Þjóðviljinn - 21.04.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.04.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. aprll 1979. r Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hildur Jónsdóttir Hjördís Hjartardóttir Kristín Astgeirsdóttir Sólrún GísladóttiK Refsibónus slður sé. En svo veröfellingarreglurn- ar séu útskýrðar litillega þá fel- ast þær i því aö sölusamböndin skipta fiskinum niöur i flokka, og veröur engin veröfelling á fiski sem kemst I A-flokk. Hjá verkkennsla? 10. gr. Endurvinnsla Heimilt er að láta fólk, sem vinnur ákvæðisvinnu, endurvinna framleiðsluna, ef hún samræmist ekki verklýsingum og gæðakröfum sölusamtakanna, enda sé starfsfólki kunnugt um, hverjar þær eru. 3.4.2. Að loknum vinnsludegi skal reikna út meðal- tal skoðana dagsins fyrir hvert vinnuborð (heildar- f jöldi galla/f jöldi 5 Ib. sýna). Sé meðaltal galla fyr- ir hverja pakkningu sá sami eða minni en SH-f lokk- ur A telst vinnslan i lagi. Sé meðaltalið meira, skal tilkynna fólkinu á viðkomandi borði um það strax að morgni næsta vinnudags. Gefst því þá kostur á að bæta vinnu sína þannig að meðaltal galla þess- ara tveggja daga og næsta vinnudags þar á undari verði minni eða sama og SH-f lokkur A.Verði meðal- tal galla þessara þriggja daga (minnst 9 skoðanir hjá heilsdagsfólki) meira, skal viðkomandi fólk sett í verkkennslu. Skal þá fólkinu veitt verk- kennsla á tímakaupi að minnsta kosti í einn dag eða þar til það hefur náð slíku valdi á vinnslunni að það geti unnið í samræmi við gæðakröfur. Beri verkkennsla ekki árangur er ástæða til að efast um hæfni viðkomandi starfsfólks. Skal verkstjóri þá gera nauðsynlegar ráðstafanir í samráði við trún- aðarmann. Þær hafa vafalaust náö eyr- um flestra, hinar miklu óánægjuraddir sem heyrst hafa i vetur úr ýmsum frystihúsum landsins meö framkvæmd bón- uskerfisins. Þessi tvö ákvæöi sem viö birtum hér á siöunni koma þar nokkuö viö sögu, en hiö fyrra sem fjallar um endur- vinnslu, er I rammasamningi Verkamannasambandsins, Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, um ákvæöis- vinnu i frystihúsum. Þaö kveöur einungis á um aö endurvinna skuli fiskinn ef hann stenst ekki þær gæöakröfur sem til hans eru geröar. Sföara ákvæöiö mun vera i samningi milli Sölumiöstöövar hraöfrysti- húsanna og frystihúsa inn- an hennar vébanda, en hefur aldrei veriö samþykkt af verka- lýösfélögum. Þetta ákvæöi kveöur á um niöurfellingu á bónus, ef gallar i fiskinum fara umfram ákveöiö hámark, og þaö er samkvæmt þvi sem refsi- bónusinn er framkvæmdur. Þaö er þessi einhliöa ákvöröun sölu- samtakanna um aö fella niöur bónus sem styrinn hefur staöiö um i vetur, en ekki hitt, hvort endurvinna eigi gallaöan fisk eöa ekki. Þaö er þetta ákvæöi sem verkafólk kallar refsibón- us, en frystihúsaeigendur verk- kennslu, og segir þaö ekki svo litiö um álit þeirra á fyrirbær- inu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá S.Í.S. og Sölumiö- stöö hraöfrystihúsanna er hiö s.k. endurvinnslukerfi ekki ný- tilkomiö, en hins vegar er stutt siöan tekiö var upp á þvf aö fella niöur bónus vegna galla i fiski. Þessi tvö sölusambönd setja ákveönar veröfellingarreglur gagnvart frystihúsunum til aö trýggja vörugæöi þeirra fisk- flaka sem seld eru á Banda- rikjamarkaö. Veröfellingar- reglur þeirra eru hins vegar ekki fullkomlega þær sömu þar sem reglur S.I.S. eru mun rýmri. Talsmenn S.l.S. telja samt, aö þrátt fyrir þaö, aö þeir beiti mildari sektum, þá séu þeir ekki meö lakari vöru, nema Sölumiöstööinni má einungis einn galli vera f 5 punda pakkn- ingu til aö hún haldist i A-flokki, en hjá S.l. S. mega gallarnir vera tveir. Þetta er þó nokkur munur þegar tekiö er tillit til þess, aö einn ormur eöa eitt bein þýöir einn galli hjá S.I.S., en þessu er skipt hjá Sölumiöstöö- inni þannig, aö ef ormurinn er 1 cm. eöa þar yfir telst hann tveir gallar og ef bein er 3 cm. eöa þar yfir telst þaö einnig tveir gallar. Þessi mismunur sem er á veröfellingareglum Söiumiö- stöövarinnar og S.I.S. veldur þvi aö þaö er misjafnt eftir frystihúsum hvenær taka þarf upp framleiösiuna og endur- vinna hana og hvenær bónus fellur niöur. Framkvæmdin á refsibónus er hins vegar sú sama hjá öllum frystihúsum ef horft er framhjá þeim stuöli sem ákvaröar hvenær gallar eru yfir hámarki og hvenær ekki. Munurinn felst i þvi aö þaö verkafólk sem vinnur i frysti- húsum innan vébanda Sölumiö- stöövarinnar missir fyrr niöur bónus en þeir sem vinna hjá frystihúsum S.I.S. Þaö hlýtur þvi aö teljast i fyllsta máta eöli- legt aö verkafólk sé óánægt meö þessa mismunun eftir húsum og láti i sér heyra vegna hennar. Óánægjan snýst þó ekki ein- göngu um mismunandi reglur húsanna. Margir lita svo á aö ákvæöiö um aö setja fólk I verk- kennslu i einn dag og fella niöur hjá þvi bónus þann daginn sé einungis til þess gert aö minnka tilkostnaöinn viö framleiösluna og láta verkafólkiö bera tjóniö ar gallaöri framleiöslu sem jafnvel staf<;r af Iélegu hráefni. Þaö er sem sagt goggunarrööin sem gildir: Sölusamböndin refsa frystihúsunum fyrir gall- aöa vöru og frystihúsin refsa verkafólkinu, þannig aö þegar upp er staöiö er þaö verkafólkiö sem ber ábyrgöina. Þaö sem rennir stoöum undir þessa skoö- un er sú staöreynd, aö þaö mun teljast til undantekninga aö verkafólki sé veitt einhver kennsla þann dag sem þaö hefur engan bónus. Úr frystihúsi þar sem unniö er samkvæmt óskiptu kerfi þ.e. þaö er skoriö úr, vigtaö og pakkaö á sama boröinu þannig aö 3-4 konur vinna saman i bónus. Bónuskerfið: Spilverk sem enginn kann á segir Herdís Ólafsdóttir Jafnréttissiöan haföi sam- band viö Herdisi ólafsdóttur, formann kvennadeildar Verka- lýösfélagsins á Akranesi, og spuröi hana nánar út I refsibón- usmálin. Refeibónusinn var fyrst tek- inn upp i einu frystihúsi hér á staönum I haust. Stuttu siöar var húsunum lokaö, en þegar þau hófu vinnslu aftur um ára- mótin var hann tekinn upp aö nýju í tveimur húsum. Hann mætti strax öflugri andstööu sem endaöi meö þvi, aö frysti- húsaeigendur drógu i land, og nú teljum viö aö okkur hafi tek- ist aö berja hann niöur, a.m.k. í bili. Er refsibónusinn notaöur í ein- hverjum frystihúsum á land- inu? Ég veit ekki hvernig þaö er i litlum frystihúsum, en ég held aö Isbjörninn sé eina stóra frystihúsiö á landinu þar sem hann er notaður. Hann er jafn- framt eini vinnustaöurinn þar sem refcibónusinn hefur veriö samþykktur á vinnustaöar- fundi. Ég veit ekki til aö nokkurt verkalýösfélag hafi samþykkt refsibónusinn, heldur hefur hon- um veriökomiö á i samræmiviö einhliöa ákvöröun atvinnurek- enda. 1 rammasamningi Verka- mannasambandsins og Vinnu- veitendasambandsins um ákvæöisvinnu i frystihúsum er eingöngu kveöiö á um endur- vinnslu en ekkert minnst á niöurfellingu á bónus. Þaö er þvi stór spurning hvort refsibón usinn er ekki brot á kjarasamn- ingi. Viöhöfum aldreisettokkur upp á móti þvi aö endurvinna gallaöan fisk, einsogkveöiöer á Um I rammasamningnum, en hins vegar viljum viö ekki sætta okkur viö aö fariö sé út fyrir geröa samninga og atvinnurek- endur ákveöi hvenær bónus falli niöur. Hvaö finnst þér um bónus- kerfið sem slikt? Ég held aö meöan timakaupiö er eins lágt og raun ber vitni þá vilji flestar konurnar hafa bónusinn. Þetta er eina leiöin til aö ná tekjunum eitthvaö upp. En þó konurnar vilji vinna i bónus, þá vilja þær ekki láta bjóða sér hvaö sem er. Þaö eru margir gallar á bónuskerfinu og mjög fáir sem skilja þaö til hlit- ar. Bónusdæmið er t.d. I 12 liö- um, og útreikninginn skilur eng- inn. Viö höfum haldiö nokkur námskeiö hér á Akranesi um bónuskerfi og útreikninga og ég held að þaö séu nú 3—4 sem kunnaaö reikna þaö. Ætli þaö sé ekki ein mesta kunnátta á land- inu. Þetta bónuskerfi er eitt- hvert spilverk sem enginn kann á. ÍHVAÐ ER REFSIBÓNUS?] Herdis ólafsdóttir haföi undir höndum skriflega lýs- ingu frá verkakonu á Akra- nesi á þvi hvernig refsibón- usinn er framkvæmdur og var hún fús til aö leyfa okkur aö birta hana. Lýsingin fer hér á eftir: „Refeibónus, og hvaö er þaöeiginlega? Jú, þaö er þaö aö þessi vandalausa vinna, sem taliö er aö allir geti unn- iö, hún er þá svona vanda- söm aö viöurlög hafa veriö sett upp, aö fellt skuli niöur bónuskaupiö i refsingarskyni ef ekki er skilaö því sem Sölumiöstöö hraöfrystihús- anna og Sambandiö kalla gallalausa vöru. Þetta er sá refsibónus sem hangir yfir höfði þeirrar konu sem ekki hefur tekist aö vinna sam- kvæmt ákvöröun sölusam- takanna. Og hvaö kallast gallar og hvaö mega þeir vera marg- ir? Ormur sem er minni en 1 sm. kallast einn galli, en ef hann er stærri en 1 sm. telst hann tveirgallar. Samagild- ir um bein. Tekin eru 5 pund og skoöuö ogef meira en einn galli finnst, eru endurunnin 2Cpund og þaö er talið alveg sjálfsagt. Siöan eru aö kvöldi taldir gallar yfir daginn hjá hverri konu. Ef gallar fara yfir leyfileg mörk á þremur dögum, þá er á fjóröa degi tekinn af bónusinn þrátt fyrir þaö aö endurunnin hafi veriö 20 pund fyrir hver gölluö 5 pund alla þrjá dagana. A hverjum degi vofir þvi yfir hverri konu sú hneisa og refsing, sem alla getur hent, aö gallar finnist i oft vondu hráefni.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.