Þjóðviljinn - 03.02.1979, Síða 9

Þjóðviljinn - 03.02.1979, Síða 9
Laugardagur 3. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 FRÁ UMRÆÐUM í BORGARSTJÓRN Kjarvalsstaðír og deilan við Bstamannasamtökm A fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag var staöfest meö 10 samhljóöa atkvæöum ráöning Þóru Kristjáns- dóttur i starf listráöunautar Kjarvalsstaöa, eins og skýrt hefur veriö frá i Þjóöviljanum. Borgarfulltrúar Alþýöubandalagsins sátu hjá viö afgreiöslu málsins. Guörún Helgadóttir.sem sæti á I stjórn Kjarvalsstaöa og greiddi þar atkvæöi meö ráöningu ólafs Kvaran sem listamannasamtökin mæltu meö til starfans kvaddi sér hljóös á borgarstjðrnarfundinum og ræddi aödraganda málsins. Guörún tók fram aö þó fulltrúar Alþýöu- bandalagsins sætu hjá viö þessa atkvæöagreiöslu, þá vænti hún sér mikils af starfi Þóru Kirstjánsdóttur og samstarfi viö hana á Kjarvalsstööum. Hún heföi sak- laus dregist inn i þessa ógeöfelldu umræöu, — máliö heföi aldrei snúist um hæfni hennar, heldur hvort fara ætti aö tillögum listamannasamtakanna eöa ekki. Albert Guömundsson talaöi á eftir Guörúni og lýsti Guörún þeirri skoöun sinni aö timi væri til kominn aö borgar- yfirvöld tækju alla stjórn Kjarvalsstaða I sinar hendur. Þótti honum að þegar listamenn, sem búiö væri aö byggja yfir stórt og mikið hús vildu ekki sýna þar, gætu þeir bara farið annaö. A sinum tima lagöi Albert til I borgarstjórn aö Kjarvalsstööum yröi breytt I ráö- stefnuhús, þar sem listamenn heföu meö banni sinu forgert öllum rétti til frekari listsýninga i húsinu. Sjöfn Sigurbjörnsdóttirtalaöi næst og lýsti þvi yfir aö hún heföi aldrei tekiö þátt i neinu baktjaldamakki um ráðningu listráðunautar, sem hún svo heföi svikiö, eins og hún væri nú ásökuö um, enda þótt ekki vantaöi aö eftir þvi hefðiveriö leitaö. Skoraöi hún á Guörúnu aö koma I ræöustól og bera þessum sannleika vitni, en heita ódrengur ella. Daviö Oddssonsagöi aö þau orö heföu vissulega ver- Albert Sjöfn Daviö iö látin falla aö auövitaö yröi verulegt tillit tekiö til óska eöa umsagna listamanna. Sjálfsagt heföi veriö aö segja þaö og viö þau orö heföi veriö staöiö. Sagöi Daviö aö oft heföi veriö vitnaö til þess I samningaviöræðum um Kjarvalsstaöi aö stefna bæri aö svipuöum rekstri og er I Norræna húsinu. Menn heföu veriö sammála um aö ýmislegt væri þangaö aö sækja og ráöning Þóru Kristjánsdóttur væri spor i þá átt. Þá ræddi Davlð um listamannasamtökin og óeiningu innan þeirra og minnti á að þegar Kjarval heföi kvatt félaga sina I þeim samtökum, heföi hann gert þaö meö þeim oröum aö nú ætlaöi hann aö gera þaö sem and- skotinn aldrei heföi gert, — yfirgefa þá. AI RÆÐA GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR í BORGARSTJÓRN: Deilt um menn en ekki málefhi Sú þjóð sem afneitar listamönnum sinum ber merki úrkynjunar Það hefur mikið verið rætt um Kjarvalsstaði þaðsem af er þessu kjörtímabili, eins og jafnan áður. Og það væri gott til þess að vita, að þessi umræða orsakaðist af ást á staðnum og listamanninum, sem staöurinn er kenndur við, en langt er frá þvi aö svo sé. Minning Jóhannesar Kjarvals hefur verið dregin niður i svaðið i allri þessari umræöu, eins og aðr- ir þeir listamenn, sem rætt hefur veriðviðogum þessa sjö mánuði sem ég hef þurft að sitja i stjórn Kja rvalsstaða. Og ég segi þurft, þvi að það hefur verið mikil raun að Sitja i mannlausu húsinu og hlusta á smásmugulegt raus um reglugerðarákvæði að þvi lút- andi, hvort listamenn -jigi að verða þess heiðurs aðnjótandi að sitja sem fullgildir i' stjórnar- nefnd viö hliö háttvirtra borgar- fulltrúa. Og helst var séö, að til þess kæmi ekki. Þaö var ekki fyrr en ljóst var, aö listamenn mundu alls ekki leggja neina list til húss- ins viö þær aöstæöur, aö meiri- hluti stjórnarinnar neyddist til aö samþykkja aöild þeirra aö stjórn- inni. Samningar tókust þó ekki fyrr en komiö var að jólum, og höföu þá átt sér staö þær ómerkilegustu viðræöur, sem ég minnist aö hafa oröiö aö hlusta á i öllu pólitisku starfi fyrr og siðar, og er þá langt til jafnaö. Eftir linnulausar móðganir viölistamenn tókust þó sættir meö fögrum fyrirheitum um, að nú skyldi allt þetta gleymt, og nú skyldi tekið til við að reisa Kjarvalsstaði úr þeim rústum, sem blasaö hafa við. Einkum var á það lögð áhersla, að listamenn skyldu hafa veru- leg áhrif á ráðningu listráðu- nautar þar sem allir voru sam- mála um, aö náin samvinna þyrfti að veramilli hans og lista- manna. Alkunna er að mikil vandamál hafa steðjað að rekstri hússins, og hinn nýi listráðunaut- ur fengi erfitt verkefni. Lista- menn voru lengi mjög andvigir þvi að hafa ekki atkvæðisrétt um ráðningu hans, heldur einungis umsagnaraöild um hæfni um- sækjanda, en hvaö eftir annaö var það itrekað i samræðum, að auð- vitað yrði tekið tillit til fulltrúa þeirra, sem málfrelsi og tillögu- rétt hafa i stjórninni, einnig um þetta atriði. Og báðir fulltrúar listamannasamtakanna mæltu mjög með Ólafi Kvaran, en þeir eru Þorgeröur Ingólfsdóttir frá Bandalagi isl. listamanna og Jón Reykdal frá Félagi islenskra myndlistamanna. Þar fyrir utan höfðu formenn samtakanna einn- ig óskaö eftir ráöningu Ólafs Kvaran. Þvert gegn vilja þeirra allra var svomæltmeð ráðningu Þóru Kristjánsdóttur. Ég greiddi atkvæði með Ólafi Kvaran i fullu samræmi við þann eindregna vilja minn og mins flokks, að listamenn skuli hafa veruleg áhrif á rekstur staðarins. Ég lýsti þvi þó yfir, áð ef fyrir mig værulögðóyggjandi rök fyrir þvi aö eðlilegt væri að ganga hér gegn vilja listamannasamtak- anna, skyldi égfúslega skipta um skoðun. Þau rök komu aldrei og þvi sá ég enga ástæðu til að gera það. Borgarfulltrúarnir Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir og Davið Oddsson kusu hins vegar að halda upp- teknum hætti og virða að vettugi óskir listamanna. Þaö sem hér skilur á milli eru ekki menn, heldur málefni. Og máiefniö er listin sjálf. Hún er mörgu fólki hentug á hátiða- stundum og engum finnst verra að f járfesta i verkum Jóhannesar Kjarvals. En það hefur verið látið átölulaust, þó að ekkerthafi verið gert til að vinna á Kjarvalsstöö- um, sem þó bera nafn eins mesta vinnuþjarks þjóðarinnar. Ekkert er að finna um Jóhannes Kjarval á staðnum, ekkert hefur veriö gert til aðf ræða okkur um málar- ann og list hans, ekkert hefur ver- ið gert i að skrásetja verk hans. Reykvisk alþýða á ekki verk Kjarvals á veggjum sinum, hún á rétt á að njóta þeirra á Kjarvals- stöðum. Jóhannes Kjarval málaði þetta fólk, fiskimenn og bændur við leik og störf af þvi aö honum þótti vænt um þaö og landið þess, en ekki menningarpjattrófur, sem staöurinn hefur verið rekinn fýrir. Þetta þurfa háttvirtir borg- arfulltrúar að skilja, þetta skiija flestir listamenn. í röðum listamannahafa lengst af verið helstu málsvarar is- lenskrar alþýðu —og alþýðu allra landa. Það er húi endanlega úr- kynjun þjóðar, þegar hún afneitar listamönnum sinum. Sósialistum sæmir ekki að taka þátt i þeim gráa leik, þeir hafa alla tiö skUiö að tilvist þjóðar stendur og fellur með menningu hennar. Þóra Kristjánsdóttir hefur sak- laus dregist inn i þessa ógeðfelldu umræðu. Við höfum ekkert viö hana aö sakast og ég vænti hins besta af starfi hennar og sam- starfi viö hana. Málið snerist aldrei um hæfni hennar. Ég hef gert henni afstöðu mina ljósa, ég hygg hún virði hana. En viö Al- þýöubandalagsmenn munum vera við hlið listamannasamtak- anna til enda og sitja hjá við þessa atkvæöagreiðslu. Kennarasamtökin mótmæla Mæðraheimilinu lokað en vandinn óleystur Formenn fjögurra félagasam- taka, Mæörafélagsins, Ljós- mæörafélags tslands, Félags ein- stæöra foreldra og Bandalags isl. kvenna hafa mótmælt harölega lokun Mæöraheimilisins viö Sól- vallagötu og segir I frétt frá þeim aö rekstur heimilisins sé brenn- andi baráttumál kvennasamtak- anna. A Sólvallagötu 10 hefur Reykja- , vikurborg rekið heimili fyrir mæöur sem af einhverjum ástæö- um geta ekki eöa hafa ekki aö- stöðu til aö annast kornabörn sin sjálfar. Var formanni félagsmálaráðs sent bréf frá ofangreindum sam- tökum 31. janúar s.l. og hann jafnframt beöinn aö kynna efrii þess á borgarstjórnarfundi s.l. fimmtudag, þar sem máliö var á dagskrá. Segir i frétt frá for- mönnum félagasamtakanna aö Geröi Steinþórsdóttur, formanni félagsmálaráös hafi verið synjaö um að flytja málsittá fundinum, en Geröur er' varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins. 3 borgarfulltrúar eiga sæti I fé- lagsmálaráði og hafði þeim ekki borist beiðni um aö taka erindi fé- lagasamtakanna upp á fundinum. Þessir borgarfulltrúar eru Guö- rún Helgadóttir, Sjöfn Sigur- björnsdóttir og Markús örn Antonsson. S.l. vor samþykkti þáverandi félagsmálaráö aö leggja starf- semi Mæöraheimilisins niöur þar sem nýting á þvi var mjög léleg og rekstur dýr. Var samþykkt aö taka Sólvallagötuna undir rekstur unglingaheimilis og var sú ákvöröun staöfest af borgarstjórn á sinum timg. Ekki varð þó af opnun unglingaheimilisins nema á pappirunum (þar sem Sól- vaúagatan var skráö sem ungl- ingaheimili i skjölum borgarinn- ar i nokkra mánuði), heldur var rekstur mæöraheimilisins endur- skoöaöur og rýmkuö skilyröi um dvöl þar. Batnaöi nýtingin af þessum sScum og kom þar s.l. haust aö félagsmálaráö endur- skoöaöi afstööu sina varöandi lokun heimihsins og samþykkti loks I 18. janúar aö halda rekstr- inum áfram þannig aö auk þeirr- ar þjónustu semþar er nú gætu einstæöar mæöur i húsnæöishraki fengiö leigt þar. Þessi samþykkt sem félags- málaráö stóö einróma aö hlaut hins vegar ekki staðfestingu i borgarráöi og borgarstjórn, þar sem taliö var aö reksturinn i þessu formi yrði allt of dýr, en hann var áætlaður 25 miljónir króna á þessu ári. Þótti tillaga félagsmálaráös einnig seint fram komin meö tilliti til fjár- hagsáætlunarvinnu. Féllust borgarmálaráö meiri- hlutaflokkanna á þessa röksemd, aö þvi er Guðrún Helgadóttir upp- lýsti i borgarstjórn á fimmtudag. Eftir stendur aö leysa þarf vanda þeirra mæðra, sem ekki geta ann- ast kornabörn sin sjálfar og hafa ekki aöstööu til þess, sagöi Guörún. Slik tilfelli eru nokkur á ári og þvl þarf þessi þjónusta aö vera fyrir hendi. Samþykkt félagsmálaráös um aö halda áfram rekstri Sólvalla- götunnar I breyttri mynd miöað- ist aöallega viö aö leysa hús- næðisvanda einstæöra mæöra, og þaö veröur aö viöurkennast aö meö þvi aö reka heimiliö bæöi sem stofnun meö tilheyrandi starfsliði og sem leiguibúöir þá er þaö dýr lausn, sagöi Guörún. Fé- lagsmálaráð hefur haft til athug- unar leiguibúöir borgarinnar sem eruum 1000 talsins og kannað aö- stæður þeirra sem I þeim búa. Sagði Guðrún aö verulegur fjöldi ibúa i þeim heföi of háar tekjur miöab viö þau mörk sem setja yrði, og þvi heföi félagsmálaráð fariö fram á aö fá aö gera tillögur um úthlutun í 15% þeirra ibúða sem innan tiöar verður úthlutaö hjá Verkamannabústööunum. Mun félagsmálaráö leggja áherslu á aö losa leiguibúðir borgarinnar meö þvi aö auðvelda þeim sem það geta aö kaupa ibúö- irnar i Verkamannabústöðunum. Ef leiguibúöir borgarinnar losna með þessum hætti er þar komin mun ódýrari lausn á húsnæöis- vanda einstæðra mæðra og ann- arra sem minna mega sin en meö rekstrinum aö Sólvallagötu 10. Sagði Guörún nauðsynlegt að félagsmálaráö fjallaöi á næsta fundi um þessi tvö aökallandi mál, — vanda mæöra sem ekki geta hugsaö um kornabörn sin sjálfar oghúsnæöismál einstæöra mæöra meö aðrar lausnir i' huga en sameiginlega þjónustu fyrir hvoru tveggja aö Sólvallagötu 10. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.