Þjóðviljinn - 21.04.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.04.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. aprll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Verkamenn þurfa að beita samtakamætti sínum til að tryggja öryggi sitt á vinnustað og skera þarf upp herör í fjölmiðlum gegn því að mannslífum sé fórnað á altari vinnuhraðans og ábatavonarinnar ólafur Jens Pétursson, tækni- skólakennari Hver verður næstur? Enn eitt vinnuslysið og þriðja dauðaslysiö á 17 mánuðum. Þetta slys varð I Tungufossi þriðjudaginn 17. þ.m. Verið var að taka hlera af lestaropi, þegar bóman féll niöur og lenti i höfði eins verkamannsins, sem lést þegar i stað. Af frásögnum blaðanna af atburðinum er aug- ljóst aö notuð var biluð „bómu- vinda” við verkið. Vitað var um biluninaáöur en vinnan hófstán þessaö verkamönnum væri gert viðvart. Slysið átti sér stað laust eftir hádegi en tæknideild Eim- skips hafði borist beiðni um við- gerð fyrir hádegi. Haft var eftir trúnaðarmanni DagsbrUnar að menn virtust setja vinnuhraö- ann framar öryggi verkafólks. Vinnuslysingerastmörg, ekki sist við höfnina. Það slys sem hér um ræðir er af því tagi að sérstök ástæða er til að staldra við og athuga, hvort öryggis- málum hafnarverkamanna sé verulega áfátt. Ýmsir aðilar hafa með hönd- um eftirlit með öryggi á vinnu- stöðum, einkum þó öryggiseft- irlit rikisins, en i þessu tilviki kemur Skipaeftirlit Siglinga- málastofnunar og til skjalanna. Mér vitanlega eiga þessir aðilar að hafa eftirlit með þvi að lög- um og reglugerðum um örygg- ismál á vinnustöðum sé fram- fylgt. Um öryggisráðstafanir viö fermingu og affermingu skipa erl gildi reglugerð nr. 69/- 1953. Þar er þessum aðilum veitt talsverð völd. T.a.m. er þeim ætlað að framkvæma aðalskoðun og prófun áður en nytt lyftitæki eða áhald er tekiö i notkun (sbr. 18. gr.). Fróölegt væri aö vita hvortslik aðalskoö- un og prófun hefur fariö fram á vindubúnaöi i Tungufossi og hvort nokkrir fyrirvarar hafa veriö gerðir um hönnun og smiði þessa búnaðar. Hefúr regluleg skoðun farið fram á þessum tækjum? Oft erþessum eftirlits- aðilum legiö á hálsi, með réttu eða röngu, fyrir að beita ekki þvi valdi, sem þeim er gefið i lögum ogreglugerðum. Vonandi á slikt ekki við hér? Af blaðafregnum verður ekki annaö ráðið en að áðurnefnd reglugerö hafi verið sniögengin i veigamiklum atriðum niðri i Tungufossi á þriöjudaginn var. Ekki þarf aö fara lengra en i 1. grein til þess að sannfærast um þaö. Þar segir svo: „Vinnuveitenda ber aö sjá um, aö vinnu sé stjórnað á heppilegan hátt og aö vak- andi auga sé haft með öryggi verkamanna á vinnustað? Ekki fer á milli mála að vinnuveitandi ber hér alla ábygö. Svo að vitnaö sé aftur i trúnaðarmann Dagsbrúnar, þá er þaö þungur áfellisdómur að ætla vinnuveitanda að setja vinnuhraðann framar öryggi verkafólks. I framhaldi af þvi læðist nefnilega að manni sá grunur að slikur vinnuveitandi skammti skipum sinum svo nauman tima i hverja áætlunar- ferð, að nauðsynlegar viögeröir veröi að sitja á hakanum. Og þá er þess skammt að biða að „tæknideild” verði aöeins skrautfjöður i hatti fyrirtækis- ins og maður fari að sækja sam- likingu um skipaeftirlit til Lib- eriu. Það ætti aö vera hverjum vinnuveitanda kappsmál aö hafa gott samstarf við eftirlits- aðila. Sé sá áhugi takmarkaður og raunar hvort heldur sem er, þá ætti það aö vera boröleggj- andi, að verkamann séu vel á veröi og spariekki umkvartanir við eftirlitsaðila, ef þeim sýnist eitthvað á bjáta um öryggi á vinnustað. Sjálfsagt eiga slikar umkvartanir sérstað ogfærast i aukana, en betur má ef duga skal, ef marka má viðtal Þjóð- viljans i dag við Halldór Björns- son starfsmann Dagsbrúnar. Þegar Halldór var spurður hvort öryggismálum væri áfátt hjá Eimskip vildi hann ekki segjaneitt um það að svo stöddu (leturbr. min). Orörétt er haft eftir honum: „Ég er ansi hræddur um að þessi mikli hraði sem er hjá Eimskip eigi einhvern þátt i þessum mörgu slysum þar. Þarna er einhver brotalöm sem þarf að athuga betur*) (leturbr. min). Flest af þvi sem Halldór segir hér kallast á venjulegu mæltu máli að fara undan i flæmingi. Hvers eðlis er þessi mikli hraöi hjá Eimskip og hefur eitthvaö verið gert til að draga úr hon- um? Hvenær telur hann tlma- bært að segja hvort öryggismál- um er áfátt hjá Eimskip? Hve- nær telur hann timabært aö at- huga brotalömina betur? Ef starfsmaðurinn talar slika tæpi- tungu fyrir hönd Dagsbrúnar- stjórnarinnar i heild, þá er ekki von á góðu. Éghefia.m.k. aldarfjóröung heyrt og séð fréttir um slys við hafnarvinnu. I þeim efnum sem öðrum ætti reynslan að vera ólygnust. Samt virðist talsmað- ur Dagsbrúnar ekkert hafa lært. Og hörmulegast er til þess aö vita, aö forysta Dagsbrúnar eins og hún leggur sig virðist ekkert hafa lært á þessum ald- arfjóröungi. Miðað við þaö slys sem hér hefur verið gert að um- talsefni virðast a.m.k. litlar ef nokkrar framfarir hafa oröið á öryggismálum hafnarverka- manna slðasta aldarfjóröung- inn. Og skipið Tungufoss, það siglir enda sinn sjó, eins og ekk- ert hafi i skorist. Ég efast ekki um að gert hafi veriö viö hina biluöu vindu, — og vinna stöðv- uö við skipiö, meðan aðrar vind- ur voru skoðaðar. Eða er kannski ástæöa til aö efast um slikt? Hefur stjórn Dagsbrúnar farið fram á allsherjarskoðun hjá Eimskip á vindum, krönum og öðrum þeim búnaði, sem lifs- hætta getur stafað af? Auk sjálfsagðrar árvekni viröist aðeins tvennt geta haml- að gegn þeim ófögnuði sem vinnuslysin eru: Annars vegar verða verkamenn sjálfir að beita samtakamætti sinum til þess að tryggja öryggi sitt á vinnustaöogþá vitaskuld i sam- vinnu viðþá aðila sem hafa með höndum öryggiseftirlit á vinnu- stöðum. 1 annan stað þarf að skera upp herör i fjölmiðlum gegn þvi að fórnað sé mannslifi á altari vinnuhraðans — og ábatavonarinnar. Viiji fjölmiöl- ar sem slikir gera gagn i þessu tilliti, þá er ekki nóg að birta hverja harmafregnina annarri voveiflegri, heldur verður að gera mönnum grein fyrir niður- stöðum slysarannsókna. Eitt slikt verkefni gæti verið að upp- lýsa um niðurstöður rannsókna á þeim tveimur dauöaslysum sem áöur höfðu átt sér stað á siöustu 17 mánuðum. Vist er um það, að haldi menn áfram að láta sem ekkert sé, þegar slikir atburðir gerast, þá liggur ekki annaö fyrir en spurningin: Hver verður næstur? Kópavogi, á sumardaginn fyrsta 1979. ólafur Jens Pétursson. fv m-: W Ríkarður Pálsson W skrifar um iónlisi Tónleikar í Félagsst. Stúdenta 7.4.79 Verk eftir Gaubert, Martin, Busoni og Enesco. Manúela Wies- ler, flauta Julian Dawson- Lyell, píanó. Skozki pianistinn Julian Daw- son-Lyell er tiltölulega nýr gestur á okkar ströndum. Þau Manúela munu hafa kynnzt I íónlistar- keppni á ítaliu ’77 og komu fyrst fram saman hér á landi i Iðnó á siðustu listahátið. Dawson-Lyell er fjölhæfur hljómborðsmaður, sem leikið hefur um ævina allt frá jass og forn klassfsk verk til nýj- ustu tónsmiða. Hann hefur numið fag sitt m.a. hjá Lous Kentner I Royal College i Lundúnum, sam- leikara Menuhins, og starfar meöal annars meö kammersveit- inni Capricorn þar i borg. Þótt hann stundi nú i vaxandi mæli einleik, fór ekki hjá þvi um dag- inn að hann er enginn aukvisi i listinni aö leika undir, eða rétt- ara: „með.” Hvað sá karl gat dregiö fram af mýkt og „kanta- biliteti” úr slaghörpunni án þess aö yrði á kostnaö fjaðurmagnaðs mótspils við dramatískan flautu- leik Manúelu gegndi furöu. Manúela Wiesler, trúlega fremsti starfandi sólisti á landinu um þessar mundir, hefur hlotiö þar samstarfsmann við sitt hæfi- Tónleikarnir voru nokkuð stutt- ir og auk þess ótrúlega illa sóttir, jafnvel þótt versta holskefla vertiöarinnar sé nú að dynja yfir ogaf miklu aö taka. Eftir þvl sem annars hefur gerzt á fjölskrúð- ugum tónlistarvetri mætti segja, að sjaldan hafa jafnmargir Reyk- vikingar misst af jafnmiklu á jafnskömmum tima. Flutt voru i meginatriðum „létt” og litrik tónverk, öll samin á fyrsta áratug eftir heimstyrj- öldina fyrri. Neóklassikin var að sjálfsögðu tii staöar, skýrast I Af- þreyju (divertimentó) Busonis i B-dúr, Op. 52, svo og eftirstöövar impressjónismans (Næturljóö Philippe Gauberts), „alþýðutón- list” madjarskra bóenda i sveita- svitu Bartóks matreiddri fyrir flautu og pianó af frakkanum Paul Arma, auk austurevrópskra glettna eftir Martinu og rúmen- ann Enesco. Manúela Wiesler er flautuleik- ari sem hefur mikiö til brunns að bera og megnar að meitla það með mjóslegnu hljóöfæri sínu, bæði á bliöu og striðu tónmáli. Ljúfkimin sviðsframkoma henn- ar er stúdia út af fyrir sig og á sjálfsagt lika sinn þátt I þvi, hvernig hún töfrar áheyrendur upp úr skónum eins og að drekka vatn. A vandskýranlegan hátt tekst henni að gæða yfirtóna- .snauðan flautuhljóminn fyll- ingu og þenja styrkleikasvið am- boðsins út fyrir þaö sem mögulegt skyldi ætla. Fyrir non-blásara eins og undirritaðan er erfitt að koma eyra á örðu I gljáandi tækni henn- ar sem tekur aö nefna, enda list- rænn sannfæringarkraftur I þver- pokum. Helzt væri það (svo maö- ur klykki ekki út meö öllu möglunarlaust), að einstaka sinnum skýtur upp snert af djúp- um „úlf”- tónum i sterkum leik á miðtónsviöinu, sem rétt má greina. Kannski þyrfti Manúela að temja sér ögn vélrænni og kuldalegri stil. En hver hefur yndi af sllku? —RÖP.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.