Þjóðviljinn - 19.04.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. aprfl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Sérkennarar eru nú uggandi um sinn hag
og um leið hag nemenda sinna
Sérkennsluþankar
Nú á siðustu árum höfum við
íslendingar virt meira rétt
þeirra einstaklinga sem við ein-
hvers konar fötlun eiga að striða
Fötlun er einhver skerðing ein -
staklings sem hindrar hann í að
lifa eðliiegu lifi. Þessi skerðing
getur verið heyrnarleysi,
blinda, greindarskortur hreyfi-
hömlun o.fl. Mikið átak hefur
verið gert i málefnum fatlaðra
nú á siðari árum. Reistar hafa
verið dýrar og ásjálegar
byggingar og mörg fjársöfnunin
hefur farið fram til styrktar
fötluðum. Er þetta mjög
virðingarvert framtak og án efa
til mikilla bóta. Við höfum einn-
ig lög þess efnis að allir sem
fatlaðir eru eigi að hafa sömu
eða meiri þjónustu i kennslu-
málum en heilbrigöir
nemendur. Þetta eru prýðislög
enda aö mestu leyti þýdd úr
lögum nágrannaþjóða okkar.
Nú, fyrst allt er svona til fyrir-
myndar hjá okkur hljótum við
að hafa hreina samvisku. Við
byggjum og byggjum fin hús-
næði og semjum góð lög. Er
hægt að ætlast til meira miðað
við fólksfjölda?
Ef við nú skoðum vandamálið
frá grunni, þá er það sjálf
fötlunin sem við er að etja. Hver
fötlun hefur sin einkenni og
vandamál. Hlutverk samfélags-
ins við þessa einstaklinga er að
sjá þeim fyrir menntun og gera
þá að nýtúm þjóðfélagsþegnum
með öllum tiltækum ráöum.
Spurningin hlýtur þvl að vera sú
hvort við gerum fatlaða ein-
staklinga virka með ásjálegum
skólabyggingum eingöngu? Eða
hvort viö gerum það með
lögum? Ég tel að ekki þurfi að
tiunda svörin við þessum spurn-
ingum þvi þau eru augljós.
Þetta er nú samt sá háttur sem
við notum við lausn vandamála.
Við reynum að kaupa af okkur
vandamálin I stað þess að glima
við þau.
Hvernig getum við þá
brugðist við þessum vanda-
málum? Sérhver fötlun þarf
sina sérstöku meðhöndlun.
Besta meðhöndlun veitir hver
sá sem skilning og þekkingu
hefur á vandamálinu hverju
sinni. Sé talað um kennslumál
hljóta kennarar sem tekið hafa
framhaldsnám til viðbótar sinu
kennaranámi aö veita hvað
bestu þjónustuna. Þessir kenn-
arar mennta sig á sérhæfðum
sviðum og geta þvi sinnt
afmörkuöum hóp fatlaðra
nemenda. Þetta er kjarni
málsins að við komum hvað
mest til móts við vandamál og
réttindi fatlaðra með að veita
þeim sérhæföa kennslu með sér-
hæfðum kennurum. Hvað gerir
það opinbera til að tryggja
nægilegan fjölda sérkennara
hverju sinni? Þessu er fljót-
svarað: ekki neitt.
Það fyrsta sem kennari
hugsar áður en hann leggur út I
sina framhaldsmenntun er:
hvernig get ég fjármagnað
mina menntun?Þaö nærtækasta
er að taka verðtryggð námslán,
sem erfitt er að fá úthlutað sýni
viðkomandi fram á einhverjar
tekjur á skattskýrslu siðasta
árs. Aö námi loknu þarf siðan aö
endurgreiöa þessi námslán.
Væri ekki raunhæft að sérkenn-
arinn hefði meiri kaupmátt en
sá sem enga sérmenntun hefur,
til að minnka kostnaðinn við
námið'? Þvi miður er ekki svo
þvl sérkennarar fá ekki nám sitt
sjálfir og lenda jafnvel i lægri
launaflokk en þeir sem enga
sérmenntun hafa en hafa áunnið
sér fjögurra ára starfsreynslu.
Fjögurra ára starfsreynsla
veitir nú launaflokkshækkun.
Jafnvel þó að sérkennari hafi
aflað sér stárfsreynslu á er-
lendri grund til að tileinka sér
kennsluaðferöir og annað sem
við getum ekki hér á landi, fær
hann ekki metna þessa kennslu-
reynsluhér heima sem starfsár.
Það er auðséð á þessu að kenn-
arar fara ekki út i sérnám upp á
þessi býti. Stáðan er þannig i
dag aö minnihluti kennara I sér-
kennarastöðum hefur sér-
menntun.
Hver er ástæðan fyrir þvi að
svona er komið? Arið 1974 fengu
sérkennarar metna sina mennt-
un til launa, en siðan þá hefur æ
meir verið saxað á þeirra hlut.
Ef við tökum til athugunar stöðu
sérkennarans meðal almennra
kennara, þá er hún ekki upp
á það besta. Margir hafa verið
á verði gagnvart sérkennurum
og þolað illa að þeir hafi
haft minni kennsluskyldu i
sérstofnunum og hærri laun
hér áður fyrr. Sérkennurum
vill oft vera ýtt til hliöar og
þeir álitnir vera hópur fólks
sem teldi sig æðri þeim af
þeirri ástæðu einni að þeir tóku
sitt sérnám til að mæta þörfum
fatlaöra einstaklinga. Mikið
hefur verið tuðað um kennslu-
skylduna og það óréttlæti að
sérkennarar hefðu afslátt á
sinni kennsluskyldu. Ef við
athugum þetta nánar og
spyrjum af hverju hafa sumir
sérkennarar kennsluafslátt?
Það er vegna þess að þeir
fá ekki námsgögn upp i hend-
urnar eins og kennarar i
almenna skólanum, heldur
verða þeir að búa til náms-
gögnin fyrst áður en þeir geta
skipulagt sina kennslu. Þetta
útheimtir meiri vinnu og til þess
að vinnutiminn lengist ekki
veröur að minnka kennslu-
skylduna. Þessi afsláttur er þvi
ætlaður til þess að fatlaðir ein-
staklingar fái þá þjónustu sem
þeir eiga kröfu á, en ekki hugsuð
sem friðindi fyrir sérkennara.
Oft gleymist i þessu sambandi
að vinnutimi kennara og sér-
kennara er sá sami.
Einnig hafa þær raddir heyrst
að almennir kennarar þurfi
einnig að glima við erfiða nem-
endur án þess aö fá neina
umbun fyrir. Það er eflaust rétt
og enginn ber á móti þvi, en hitt
gleymist einnig að vandamál
sem almennir kennarar kljást
við fyrirfinnast einnig I sér-
skólum. Þau koma i ofanálag á
fötlunina.
Með þessum skrifum minum
er ég ekki að álasa hinum
almenna kennara fyrir eitt eða
neitt, heldur er ég aö sýna fram
á viðhorf gagnvart sér-
kennurum sem byggð eru á
röngum forsendum. Þessi
viðhorf geta haft viðtæk áhrif og
jafnvel orðið til þess að sér-
kennarar fái ekki það sem þeim
ber. Mikiö af þessum mis-
skilningi er sprottið af skorti á
upplýsingum. Þessi skortur er
jafnvel orðinn það mikill að
aðilar sem sitja i stjórn okkar
stéttarfélags vita ekki hver kjör
sérkennara eru i dag. Það er þvi
ekki annað ráö vænna en að
leita til fjölmiðla þessa lands til
að bæta úr þessu og reyna að
koma réttum upplýsingum á
framfæri.
Sérkennarar eru nú uggandi
um sinn hag og um leið hag
nemenda sinna, sem ekki fá þá
þjónustu sem lögin segja að þeir
eigi heimtingu á. Óvist er um
framtið þessara mála, en
gaman væri að vita hvaða
aðgerðum menntamálaráöu-
neytiö hyggist beita til að bæta
úr ástandinu.
Rúnar Björgvinsson
Athugasemd frá Búvörudeild SÍS:
íslenskt dilkakjöt erlendis
I blaði yðar 11. þm., birtist
grein eftir Gisla Gunnarsson i
Lundi, Svlþjóð, með fyrirsögn-
inni: „Islenskt dilkakjöt á erlend-
um mörkuöum” m.a., varðandi
dreifingu á Islensku dilkakjöti I
Sviþjóð og Danmörku.
t greininni eru margar ásak-
anir I garð Sambandsins, sem
söluaðila og umboðs aðila þess
erlendis, sem ekki hafa við rök að
styðjast. Er nauðsynlegt að gera
þessum málum nokkur skil aftur I
timann, en greind lönd Danmörk
og Svlþjóð hafa lengi veriö þýö-
ingarmiklir markaðir fyrir is-
lenskt dilkakjöt.
Arið 1970 voru gerðir sérstakir
samningar við dönsk og sænsk
stjórnvöld um sölu á Islensku
dilkakjöti I sambandi við inn-
göngu tslands I EFTA. Sam-
þykktu dönsk og sænsk stjórnvöld
þá að veita okkur tollfrjálsan ár-
legan kvóta, samtals 500 lestir af
dilkakjöti til hvors lands. Þó var
það skilyröi gert af hálfu sænskra
yfirvalda, aö tollfrelsið gilti að-
eins á tlmabilinu 1. janú.e.7 ui Tíu.
júni ár hvert. Á öí/rum timum árs
yrði að gCGÍba fulian toll á dilka-
kjiitiS., en innflutningstollurinn
einn nemur nú Skr. 7/- á hvert kg.
Sambandið hefur I mörg ár selt
Sveriges Slakteriförbund einu
kjöt I Sviþjóö enda er þetta fyrir-
tæki sölusamtök sænskra bænda
og ræður yfir rúmlega 80% af
heildarslátrun gripa I Sviþjóö. I
Sviþjóö er kindakjötsneysla þvi
miður mjög litil, eöa um 0,5 kg-0,7
kg á mann á ári miöað við áratug-
inn 1970/80 og hefur Sveriges
Slakteriförbund rekið töluvert
mikinn áróður til að auka neysl-
una. Þannig hafa þeir efnt til
kynninga i smásöluverslunum á
hverju ári undanfarið án þess þó
að mikill árangur hafi náöst.
Kjötneysla flestra þjóöa er nú
eins og raunar um langt skeið,
bundin svina-, nautgripa- og
hænsnakjöti. Verðið, sem Sviar
hafa greitt okkur fyrir dilkakjötið
er nú Skr. 8/50 hvert kg CIF en
það samsvarar Ikr. 635/- hvert kg
og er það um Skr. 2/- hærra en
Sviar greiða fyrir Nýja-Sjálenskt
lambakjöt. Rétt er einnig að taka
það fram, að Sviar greiða niður
sina eigin kjötframleiöslu, þar
meö kindakjötsframleiðslu og
myndi litiö verð skilast heim til
Islands, ef ekki fengist eftirgjöf
innflutningsgjalds eins og áöur
greinir.
Siðan 1970 hefur fengist aukn-
ing upp I 650 lestir á dilkakjöti ár-
lega i Svlþjóð og má segja að
kaupendum kjötsins þar i landi
hafi fundist sem sænsk stjórnvöld
hafi gengiö of mikið til móts við
Islendinga með þvl eð veita þeim
greint magn árlega. Munu Nýja-
Sjálendingar hafa kært þetta mál
til GATT (Tollabandalag) I Paris
og talið að hér væri um samnings-
brot að ræða af hálfu sænskra
yfirvalda.
Það hefur komiö til álita að
versla einnig I Sviþjóð við einka-
innflytjendur til þess að tryggja
vlðari dreifingu á kjötinu en Sver-
iges Slakteriförbund hefur tjáð
okkur, að þeir hafi ekki áhuga á
að kaupa aöeins hluta af ofan-
greindum kvóta. Með hliðsjón af
hinni sterku markaðsaöstööu sem
samtökin hafa, og með tilliti tii
hins nána samstarfs, sem er milli
islenskra og sænskra bænda, hef-
ur verið talið óskynsamlegt að
skipta um kaupendur. Tal um að
Sveriges Slakteriförbund geri sér
leik að þvi að hlunnfara íslenska
bændur og láta þeirra framleiðslu
mæta afgangi er út I hött og ekki
svaravert.
Hvaö snertir dreifingu Islenska
dilkakjötsins I Danmörku, er þess
að geta að það hefur verið selt 5-6
innflutningsaðilum á undanförn-
um tveim/þrem árum og hefur
fyrirtækið K.C. Knudsen þannig
ekki einkaumboö fyrir islenskt
dilkakjöt i Danmörku.
Það má segja, að s£r i lagi þar I
landi hafi islenska dilkakjötið
verið mikið auglýst á undanförn-
um árum og er I þvi sambandi
hægtað vlsa á fjölmargar greinar
i dönskum blöðum og timaritum,
þar sem danskir matreiöslusér-
fræöingar gefa dönskum neytend-
um góö ráö I sambandi viö kjöt-
kaup. T.d., má visa til bókar eftir
stærsta matvælasérfræöing Dana
Grete Grumme sem kom út hjá
Gyldendal 1975, þar sem hún tel-
ur islenska lanbakjötiö hreinasta
kjötiö I heimi og birtar eru fjöl-
margar myndir af þvi með upp-
skriftum I bókinni.
Við höfum jafnan I öllum mál-
flutningi okkar viðkjötsöluna lagt
alveg sérstaka áherslu á hrein-
leika kjötsins og ótviræð gæöi
þess og þau sérstöku skilyrði sem
Island hefur upp á aö bjóöa við
framleiöslu og meðferö þess.
Hvað snertir verö I Danmörku,
þá er útkoman nú verri en I Svi-
þjóð enda hefur þurft siðan 1973
að greiöa efnahagsbandalagstoll,
þann sama sem I gildi er I öllum
efnahagsbandalagslöndunum.
Nemur hann nú 20% af CIF verð-
inu, sem er dkr. 10/- hvert kg.
Jafngildir þaö lkr. 621/- CIF.
Asakanir greinarhöfundar um
aö fyrirtækiö K.C. Knudsen veiti
slæma þjónustu og neiti m.a., að
stykkja niður kjötið eru i ósam-
ræmi viö þaö sem Islendingar bú-
settir I Danmörku tjá okkur.
Segjast þeir alltaf fá afgreitt Is-
lenskt dilkakjöt i þvi formi og
magni sem óskað er eftir hverju
sinni.
Þess má að lokum geta aö is-
lenskt dilkakjöt hefur verið selt til
eftirtalinna landa undanfarin 10
ár: Bandarikjanna, Kanada,
Bretlands, Noregs, Sviþjóðar,
Danmerkur, Færeyja, Finnlands,
V-Þýskalands, Italiu, Tékkó-
slóvakiu, Austurríkis, Sviss, A--
Þýskalands, Frakklands og Lux-
emborgar. Þetta eru alls 16 lönd.
Kaupendur hafa kynnst þvl sem
úrvals vöru en þegar kemur aö
veröinu hafa margir þeirra verið
ófúsir á að greiða þaö mun hærra
verði en þaö sem gilt hefur I við-
komandi landi eða á heimsmark-
aöi.
Við getum alveg tekiö undir
með greinarhöfundi að Islenska
dilkakjötið er sérstakur gæða-
matur og að ekkert lambakjöt
jafnast á viö það að gæöum og
hreinleika. Neytendum I öllum
markaöslöndum okkar stendur
hinsvegar til boða óhemju magn
af hvers kyns kjöttegundum á
verði, sem við getum ekki keppt
við. Þá hafa öflugir hringir sem
ráða ekki aðeins yfir framleiösl-
unni I stærstu sauðfjárræktar-
löndum heims heldur einnig
dreifingunni á alla helstu mark-
aöi, yfir óhemju fjármagni að
ráða til aö auglýsa nýja-sjá-
lenskt, ástralskt, argentinskt, og
suður-afriskt lambakjöt svo að
allir sanngjarnir menn hljóta aö
sjá að ljón eru á vegi okkar I þess-
um efnum. Fullvissan um að við
erum með bestu vöruna á mark-
aönum hefur þó létt okkur róður-
inn að mun.
, Er
sjonvarpió
bilað?
Skjarinn
SjónvarpsvÉrlisk5i
BergstaáasWi 38
simi
2-19-40