Þjóðviljinn - 03.02.1979, Page 14
14 StÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 3. febrúar 1979
íþróttirf^l íþróttirí^) íþróttír
/ J ■ Umsjón -.INGÓLFUR HANNF.SSOnI ° J ■
Mest áhersla lögö
á frjálsar íþróttir
hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands
f fyrrasumar vakti íþróttafólk frá Austurlandi
verulega athygli á keppnismótum, einkum knatt-
spyrnumenn og frjálsíþróttamenn. Eftir svo blómlegt
starf yfir sumarmánuðina gætu einhverjir haldið að
f remur dauf legt væri á veturna hjá íþróttafólki Aust-
firðinga, en það er nú eitthvað annað.
Fá stórverkefni eru framundan
hjá afreksmönnum I frjálsum
iþróttum, en sumir þeirra æfa af
miklu kappi. Stefán Hallgrimsson
er að komast i toppform og ætlar
til Kaliforniu i febrúar að æfa þar
fram á vorið með þekktustu
köppum Bandarikjanna. Pétur
Pétursson æfir i Reykjavik og er
ákveðinn að verða i sviðsljósinu
næsta sumar. Pétur er einn af
efnilegustu tugþrautarmönnum
landsins, en vantaði herslumun-
inn i fyrrasumar til þess að ná
virkilega góðum árangri. Stefán ■
Friðleifsson hástökkvari er nú i
flugnámi i Keflavik og æfði af
kappi þangað til hann slasaðist á
fæti fyrir skömmu. Stefán er
einnig mjög góður körfuknatt-
leiksmaður.
Borgfirsku hlaupagikkirnir
Guðrún Sveinsdóttir og Björn
Skúlason eru farin til Gautaborg-
ar. Þar ætla þau að æfa við hinar
ákjósanlegustu aðstæður fram á
vorið, en i Gautaborg býr
Brynjólfur Hilmarsson frá Nes-
kaupstað, sem hljóp margan góð-
an sprettinn fyrir (JlA i sumar.
Óvist er um það hvort Brynjólfur
kemur upp næsta sumar.
Ofantaldir ættu að verða harö-
asti kjarni frjálsiþróttaliðs UIA
næsta sumar, en auðvitað eru
miklu fleiri ótaldir, t.d. öll yngri
kynslóðin og alltaf má búast við
nýjum „spútnikum”' meðan öfl-
ugu iþróttastarfi er haldið gang-
andi.
Islandsmót yngstu aldursflokk-
anna I frjálsum iþróttum innan-
húss fer fram á Selfossi á morg-
un. Ekki ætla þeir Austfirðingar
að liggja á liði sinu og senda 5
keppendur á mótið: Vigdisi
Hrafnkelsdóttur, Hetti, Sigfinn
Viggósson, Þrótti, önnu Mariu
Arnfinnsdóttur, Hetti, Ármann
Einarsson, Hetti og Magnús
Steinþórsson, Hetti. Allt eru þetta
krakkar i toppæfingu og má
vænta góðs árangurs af þeirra
hálfu. Fararstjóri krakkanna er
hinn ötuli frjálsiþróttaþjálfari
Austfirðinga, Helga Alfreðsdótt-
ir, iþróttakennari.
Hér að framan hefur mest verið
fjallað um frjálsar iþróttir, en á
Aust.f jörðum er nokkuð mikið um
blak og handbolta. Reyndar er
blakið i nokkuö mikilli sókn og
virðist vera vinsælla en handbolt-
inn. Þá má einnig geta þess, að
ÚIA hyggst standa fyrir keppni i
innanhússknattspyrnu um pásk-
ana og mundi mótið að öllum lik-
indum fara fram i hinu glæsilega
iþróttahúsi á Eskifirði.
Spurningakeppni er á dagskrá
A myndinni hér að ofan afhendir
Sigurjón Bjarnason, formaöur
(JlA, efnilegum iþróttakrökkum
verðlaun fyrir unnin afrek.
(JlA I vetur og veröur með svip-
uðu sniði og I fyrra, nema nú
verða þaö kvenfélög á Austur-
landi, sem keppa um skjöld, sem
gefinn var af Plastiðjunni h.f. fyr-
ir ári siðan og er nú varðveittur af
sveitarstjórn Eiöahrepps. Riðla-
keppnin fer fram 24. febrúar og
verður keppt samtimis á 5 stöð-
um: Hjaltalundi, Iðavöllum,
Seyðisfirði, Reyðarfirði og I Stað-
arborg.
Skiðaiþróttin á vaxandi vin-
sældum að fagna á Austurlandi,
en þeim þætti verður gerö betri
skil á næstunni.
I lokin er ástæða til þess aö taka
undir með „grátkór” (JÍA og
heita á sveitarfélög Austurlands
að sýna þessu dugmikla sam-
bandi dyggilegan stuðning.
IngH
Frjálsiþróttafólk (JtA vann margan glæsilegan sigur á Landsmóti UMFI á Selfossi i sumar. Guðrún
Sveinsdóttir hefur hér tekiö forystuna i 1500 m. hlaupi sem hún hélt sfðan allt til ioka.
6 ÆFINGAR A VIKU
og morgunleikfími aö auki
Gmoch er hér á sinni fyrstu
æfingu með leikmönnum
Skeid.
Það vakti mjög mikla athygli I knattspyrnuheiminum þegar hinn
frægi þjálfari Pólverja, Jacek Gmoch, réðst til starfa hjá norska fé-
laginu Skeid. Gmoch hefur náö frábærum árangri með pólska
iandsliðið og stjórnaöi þvf f sfðustu heimsmeistarakeppni.
Þegar kappinn kom til starfa hjá Skeid I vikunni var hann ekkert
að tvinóna við hlutina og fyrirskipaði sex æfingar i viku hverri og ef
leikmenn væru I lélegri æfingu þyrftu þeir að stunda leikfimi á
hverjum morgni.
„Mér list mjög vel á ailar aðstæöur og félagið hefur yfir aö ráöa
mörgum snjöllum leikmönnum”, segir Gmoch. Og hann heldur
áfram: „Við byrjum aö ná upp þreki og þoli og siöan kemur tækni-
þjálfunin inn I dæmið. Hraöaæfingum veröur lætt inn I áætlunina
smátt og smátt”.
tslenskum knattspyrnumönnum þætti hér eflaust nokkuö geyst
farið af stað, en þó hafa margir þeirra kynnst sliku álagi, einkum
þar sem erlendir þjálfarar hafa komiö nærri.
IngH
Iþróttir um helgina
BLAK
Laugardagur:
IMA — Vikingur, 2. d. ka., Akureyri kl. 16.00
IMA — Þróttur, 1. d. kv., Akureyri kl. 17.00
Mimir —I.S., l.d. ka., Laugarvatnikl. 14.00
Sunnudagur:
KA — Vikingur, 2. d. ka., Akureyri kl. 13.00
JODÓ
Sunnudagur:
Seinni hluti Afmælismóts Júdðsambands tslands verður á
morgun, sunnudaginn 4. feb. Verður þá keppt I opnum flokki
karla, þ.e. án þyngdartakmarkana, en um siðustu helgi var keppt i
þyngdarflokkum. Þá veröur á sunnudaginn keppt I flokkum ungl-
inga 15-17 ára og aö likindum einnig i kvennaflokki.
Keppnin verður I iþróttahúsi Kennaraháskólans oghefstkl.14.00.
Handknattleikur
Laugardagur:
UMFN - I.R., 2. d. kv„ Njarðvik kl. 13.00
IBK — Fylkir, 2. d.kv., Njarðvik kl. 14.00
K.R. — Armann, 2. d. ka„ Höllin kl. 15.30
K.R.—-Haukar, 1. d. kv„ Höllin kl. 16.45
Leiknir —Stjarnan2. d. ka„ Höllinkl. 17.45
BORÐTENNIS
Sunnudagur:
Reykjavikurmót i borðtennis verður i Laugardalshöllinni á
morgun og hefst keppnin kl. 13.00 með keppni leinliðaleikiunglinga
Einliðaleikur old boys hefst kl. 14.00 og kl. 15.00 hefst tvenndar-
leikur. Allir tvlliðaleikir hefjast kl. 16.00 og kl. 18.00 veröur punkt-
urinn settur yfir i-ið með keppni I einliðaleik karla og kvenna.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur:
K.R. - I.R., úd„ Hagaskóli kl. 14.00
KFl-lBK, 1. d. ka„ Hagaskólikl. 15.30
K.R. — I.S., 1. d. kv„ Hagaskóli kl. 17.00
IV —UMFG, 1. d. ka„ Vestmannaeyjar kl. 13.00
Sunnudagur
Fram —Snæfell, 1. d. ka„ Hagaskóli kl. 13.30
Armann — KFt, 1. d. ka„ Hagaskóli kl. 15.00
Mánudagur:
K.R. — UMFN, úd, Laugardalshöil kl. 20.00
SKIÐI
Laugardagur:
Punktamót I norrænum greinum veröur i Reykjavik, bæði i
flokki fullorðinna og unglinga 17-19 ára og heldur keppnin áfram á
morgun.
LYFTINGAR
Laugardagur:
Kraftlyftingamót i Vestmannaeyjum með þátttöku fatlaðra
keppnismanna.
FRJALSARIÞRÓTTIR
Sunnudagur:
Meistaramót yngstu aldursflokkanna innanhúss fer fram i
Iþróttahúsinu á Selfossi á morgun, sunnudaginn 4. febrúar, og hefst
keppnin kl. 14.00.
Keppnisgreinar I öllum flokkum eru: Hástökk með atrennu og
langstökk með atrennu.