Þjóðviljinn - 22.02.1979, Side 12

Þjóðviljinn - 22.02.1979, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. febrúar 1979 Umsjón: Magnús H. Gíslason Rannsóknar- stofa fisk- iðnaðarins á Akureyri Til stendur, að til starfa taki á Akureyri rannsóknarstofa á veg- um Rannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins. Slik útibú frá Rann- sóknarstofnuninni eru nú komin i Vestmanna- eyjum, á Isafirði og i Neskaupstað, og nú kemur það fjórða á Norðurlandi. Að sögn Sigurlinna Sigurlinnasonar úti- bússtjóra verður starf- semi rannsóknar- stofunnar þriþætt eða eftirlit, þjónusta og ráðgjöf. Húsnæði hefur hún i niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar og Co. Er það rúmlega 100 ferm. að stærð og hýsir skrifstofu, undir- búningsherbergi og rannsóknarstofu þar sem verða öll full- komnustu tæki til efna- greininga og gerla- rannsókna. Rannsóknarstof nun fisk- iðaðarins sér um eftirlit með út- fluttum sjávarafurðum, s.s. lagmeti, lýsi og mjöli en aðrar sjávarafuröir eru háðar eftirliti Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða. Samkvæmt fjárlagafrum- varpi þessa árs renna 660 milj. kr, til þessara rannsóknaraöila. Þar af fær Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins 230 milj. og FRamleiðslueftirlit fisk- iönaðarins 430 milj. kr. Framhald á 14. siðu Agústa Þorkelsdóttir sendir: Frá eldgosinu i Vestmannaeyjum Nótt eldanna Hinn 23. janúar voru sex ár liðin frá gosinu i Vestmannaeyjum og var þess minnst I Landakirkju með þakkargjörð fyrir giftusam- iega björgun fólksins. Þessa goss veröur lengi minnst sökum þess hve það kom nærri mannabyggð. Margur vann þar hetjudáöir, en rósemi fólksins, sem varð að flýja heimili sin og dveljast i útlegð mánuðum, sumt árum saman, verður aldrei lýst nógu sterkum oröum. Margur séffinn hefði sjálfsagt fengið fálkaorðu fyrir minna afrek en Hilmar Rósmundsson, sem skil- aði 300 manns heilu og höldnu i höfn i fyrstu ferðinni, i kvikusjó, þótt ekki væri stormur. En vist um það, þetta var hættusigling meö þennan farm, mestallan ofan þilja og ekki á allra færi að höndla stjórnvölinn, en það gerðu þeir til skiptis félagarnir Hilmar og Theodór ólafsson, vélstjóri. Gjafar var 200 tonn bátur. Hann fórst stuttu siðar útifyrir Grinda- víkurhöfn. Mannbjörg varð. Siðan þetta gerðist hefur orðið ótrúleg uppbygging i Vestmanna- eyjum. Þó er margt eftir, sem aldrei verður bætt, eins og sálar- legttjón,sem margur beið. Fjár- hagur bæjarins er ennþá mjög veikur, eins og má nærri geta og ekki öll kurl i bótatjónum komin til grafar. Holræsakerfiö hefur þrengst vegna þeirra gatna sem hurfu undir hraun og þó aö uppgræðslan hafi gengið vonum framar vantar stór átök ennþá. 1 norðanátt þyrlast öskudustið i augu veg- farenda, stór skemmir bila og gluggarúður húsa. Bót er þó 1 máli, aö þótt gosiö hafi gert slikan usla, sem alþjóö er kunnugt, eru þó a.m.k. tvær hliðar sæmilegar af völdum þess. Höfnin er eins og heiðarvatn siðan og áhrifa austanáttarinnar gætir minna i austurbænum. En þó að liðin séu sex ár frá þessari hryllingsnótt, setur geig að mörgum þegar hennar er minnst. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Fréttir úr Vopnafirði Það er af, sem áður var Nú er vertiðarfólkið farið að streyma hingað til Vest- mannaeyja þó aö litiö sé aö gera, segir Magnús frá Hafnarnesi. Hér i Eyjum hefúr verið dauft við sjóinn framan af árinu, afli sáratregur og róðraráhugi af skornum skammti meðan Hornfirö- ingar og Þorlákshafnarbátar rótfiska. Það er af, sem áður var, þegar björgin hér glumdu af vélaskellum og gneistaði upp úr púströrum 60báta erþeir spýttu i hann á róörartimanum og menn stíðu á Skansinum undir bláu himinþaki, heillaöir af þessari llfssónötu. —mj/mhg „Sjo stelpur” í Garðínum Þeir láta ekki deigan siga við leiklistina i Garðinum. Framan af vetrinum sýndu þeir Delerium Bubonis, viö góöar undirtektir og aösókn. Núhyggjast þeir takastá viö „Sjö stelpur”, eftir Sviann Erik Thorstenson. „Sjö stelpur” er látinn gerast á upptökuhæli og fjallar um vandamál ungra stúlkna, sem þar dvelja. Hlutverkinileikritinueru 12, fjögur karlhlutverk og átta kvenna-. Sigmundur örn Arngrims- son hefur tekið að sér leik- stjóra Ef vel gengur má búast við frumsýningu á Stelpunum eftir svona 6 vikur, en æfingar hefjast innan tiðar. —mhg Síðari hluti 1 gær birtist hér á siöunni fyrri hluti fréttabréfs frá Agústu Þor- keisdóttur á Refsstaö. Hér kemur þá seinni parturinn: Félagslif Félagslif er I föstum skoröum, veiðifélag, búnaðarfélag og kaup- félag halda árlega fundi sina. A fundi tveggja siðarnefndu mæta sömu áhugamennirnir ár eftir ár og ræða málin opinskátt. Þeir áhugalausu ræða málin heima fyrir. En mæting er misjafnari i veiðifélaginu. Ef stendur fyrir dýrum aö gera nýja leigusamn- inga er oft fullsetinn bekkur, en á milli minni áhugi. Sveitafólkið tekur svo þátt i fé- lagsstarfi með þorpsbúum, svo sem: söngfélagi, leikfélagi, bridgefélagi, Kiwanis og Lions og nú siðast i nýstofnuðum gömlu- dansaklúbbi. Þorrablót er haldið sameiginlega I byggöarlaginu. Er það, sem viðar, mesta hátið árs- ins. Konur í sveitinni hafa með sér kvenfélag og starfar það alltaf töluvert. I mars á liðnu ári fögn- uöu konur merkum áfanga. Þá voru teknar i notkun sex ibúöir fyrir aldraða i húsi, sem bæði kvenfélögin I byggöarlaginu og hreppsfélögin höföu reist meö glæsibrag. Húsið hlaut nafnið Sundabúö, stendur það ofan við Sundvoginn, innarlega i þorpinu. Anægjulegt er aö heimsækja ibúa Sundabúðar, þar á svo sann- arlegalifsgleðinheima. Húsþetta er fyrsti áfangi af þrem og veitir okkur ekki af að láta hendur standa fram úr ermum og ljúka seinni áföngum fljótlega. Vopn- firðingar verða gjarnan langlifir og halda li'fsþrótti og gleöi vel. Hreppstjóri austan af Jökudal sagði þá skýringu á búsetu minni hér, aö ég heföi haft fregnir af þvi, að I Vopnafiröi yrðu allar kerlingar eilifar. Skólamál Menntun barna okkar er sinnt aö mestu leyti i grunnskóla, sem er i þorpinu. Börnin eru i heima- vist Torfastaöaskóla, en er ekiö til kennslu á Tangann. Fyrstu tveir árgangarnir fá reyndar alla sina kennslu á Torfastöðum. Yngstu bprnin eru aðra hvora viku að heiman en þau eldri allan veturinn, koma heim um helgar. Eru flestir ánægðir með þetta fyrirkomulag. Þóeru til þeir, sem væru til meö aö taka undir orð greindrar bóndakonu I Húna- þingi, sem sagöi eitt sinn við mig er rædd voru menntunarmál yngstu barnanna isveitum: ,,Hér áður fyrr var ekki til svo óartar- leg rolla að hún jarmaöi ekki ef fært var of snemma frá”. Slikum jarmi er illa tekið af fræðsluyfir- völdum, að ég tali nú ekki um ef feður taka upp á þvi að jarma. Samgöngur. Samgöngumál ráöa miklu i nú- tlmamannllf i. Vopnfiðringar hafa góðar flugsamgöngur við Akureyri og Egilsstaði allt árið. Vegir liggjatil þriggja átta burt úr byggöarlaginu. Yfir hæstu fjöll aöfara I tvær áttir. Hellisheiðar- troðningurinn vart fær nema tvo mánuði árlega, og þá ef vel viðr- ar. Upp Bustarfell um Vopna- fjarðarheiði öllu lengur. Ennþá hefur ekki veriö lokið vegarlagn- ingu á þeirri leiö og sá hlutinn, sem ennþá liggur I skorningum, verður ófær i fyrstu snjóum. Langa leiðin, norður um strandir, er oftast fær fram undir jól. Samgöngurásjóerþvi eini val- kosturinn hvaö vöruflutninga snertir yfir vetrarmánuðina. Þykir okkur leiöakerfissmiður Skipaútgerðarinnar litið tillit taka til okkar, þegar leiðakerfiö (Jr Vopnafiröi. er ákveðið hverju sinni. En viö erum vist of fá og smá til að að- stæður okkar komi mál við hann. Innan sveitar er ástand vega likt og gerist i flestum sveitum. Ef eitthvaö snjóar að ráöi verður allt ófært. Opnað stöku sinnum heim til mjólkurframleiðenda, en sveitarendum litið sinnt ef ekki er þangað mjólk að sækja. Póstur og simi Póstur og simi má vist teljast þjóna okkur sæmilega vel. Þó nokkuð margir fá póst reglulega tvisvar I viku allt árið, aðrir sjaidnar, töluvert betra en var á timum landpóstanna. Sveitafólk- ið hefur ennþá ánægju af hand- virka simanum, en sumir, þar með talin undirrituö, hafa aldrei lært að meta þann fjölmiðil. Horft til ellilaunaaldurs- ins Gamla „gufuradióiö” stendur fyllilega undir nafni, þvi ennþá ber viö að dampurinn dettur nið- ur þegar hæst hossar og heyrist þá ekkert nema skark og truflan- ir. Reyndar varir þetta ástand aldrei lengi, en nógu lengi til aö hleypa upp i staöföstum aðdáend- um útvarpsins. En vonir ku standa til þess að útsending verði bætt um allt land þegar stofnunin kemst á ellilaunaaldurinn. Þvi allir vilja vist verða við óskum þess aldursflokks. Raforkumál Raforkumál eru litið til um- ræðu hér, við framleiöum ennþá nóg til innanhéraðsþarfa með disilvélum, sem komu hingað á sildarárunum. Þaö er helst, ef rætt er af hita miklum um hvor arabinn er meiri gyðingur, sá, sem ákveður oliuveröið eða raf- orkuverðið. Mál er að linni þessu frétta- bréfi; þykir sjálfsagt mörgum að nóg sé til tint, i þaö minnsta sveit- ungum minum. Bændur minir kalla til aöstoöar við hreinskrift skattskýrslna. Kveð ég þvi Land- póst að sinni. — Refstaö, Vopnafirði, 9. febr. Agústa Þorkelsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.