Þjóðviljinn - 08.04.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 8. apríl 1979.
Sunnudagur 8. aprll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
VIÐTAL VIÐ ERLEND PATURSON
Sunnudags-
blaðið
í Færeyjum
„Meira að segja Guð
almáttugur var danskur”
ingarnir að standa viö Grænlend-
inga um þaö hvort og þá hvaö
mikiö viö gætum fengiö aö veiöa
af þeirra fiski.
Hafsbotninn verður Fær-
eyskt mál
— Munuö þiö á þessu kjörtima-
bili taka i ykkar hendur fleiri
málaflokka en veriö hefur?
— Viö I Þjóöveldisflokknum
höfum stundum sagt aö viö séum
þeir einu sem vilja framfylgja
heimastjórnarlögunum meö þvi
aö gera fleiri mál aö sérfæreysk-
um málum en veriö hefur. Nú er
ætlunin aö taka yfirráöin yfir
hafsbotninum og gera þau aö
sérfæreysku máli.
— Hvernig er þróunin i menn-
ingarmálum og hvernig gengur
aö verja færeyskuna dönskum
áhrifum?
— Þaö gengur ekki nógu vel og
hvorki blööin eöa útvarpiö eru
nægilega á veröi i þeim efnum.
Hins vegar er mikil gróska i list-
um, ekki sist myndlist og leiklist
og gifurleg þróun i bókmenntum
og lýrik. Þetta er afskaplega já-
kvæö þróun og margir listamenn
eru mjög vel félagslega meövit-
aöir.
— Er hætta á þvi aö væntanlegt
Norrænt hús i Þórshöfn verði of
áhrifamikið f færeysku menning-
arllfi?
— Nei, ég tel enga hættu á þvi,
þvert á móti.
— Hvað um trúmál I Færeyj-
um?
— Færeyingar eru afskaplega
trúaöir og trúmál eru stór þáttur i
þjóðlifinu. 1 þvi er sjálfsagt hægt
að finna einhverja skýringu á
hægri sveiflunni i kosningunum.
Ánægjuleg viðbrögð is-
lendinga
— Ertu ekki ánægöur yfir við-
brögðum islendinga við tiliögu
þinni um sjáifstæða aðild Færey-
inga að Norðurlandaráði?
— Jú, jú ég er auövitaö harö-
ánægöur vegna þess. Magnús
Kjartansson var nú lengst af einn
með mér í þessu máli. Það var
strax mikill fengur að þvi aö Ein-
ar Agústsson talaði meö þessu i
fyrra, en þá var hann ráðherra og
haföi ekki atkvæöisrétt. Nú voru
hins vegar allir Islendingarnir
meö. Aöildin að ráöinu veröur að
breytast. Þegar kemur að stóru
málunum þá gefast þeir upp.
Annars á byggöastefna nú meiri
hljómgrunn en áður. Mér list af-
skaplega vel á Fjárfestingabank-
ann sem á aö veita um 300 milj.
d.kr. til byggðaþróunar á næstu
tveimur árum. Aö þeim tima liön-
um veröur allt máliö tekiö til end-
urskoöunar. Þegar rætt var um
byggöastefnu á Norðurlöndum þá
var alltaf talaö um norðurhluta
Skandinaviu. Nú eru hins vegar
Grænland, island og Færeyjar
komin inn i myndina. Ég flutti til-
lögu um aö afborganir og vextir
af lánum tslendinga hjá Norræna
iönþróunarsjóönum heföu viö-
komu hér i Færeyjum þannig aö
Færeyingar fengju þá aö láni til
atvinnuuppbyggingar. Hún hlaut
ekki náö.
— Þú hefur veriö með ákveðn-
ar hugmyndir um samvinnu I
fiskveiðimálum?
— Já, 1958 kom ég fram meö
hugmyndir um sameiginlega
fiskveiöipólitik islendinga, Norö-
manna og Færeyinga, gagnkvæm
fiskveiöiréttindi og samvinnu i
fisksölumálum. 1 þessu hefur i
sjálfu sér ekkert gerst annaö en
það aö Islendingar og Færeyingar
hafa samvinnu i fisksölumálum.
— Þiö eruð I Nató?
— Já, við vorum kreistir inn i
það þrátt fyrir andstööu Lög-
þingsins. Hér er danskur dáta-
hópur i nafni Nato.
— Verða breytingar á sam-
bandinu við Danmörk i bráð, og
hvað myndu færeyskir sam-
bandsmenn gera ef Danir yröu
leiðir á öllu saman og vildu slita
tengslin að eigin frumkvæði?
— Danir eru nú i klipu út af
fiskveiðimálunum við Grænland
og sámningunum viö EBE. Hvort
niöurstaöan breytir einhverju um
sambandiö milli landanna skal
ósagt látiö. Ef Danir ákveddu aö
slita sambandinu? Jú, ég held aö
sambandsmenn myndu sætta sig
viö það”.
— hg
Helgi
Guðmundsson
skrifar
hans var Jóhannes Paturson kon-
ungsbóndi i Kirkjubæ, og mikill
baráttumaöur fyrir sjálfstæöi
Færeyja. En móðir hans var
Guðný Eiriksdóttir frá Karlskála
við Reyöarfjörö. Hann hefur um
árabil setið á Færeyska lögþing-
inu og var einnig lengi formaöur
fiskimannafélags Færeyja.
1 Kirkjubæ var áöur prestaskóli
og biskupssetur. Þar stendur enn
i mjög góöu ásigkomulagi bæjar-
hús frá þvi um 900. Þúsund ára
gamalt hús gert af tré og þættust
islendingar sjálfsagt býsna
drjúgir ef þeir ættu þó ekki væri
nema kofaskrifli að sýna frá þeim
tima. Mér veröur nokkuö starsýnt
á grjótskrokk mikinn og veðraöan
sem stendur rétt neöan viö hús
Erlendar. Hér hafa handlagnir
múrarar einhverntima um sýsl-
aö. Hér skyldi risa guöshús, mikið
og veglegt. En Erlendur segir:
„Færeyingar geröu uppreisn,
neituöu.aö þræla i þessu lengur.”
Þaö var þegar á miööldum og
kirkjunni er ekki lokið enn.
Mig fýsir að vita nokkuö um
pólitik dagsins i Færeyjum og
ekki stendur á svari.
Gjörbreytt þjóðfélag
„Þetta er oröiö allt annaö þjóö-
félag á sl. 15 árum eöa svo. Nú eru
starfandi um tuttugu frystihús i
Færeyjum en áöur var hver ein-
asta padda yerkuö i salt. Flotinn
hefur qð sjálfsögöu lika breyst.
Færeyingar eiga nú mikinn og
glæsilegan flota margvislegra
skipa, til flutninga, veiöa á
heimamiöum og úthafsveiöa.
Heildarafli Færeyinga á sl. ári
var rösklega 300,000 tonn þar af
um 100,000 á heimamiöum. Ariö
1938 veiddum viö 1000 tonn af fiski
á heimamiöum, en á sl. ári um
100,000 tonn. Þetta er óskapleg
breyting. Verðmætisaukning i
færeysku atvinnulifi hefur orðið
aö sama skapi mikil”.
— Hver er skýringin á hægri
sveiflunni i siðustu kosningum?
„Ætli fólki hafi ekki þótt sem
landsstjórnin væri búin að gera
svo mikiö aö ekki væri á aö litast.
Kannski.”
— Þið endurnýjuðu vinstri
stjórnarsamstarfið eftir siðustu
kosningar. Hvernig gengur það?
— Agætlega. Landsstjórnin
haföi á fyrra kjörtimabilinu
hrundiö aö staö fjölmörgum viö-
fangsefnum og nú er unniö aö þvi
aö koma þeim i framkvæmd til
hlitar ásamt ýmsu nýju. Viö lif-
um aö hluta til á dönskum snikj-
um. Fáum um það bil 250-300
miljónir (d.kr.) á ári frá þeim. Af
þessu fer ekki I fjárfestingu nema
um þaö bil 10-15%. Hitt eru bara
laun i skóla- og embættismanna-
kerfinu. Fjárfestingin er þvl mest
öll færeysk. Stærsta málið er auö-
vitaö aö byggja upp traust at-
vinnullf hér i Færeyjum. Til þess
þurfum viö ekki bara flota og
frystihús. Viö þurfum fisk, meiri
fisk en viö getum fengiö i bráö á
heimamiöum. Viö stöndum þvi i
„Hér var í raun og veru
allt danskt. Embættis-
mennirnir voru danskir
skólakerfið var danskt/
prestarnir og guð almátt-
ugur. Það má kallast stór-
merkilegt að ekki skyldi
takast að gera okkur að
Dönum. Við fengum ekki
ritmál fyrr en um 1850 og
f ram til 1938 var bannað að
tala færeysku i skólun-
um".
Þaö er Erlendur Paturson lög-
þingsmaöur I Færeyjum sem svo
mælir. Þann mann þarf naumast
aö kynna fyrir Islendingum sem
eitthvaö fylgjast meö stjórnmál-
um. Um árabil hefur hann sett
sterkan svip á störf Noröurlanda-
ráös og margsinnis flutt á þingum
þess tillögu um sjálfstæöa aöild
færeyinga aö Noröurlandaráöi.
Erlendur er fæddur I Kirkjubæ ,
því fornfræga höfuðbóli og
menntasetri skammt frá Þórs-
höfn. Ætt hans hefur búiö samfellt
i Kirkjubæ frá þvl 1536. Faðir
flóknum samningum viö Efna-
hagsbandalagiö um fiskveiöirétt-
indi.
Samningar við EBE
— Getið þið veitt áfram við
Grænland eftir að Grænlendingar
eru komnir i Efnahagsbandalag-
ið?
— Samningar okkar viö Efna-
hagsbandalagiö vegna veiöanna
hér á heimamiðum hafa byggst á
reglunni kíló fyrir kiló. Fyrir
hvert klló sem viö fáum aö veiöa
innan fiskveiðilögsögu Efnahags-
bandalagsins fá efnahagsbanda-
lagsþjóðirnar aö veiöa jafn mikiö
innan okkar lögsögu. Meö þessu
er Efnahagsbandalagiö að nlöast
á okkur Færeyingum. Viö erum
hér 42.000 sálir og eigum allt okk-
ar undir fiskveiðum og vinnslu.
98-99% af okkar útflutningi er
fiskur og fiskafuröir. I Efnahags-
bandalaginu eru 255 miljónir
manna og veiöar og vinnsla fyrir
þá þýöir minna en 1% af þjóöar-
framleiöslunni.
Máliö er allt miklu flóknara aö
þvi er varöar Grænland. Sam-
kvæmt heimastjórnarlögunum þá
eigum við aö njóta allra réttinda
sem danskir þegnar. Hiö eina
sem er takmarkaö er kosninga-
rétturinn. Viö höfum undanfarin
ár samið viö Dani um veiöarnar
viö Grænland, fyrst I Kaup-
mannahöfn og nú slöari ár á
Grænlandi. Þessir samningar
hafa gengiö heldur vel. Nú segir
hins vegar Efnahagsbandalagiö:
Hafsvæöiö umhverfis Grænland
er ekki danskt eöa grænlenskt
hafsvæöi. Þetta er hafsvæöi
Efnahagsbandalagsins. Þetta
þýöir aö I staö samninga viö
Dani um skiptingu afla viö Græn-
land þá veröum viö nú aö semja
viö EBE i Briissel. Bandalagiö
krefst reglunnar kiló fyrir kíló.
Fyrir veiðiheimildir viö Græn-
land er sem sagt ætlast til aö við
borgum með veiöiheimildum viö
Færeyjar.
Samkvæmt heimastjórnarlög-
unum frá 1948 má ekki gera
greinarmun á Færeyingum og
öörum dönskum þegnum. Færey-
ingar eru ekki i Efnahagsbanda-
laginu eins og Danir og Græn-
lendingar. Aö sjálfsögöu geta þeir
veitt eins og þeir vilja innan sinn-
ar lögsögu. Verðum viö hins veg-
ar látnir greiða fyrir fiskveiöi-
réttindi við Grænland þá teljum
viö að viö njótum ekki rlkisborg-
araréttar eins og áskiliö er I
heimastjórnarlögunum. Viö njót-
um ekki sama réttar og aörir
þegnar hins danska rikis, þess
vegna teljum viö aö dönum beri
samkvæmt heimastjórnarlögun-
um aö tryggja okkur kvóta I veiö-
inni án endurgjalds. Veröi þaö
ekki gert þá tel ég stjórnskipun-
ina brotna og þvi viljum viö fá
slegiö föstu.
A hitt er svo nauðsynlegt aö
leggja áherslu að Grænlendingar
einir eiga fiskinn viö Grænland og
ef allt væri meö felldu ættu samn-
Klakksvlk: Þeir fiska sem róa.
Fiskur
og menning
Fiskur og aftur fiskur.
Bátar, togarar og marg-
vísleg önnur fley blasa við
augum. Vissulega eru Is-
lendingar háðir fiski og
fiskveiðum. Þó eru það
smámunir á móti þvi sem
er í Færeyjum.
Af f jörutiu og tvö þúsund ibúum
eru á milli fimm og sex þúsund
sjómenn. Þeir veiddu 318000 tonn
af fiski sl. ár og 98-99% af útflutn-
ingnum er fiskur og fiskafurðir.
„Viö höfum byggt upp fiski-
skipaflota sem er einhver finn
fullkomnasti I heimi” segir Atli
Dam og bætir við að samfélagiö
veröi aö taka ábyrgð á atvinnulíf-
inu. „Veiöarnar á heimamiöum
eru framtiöarauöurinn” segir
hann einnig.
Viö förum til Klakksvíkur,
næststærsta bæjar i Færeyjum.
Þaö var þar sem einhver hat-
rammasta læknadeila sem sögur
fara af á Norðurlöndum stóö fyrir
svo sem tuttugu árum. Halvorsen
læknir var á hvers manns vörum.
Dönsk freygáta var send á vett-
vang)
Það var frá Klakksvik sem
Akureyringar keyptu tvo togara
og leit út um tima að þeir fengjust
ekki afhentir vegna innbyröis
deilna eigendanna.
1 frystihúsinu I Klakksvik hitti
ég þrjá landa um tvitugt sem eru
aö þéna peninga og láta vel af.
„Kaupiö er svo miklu hærra hér
en heima”, segja þau. Þvi til
staöfestingar fæ ég svo kauptaxt-
ana hjá Föröja arbeiðarafélag og
nú geta lesendur Þjóðviljans bor-
iö saman. Hins er að geta, aö
bæði sjúkratryggingar og at-
vinnuleysistryggingar eru harla
litlar. Þar verður á breyting nú I
sumar.
Þaö er ómaksins vert aö stoppa
lengur I Klakksvik, en förinni er
heitiö lengra. Viö æ.tlum til Viöar-
eiöi.örlitillar byggðar sem á sér
langa og merka sögu. Sú fræga
Barbara I sögu Frans Jörgens
Jakobssens gekk um garð á
prestsetrinu á Viðareiöi. Leiöin
liggur i gegn um tvenn jarögöng
sem eru vist samanlagt einir þrir
kilómetrar aö lengd. Þegar
byggöin kemur I ljós rekur mig i
rogastans. Mér er ómögulegt aö
skilja hvaö i ósköpunum fær
menn til aö hafast hér við. Engin
höfn, húsin hnipin á berangri,
kirkjan og prestbær, ævagamall,
standa næstum fram á sjávar-
hömrunum á móti opnu hafi. Ég
voga mér ekki einu sinni aö
spyrja af hverju menn hafi af-
komu sina hér. Kemst þó aö þvi
aö hingaö kemur þó nokkuö af
feröamönnum og nýlegt hótel,
snyrtilegt, er meö stærstu húsum
I byggðinni. Guöshúsiö hefur
vinninginn.
„Hvaö geta feröamenn gert
hér” spyr danskur feröafélagi og
hryllir sig i hafgolunni. Heima-
menn brosa góölátlega og benda á
fjöllin allt um kring.
Við heilsum upp á klerk sem
býöur okkur I kirkju og er svo
dæmalaust skemmtilegur aö ég
man ekki einu sinni eftir þvi að
skrifa neitt niöur eftir honum,
allra sist hvaö hann heitir.
Hann hefur veriö um árabil i
Danmörku. Segist nú vera i ein-
hverjum mesta veörarassi sem
fyrirfinnist. Ég skil hann vel þeg-
ar ég lit i kring um mig og átta
mig á að byggöin stendur á til-
tölulega mjóu eiöi og vindar Atl-
antshafsins eiga óhindraða leiö
yfir það á milli hárra fjallanna.
„Ég hef barist um á hæl og
hnakka” segir klerkur og sveiflar
kaleik kirkjunnar til áherslu „viö
aö reyna að rækta eitthvaö i
prestsgarðinum. Ég hef reynt öll
hugsanleg belli brögö til að narra
lif í jurtirnar. Rifiö mig upp eld-
snemma á morgnana og vakaö
um nætur, barist um i garöinum
liölangan daginn, talaö, sungiö og
beöiö. Allt kom fyrir ekki. Þaö er
fullreynt að hér þrlfst engin eöal-
borin jurt”.
Hann fræöir okkur á sögu þessa
staöar og handleikur um leiö
kirkjugripina af svo dæmalausu
hispursleysi, aö ég fer aö efast
um aö maöurinn sé klerklæröur.
Hann flytur langa tölu um kaleik
mikinn og oblátudisk sem hann
segir dýrgripi hina mestu. Þeir
séu gjöf frá nokkrum þegnum
hennar hátignar Bretadrottning-
a-, gefnir sem laun fyrir björgun
sjómanna. Hann segistvarla þora
að handleika slika gripi aö ókunn-
um ásjáandi en meö „þvi aö þiö
sýnist heiöarlegt og gott fólk þá
hlýtur þaö að vera i lagi. Annaö er
nú ekki merkilegt hér” segir
hann. „Ja, nema ef vera skyldu
kertastjakarnir þeir arna, sem
eru siðan...” og hann nefnir ártal
sem er svo langt I fyrndinni aö ég
tek mér það ekki einu sinni i
munn. Þaö má hæöast aö mann-
kindinni á marga vegu. Augljóst
er aö klerkur þrifst hér vel þó aö
hann sakni hinna dásamlegu
garða á dönskum prestsetrum.
Trúarlif er mikiö og almennt eins
og annarsstaöar I Færeyjum.
„Eiginlega prjónuöu og ófu
konurnar i byggöinni pipuorgeliö
i kirkjuna” segir hann. „Þaö var
haldinn feikna basar þar sem
framleiöslan, handofið, prjónaö
og saumað var selt á geypiveröi
og hér er orgelið”.
Viö kveöjum þennan staö og
förum aftur um Klakksvík. Viö
bryggjuna er togari sem er að
fara til f jögurra og hálfs mánaðar
útivistar norður i Barentshaf.
Það á aö veiöa i salt. Þeir leggja
af stað á morgun.
Um þaö leyti sem sjómennirnir
eru að sigla skipi slnu út úr höfn-
inni i Klakksvik morguninn eftir
fáum við ýtarlegan fyrirlestur
um færeyska myndlist. Báröur
Jakobsen listmálari'rekur fyrir
okkur sögu myndlistarinnar og
skýrir meö litskyggnum. Hann
tilfærir fjölda listamanna og sýn-
ir okkur hvilik gróska hafi verið i
þessari listgrein i Færeyjum á
þessari öld. Risinn i þeirri sögu
allri er Mykines, Kjarval þeirra
Færeyinga.
Lifiö I Færeyjum er ekki bara
saltfiskur ef einhver skyldi halda
þaö. Leikfélagið Grima, sem var
á ferö á tslandi sl. sumar meö
Kvæöið um kópakonuna hefur
veriö aö sýna farsa Dario Fos,
Viö borgum' ekki, æði lengi viö
mikla aðsókn. Leikfélög áhuga-
mahna færa upp ýmsar sýningar
vitt og breitt um eyjarnar.
En menningarlifiö væri æriö
efni i aöra opnu.
— hg
Kirkjan og gamli bærinn I Kirkjubæ, aö stofni til þúsund ára gamall.
Viöareiöisklerkur: „Þær prjón
uðu orgeliö inn I kirkjuna.”