Þjóðviljinn - 09.02.1979, Síða 7
Föstudagur 9. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Mér segir svo hugur að það muni auka glundroðann
í stjórnmálaumræðunni og gera andstæðingana
vandfundnari, þegar þeir heita ekki lengur
kapitalistar heldur fjármagnskerfismenn eða
sameignarmenn í stað kommúnista.
Birgir Björn
Sigurjónsson
hagf ræöingur
Hugtök og
hagfræðingar
Tveir prófessorar viö Viö-
skiptadeild Háskólans hafa með
skömmu millibili fengiB birt
greinarkorn i „A dagskrá” til að
útskýra hagfræðileg hugtök.
Ólafur Björnsson skrifar grein-
ina: Hvað er sósialismi? sem
birtistá fullveldisdaginn 1978 og
Gylfi Þ. Gíslason skrifar grein-
ina: Kapitalismi — fjármagns-
kerfi, þann 16. janúar s.l. Báðar
eru greinarnar forvitnilegar
fyrir þá sök, að þær eru ritaðar
af einhverjum þekktustu hag-
spekingum landsins.
Olafur Björnsson ritar grein
sina að þvi er virðist til aö
hnekkja ritdómi Arna Berg-
manns ,,að heldur ófræðimann-
lega væri á ýmsu tekið i bók-.
inni” Fr jálshyggja og alræðis
hyggja. ólafur heldur þvi fram,
að skilningur á orðinu sósial-
ismi sé það sem ber á milli hans
og Arna og hann segir:
„Ég skilgreini sósialisma sem
þjóðnýtingarstefnu, en með
þjóðnýtingu á ég einkum við þá
framkvæmd hennar sem ruddi
sér til rúms eftir valdatöku Sta-
lins i Sovétrikjunum...”
Þegar menn gagnrýna stefnur
eins og Ólafur með skrifum sin-
um (I umræddri bók) um
sósialisma, þá er full nauðsyn
að gæta varkárni i meðferö hug-
taka. Ef menn bera ekki fyrir
sig alkunnar heimildir um
merkingu hugtaka, sem höfö
eru að ásteytingarsteini, þá er
voðinn vis, séu orðin „vand-
ræðaorð”.....vegna tviræðrar
merkingar” (tilvitnun i grein
Ólafs). Hvern grunar við lestur
bókarinnar, að höfundur hafi
svona sérstæöar hugmyndir um
merkingu ofanrædds hugtaks?
Orðabók Menningarsjóðs gefur
ekkert tilefni til grunsemda um
slik tvimæli.:
„sósialismi, — a k £ þjóö-
félagsstefna sem vill færa fram-
leiðslutækin i eigu og undir
stjórn almennings til að ná rétt-
látari (jafnari) lifsskilyrðum
fyrir heildina; slikt þjóðskipu-
lag”
Gylfi Þ. Gislason segir i grein
sinni:
„Arni Bergmann er ekki
heldur ánægður með að ég skuli
þýða orðið sósialismi með
féiagshyggja eins og ég hef gert
undanfarin ár og geri enn...
Þetta orð segir auövitað ekki,
hvað sósialismi tákni, en það er
bein þýðing á erlenda orðinu...”
Ekki verður annað séö en að
Gylfi sé ánægður með þýðing-
una (Ólafur upplýsir i grein
sinni að Jón Dúason hafi verið
upphafsmaður orðsins fyrir
u.þ.b. 60 árum), þó aö hann
skilji að islenska orðið auki ekk-
ert innsæi okkar um merkingu
hugtaksins. Erlenda orðið fær
meðferð i orðabókinni sem full-
gilt islenskt orð með viður-
kennda merkmgu. Þetta er sem
sé dæmigerð léleg þýðing; þaö
skilur hvert mannsbarn. Og
hverjum dettur i hug að félags-
hyggjumaður (þ.e. sósialisti) sé
stalínisti? Þeir eru vonandi fáir
sem farnir eru að nota hugtaka-
kerfi ólafs og Gylfa.
Þýðingar Gylfa á hugtökun-
um kapitalismi og kommúnismi
eru með sama hætti. Hann vill
kalla kapitalisma fjármagns-
hyggju (stefna) og fjármagns-
kerfi (hagkerfi). í þessu tilviki
telur Gylfi sig styðjast viö
gamla og viöurkennda þýöingu
á oröinu. Ef ég væri spuröur um
merkingu orðsins fjármagns-
kerfi án vitundar um þýðingu
Gylfa, myndi ég telja að átt væri
við f jármögnunarskipulag
fyrirtækis eða eitthvað i þeim
dúrnum. Að átt væri við hugtak-
ið kapitalismi kæmi mér vart til
hugar, enda sé það orö viður-
kennt i islenskri tungu. Auk þess
er til önnur þýðing á erlenda
orðinu sem náö hefur allmikilli
festu og er gefið upp i orðabók
Menningarsjóðs: auövaldakerfi
Skilgreining orðabókarinnar er
svohljóðandi:
„kapitalismi, — a k £
auðvaldskerfi, þjóðfélagskerfi,
þar sem eigendur framleiðslu-
tækja kaupa vinnukraft”.
Auðvaldsþjóðfélag er óná-
kvæm þýðing.en ekki „beinlinis
röng” eins og Gylfi fullyrðir.
Hugtakiö kapitalismi á ekki við
þjóðfélagið i heild sinni heldur
hagkerfið. í ■ ritgerðasafni
Einars Olgeirssonar, Uppreisn
alþýðu, er að finna enn eina
þýðingu hugtaksins, auöhyggju-
stefna. Orðið hyggja þýöir
nánast það sama og stefna, svo
skárra væri annaðhvort auð-
hyggja eða auöstefna.
Gylfi þýðir orðið kommúnismi
sem sameignarttefna. Auðvitað
veit Gylfi að þetta er nánast
þýðing á oröinu sósialismi (sbr.
tilvitnun hér aö ofan úr orðabók
Menningarsjóðs), en höfuðmun-
ur á sósialisma og
kommúnisma felst I þvi, að
kommúnismi er byltingar-
stefna, byltingarkenndur
sósialismi. Þvi miður virðist
oröabók Menningarsjóös sætta
sig við orðið sameignarstefna
án frekari útskýringa i stað
a.m.k. byltingarsinnuð sam-
eignarstefna.
Af ofangreindri umræðu má
sjá að þýðingar á erlendum
orðum sem samgróin eru is-
lenskri tungu og valda litlum
misskilningi i sinni upprunalegu
mynd eru vafasamur ávinning-
ur. Þýðingarnar sem hér eru
ræddar fela ekki i sér merkingu
hugtakanna eða með orðum
Gylfa:
„1 orðinu fjármagnskerfi felst
að sjálfsögðu ekki lýsing á hag-
kerfinu fremur en i orðinu
kapitalismi".
Þótt oröiö kapitalismi segi
ekki mikið sem slikt um hag-
kerfi þá veit almenningur er-
lendis eins og fólk á Islandi,
hvað að baki býr. Orðið hefur
einfaldlega náö fótfestu i þjóð-
félagsumræöunni um allan
heim. Það er svo umhugsunar-
efni, hvers vegna þeir Ölafur og
Gylfi vilja ryðja úr málinu þess-
um velþekktu hugtökum og taka
upp islenskar þýðingar i
staðinn. Er verið að bjarga is-
lenskri tungu? EBa er hér likt
fariðog með riku mennina I Svl-
þjóð á undangenginni öld, sem
höfðu svo slæma samvisku að
þeir skiptu um ættarnafn til aö
þekkjast ekki á nýjum búsetu-
stað? Dæmi má lika finna um
stór bandarisk fyrirtæki sem
skipt hafa um nöfn eftir að hafa
orðið uppvis aö vitaveröum
vinnubrögðum t.d. i Latnesku
Ameriku. Mér segir svo hugur
að það muni auka glundroðann i
stjórnmálaumræðunni og gera
andstæöingana vandfundnari
þegar þeir heita ekki lengur
kapitalistar heldur fjármagns-
kerfismenn eða sameignar-
menn I stað kommúnista. Að
ógleymdum sósialistunum sem
nú skulu kallast félagshyggju-
menn og stalinistar.
Tungumálið er helsta tæki
tjáskipta. Sem slikt getur það
orðið tæki i stjórnmálalegri bar-
áttu. Daglega heyrum viö fréttir
af skæruliöum i f jarlægum lönd-
um, sem sumir kalla hryðju-
verkamenn en aðrir þjóðfrelsis-
hreyfingu. A vinnumarkaðnum
heita þeir sem vinna hjá öörum
launþegar, þ.e. þeir sem
„þiggja laun”, og viðsemj-
endurnir vinnuveitendur til að
minna okkur á hverjir það eru
sem veita og hverjir þiggja.
Stokkhólmi 31.1.79
Birgir Björn Sigur jónsson
Póstkort endursent til Þorgeirs
Heill og sæll Þorgeir!
Og þakka þér fyrir póstkortið.
Að visu var kortið eins og önnur
póstkort: það gaf bæði ranga og
falsaða mynd af upprunalegu
mótifi. Grein min, sem birtist þ.
4. febrúar i Þjóðviljanum, virðist
hafa farið mjög skakkt i þig, en
það sem verra er, þá viröist þú
hafa kyngt henni á hlaupum. Það
er sönn ánægja min að leysa úr
verstu meltingartruflununum.
Upphafið á ritsmið þinni oUi
mér miklum vonbrigðum. Þar
segir þú: ,,... og skylda þin að
vera sár og reiður vegna þeirra
Svövu, Jónasar og Guðrúnar úr
þvi þiðlitiðsvo á aðþauhafi verið
rúin einhverri viðurkenningu.”
(leturbr. min). Svona dylgjur eru
þvættingur og þaö veist þú auð-
vitað mætavel. En hina, sem
kunna að hafa álpast til að taka
þessi orð trúanleg, getég upplýst,
að ég nefndi þessa ágætu þre-
menninga sem dæmi um pólitiskt
mat úthlutunarnefndar á ein-
stökum listamönnum. Skyldur
minar eru að sjálfsögðu engar i
þessu sambandi; ég er hvorki
flokksbundinn Alþýðubandalags-
maður né strengjabrúða mál-
gagnsins. Ég skrifa álit mitt
undir fullu nafni. En komum að
kjarna málsins.
Þú gerir mér upp þær sakir, að
ég kalli framlög hins opinbera til
rithöfunda ölmusur, og aö ég
rugli saman listamannalaunum
annars vegar og Rithöfundasjóði
Islands og launasjóði rithöfunda
hins vegar. Églýsi mig saklausan
af shkri ákæru. Má vera að skrif
min hafi eitthvað veriö þoku-
kennd i þinum augum, og rangt
hafi verið af mér að nota oröið
„styrkir”, sem þú túlkar sem
ölmusur. Réttara hefði veriö aö
nota orð eins og „framlög” eða
„greiðslur”, þegar fjallað er um
opinbert fé, sem rennur til rit-
höfunda. Röksemdafærslur þinar
fyrir þessu eru alveg skotheldar.
Tilgangur minn var hins vegar að
benda á, að hin eiginlegu framlög
til rithöfunda renna úr sjóðunum
tveimur á meöan listamanna-
launin eru smámunalegir
neftóbaksstyrkir. Ég tel að þetta
komi skýrt fram i skrifum
mfnum. Lesir þú fyrri hluta
greinarminnar, kemstu einnig að
þvi, að við erum innilega sam-
mála um úthlutunarnefnd lista-
mannalauna oghlutverk hennar;
þetta er drauganefnd i skripaleik.
yið getum hins vegar huggað
okkur við, að nefndin sjálf hefur
komist að svipaðri niðurstöðu.
Hún hefur beint þeim tilmælum
til alþingis og menntamála-
ráðherra þess efnis, að lögin um
listamannalaunin frá 7/4 1967
verði tekin til endurskoðunar og
úthlutunarnefnd veröi fundið
annaö form og sniðnir af henni
gallar eins og það er orðaö.
— 0 —
Það er lika rangt hjá þér, aö
mér vaxi þær upphæðir i augum,
sem veittar eru til rithöfunda úr
umgetnum sjóðum. Ég fagna
þeim samningum, sem rit-
höfundar hafa gert, en óska enn-
fremur að aörar listgreinar verði
metnar til meiri verðleika en
raunin er. Má vera, aö hér sé
framtaksleysi og deyfð lista-
mannanna sjálfra um að kenna.
En hitt er annað mál, að tilgangur
þessarar óskar minnar er ekki
„fáfengilegur metingur og til-
gangslaus keppnisrigur milli list-
greina” eöa „smáborgaralegt
niskuþvaður á grundvelli engarar
hugsunar eöa athugunar”, svo ég
gripi niður i'skriðu þeirra fúkyrða
og formælinga, sem grein min
hleypti af stað.
Að sjálfsögöu er ég sammála
þér um skyldur rikisins til rit-
höfunda. En skyldur rikisins eru
fleiri. Þær eiga einnig að ná yfir
hina aðskiljanlegu listhópa. Til-
gangurinn með grein minni var
að benda á þessa staðreynd, en
ekki að „núa ofmatinu framan i
hinahópanatil aðskapa öfund og
illindi,” heldur til þess að benda
lesendum á vanmat alþingis á
listamönnum okkar. I öllum list-
hópum.
Þessi rangtúlkun þin á skrifum
minum hefurlika valdið nokkrum
fljótfærnislegum athugunum á
annars prýðilegu póstkorti.
Miðkaflinn i grein minni fjaiiaði
t.d. um framlög til listamanna en
ekki um fræðslumál eins og tón-
listarskóla og myndlistarskóla.
En þetta eru ef til vill nánasa-
legar athugasemdir. Eftirfarandi
setning fannst mér þó öllu verri:
,,... þú mættir athuga að öll at-
vinnuleikarastéttin er á fullum
launum hjá þvi opinbera.”
Við nánari athugun munt þú
hins vegar komast að þvi, að
enginn leikari sem útskrifast
hefur siðustu 10 árin úr leiklistar-
skóla, hefur fastan samning hjá
leikhúsunum. Astandið er þó enn
verra hjá leikkonum; engin
þeirra, sem útskrifast hafa s.l. 15
ára hafa fastan samning milli
handanna. örfáir af þessum stóra
hóp hafa föst laun til eins árs, eða
skemmri tima. Ekki nóg með
það.
Hér i borg er t.d. starfrækt leik-
hús, sem telur um 40 atvinnu-
leikara auk 20 annarra starfs-
krafta. Þetta leikhús hefur aldrei
hlotið opinbera styrki, en það
stendur vist til að fleygja u.þ.b.
þremur miljónum i þetta verka-
fólk Thaliu. Sú upphæö sam-
svarar tæpum fjögurra vikna
rekstri hússins. Þessir atvinnu-
leikarar verða að treysta
algjörlega á mátt sinn og megin
og stunda Ihlaupavinnu, ef þeir
eiga að þjónalist sinni án þess að
verða hungurmorða. Hafir þú
áhuga á að kynna þér þetta betur,
þá eru atvinnuleikararnir til húsa
i Lindarbæ ogleikhúsið kennt viö
alþýðuna.
— 0 —
Burtséð frá þessum villum,
nokkrum hefðbundnum spæl-
ingum og föðurlegum
áminningum, er póstkortið þitt
áhugaverð og timabær siö'if.
Upplýsingarnar um sjóði rit-
höfunda og tilmæli um réttmæt
launakjör listamanna eru mál,
sem eru öllum hugsandi þegnum
islensks þjóðfélags viðkomandi.
Þú minnist einnig á ljósritað
námsefni handa nemendum
menntaskólanna og háskólans og
þann augljósa höfundarréttar-
þjófnað sem þar er framinn.
Þetta er stórmál, sem allt of litið
hefúr verið fjallað um, og þar
ganga hagsmunir stétta okkar
reyndar saman. öll kennsla i
framhaldsskólum i náinni fram-
tið mun byggjast að miklu leyti á
ljósrituöu efni, sem stoliö verður
úr bókum og blööum, nema að
ákveðnar reglur um höfundarrétt
komi til. Þessi stuldur er prakt-
iseraður i' dag, en veröur að sjálf-
sögðu mun umfangsmeiri þegar
ljósritað efni verður tekið inn á
námsskrár.
Sem sósialistar skulum við
gera okkur grein fyrir þvi, að
standi stéttirlistamanna ogaðrar
stéttir ekki saman i kröfum
slnum um réttláta skiptingu
auðsins, mun rikjandi ástand
haldast óbreytt. Og þá munu
launakjör listamanna byggjast á
borgaralegu mati þeirra manna
sem ráðstafa opinberu fé til lista-
manna og á miskunnarlausum
markaðslögmálum kapital-
ismans. Að endingu vona ég svo
að þútakir það ekki illa upp, þótt
ég endursendi þér póstkortiö
ásamt leiðréttingum.
Meövonum betritiö,
Ingólfur Margeirsson
Orðsendlng tll um-
boðsmanna Þjóðviljans
Þeir umboðsmenn, sem ekki hafa þegar
lokið ársuppgjöri fyrir s.l. ár, eru vinsam-
legast áminntir um að það þarf að gerast
fyrir 31. janúar.
Uppgjöri þarf að fylgja lokaskilagrein.
uoamiiNN