Þjóðviljinn - 02.02.1979, Síða 10

Þjóðviljinn - 02.02.1979, Síða 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. febrúar 1979 Torfi Þorsteinsson skrifar: Þegar landið fær mál 1 7. GREIN Af Helgafelli sér um allt hiö forna landnám ÞórólfS Mostrar- skeggs, sem nam land viö Hofs- vog og bjó aö Hofsstööum. Frá Nogegi haföi hann meö sér flesta viöi úr Þórshofi sinu sem þar höföu veriö ogsvo moldina undan stallanum, þar sem Þórslikneskiö haföi setiö. Landnám kaus hann sér þar sem öndvegissúlur hans, skornar Þórsmerki, bárust aö landi. Þórólfur kallaöi Þórsnes milli Vigrafjaröar og Hofsvogs. A þvi nesi stendur fjall eitt, sem Þórólfur lagöi á svo mikinn átrúnaö, aö þangaö skyldi enginn óþveginn llta og engu skyldi tor- tima I fjallinu, hvorki fé né mönn- um, nema sjálft gengi brott. Og þegar sonur Þórólfs, Þorsteinn Þorskabltur, drukknaöi I veiöi- ferö á Breiöafiröi, sá sauöamaöur frá Helgafelli fjalliö Ijúkast upp og landvætti ganga til móts viö hinn sjódrukknaöa og leiöa Helgafellsbónda þar til öndvegis en hann og sveit hans þar til veislufagnaöar. Af þessu má glöggt sjá, aö átrúnaöaur landnámsmanna hef- ur ekki veriö þeim neitt hégóma- mál heldur lögmál samofiö llfs- háttum þeirra og lífsönn. Af Helgafelli sér til landnáms Bjarn- ar austræna og niöja hans, Kjalleklinga. A meöal þeirra voru bræðurnir Vermundur mjóvi, sem bjó i Bjarnarhöfn,og bróöir hans, Víga-Styrr, sem bjó undir Hrauni. Berserkjasaga Frá þvl er sagt I Eyrbyggju aö Vermundur I Bjarnarhöfn sigldi til Noregs og réðst á veturvist til Hákonar jarls Siguröarsonar á Hlööum. Þar á vist meö jarlin- um voru berserkir tveir, sænskir að ætt, sem hétu Halli og Leiknir. Þeir voru menn miklu meiri og sterkari en i þann tima fengjust þeirra jafningar I Noregi. Þeir gengu berserksgang og voru eigi i mannlegu eðli er þeir voru reiðir, en fóru þá sem galnir hundar og óttuðust hvorki eld né járn. Eirik- ur hinn sigursæli, Sviakonungur, haföi sent jarlinum berserkina og sett á varnað, aö hann skyldi gera vel til þeirra. Um vorið, er Vermundur haföi veriö einn vetur meö jarli, fýstist hanntil Islands og baö jarlinn or- lofs. Jarlinn bað hann fara sem hann vildi og bað hann aö skilnaði aö kjósa hvern þann hlut úr eigu sinni, sem þeim báöum mætti til sæmdar verða og viröingar. En er Vermundur hugsaöi eftir hverra hluta hann skal af jarli beiðast kom honum i hug, að þaö mundi honum mikillar framkvæmdar afla á Islandi ef hann heföi slika eftirgöngumenn sem berserkina I þjónustu sinni. Nú segir Vermundur jarli aö hann vill þann sóma af honum þiggja aö hann gefi honum til trausts og fylgdar berserkina. Jarlinn er tregur til, svo og berserkirnir, sem kváðust ekki hafa sett hug sinn eftir aö fara til Islands. En þó ræöst svo fyrir milligöngu jarlsins aö berserkirnir skulu fara til tslands og skal Vermundur þar i hverju einu gera vel til þeirra. Þegar til tslands kom reyndust berserkirnir ódældarmenn og lutu lltt aö stjórn Vermundar. Fór Vermundur þá að hugsa ráö sitt, með hverju móti hann gæti auð- veldlegast viö þá losnað. Kom honum þá I hug bróöir sinn, Viga- Styrr, sem oft haföi reynst honum ofjarl i viöskiptum. Brátt eftir komu Vermundar heim til Bjarnarhafnar vakti Halli til þess viö Vermund aö hann mundi fá homum sæmilegt kvonfang. En Vermundur kvaöst eigi vita von þeirrar konu af góö- um ættum, sem binda vildi forlög sin við berserk. En er Halli fann tómlæti Vermundar um konumál- in sló hann á sig úlfúö og illsku og fór allt i þverúö meö honum og Vermundi og tók Vermundur að iörast aö hann haföi berserkina á hendur tekist. Um haustiö haföi Vermundur höföingjaboð mikiö i Bjarnarhöfn og aö boðinu loknu vildi hann, aö ráöi Arnkels goöa, leysa bróöur sinn, Viga-Styrr, út meö sæmd og viröingu og baö hann aö þiggja af sér berserkina að vinargjöf, ef veröa mætti til að eyöa fálæti þvi, sem verið haföi á milli þeirra bræöra. Vigastyrr kvað vilja þvi vel taka, aö batna mætti frændsemi þeirra. En aldrei kvaöst hann vilja aö berserkirnir komi I sin hús, „þvi að ærnar eru óvinsældir minar þó aö ég hljóti eigi vand- ræöi af þeim. En annaö mál er þaö, aö ég leysi vandræði þitt, en aö ég þiggi menn þessa af þér I vinargjöf”. Fór Styrr þá heim og berserkirnir meö honum. Og fóru þeirra skipti mjög Hklega I fyrstu. En nú gerðist þaö brátt, aö Halli slóst á tal við Asdisi dóttur Styrrs, en hún var ung kona, skörungur mikill og skapstór. Og nú leiöir Halli þaö I tal viö Styrr aö hann minnist heitisins viö Hákon jarl á Hlöðum og efli giftu þeirra bræöra á Islandi meö þvi aö gifta sér Asdisi dóttur sina.. Styrr kvaöst þetta mál fyrst vilja ræöa viö vini sina og um morguninn eftir reiö hann inn til Helgafells aö hitta Snorra goöa. Snorri spuröi hvort Viga-Styrr heföi nokkur vandamál aö ræöa og er Styrr kvað svo vera svaraði Snorri: „Þá skulum viö ganga á Helgafell. Þau ráö hafa sist aö engu oröiö, sem þar hafa verið ráöiii.” Eftir heimkomu Styrrs gefur hann Halli kost á konunni, en þar sem berserkurinn er félitill skal hann aö fornum siö vinna til ráö- hags viö konuna meö þvi aö vinna nokkrar þrautir. Þeir bræöur skulu ryðja veg yfir hrauniö út til Bjarnarhafnar, leggja hagagarö yfir hrauniö og byrgi fyrir inna hrauniö. Halli kaupir þessu viö Viga- Styrr og hófu þeir bræöur brátt framkvæmd verksins. En á meö- an þeir voru aö þessu verki lét Viga-Styrr gera baðstofu á bæ sinum. Var hún grafin I jörö og gluggi yfir ofninum svo aö utan mátti á gefa og var þaö hús ákaf- lega heitt. Og er verkinu var lokib og ber- serkirnir gengu heim voru þeir móðir mjög og þakkaði Syrr þeim ve unniö verk og bað þá aö ganga i bað áður en þeir hvíldust. Þeir gengu til baöhúss og er þeir komu i baðið lét Styrr byrgja baðstofuna og bera grjót á hlemminn yfir forstofunni og nautshúð hráblauta lét hann breiða hjá uppganginum. Siöan lét hann gefa heitt vatn á glugg- ann yfir ofninum. Var þá baðið svo heitt aö bérserkirnir þoldu eigi og hlupu á hurðina. Fékk Halli brotið hlemminn og komst uppen féll á blautri nautshúöinni. Var þar Viga-Styrr fyrir og veitti báöum berserkjunum banasár. Siðan lét Styrr veita lfkum þeirra umbúnaö til greftrunar. Voru þeir færðir út I hraunið og kasaöir i dal þeim, er þar er 1 hrauninu og er svo djúpur, aö engan sér úr nema himinn yfir. En er Snorri goði spuröi tiöind- in þá reib hann út undir Hraun og sat þar á tali viö Styrr um allan dag. En af þvi tali kom upp þaö, aö Styrr fastnaði Snorra dóttur sina Ásdisi og var þaö mál manna, að þeir þóttu báöir vaxa af tengdunum. Er Snorri goöi ráðageröarmaður meiri en Styrr atgöngumeiri. Allt þetta og ótal fleiri sagnir, tengdar Helgafelli og umhverfi þess, voru rifjaöar upp af Birni Jónssyni fræöimanni viö útsýnis- skifuna á Helgafelli. Þaöan sér vel til Bjarnarhafnar og Hrauns I suðvestri og enn sér greinilega til Skollagötu, sem berserkirnir ruddu, einnig til vörslugarösins, sem þeir hlóöu milli Hrauns og Bjarnarhafnar i Berserkjahrauni og I dal i hrauninu er „Skolla- gröf”, þar sem berserkirnir voru dysjaðir. Um Helgafell og umhverfi þess leikur enn ljómi þess átrúnaöar, sem landnámsmenn bundu við þennan staö. Og enn andar þar úr grasi saga Guðrúnar Osvifurs- dóttur, sem i hárri elli bar heitar bænir fram fyrir guð sinn i kirkjunni á Helgafelli. Og einnig saga stjórnvitringsins, Snorra Framhald á 14. siöu Ráðu- nauta- fundur Dagana 5.—9. febr. hefur Bún- aöarfélag tslands og Rannsókn- arstofnun landbúnaöarins boöaö til ráöunautaufndar á Hótel Sögu I Reykjavik. A fundinum munu ■ mæta allir héraösráöunautar, flestir kennarar bændaskólanna, nemendur Búvisindadeildar á Hvanneyri, ráöunautar Búnaöar- fél. íslands, tilraunastjórar, sér- fræðingar landbúnaöarins og starfsmenn hjá stofnunum, sem vinna I þágu landbúnaöarins. Gert er ráö fyrir aö um 150 manns taki þátt I fundinum. Fyrsta fundardeginum veröur variö til þess aö ræöa landbúnað- arstefnuna. Þar mun landbúnaö- arráöherra flytja fyrsta fram- söguerindiö. Annar fundardagur- inn er helgaöur vistfræöi og fisk- eldi. Þá eru á dagskrá fjölmörg erindi um jarörækt, búfjárrækt og búfjársjúkdóma. Siöasta fundardaginn, föstudaginn 9. febr., verður rætt um starfsemi búnaöarsambandanna og leiö- beiningarþjónustuna. Mikils viröi er fyrir leiöbein- endur bænda og þá er vinna aö tilraunum og rannsóknum i þágu landbúnaðarins að bera saman bækur sinar. Þó aldrei eins og nú á þessum umbrotatimum I land- búnaöi. (Heim. Uppl.þjón. landb.) —mhg Afdalakarl skrifar; REYKLAUST LAND Samstarfsnefnd um reykinga- varnir hefur þótt æriö sein- heppin I áróðri sinum gegn reykingum, enda jókst sala á sigarettum árið sem leiö og varla mun bæta úr skák þau skripi, sem nefndin leiddi fram fyrir landslýöí fyrsta sinn I aug- lýsingatima sjónvarpsins að kvöldi fyrsta þorradags. Brennivinskýrin seigl- ast I fréttum sjónvarpsins þetta sama kvöld voru höfö þau um- mæli eftir Magnúsi H. Heil- brigðiss., að rikið græddi litið sem ekkert á tóbakssölu, þvi þénustan af sölunni færi öll til greiðslu vegna þeirrar skaö-’ semi, sem reykingar yllu. Hins- vegar minntist ráðherrann ekki einu oröi á brennivinskú rikis- sjóðs, og þótt greiöslur vegna skaðsemi áfengis séu gifurlega miklar, þá mun kýrin mjólka það vel, aö hún skilar afgangi I kassann þrátt fyrir allt, og með- an svo giftusamlega tekst til, er nauðsynlegt aö þegja þunnu hljóöi hvaö drykkjuskapinn snertir. En llklega er blessuð brenni vinskýrin farin að „selja” eitthvaö verr en áöur var, þvi fyrir siöustu jól og ára- mót var mjaltatiminn lengdur, svo unnt væriað tuttlasem mest úr spenum hennar. En það þarf ekki aö boða neitt illt þó að nyt falli i bili, enda veit ég ekkert dæmi þess að þrilit kýr hafi brugðist. Nærtæk lausn Hefur samstarfsnefnd um reykingavarnir og Magnús H. Heilbrigöiss. athugaö hve fjarska auövelt er að gera land- ið reyklaust? Nú er reyklausi dagurinn á næstu grösum, — (greinin barstekki fyrr en fariö var aö rjúka aftur, Landpóst- ur), — og þegar ég brá blundi i morgun vaknaöi.þaö upp fyrir mér að reyklausa daginn ber upp á sama mánaðardag og gosiö i Vestmannaeyjum byrj- aöi 1973, já, og meira að segja sama vikudag, þ.e. þriöjudag. Þetta tel ég mjög táknrænt. Fimmtudaginn 6. febr. 1975, birtist i Morgunblaðinu aðsend grein, og var upphaf hennar þannig: „Fyrir tveim árum, þegar gosiö I Vestmannaeyjum stóö sem hæst, og virtist ekkert lát á, spáöi franskur jaröfræöingur þvi, að hraunið myndi aö lokum breiðast yfiralla eyjuna og ger- eyða byggðinni”. Siöar i grein- inni segir höfundur, að þegar verst hafi horft ,,.kom bisk- up I sjónvarpið ogsöng þar eld- messu .... ogfrá þeim degi dvin- aði gosið, þar til þvi lauk ger- samlega”. Ef ráðherrann trúir þvi ekki aö þessi grein birtist i Moggan- um, getur hann sent aðstoðar- ráðherra sinn út af örkinni til að ná i umrætt eintak, og efa ég ekki aö aöstoöarráðherrann muni leysa þetta verkefni fljótt og vel af hendi, enda maöurinn þekktur fyrir ósérhlifni ogsam- viskusemi i störfum fyrr og siö- ar. Furðulegt, aö hann skyldi ekki fá kross á nýársdag. Er þá ekki lausnin fundin, ráðherra og samstarfsnefnd? Hversvegna ekki aö biöja bisk- upinn að syngja nýja eldmessu, ogslökkva þar með fyrir fullt og allt glóöina I vindlum, sigarett- um og pipustretum lands- manna? Það ættu aö vera hæg heimatökin hjá ráðherra aö orö- færa þetta viö biskupinn, þvi varla er langt bii á milli þeirra við rikisjötuna. Eitt leiðir af öðru Og þegar búiö væri að syngja eldmessu hina nýju, sjónvarps- starfsmönnum til gleöi og landslýönum til heilsubótar, þá mundi eitt leiða af öðru, eins og segir i visunni hans Ómars Ragnarssonar: „....gæsin vakti kúna, kýrin vakti bolann..”. Þá mundi t.d. blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar vakna upp af sinum Þyrnirósar- svefni þvi þarna yröi svo sannarlega frá fréttnæmu aö segja og gott ef hann þyrfti ekki að fá aöstoöarmann til starfa á Fulltrúastofu. (Ég hef veriö að velta því fyrir mér upp á slðkastið, hvort blaöafulltrú- inn hafi lesiö sögu, sem kom I barnablaöinu Æskunni, liklega um 1920. Sagan hér Þóröur þögli.) • Þaö er ánægjulegt fyrir litla þjóö, sem aö ýmsu leyti er ó- samstæö, aö eiga trúarlegt sameiningartákn sem getur gert kraftaverk þegar mest á liggur. Og þaö er ánægjulegt fyrir litla þjóð, sem að ýmsu leyti er ósamstæö, aö eiga trú- arlegt sameiningartákn sem getur gert kraftaverk þegar mest á liggur. Og þaö er á- nægjulegt fyrir trúarlega sam- einingartákniö, aö trú lands- manna skuli vera oröin þaö sterk, aö guösoröabækur seljast upp, og langt frá aö hægt sé aö anna eftirspurn. Afdalakarl. A hlaöinu á Kirkjubóli IBjarnardal 23. júni 1977. Heimamenn og gestir: frá v. Torfi Steinþórsson, Hala, Ingibjörg Zóphoníasdóttir, Hala, Þor- steinn Jóhansson, Svinafelli, Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli, Sigrún Pálsdóttir, Svinafelli, Guömundur Ingi, Kirkjubóli, Halidóra Daviös- dóttir, Haga, Jóhanna Kristjánsdóttir Krirkjubóli meö ungan dóttur-' son, Torfi Þorsteinsson, Haga. A myndina vantar myndatökukonuna, Þuriöi Gisladóttur, Kirkjubóli.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.