Þjóðviljinn - 03.02.1979, Síða 3

Þjóðviljinn - 03.02.1979, Síða 3
Laugardagur 3. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Erlendar fréttir í stuttu máli Fundiir FIDE á sunnudag OLTEN, Sviss,'2/2 (Reuter) — Svissneska skáksambandiö til- kynnti i dag aö hin nýja stjórn FIDE myndi hittast i Austurriki nú um helgina til aö ákveöa hvort úrslitum siöasta heimsmeist- araeinvigis veröi breytt. Fundað verður i Graz á sunnudag og rætt um kröfu Kortsnois um að skákir þeirra Karpovs verði tefldar að nýju. Svissneska skáksambandiö styður Kortsnoi, en hann kvartaöi undan þvi að rússneskur sálfræöingur heföi reynt að dáleiða hann. Hann mótmælti þvi einnig aö sálfræðingurinn hefði setiö óvenju framarlega á áhorfendabekkjum. Konur til Khomeinis TEHERAN, 2/2 (Reuter) — Þúsundir svartkiæddra kvenna þyrptust aö Khomeiniidag til aö fagna trúarleiötoganum. Þegar hliðiö aö bústaö hans opnaöist þyrptust klökkar konur inn um þaö. Gleöitár þeirra breyttust þó fljótlega i angistartár, þar sem troðningurinn varö geysilegur og hrúguöust konurnar ofan á hverja aðra. Ein kona baö fréttamann um skriffæri og reit hún skilaboð til Khomeinis um aö tveir synir hennar heföu nú þegar yfirgefið herinn til að þjóna trúarleiðtoganum. Tveir óvopnaðir hermenn voru bornir i axlarhæð til aö sýna trúarleiðtoganum hlýðni þjóð- arinnar og veifaði hann hljóölátur i viöurkenningarskyni. Skammt frá stóðu hervagnar, þar sem hermenn fylgdust með atburðunum. Þar stóðu einnig feöur og synir sem biðu kvenn- anna. Ráöamenn segja að Baktiar og Khomeini veröi að ræðast við innan þriggja daga ef koma á I veg fyrir blóöbaö. Verkfallsréttur verði takmarkaður BROSSEL, 2/2 (Reuter — Martin Bangemann, v-þýskur vara- formaður frjálslyndra á Evrópuþinginu sagöi i dag að breskir verkalýðsforingjar misnotuðu núna verkfallsrétt sinn. Starfs- menn sjúkrahúsa þar i landi hafa nú veriö i verkfalli siöustudaga. Sagði Bangemann að þeir frjálslyndu sem næðu kjöri I kosningum til þings Efnahagsbandalags Evrópu i júni myndu berjast fyrir ákvæðum sem kæmu i veg fyrir slik verkfallsrétt- indi. Einnig ætti að koma i veg fyrir að verkalýösfélög yrðu fyrir áhrifum stjórnmálaflokka. Plötuspilarinn sem plötumar kunna að meta - minnkað plötuslit - tónarmur sem allstaðar hefur vakið athygli - listrænt útlit - gott verð og hagstæð greiðslukjör. Vegna mikillar eftirspurnar er rétt að geta þess að framleiðslu-upplagið er takmarkað útsölustaöir um landið: AKRANES: Lárus Ingibergsson, Skólabraut 8, simi: 2154 AKUREYRI: Vöruhús KEA — Hafnarstæti 91 —95 simi: 21400 ESKIFJORÐUR: Rafvirkinn, Strandgötu 34, simi: 6165 ISAFJöRÐUR: Verslun Kjartans R. Guömundssonar, Hafnarstræti 1, slmi 3507 KEFLAVtK: Radlóoaust — Hafnargötu 25, slmi: 3787 VESTMANNAEYJAR: Halldór Axelsson Rafeindav. Kirkjuvegi 67, simi: 1757 útsölustaður I Reykjavík: STERÍÖ — verslun meö hágæða hljómvörur — gegnt skattstofunni við Tryggvagötu, simi: 19630 Framleitt á tslandi með leyfi: Transcriptors Ireland Ltd., söiuskrifstofa að Armúla 5 Reykjavfk opin 1 — 5 e.h. simi: 82980 Yfirlýsing frá Guðmundi Vigfússyni Höfn í Hornafiröi: Samþykktí ekkí t frétt I Rikisútvarpinu að kvöldi 1. þ.m. var ýtarlega skýrt frá ræðu er Gunnar Thoroddsen fyrrv. iðnaðarráöherra haföi flutt þá um daginn á Alþingi utan dag- skrár og fjallaði um Járnblendi- félagið og umdeilda breytingu á 23. grein rafmagnssamnings þess við Landsvirkjun. Ræða alþingis- mannsins er svo birt I heild I Morgunblaðinu i dag. í frátt Rikisútvarpsins og i ræöu G. Th. I Mbl. er komist þannig að orði, að unnt er aö skilja á þann veg aö ég hafi sem fulltrúi Alþýðubandalagsins i stjórn Landsvirkjunar samþykkt umrædda breytingu á rafmagns- samningi Járnblendifélagsins og Landsvirkjunar. Þar sem þetta er ekki i samræmi við staðreyndir málsins óska ég að taka fram eft- irfarandi: Þegar rafmagnssamningurinn var upphaflega samþykktur I stjórn Landsvirkjunar 22. mai 1975 greiddi ég atkvæöi gegn samningnum með sérstakri og ýtarlegri bókun. A siðari stigum málsins þegar fjallaö var i stjórn Landsvirkjunar um fyllri út- færslu samnings (16. sept. 1976) og endanlegan frágang hans (13. des. 1976) visaði ég meö bókunum til fyrri afstöðu minnar og hef þvi hvorki samþykkt umræddan samning né neinar siðari breyt-. ingar á honum. Reykjavlk, 2. febrúar 1979. Guömundur Vigfússon Dýpkunarskipid er komið austur og dýpkun hafnarinnar hefst um helgina Guðmundur Vigfússon Eins og skýrt hefur verið frá i Þjóöviljanum hefur innsiglingin til liafnar i Hornafirði grynnkað svo undanfarið, að nauðsynlegt er að gripa til sanddælingar, og er það i fyrsta sinn sem slikt er nauösynlegt. Eymundur Sigurðss. hafnsögu- maöur á Höfn sagði i stuttu viðtali við Þjóðviljann i gær aö litil Jóhann Bjarni Kristjánsson. Aðstoðar- kaupfélags- stjóri KRON Jóhann Bjarni Kristjánsson hefur verið ráðinn aðstoðarkaup- félagsstjóri Kron. Jóhann er fæddur 1. mai 1948. Hann lauk prófi i viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1976. Hann hóf störf hjá Kron á námsárum sinum og hefur starfaö þar siðan. Þörf ákveðnari aðgerða — en 35% gjaldið skref í rétta átt Aögerðir stjórnvalda, sem ákveðnar voru til stuönings inn- lendum húsgagna- og tréiðnaði eru skref I rétta átt, segir I álykt- un, sem stjórn Sambands byggingamanna samþykkti á fundi sinum sl. laugardag. Er þá fyrst og fremst átt viö 35% inn- borgunargjaldiö til þriggja mán- aða i innflutning fullunninnar trjávöru. Siðan segir I ályktuninni: Fundurinn telur þó að 35% gjald af þessu tagi sé of lágt og þrir mánuðir of skammur timi. Fundurinn vill hvetja stjórnvöld til að endurskoöa stuðningsað- gerðir sinar og gripa hiklaust til ákveðnariaögerða I þeim tilgangi að minnka raunverulega inn- flutninginn og efla þannig inn- lendu framleiðsluna. Sérstaklega er ástæða til að gagnrýna, að enn eru veigamiklir hlutir, eins og fullbúin hús, flutt til landsins án allra takmarkana, á sama tima og atvinnuleysi húsasmiða fer vaxandi. Fundurinn telur að atvinnurek- endur og samtök þeirra, sem á sinum tlma hvöttu til þess að Is- land gerðist aðili að EFTA, geti nú séð afleiðingar þess i skýru ljósi vaxandi atvinnuleysis hér á landi og ótryggrar framtiðar fólks i ýmsum greinum iðnaöar. Þeir hljóta þvi meöal annara aö teljast ábyrgir þessa ástands. Það vekur þvi furðu að Félag ‘ islenskra iönrekenda skuli beita sér gegn ákörðun stjórnvalda um innborgunarskyldu á innflutt hús- gögn og innréttingar. Fundurinn vill árétta þá skoðun 8. þings S.B.M., aö riki og bæjar- félög hafi forgöngu um kaup á Is- lenskri framleiðslu. Fundurinn telur raunar óverjandi að rlki og sveitarfélög kaupi fullunna iðnaðarvöru erlendis frá á sama tima og umtalsvert atvinnuleysi er i þessum greinum”. breyting heföi orðið á innsigling- unni aftur, eftir að hún breytti sér á dögunum; þaö væri þvi nauö- synlegt aö reyna sanddælingu og þess vegna hefði sanddæluskipið Perlan verið fengið austur. Um árangur þorði hann engu aö spá, enda hefur dýpkun aldrei verið reynd I innsiglingunni að Höfn. Eymundur sagöi aöspuröur um þá kenningu að landiö væri aö hækka fyrir austan, að þaö væri staðreynd og aö fróðir menn teldu það hafa hækkað um 1 sm á ári siöustu 50 árin. Kollar á klöppum stæðu nú uppúr á flóöi, sem alls ekki sáust fyrir nokkrum árum. Um breytingarnar á innsigling- unni sagði Eymundur að botninn hefði alltaf veriö aö breyta sér eitthvað, en aldrei svona mikið eins og i vetur. Sagði hann enn- fremur aö mjög vel þyrfti aö fylgjast með botninum þvi breytingar væru tiðar og kæmu snöggt. Nú væri bara aö biða og sjá hvaða árangur þaö gæfi aö reyna sanddælingu. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.