Þjóðviljinn - 08.04.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.04.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. aprfl 1979. gegn kynþáttamisrétti Rokk gegn kynþátta- misrétti (Rock Against Racism) nefnist hreyfing i Bretlandi. í þessari hreyfingu eru fyrst og fremst tónlistarmenn af hvítum og svörtum kyn- þætti og aðdáendur þeirra. Meginmarkmið þessar- ar hreyf ingar er að halda úti áróðri gegn fasisma og þá aðallega Þjóðernis- flokknum (National Front) breska, með tón- teikum, útgáfu blaðs og ýmsu öðru móti. t viötali sem blaöamaöur breska poppblaösins New Musicai Expressátti viö nokkra forsprakka hreyfingarinnar kom fram aö ástæöan fyrir stofnun hennar hafi veriö röö at- buröa sem áttu sér staö sumariö ’76. Eric Clapton gaf þá yfirlýs- ingu á tónleikum I Birmingham aö hann styddi Þjóöernisflokk- inn í baráttunni gegn innflytj- endum. Robert Riff sagöi: „Ég sel aöeins breskri fjölskyldu húsiö mitt”. Dagblaöiö Sun kom meö risafyrirsögn þar sem sagöi: „Innflytjendur gista á 5 stjörnu hóteli”. David Bowie lét hafa eftir sér aö „Þaö sem viö þyrftum á aö halda er öflugur maöur einsog I Chile eöa ein- hversstaöar”. Og ýmsir litaöir innflytjendur voru grimmilega ofsóttir, þartil nokkrir ungling- ar frá Asíu voru myrtir. En þaö var yfirlýsing Clap- tons sem fyllti mælinn. Nokkrir aöilar auglýstu stofnun hreyf- ingar sem átti aö bera heitiö Rokk gegn kynþáttamisrétti (Rock Against Racism). 200 stuöningsbréf bárust og hreyf- ingin var stofnuö. Hér á eftir fer óstytt viötal viö David Widgery, einn af hug- myndafræöingum og aöalstuön- ingsmönnum hreyfingarinnar Rokk gegn kynþáttamisrétti. David er læknir aö mennt og starfar i austurhluta Lundúna meöal svertingja og annarra ibúa þar. Hann er mikill áhuga- maöur um stjórnmál og tók virkan þátt I pólitiskum aögerö- um tengdum hippahreyfingunni i Bretlandi á siöasta áratug. Hann er meölimur Sósialiska verkalýösflokksins (Social Workers Party) og gegnir störf- um fyrir flokkinn. Blm. —Hver eru viöbrögö þin viö þeim ásökunum aö RAR séu litiö annaö en framllnusveit fyr- irSósialiska verkalýösflokkinn? David: — Þaö voru greinileg tengslmilli RAR ogflokksins til aö byrja meö. Þaö var klárt pólitiskt samkomulag milli þessara tveggja likama. Fyrir u.þ.b. þremur árum var Sósialiski verkalýðsflokkurinn svotil eini aöilinn sem hélt þvi fram aö kynþáttahatur væri mjög viötækt og aö mikil hætta fælisti þvi, aö Þjóðernisflokkur- inn væri litill, en ört vaxandi afl, og já, aö viö yröum aö risa upp og stööva hann. Svo aö þaö var margt sam- eiginlegt meö okkur. Flokkur- inn gaf lika verkleg ráö. Þeir leyföu okkur aö nota bækistööv- ar sinar. Þeir veittu okkur mór- alskan stuöning svo aö viö átt- um sambönd utan Lundúna sem h jálpuöu okkur aö komast á legg. En svo framarlega sem ég veit, þá reyndu þeir aldrei aö hafa áhrif á RAR. Náin tengsl við Só'síalíska verkalýðsflokkinn Blm. — Þannig aö sú staö- reynd aö þú ert launaöur starfs- maöur Sósialíska verkalýös- fiokksins er svotil óviökomandi þátttöku þinni i RAR? um eöa jafnvel fólki sem er al- gerlega óflokksbundiö. Blm : — Hvaö finnst þér um þá skoöun aö Sósialiski verkalýös- flokkurinn sé jafningi Þjóöern- isflokksins I öfgum, bara á hina hliöina?— Þú veist, aö þeir eru báöir jafn slæmir. David: — Þaö er fáránlegt. Ég bý hérna (East-end) og ég veit hvaö Þjóöernisflokkurinn gerir. Ég hef séö brotnar haus- kúpur. Ég veit lika hvaö flokk- urinn gerir hérna. Þeir fara ekki um og berja fólk um nætur. Þeir beita ofbeldinu mjög ógjarnan. Þeir eyða mestum tima I baráttuna gegn lokun sjúkrahúsa, dreifingu rita og aö styöja verkfallsaðgeröir. Þessi samjöhiun er alröng og gerö I hugsunarleysi. Þeir sem koma meö slikan samanburö ættu aö skammast sin. imynd þessi, aö Sósialiski verkalýösflokkurinn sé haröstjóri, er úti hött. Punk-marxismi Blm: — Þarsem þú skrifar mikiö I Temporary Hoarding (máigagn RAR) væri gaman aö fá iýsingu þina á pólitiskri af- stööu sem tekin er I blaöinu. David: — Þaö er punk-marx- ismi. Frá minum bæjardyrum séö hafa Punkiö og Rasta- trúin bjargað marxismanum frá hinni illa þýddu rússnesku kennisetningu og fært hann i einfaldan enskan búning. Bún- ing gamla testamentsins þar sem Rasta á viö. Ég myndi mik- iö frekar vilja ræða um skortinn á þrýstingi en kapitalisma, og um hvaö punkarar tala af meiri skilningi um raunverulega inn- viöi borganna en Sósialíski flokkurinn. Samband tónlistar og stjórn- mála var mjög þrúgaö á siöasta áratug, en þaö er aftur á móti mjög opiö og raunhæft i dag. Blm.: — Litur þú á RAR sem umbreytinga- eöa byitingasam- tök? David: — Að vissu leyti bæöi og. Ef viö viljum gera eitthvað sem varöar mjög stóran hluta þjóðarinnar, — s.s. stööva of- sóknirnar á hendur þeirra svörtu i landinu — þá er það um- breyting. En þaö er nokkuö flóknara en þetta.... Kynþáttamisrétti er lykilorö- iö fyrir fjölda annarra árekstra sem eiga sér staö I Bretlandi. öll stefna Breta I dag leiöir fram til niunda og tiunda ára- tugsins.Tatcher þrýsti á hnapp- inn þegar hún sagði: „Viö erum aö sökkva I erlendri menningu”. Þetta er imynd engilsaxneskrar yngismeyjar sem berst viö græna slikju sem vex upp eftir fótleggjum hennar. (Tákn siö- feröilegrar niöurlægingar). Fyrir mér ákvaröar þetta bylt- ingarvalkostinn. Þessi menning sem hún talar um, og þaö er einnig Callaghan- menningin, þú veist; við erum allir á sama báti, viö steikjum öll kartöflurnar okkar of mikið. — þetta er menning sem ég er á móti. Mig langar til aö fleygja henni. Ég held einnig að RAR komi inn á þetta allt. RAR spyr mjög gagnrýninna spurninga um Tatcher og stefnu þá sem hún fylgir ásamt hópi kynþáttahat- ara. Kynþáttamisréttiö er aö veröa aöalmáliö. Sjáðu til, ástæöan sem ég tel vera fyrir veldi Þjóöernis- flokksins er sú aö Verkalýös- fiokkurinn er búinn að vera. Meöal annars er Þjóöernis- flokkurinn svar hvitra verka- manna sem finnst þeir hafa eytt ævinni bókstaflega. Þeir finna að Verkalýösflokkurinn og verkalýösforingjarnir sem studdu þá áöur, gera þaö ekki lengur. Og einhvern veginn eru svertingjarnir geröir aö imynd þessara ófara, þaraö þeir faila undir auösjáanlegustu grein breytinganna sem eiga sér staö i Bretlandi. Þessvegna eru svertingjarnir sakaöir um eitthvaö sem þeir eiga engan þátt i. Þeir eru send- ir I ómögulega skóla og kallaöir asnar. Þeir fá glötuö störf og siöan er sagt aö þeir séu latir. Ef þeir berja ekki frá sér, eru þeir kallaöir raggeitur. Ef þeir gera þaö hinsvegar, eru þeir kailaöir öfgasinnar og settir inn. Fyrir 25 árum heföi Verka- lýösflokkurinn barist gegn þessu öllu saman. Nú er hann svo önnum kafinn viö aö vera einsog hver annar auövalds- flokkur, sem verkalýöurinn asnast til aö kjósa. En honum fer þó hnignandi. Þaö er þvi einskis úrskosta fyrir þann kjósanda sem vill mótmæla þessu. Hvita fólkiö er að reyna aö lækna verkinn sem þaö finn- ur i innyflunum meö þvi aö ráö- ast á einhvern annan. Mikil orka leystist úr læðingi með punkinu Blm: — Þannig aö þó ein- kennilegt sé, er þaö ekki eins mikiö um „Hatiö þá svörtu” einsog „Hatiö rikisstjórnina”? David: —Einmitt. Af þessu ræö ég, aö viö veröum aö fella þessa tvo meginflokka breskra stjórnmála þarsem þaö hefur veriö svo mikil hreyfing i Bret- landi. Ég sé alla litlu vinstri hópana sem eru starfandi, einn- ig hóp kynvillinga og rauö- sokkahreyfinguna — þessir hóp- ar eru aliir tengdir — og ég sé þá sem valkost þess sem á sér staö i dag. Ég get ekki samþykkt þá skoöun aö Vinstri- hafi ekki skapaö þrýsting á breskt þjóöfé- lag i heild. Ég tel aö I raun sýni þaö verulega stóran hóp utan- garðsmanna. Margir hverjir eru mjög ungir. Ég er sammála Johnny Rotten aö þvi leyti. Þú verður i rauninni aö eyöa áöur en þú getur farið að byggja upp... Blm.: — En Rotten hefur sagt á hijómplötu aö hann fyrirliti Sósialiska verkalýösflokkinn. David: — Já, en ég held aö þessi fyrsta bylgja punkara — og ég meina i rauninni Pistols og Clash — hafi verið unglingar sem fundu sig knúna til aö gefa út slikar stærilætisyfirlýsingar til að geta gert þaö sem þeim fannst þeir virkilega þarfnast. Þeir þrifust i þaö geigvænlegum hraöa aö þeir höföu ekki tima fyrir RAR eða neitt álika. Aftur á móti i hljómsveitum einsog Gang of Four og Mekons- er hópur mjög efnilegra lista- manna, en sem eru einnig til- búnir til aö vinna aö einhverjum breytingum i hljómplötubrans- anum sem og i þjóöfélaginu. Samvinna andstæðra hópa Blm: — Telur þú aö hinar auösæju andstæöur sósialisma og Rasta, sem byggir á trúar- legum grunni, sé hægt aö forö- ast? Og kynjamisréttið, ef þaö er lýsingin sem þú vilt gefa á af- stöðu Rasta tii kvenna, getiö þiö sætt ykkur viö tákn þessa mikil- væga iiös i Rastatrúnni? Þiö getiö ekki þjónaö tveimur ólik- um markmiöum! David: — I fyrsta lagi, þá stofnuöum viö RAR og höfum haldiö afstööu okkar. Viö höfum verið mikiö gagnrýnd vegna þessa, sérlega þegar hijóm- sveitir sem höfða til kynhvatar- innar hafa komiö fram á tón- leikum okkar. Kannski erum viö ekki eins miklir hreintrúar- menn i þessu einsog viö gætum veriö. Viö skulum bara segja að meginmarkmið okkar sé aö fá fólk til aö risa upp gegn kyn- þáttamisrétti, en ekki gegn ann- arskonar kúgun likamans. Ég hef stundum leitt rök aö þvi aö viö veröum aö vera á móti þessu öllu þrennu: Kynþáttahatri, kynjamisrétti og auðvalds- stefnu. Blm: —En hvaö um diskó-Iið- iö? Þaö er barist gegn kynþátta- misrétti á dansgólfinu i hvert skipti þegar svört stúlka dansar viö hvitan pilt o.s.frv., en þaö er ekki tekiö eftir þeirri baráttu þó hún sé aö vinna á. David: — Ég veit, viö höfum haldiö okkur viö blöndun punks- ins og reggae-tónlistarinnar, þareð þessar stefnur eru sterk afbrigöi hvits og svarts. En viö höfum fengiö aöra til aö leika fyrir okkur einnig, þvi reggae- hljómsveitirnar þurftu á stuön- ingi aö halda. Þaö gladdi mig mjög þegar Graham Parker kom fram á RAR-tónleikum. Hvaö mig snertir eru engar hugmyndafræöilegar linur dregnar til aö skoröa af, hvers- konar tónlist megi leika. Okkur hefur bara þótt auöveldara aö ná til vissrar tegundar hljóm- sveita. En nú erum við komin á þaö stig aö hljómsveitir sækjast eftir aö fá aö spila fyrir okkur. Viö erum orönir eins og dýrkaö- ir umboösmenn. Til dæmis vildi Blondie fá okkur til aö skipuleggja tónleika fyrir sig. En viö viljum ekki gleyma okkur i slikum leik. Eitt dæmiö er aö viljum ekki lenda i þeirri súpu að fara aö halda stærri og stærri útitón- leika. Sum okkar tóku þátt i slikum ævintýrum á siöasta áratug. I staö þess tókum viö þá ákvöröun aö reyna aö byggja upp RAR-klúbba útum allt land, fyrir, þar sem viö værum laus viö alla súperstjörnudýrk- un. Það verður barist... Blm: —Punkiö var i rauninni einsog vitaminsprauta fyrir fólk einsog þig, ekki satt? David:— Þaö var stórkostleg orkusprenging. Fyrir mér voru árin frá 1974 til ’76 leiðinlegustu ár ævinnar. Þaö var einsog heimurinn stæöi kyrr, þaö var allt I dauðateygjunum. En þaö var Rotten, sem haföi næstum- þvi þá reisn aö standa upp og syngja God Save The Queen á sinn punkaöa hátt. Lagið komst inná toppinn sömu vikuna og krýningarafmæli drottningar- innar var haldiö hátiölegt. Þaö var dásamlegt. Allt frá þeirri stundu hefur fólk verið á hreyf- ingu á nýjan leik. Hvaöa stefnu þessi hreyfing á eftir aö taka, veit ég ekki. Vestræna peninga- veldiö er hægt en örugglega aö molnaniöur. Þaö er ekki lengur sveigjanlegt. Ég þarf ekki ann- aö en ganga niöur götuna og horfa á sjúkrahúsin sem eru lokuð, ástand húsa sem fólk neyðist til aö búa I, ástand vega, ruglaö og hræöslukennt augna- ráö sjúklinganna minna — þjóö- félag okkar er aö hrynja saman. Þaö stendur ekki lengur undir sér. Spurningin er bara: Náum við þeim, eöa taka þeir okkur? Blm: — Eigum viö nokkra möguleika? David: — Ég held það. Þegar viö keyrum inn i næstu kreppu, þá munum viö sjá götubardaga. Ég segi þetta ekki af neinni til- hlökkun, þetta er ekki eitthvaö sem ég biö spenntur eftir. Það er þó mikilvægara sem Tatcher sagöi um „erlenda menningu”. Þessi sama menn- ing er tónlist okkar, fæöi okkar, vinir okkar, okkar hvaö sem er. Hún telur aö viö séum aö sökkva i þvi, en ég vil aö þaö sökkvi henni. David: — Já, þetta liggur á samsiða linum. Þaö eru nokkrir úr flokknum tengdir RAR á ýmsum sviöum, en RAR eru ó- háö samtök oggeta — I rauninni er þaö þannig — verið skipuö fólki úr öllum pólitiskum flokk- FINGRARIM Þýtt úr N.M.E Umsjón: Jónatan Garðarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.