Þjóðviljinn - 09.02.1979, Page 10

Þjóðviljinn - 09.02.1979, Page 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 9. febriíar 1979 VQJ _____j Umsjón: Magnús H. Gíslason Byggðasafn á Suðurnesjum Fariö er nú loksins að rofe til i byggðasafnsmáiunum á Suður- nesjum, en þau hafa ekki verið i of góðu lagi á undanförnum ár- um, að þvi er segir i Suöurnesja- tiðindum. Neikvæð útkoma Svo sem kunnugt er, var Kefla- vikurbæ afhent Vatnsnes að gjöf árið 1974 og það áskilið, að þar skyldi koma upp húsminjasafni. Byggðasafnsnefrid, sem þá var starfandi, tók málið að sér. Nefndin skrifaði öllum sveitarfé- lögum á Reykjanesskaga, skýrði frá gjöfinni og þeim hugmyndum sem fyrir lágu um máliö og innti þau jafnframt eftir hvort þau vildu taka þátt i stofnun safns fyrir Reykjanesið allt. Flest sveitarfélögin báðust undan þátt- töku á þeim forsendum, að þau skorti fé til þess að leggja i „púkkið” að svo komnu máli. Varð þvi ekki af framkvæmdum um sinn. 4000 til 5000 ljósmyndir Þrátt fyrir þetta hefur Kefla- vikurbær veitt árlega fé til byggðasafnsins, en þar sem það hefur ekki veriö rekið hefur fjár- munum verið varið til eins og annars, sem vel kemur sér að vera búið aö gera, þegar að þvi kemur að safnið verður opnað. A sl. ári voru t.d. keypt ljósmynda- tæki og hefur ölafur Þorsteinsson unnið að þvi, að taka myndir af gömlum ljósmyndum, sem hann hefur fengið að láni. Eru þær bæði af fólki, mannvirkjum og atburð- um, er sýna þróun Keflavikur. Er Ölafur nú búinn að taka 4-5 þús. slikar myndir. Að veruleika Nú hafa Keflavik og Njarðvik, sem er stærsti kja rninn á Skagan- um, komið sér saman um að reka safnið og hafa nú bæjarstjórnirn- ar gengið frá drögum að sam- þykktum fyrir Vatnsnes, byggða- safn Suðurnesja. Kosin var 10 manna byggðasafnsnefnd, 5 frá hvorum bæ, sem svo kaus 3ja manna framkvæmdastjórn fyrir safnið, til næstu fjögurra ára. Framkvæmdastjórnina skipa: Ólafur A. Þorsteinsson, formað- ur, Aki GrSnz, varaformaður og Guðleifur Sigurjónsson, ritari. Gerð hefur verið kostn- aðáráætlun fyrir safnið árið 1979. Hljóðar húnupp á 8 milj, kr. Sam- kvæmt manntali 1. des. 1977 var ibúatala Keflavikur 6.473 og Njarðvikur 1.815 ibúar. Hlutur hvors bæjarfélags yrði þvi: Keflavik, 78.1% eða kr. 6.248.000,- Njarðvik, 21,9% eðakr. 1.752.000,- —r-mhg Vinnuafl í landbúnaði Stórlega oftalið Þegar vinnuafli þjóðarinnar er skipt á atvinnuvegina þá eru lagðar til grundvallar slysa- iryggöar vinnuvikur. Starfsmenn bændasamtakanna, sem fjalla um verðlagsmál hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þvi, aö vinnu- afl i landbúnaði samkvæmt opin- herum skýrsluin, er oftaliö svo miklu inunar. Af heildarvinnuafli i landinu hefur verið talið á undanförnum 4 árum að 9,5—10.7% væri bundið við bústörf. Arið 1976 voru 6% af framteljendum i landinu, sem höfðu megin-tekjur sinar af land- búnaöi en árið 1977 voru þeir 5,9%. Arni Jónasson, erindreki Stéttarsambands bænda, gerði athugun i Gullbringu- og Kjósar- sýslu hvað margar slysatryggðar vinnuvikur væru skráðar á all- marga einstaklinga og hvert var raunverulegt vinnuframlag þess fólks viö landbúnaðarstörf. Þá var miðað við vinnu samkvsemt niðurstöðum búreiknínga. 1 yfirlitinu gerir Arni grein fyr- ir búfjáreign og fjölda slysa- tryggðra vinnuvikna hjá 60fram- teljendum, einstakhngum og hjónum. Samtals voru færðar á þennan hóp 1638 tryggingarskyld- ar vinnuvikur, en vinnuþörf er hinsvegar metin 291 vika. Mis- munur er þvi 1347 vikur. Hjá þessum umraKÍda hópi hafa veriö búin til 25,9 ársverk i landbúnaði, sem engri framleiðslu skila. (Heim.: Uppl.þjón. landb.). —inhg — Sjómönnum svföur sárt, að sá atvinnuvegur, sem þeir stunda, og er undirstöðuatvinnuvegur þjóðar- innar, er sifellt mergsoginn og þeir, sem viðhann vínna, ailtaf hafðir hornreka. Valur Valsson skrjfar: Félagi sjómaður Sú grein, sem hér fer á eftir, birtist fyrir nokkru i Eyjabiaö- inu. Þar sem Landpóstur telur að hún eigi erindi við fleiri en þá, sem ætla má að sjái Eyja- blaðið, tekur hann sér bessa- ieyfi að birta hana. Höfundurinn er Vaiur Valsson: Það/ sem stundum gleymíst I sambandi við umræður um vandamál bátaútgerðar i Vest- mannaeyjum hefur viljað brenna við aö gieymst hafi sú hlið, sem aö sjómönnum snýr. Þessu veröur nú reynt að gera svolitil skil. Það er nefnilega ekkert einkamál útgerðarmanna hvort vel gengur eða illa, heldur ekki hvort vel eða illa er á haldið. Bæði útgerðarmenn og aðrir viröast ansi oft gleyma þvi, að hinn óbreytti sjómaður greiðir alltaf hluta af sinu kaupi til við- halds og endurnýjunar fiski- skipaflotans. Þar á ég viö allar þær greiðslur, sem teknar eru af fiskverði áöur en til skipta kem- ur, og renna i sjóðakerfið svo- kallaða. Þegar svo útgerðar- menn taka útgerðarlán til að „starta” úthaldi þá lofa þeir bankanum 30-35% af brúttóinn- leggi. Þarna er verið aö veö- setja kaup sjómanna. 011 þessi atriði gera sjómanninn aö þátt- takanda i útgeröinni, beint eða óbeint. Þessvegna eiga sjómenn fullan rétt á ákvarðanatekt, sem varöar framtið útgerðar- innar, en svo er ekki i dag. Það eru þvi kannski eðlileg viöbrögö hjá sjómönnum að segja sem svo: „Held þeir megi fara á hausinn, þessi helv... sem gera út á sjóöina”. En eitthvað þessu likt hefur maður oft heyrt. Samt er það staöreynd, að enginn vill láta bátinn, sem hann er á, hætta. Það er viöar svo, að þegar málin snúa beint að manni sjálfum, breytast við- horfin. Þannig er t.d. um fisk- friðunarmálin. Þar segja Sunn- lendingar Vestfirðinga drepa allan ungfiskinn i flotvörpuna áður en hann fær aö hrygna, en Vestfirðingar segja Sunnlend- inga drepa allan hrygningar- fiskinn i bölvuð netin, áður en hann fær að hrygna. Allir vilja láta friða, bara ekki hjá sér. Samtakaleysi Þvi miður er það svo i öllum málum sem sjómenn varðar, að sökum samtakaleysis þeirra er alltof litið tillit tekiö til skoðana sjómanna sjálfra. Þetta kemur kannski best I ljós i kjarabarátt- unni, en samtök sjómanna eru þar, sem annarsstaðar, alltof veik. Hvernig stendur þá á þess- um skorti á stéttarvitund is- lenskra sjómanna? Þar er sjáif- sagt, margt, sem spilar inn I, t.d. eru möguleikar sjómanna til skoðanaskipta viö starfsbræður sina litlir, og margt annað mætti telja. Stærsta atriðið i þessum mál- um er samt vafalaust hin hlægi- lega þjóösaga um „Sjómann- inn”. — „Sjómaðurinn” á að vera stekur, kaldur kall, sem ekki treystir neitt á aðra. „Sjó- manninn” munar ekkert um það aö púla eitt úthald, án þess aö fá tækifæri til þess að tala við aðra en skipsfélagana. Og kann svo ekki að tala, þegar á þarf að halda. Þannig hefur þjóðsagan búið til heila „stétt” af eigin- hagsmunapoturum, sem bölva öllum, sem ekki eru sjómenn,og kalla hinn partinn af þjóðinni „kerfiö”. Fyrsti og annar flokkur Sjómönnum sviður sárt, að sá atvinnuvegur, sem þeir stunda, og er undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar, er sifellt mergsog- inn og þeir, sem viö hann vinna, alltaf haföir hornreka. Svo rammt kveður að þessu, að hægt er að segja að sjómenn séu annars flokks þjóðfélagsþegnar. Þannig hefur rikjandi skipulag ýtt undir þjóðsöguna um „klakann” og gerir sitt til þess að halda sjómönnum frá sam- skiptum viö aðrar stéttir. Hversu oft hefur ekki verið reynt að telja okkur trú um að konurnar okkar, sem vinna I fiski, sem við komum meö, séu að vinna á móti hagsmunum okkar, þegar þær vilja fá hærra kaup og gripa til einhverra að- gerða i þvi skyni? Sjómenn, ég eggja ykkur lög- eggjan. Breytið nú viðhorfinu til stéttarfélaga ykkar og sjó- mannasamtakanna i heild, efl- um þau. Látum ekki aðra aðila túlka okkar mál eins og þeim sýnist og troða á réttindum okk- ar. Hættum að gefa þjóðsögunni um klakann byr undir báða vængi. Við erum menn, við eig- um fjölskyldur, sem við þurfum að annast og vilja annast okkur. Er ekki kominn timi til þess aö viö breytum skipulaginu? Valur Valsson. Góðarkartöflur á markaðnum Hlustiö á og framkvœmið Ábendingar fatlaðra Bandalag fatlaðra á Noröur- löndum, sem eru samtök fatlaðs fólks IDanmörku, Noregi, Finn- landi, tslandi og Svíþjóð, beinir eftirfarandi áskorun tii rfkis- stjórna Noröurlandanna í tilefni árs fatlaöra 1981, sem Sam- einubu þjóbirnar munu gangast fyrir: Bandalag fatlaöra á Noröur- löndum skorar á rikisstjórnir Norðurlandanna að gera veru- legt átak í málefnum fatlaðra á innanlandsvettvangi vegna árs fatlaöra 1981. Jafnframt verði veitt fé til þróunarlandanna til ákveðinna framkvæmda, sem stuðlaðgeti aöbættum hag fatl- aðs fólks i þessum löndum. Bandalagið vill fyrst og fremst benda á þörf endurhæfingar- stööva fyrir börn og fulloröna. Þörfin á endurhæfingu fatl- aðra i þróunarlöndunum er knýjandi og verkefnin óþrjót- andi á þvi sviði. Viö heitum á rikisstjórnir Noröurlandanna að leggja þessu máli liö. Þá hefur og stjórn Bandalags fatlaöra á Norðurlöndum samþykkt og sent frá sér svo- fellda Alyktun Stjórn Bandalags fatlaöra á Noröurlöndum leggur þunga á- herslu á nauðsyn þess, að samþykktur verði alþjóðlegur staðall um lyftur, salerni og annað þjónusturými i gistihús- um og öörum ferðamannabygg- ingum. Það er skilyröislaus krafa Bandalagsins, að þessi húsa- kynni veröi sniðin að þörfum hreyfihamlaðra, sem og önnur mannvirki. Viö væntum góðra undirtekta viö málaleitan okkar, sem veröi sýndar i verki meðþvi, aðskapa hreyfihömluðum umferöar- möguleika um gistihús og önnur hliöstæð mannvirki, til jafns viö aðra þegna. —mhg Mjög góðar kartöflur hafa verið ámarkaðnum i vetur. Litið hefur borið á skemmdum i kartöflum, sem sendar hafa verið til Græn- metisverslunar landbúnaðarins og aldrei áður hefúr verið eins mikið framboð af bragðgóöum kartöflum. Mikið hefur verið um stórar kartöflur, bæöi af Gullauga og Rauðum íslenskum. Talið er að heildaruppskera hafi verið um 150 þús. tunnur, sem er nokkru meira en ársneysla hér á landi. Þess vegna hefur verið lögð rik áhersla að senda aðeins úrvals kartöflur á markaðinn. A þeim árum þegar uppskeran hefur verið litil, hefur stundum verið slakað á kröfum og veittar undanþágur með stærðarflokkun, sem hefur þá valdið nokkurri óánægju hjá neytendum, sem eðlilegt er. Varla er hægt að segja að kvartað hafi verið yfir gæðum kartafla I vetur, enda ekki ástæða til þess. Kartöflur eru tiltölulega orku- snauð fæða ef miðað er við mjöl- mat. I lOOgr. af kartöflum eru að- eins 76 hitaeiningar (kcal), en 100 gr. af brauöi innihalda 250—280 hitaeiningar. Það ætti þvi að vera óhætt fýrir konur og karla, sem He ildarkartöf luuppskeran si. haust var 150 þús. tunnur. berjast viö aukakiló að borða nokkrar kartöflur á dag, en spara i þess stað orkurika fæðu. Kartöflur innihalda A, B, og C, bætiefni og auk þess járn og kalk. I mörgum matreiðslubókum eru gefiiar uppskriftir af „spenn- andi” kartöfluréttum, sem þeir, er standa fyrir matseld, ættu að notfæra sér nú, þegar tækifæri býðst til að fá góðar og ódýrar kartöflur. —mhg (Heim.: Uppl.þjón. land.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.