutinn væri hugsanlega naumur. Matthias sagði það alrangt aö fulltrúum I utanrikisnefnd hefði verið faliö að tilkynna flokkum sinum um samningana. „Hvað heföu þeir átt að tilkynna þeim?” spurði Matthias, „að Fær- eyingarnir væru að koma? Það var það eina sem þeir fengu að vita”. Matthias hélt langa og ýtarlega ræðu með sögulegu ivafi en varð að gera hlé á máli sinu vegna þess að Gunnar Thorodd- sen fékk málið utan dagskrár til þess að gagnrýna fréttatilkynn- ingu um járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Frá þvi er sagt hér aö ofan. Að loknu þvi innskoti héltMatthías áfram og fór á kost- um, þótt ekki gefist hér tækifæri til þess að rekja það^enda I endur- minningastil um samskipti Matthiasar við fiskifræöinga og námsmenn. Níðst á Framsókn Að lokinni ræöu hans kvaddi sér hljóös Einar Ágústsson og mót- mælti hann að Framsóknar- flokkurinn hefði einn flokka mátt bfða með sin sjónarmiö i málinu þar til að loknu hléi. Beiddist hann þess að umræðum um málið yrði frestaö. Friðjón Þórðarson sem gegndi störfum forseta varö við þeirri ósk og var umræðunni frestað. —sgt Alþýðubandalagið: Rikharð Guömundur RAÐSTEFNA UM LAND- BÚNAÐARMÁL Framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins boðar til ráðstefnu um land- búnaðarmál laugardaginn 9. febrúar kl.14 að Grettisgötu 3. Inngangserindi um þróun land- búnaðarins/ mótun landbúnaðarstefnu og Framleiðsluráðsfrumvarpið flytja: Jón Viðar Jónmundsson, starfsmaður Búnaðarfélags islands, Ríkharð Brynjólfsson, kennari á Hvanneyri, Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum, og Helgi Selj- an, alþingismaður. Samningarnir vid Færeyinga: Aldrei bornir upp í ríkisstjóm

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.