Þjóðviljinn - 08.04.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.04.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. apríl 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 , að búa hérna i Elverum uppá eigin spýtur eins og aö slita mér út fyrir aðra, sagði Tryggvi, þegar ég sótti hann heim fyrir skömmu. — Julusseter er reyndar ekki fyrsta jörðin sem við kaupum. Fyrir jól keyptum viö jörðina Lövhaugen, sem er þrjá kilómetra frá Julusseter. Sú jörð er illa hýst, þar vantar öll útihús. Eftir að við höfðum gengið frá kaupunum, uppgötv- uðum við að viö getum ekki sótt um byggingarleyfi fyrr en eftir eitt til tvö ár. — Og ef við komum ekki fénu i hús fyrir haustiö veröur að lóga að minnstakosti helmingnum. Hér á Grindalen get ég nefni- lega ekki haft nema helminginn, og hinn helmingurinn er þegar á húsi á Julusseter. Ef við fáum ekki að kaupa verður féö að sjálfsögðu að vikja, segir Tryggvi. — Þaö er heldur umhendis aö hirða féð á tveimur stöðum, til viðbótar allri annarri vinnu? — Það er óhætt að segja það. Ég fer þessa 30 km fram og aft- ur á hverjum degi, og á sumrin hef ég heyjað á þriðju jörðinni auk þess sem ég hef fengið að slá túnbletti hingaö og þangaö héri grenndinni. Það verður þvi mikill þeytingur i heyskapnum. Og útkoman er raunar sú, að allt sem égfæ inn fyrir féð fer i keyrsluna i kringum þaö. — Þeir botna heldur ekkert i mér hjá skattinum. Skilja ekki hversvegna ég er að standa i þessu fyrir ekki neitt. Auk þess •segja þeir að ég sé algjör und- antekning hér i Noregi, að eiga fé en enga jörö. — Hvað verður þetta stórt i sniðum hjá ykkur þarna á Julusseter, ef þið fáið jöröina? — Ég reikna með svona 70 kindum i haust. En ef þetta á að bera sig verðum við að hafa 170 fjár, segir Tryggvi, rétt nýkom- inn frá kvöldmjöltunum i kaffiö og vöfflurnar, sem við Ingeborg erum búin að gæöa okkur á um stund. — Munurinn að vera bóndi i Noregi og á tslandi? — Kýrnar eru stærri' ’og mjólka meira. Og við fáum meira hey af túnunum en á tslandi. Það er Ingeborg sem svarar. Og hún talar lýtalausa islensku, næstum lausa við norðlenska hljómfallið, sem hún leggur sig greinilega eftir að viðhalda þarna mitt á meðal heiðmerk- inganna með sina breiðu mál- lýsku. Ég fæ að vita að Islensk- una læröi hún á tslandi þegar þau bjuggu i Eyjafiröinum i fjögur ár áöur en þau fluttu til Elverum. Leiðir þeirra Tryggva lágu annars saman á Vefsn landbúnaðarskólanum i Helgu- landi. Hún vann i eldhúsinu; en hann var að ná sér i framhalds- menntun eftir venjulegt búfræðinám á Hvanneyri. — En hvernig virðist ykkur afkoma bænda hér miöaö viö heima? — Það eru miklu lægri skattar á tslandi — eða var að minnsta kosti þegar viö vorum þar, svarar Ingeborg að bragöi. — Ég hef á tilfinningunni að bændur séu almennt betur stæð- ir heima, bætir bóndi hennar við. Búskapurinn á tslandi er að minnstakosti vélvæddari en hér, og það er ekki eins algengt hér að bændur geti leyft sér aö eiga tvo bíla á bænum. Betri eða verri efnahagur — eða svipaður. Þau Ingeborg og Tryggvi eru ánægö hér og biöa með óþreyju þess tima aö kom- ast á eigin jörð. Það stendur bara á samþykki frá æöri stöð- um. — Það er helst á haustin að ég sakna gangna og rétta, verður Tryggvi þó aö viðurkenna. Hér er engin smalamennska í lik- ingu viö það sem ég er vanur heima. Meðal annars er ekki að tala um að nota hesta viö smalamennsku, né heldur hunda, vegna skógarins. Ingeborg er hinsvegar i sinu rétta umhverfi þar sem skóg- arnir eru. Og allan tlmann sem þau voru i Eyjafirðinum saknaði hún einmitt skóganna mest. Af þeim fær hún nóg þarna i Heiömörk, einu mesta timburframleiðsluhéraöi i Noregi. —Þ.G. L.M.A. sýnir í Kópa- vogi um helgina Grísir gjalda — gömul svín valda eftir Böðvar Guðmundsson Leikfélag Menntaskólans á Akureyri heldur þrjár sýningar á leikriti Böðvars GuðmundsSonar, ,,Grisir gjalda — gömul svin valda” I Félagsheimili Kópavogs nú um helgina. Fyrsta sýning er laugardag, en sýningar á verkinu verða einnig sunnudag og mánudag og hefjast kl. 30.30. Leikstjóri er Kristin Olafsdóttir, tónlistin er eftir Sverri Pál Erlendsson, leikmynd, búningar og leikmunir gertiir af þeim Þorbergi Hjalta Jónssyni og Helga Má Halldórssyni en örn Magnússon hefur annast út- setningar og hljómsveitarstjórn. Mikill fjöldi nemenda M.A. kemur fram I sýningunni og er full ástæöa til að hvetja almenn- ing til að flykkjast i Kópavoginn og horfa á þetta frumsamda verk að norðan. Grisir gjalda er fjórða verk Böðvars Guðmundsáonar. Hið fyrsta var Loki sem hann samdi fyrir L.R. og var sýnt í Iðnó. Næstu tvö verk, Krummagull og Skollaleikur voru flutt af Alþýðu- leikhúsinu ogsýndum allt land og einnig i sjónvarpi auk þess sem hið siðarnefnda fór sigurför um Norðurlönd. I leikskrá L.M.A. segir höfundur megin boðskap verksins vera þann að menn eigi að vera góðir við dýrin og stunda hófsamt liferni. —im Tölvubók frá Almenna bókafélaginu Út er komin hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins bókin Tölvur að starfi eftir breska vísindarithöfundinn John Clark, Páll Theódórsson, eðlisfræðingur þýddi og endursagði. Þessi bók fjallar umfram allt um notagildi tölvunnar á ýmsum sviöum, svo sem I viöskiptum, flugstjórn og flugþjónustu, i sjúkrahúsum, tölvuskráningu bifreiöa, svo að eitthvaö sé nefnt. En hún fjallar ekki nema lauslega um tæknilega gerð tölvunnar, að því er segir i bókarkynningu. Páll Theódórsson segir i for- mála fyrir bókinni: „Tölvur að starfi lýsir öflugu hjálpartæki nútimaþjóöfélags, tæki sem hefur tekið svo örum framförum að margir eru vafa- litiö varla enn farnir aö átta sig á möguleikum tölvunnar og eru enn haldnir nokkrum beyg gagnvart þessum þarfatólum, svo sem titt er um margvislegar nýjungar.” Bókin er 160 bls. að stærð meö fjölda skýringamynda Hún er 10. bókin i bókaflokknum Fjölfræði- bækur sem Bókaklúbbur AB gefúr út undir ritstjórn örnólfs Thorlaciusar. Atriöi úr sýningu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri. Nei, þú ert ekki á flæðiskeri staddur ef þú hefur ÍSLENSK FYRIRTÆKI á borðinu hjá þér. í tilefni af 10 ára afmæli ,,ÍS- LENSKRA FYRIRTÆKJA” hefur útgáfa bókarinnar enn verið bætt og efnisval fullkomnað. Þar koma meðal annars fram mun fleiri vöruflokkar en nokkru sinni fyrr og þar er sama viðskipta- og þjónustuskrá fyrir allt landið. ÍSLENSK FYRIRTÆKI Ármúla 18 Símar 82300 og 82302 í JSLENSKUM FYRIRTÆKJUM ' er lögð áhersla á aó hafa merki og firmaskriftir viðkomandi fyrirtækja, ennfremur eru í bókinni að finna öll starfandi fyrirtæki landsins með til- heyrandi breytingum frá ári til árs. „ÍSLENSK FYRIRTÆKI" innihalda vióskiptalegar upplýsingar á ensku með skrá yfir útflutningsvörur, út- flytjendur, innflutningsvörur, inn- flytjendur, framleiðendur og þjón- ustuaðila. Skoðiö rúmin í rúmgóðri verslun ) INGVAR OG GYLFI £ GRENSÁSVEGI3 108 REYKJAVÍK, SÍMI: 81144 OG 33530. Sérverslun með rúm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.