Þjóðviljinn - 08.04.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 8. aprll 1979.
DIOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
rtgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans
Frainkvæmdastjóri: EiÖur Bergmann
Ritstjorar: Arni Bergmann. Einar Kar'. Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
AfgreiÖslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, GuÖjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús
H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór GuÖ-
mundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaö-
ur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson.
Skrifstofa: GuÖrún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristfn Pét-
ursdóttir.
Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Vantraust á
kapítalistum
• Fátt er algengara en að talsmenn einkarekstrar barmi
sér yfir afskiptum ríkisvaldsins af atvinnulífi. Iðnrek-
endur, verslunarráð og fleiri aðilar senda frá sér
samþykktir og álitsgerðir, sem allar stefna í svipaða
átt: Opinber fyrirtæki á að af henda einkaauðmagni, allt
á að vera frjálst — verðlagning, vextir, gjaldeyrisvið-
skipti; Verslunarráðið segir í sinni stefnuskrá í efna-
hagsmálum, að færa beri opinbera þjónustu eins og
menntun og heilbrigðisþjónustu á almennan markað.
Mörg dæmi fleiri mætti nefna. Allt er þetta svo saman
‘dregið í óskalista þeim sem Sjálfstæðisf lokkurinn setti
saman ekki alls fyrir löngu og kallar efnahagsmála-
stef nu.
• í reynd er það svo, að ekki er öllum opinberum afskipt-
um sveiað. Það er beðið um ýmislega fyrirgreiðslu til
f járfestinga, það er beðið um að tollum og sköttum sé
hagrætt svo að íslensk f yrirtæki megi hagnast af, það er
beðið um að hið opinbera kaupi af innlendum fyrirtækj-
um. Það er m.ö.o. beðið um að f jármunir samfélagsins
séu notaðir til að hjálpa fyrirtækjum að komast á legg og
græða, en helst má samf élagið ekkert vita af þeim ágóða
sem til verður eða rekstri fyrirtækjanna yfirleitt. Ekki
fyrr en tiltekin atvinnugrein eða jafnvel einstaka fyrir-
tæki lendir i vandræðum og biður ásjár í nafni þess að
um þjóðhagslega nauðsynlegan rekstur sé að ræða.
• Allt er þetta gamalkunnur söngur. En fyrir utan þá
reynslu sem við þegar höfum af pilsfaldakapítalisma
svokölluðum, þá er ýmislegt það sem hefur að undan-
förnu verið að gerast í atvinnulífi og þó einkum iðnaði
þess eðlis, að það gerir menn enn tregari en ella til að
trúa á að íslenskir kapítalistar geti leyst meiriháttar
verkef ni samkvæmt þeim kokkabókum sem þeir nú játa
trú á. Eins og f ram kom í ræðu iðnaðarráðherra á dög-
unum, þá er íslendingum mikil nauðsyn á marksækinni
iðnaðarstefnu til að tryggja þúsundum manna ný at-
vinnutækifæri á næstu árum. Til þess þarf eflingu þess
iðnaðar sem fyrir er, og einnig nýsköpun. En nú er það
almenn hneigð í okkar heimshluta, að arðsemi af nýrri
iðnvæðingu fer lækkandi, og sá gróði, sem menn vilja
láta stjórna, nægir ekki til að fyrirtæki leggi út í nýj-
ungar, síst smá fyrirtæki eins og hin ísiensku. Nýsköpun
krefst einatt mikilla undirbúningsrannsókna og land-
vinninga á sviði tækni — þetta þýðir einnig að langur tími
líður áður en hún fer að skila ábata. Hin frjálsu mark-
aðslögmál sem svo oft eru prísuð, duga skammt til að
stuðla að þeim nýjungum og umbreytingumsem hafa fé-
lagsleg markmið — eins og þær sem lúta að umhverf is-
vernd, umbótum á vinnustöðum, stuðningi við dreif býlið
og þar fram eftir götum. Auk þess ber að geta, að óarð-
bær iðnaður er einatt undirstaða f yrir ýmsum mjög arð-
bærum rekstri öðrum.
•Allt þetta hef ur í raun leitt til aukinna „afskipta" hins
opinbera, til margbreytilegs og flókins kerfis sértækra
aðgerða til að bæta starfsskilyrði einstakra atvinnu-
greina. Einatt er farið í margskonar f eluleik með slíkar
ráðstafanir vegna þess, að þeir sem yf ir f jármagn hafa
komist vilja helst ekki að menn geri sér alltof vel grein
fyrir því, að markaðslögmálin frjálsu eru ekki í gildi í
raun nema í takmörkuðum mæli. Hinar víðtæku opin-
beru stuðningsaðgerðir, sem sjálfar aðstæður fram-
leiðsluþróunar á okkar dögum gera nauðsynlegar, hvað
sem einkakapítalið segir, bera síðan fram með vaxandi
þrýstingi sígilda pólitíska spurningu: Af hverju eigum
við að þjóðnýta grundvallarrannsóknir, tækniþjónustu,
taka á okkur ábyrgðir (ríkisábyrgðir) á gróðahugmynd-
um einstaklinga, þjóðnýta töpin þegar allt kemur til alls
— en banna svo samfélaginu og þá vinnandi fólki af-
skipti af þeim arði sem skapast? Þessi spurning hljómar
alveg sérstaklega eðlilega hér á íslandi þar sem eins víst
er, að láni sem útvegað er til iðnaðaruppbyggingar eða
aðlögunar íslenskrar f ramleiðslu að nýjum aðstæðum sé
dembt beint í það, að stofna eitt innflutningsfyrirtækið
enn
— áb
Úr almanakinu
Atvinnumenn
í barlómi
Svo langt aftur sem ég man,
hafa alltaf veriö einhverjir
menn i hópi atvinnurekenda,
sem tekiö hafa aö sér ab halda
upp barlómi, fyrir þennan hóp
manna. Einskonar atvinnu-
menn i barlómi. Þar sem þetta
hlýtur aö vera hiö leiöinlegasta
starf, eins og allt þaö sem geng-
ur þvert á sannleikann, hafa at-
vinnurekendur látiö menn
skiptast á um þetta. Þó hefur
alltaf einn verið frá útvegs-
mönnum og er enn.
Ég vildi gjarnan hitta þann
mann, sem man eftir ööru en
barlómi hjá útvegsmönnum sl.
30 ár eða jafnvel lengur. Þegar
ég var litill strákur braut ég oft
heilann um þaö hvernig út-
geröarmenn gætu haldið áfram
starfi sinu miöaö viö þann
óskapar barlóm sem alltaf
dundi yfir landslýö eftir ársþing
LIÚ, og raunar skipulega þess á
milli. Þá var maöur svo saklaus
að trúa öllu þvi sem stób á
prenti og ég vorkenndi þessum
fátæku mönnum afar mikið. En
þaö er með þetta eins og söguna
„Úlfur, úlfur”, maöur hættir aö
taka mark á svona löguðu, svo
maður tali nú ekki um þegar
maöur fær tækifæri til aö fylgj-
ast með þessum mönnum
breyta flota sinum úr 20 til 30
tonna trébátum uppi allt að 1600
lesta nýtisku stálskip.
Þegar maður bendir á þetta
segja þeir: „Viö fáum lán, þetta
eru allt skuldir”. Ég hef hins-
vegar aldrei tekiö lán án þess eö
þurfa aö borga þaö til baka og
ég hef aldrei getaö borgað lán
án þess að afla til þess tekna. Ég
trúi þvi að svipaö sé meö út-
gerðarmenn, en samt tapa þeir
aumingja mennirnir og allt er á
hausnum. Kristján Ragnarsson,
foringi þeirra, er um þessar
mundir einn haröasti atvinnu-
barlómsmaöurinn i hópi at-
vinnurekenda. Kristján hefur
tjáö mér i gegnum fjölmiðla, að
grundvöllur útgeröar i landinu
hafi verið brostinn sl. 10 ár eöa
svo. Samt sem áöur halda út-
gerðarmenn áfram aö fá sér
stærriog betri skip, fullkomnari
útbúnaö ab öllu leyti, ég ætla nú
ekki aö nefna einkaeigur. Og
allt gera þeir þetta á brostnum
grundvelli. Ef þessir menn
eiga ekki skilið að fá oröu, allir
sem einn, þá veit ég ekki hverjir
eiga að fá hana.
Atvinnubarlómsbróöir númer
tvö i þjóðfélaginu (kannski er
hann orðinn númer eitt) er
Daviö S. Thorsteinsson. Ég fæ
kökk i hálsinn og tár i augun i
hvert skipti sem ég heyri i
Daviö i útvarpi eöa sjónvarpi,
og vart aö ég geti lesiö skrifin
hans fyrir tárum. Ég vorkenni
engum mönnum eins mikið og
iðnrekendum. Daviö hefur sagt
mér aö þeir séu svo fátækir og
aö rikið sé svo vont viö þá aö
engu tali taki. Daviö segir aö
þeir verði að borga skatta, þeir
veröa aö borga tolla, þeir veröa
að borga aðflutningsgjöld og
meira aö segja veröa þeir aö
borga fólkinu sem vinnur hjá
þeim svo litil laun. Annað eins
helvitis óréttlæti þekkist hvergi.
Þetta segir Davið.
Og núna um daginn sagöi
Daviö mér að hér á landi væri
bullandi atvinnuleysi. Viö erum
bara svomiklu snjallari en allar
nágrannaþjóðir okkar, aö viö
getum faliö þetta böl. Davið
sagöi mér aö alltof margir bátar
og þar af leiðandi alltof margir
menn væru að veiða alltof litinn
afla. Þetta er dulbúið atvinnu-
leysi. Þetta sagöi Daviö. Hins-
vegar var engin ástæöa fyrir
Davið aö vera að minnast á það,
aö viö veröum aö flytja inn
hundruö útlendinga til aö vinna
þennan afla i landi og hver
maöur i verstöövunum á Islandi
þarf aö vinna 18 til 20 tima i
sólarhring til þess aö bjarga
aflanum. Daviö er svo
skemmtilegur maöur að hann er
ekkert aö tala um svona leiöin-
lega hluti.
Og svo sagöi Davið lika um
daginn, að fólk streymdi úr
landi, eöa heföi gert þaö undir
stjórn Geirs Hallgrimssonar,
hann var ekkert aö nefna Geir
bara árin sem hann stjórnaöi.
Auövitað vorum viö Daviö báöir
sárhneykslaöir á þessu, enda er
andskotans skömm aö svona
nokkru. En af þvi aö Davið er
svo skemmtilegur þá minntist
hann ekkert á ástæöuna fyrir
þessum landflótta. Helvitis
kommarnir eru að segja aö
þessi landflótti stafi af þvl aö
Daviö borgi fólkinu sem vinnur
hjá honum og öörum Daviðum i
iðnaöi helmingi lægra kaup en
Daviöarnir á Norðurlöndum. Ég
hugsa að þeir skrökvi þessu.
Heldur þú þab ekki lika Daviö?
Þú verður aö reyna að gefa mér
linuna i þessu máli. Þú veist aö
ég stend alltaf meö þér og vor-
kenni ykkur i iönaöinum af-
skaplega mikiö og þvi veröur þú
aö svara kommunum.
Og svo eru menn eins og Þor-
geir Jósepsson, stórskipa-
smiður af Skaganum, og þeir
þarna hjá Hampiöjunni aö segja
aö þeir græöi svo mikiö aö þeir
viti ekkert hvaö þeir eigi aö
gera viö alla aurana. Ætli þeir
séu ekki ab ljúga þessu, Daviö?
Viö veröum að raeöa viö þessa
menn, þaö gengur ekki að þeir
séu aö eyðileggja allt sem þú
hefur sagt um meðferöina á
ykkur iönrekendum. Ég hugsa
lika að það sé ekkert aö marka
Þorgeir á Skaganum, hann er
áreiöanlega kominn út af Jóni
Hreggviðssyni á Rein, og viö
vitum þá hvaö er litið aö marka
hann.
Þess vegna skulum viö bara
bera höfuöiö hátt og halda
áfram aö tapa Daviö. Við tökum
ekkert mark á þessum mönn-
um, né heldur þeim sem standa
nú i stórbyggingum i iðnaöar-
hverfinu á Bæjarhálsi. Þeir eiga
ekki bót fyrir rassinn á sér, fá
þetta allt aö láni og borga þau
aldrei, frekar en allir hinir sem
alltaf tapa. Hvernig á lika að
vera hægt að greiöa lán þegar
maöur græðir ekki neitt?
Það er Schelfing leiöinlegt að
veröa aö segja mönnum þessi
sannindi ár eftir ár og aö menn
skuli ekki geta komiö þvi inni
hausinn á sér aö atvinnurekend-
ur tapa og tapa. En viö höldum
áfram Davið og gefum hvergi
eftir. -S.dór
Sigurdór Sigurdórsson skrifar