Þjóðviljinn - 21.04.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.04.1979, Blaðsíða 16
ÞJOÐVIUINN Laugardagur 21. april 1979. Aðalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaösins i þessum símum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Sjóréttur vegna dauöaslyssins í Tungufossi: Öryggisatriöum áfátt í vindubúnaði Frá sjóréttinum i gær. Dómararnir þrir eru Guðmundur Hjaltason skipstjóri, Hrafn Bragason borgardómari og Pétur Guömundsson skip- stjóri. 1 bakiö sér á lögmönnum Sjóvártryggingafélagsins, Benedikt Blöndal, og Eimskipafélagsins, Jóni Magnússyni. Einnig voru i rétt- inum fulltrúar Siglingamálastofnunar, Sjóslysanefndar og Dags- brúnar. (Ljósm.: Leifur). þennan túr til að hægt verði að yfirheyra hann frekar. Eins og fyrr sagði bar Jón Erlendsson, verkstjóri hjá Hamri, sem annaðist viðgerð á vindubúnaði eftir slysið,það fyrir réttinum að þremur atriðum hefði verið áfátt i öryggisútbún- aði. 1 fyrsta lagi var brotin festing á svonefndu andvægi, i öðru lagi var öryggisklossi ofan á vindunni brotinn og var brotsárið gamalt og i þriðja lagi var kúplingsstöng bogin svo aö öryggispinni féll ekki i rétt gat. Kom reyndar I ljós að allar kúplingsstangirnar voru TRUNAÐARMAÐUR DAGSBRUIMAR: Öryggiseftirlitiö og Eimskip j hafa vanrækt ötyggis- ' málin við höfnina öryggiseftirlitið hefur van- rækt að senda menn frá sér til að ráðgast við trúnaðarmenn Dagsbrúnar hjá Eimskip um öryggismál við höfnina. Eftir- litinu ber þó tvimælalaust skyida tíi að gera það sam- kvæmt reglugerð um öryggi á vinnustað. Eimskipafélagib hefur einnig vanrækt aö sinna sem skyldi til- lögum um úrbætur i öryggis- málum hafnarinnar sem nefnd verkamanna gerði fyrir tveim- ur mánuðum. Þetta kom fram i viðtali við Benedikt Kristjánsson trúnaöarmann Dagsbrúnar hjá Eimskip, þegar hlé varð á sjóprófum vegna hins hörmu- lega slyss i Tungufossi, þarsem verkamaður lést vegna bilunar i tæki sem búiö var aö tilkynna tæknideild Eimskipafélagsins aö væri ekki i fullkomnu lagi. Trúnaðarmaöurinn sagði, að sérstakur fulltrúi öryggiseftir- litsins, Karl Karlsson, ætti aö fara á vinnustaði og kanna hjá trúnaðarmönnum hvort ein- hverju>væriábótavant i öryggis- búnaði. Hann kvaðsthins vegar ekki vita til þess að Karl heföi nokkurn tima gert sér erindi niöur á höfn I þvi skyni og amk. hefði hann aldrei leitað til sin. Benedikt sagði að það væru fleiri alvarleg atriði sem hefðu misfarist hjá öryggiseftirlitinu. Hann tóksem dæmi aö þaö heföi sett reglur um búnaö öryggis- grinda á lyfturum sem verka- mönnum væri veruleg vörn i. En þó grindurnar væru rifnar af i heilu lagi hleypti eftirlitið lyft- urunum samt gegnum skoðun og bryti með þvl sinar eigin reglur. Hann átaldi jafnframt hversu slælega Eimskipafélagið hefúr sinnt tillögum verkamanna um bætt öryggi. Dagsbrún hefði skipað sérstaka nefnd sem hefði gert úttekt á öryggismálum hjá Eimskip og sett fram tillögur tii úrbóta. 1 þeim heföi meðal annars verið fólgið aö bannað yrði að vinna á millihæðum i lest, án þess að varnarkeöja væri strengd fyrir lestaropiö og mönnum yrði ekki heldur leyft að starfa áopnum lestarlúgum. En eitt dauðaslysanna hjá Eimskip i vetur varð einmitt við slikar aöstæöur. Þessar tillögur voru kynntar fulltrúum Eimskips, sem hafa sinnt þeim lltt eöa ekki. Benedikt kvaðst þeirrar skoðunar aö hinn mikli vinnu- hraöi hjá Eimskip ætti mikinn þátt I hinum tiðu vinnuslysum hjá félaginu. Ýmsir sjómenn á millilandaskipum hefðu sagt sér að hvergi I evrópskum höfnum Benedikt Kristjánsson trúnaðarmaður Dagsbrúnar kveður öryggiseftirlitið hafa vanrækt skyldur sinar við hafnarverkamenn. Hann segir lika að Eimskip hafi ekki orðið við tiilögum þeirra um úrbætur. — (Mynd: Leifur). væri vinnuhraðinn keyrður jafn mikið upp og hjá óskabarni þjóðarinnar. „Vonandi kenna hin tiðu dauösföll hjá Eimskip forráða- mönnum fólksins að setja öryggi verkamannanna ofar peningahyggjunni” sagöi Bene- dikt aö lokum og var þungur á brún. ÖS Páll H. Jónsson og Þórarinn Eldjárn fengu barnabókaverðlaun Fræöslu- ráðs Reykjavikur að þessu sinni Ólöf Eldjárn tók vift verðlaunum bróftur sins, Slgurjón Pétursson for- seti borgarstjórnar, Páll H. Jónsson og kona hans Rannveig Kristjáns- dóttir. ( Ljósm. Leifur). bognar á svipaöan hátt án þess að skipverjar hefðu fundið nokkuð athugavert við það. Skipstjóri skipsins sagðist aldrei hafa fengið neina vitneskju um að fyrrgreindum atriðum væri áfátt, enda ætti 1. vélstjóri Framhald á blaðsíðu 14. Oryggis- búnaður ekki nógu vel Yfirmenn skipsins neita að hafa vitað um þau Sjóréttur vegna dauða- slyssins um borð í ms. Tungufossi hófst kl. 2 í gær og var honum ekki lokið á 8. tímanum i gær. Átti þá eftir að yfirheyra nokkur vitni. I réttarhöldunum kom fram að þremur öryggisatriðum var áfátt í vindubúnaði skipsins og hafði sumum verið það í alllangan tíma. Þrátt fyrir þetta neituðu bæði skip- stjóri og stýrimaður að t gær voru afhent verðlaun Fræösluráðs Reykjavikur fyrir bestu frumsömdu barnabókina og bestu þýddu barnabókina. Verð- launin fyrir þá fyrmefndu fékk Páll H. Jónsson fyrir bók sina Berjabltur en þýðingarverðlaun- in hlaut Þórarinn Eidjárn fyrir Leikhúsmoröið. Verðlaun þessi voru nú veitt I 7. sinn. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar flutti ávarp við afhendinguna og afhenti siöan verðlaunin eftír að Jenna Jens- dóttir haföi gert grein fyrir niður- Fulltrúi Dagsbrúnar i Sjórétt- inum I gær var Guftmundur J. Guðmundsson og sést hann hér á tali við Hrafn Bragason borgar- dómara.(Ljósm.: Leifur) stööu dómnefndar og rakiö nokk- ur æviatriði verðlaunahafanna. Páll H. Jónssonþakkaði slöanfyr- ir þeirra hönd, en Þórarinn Eld- járn er erlendis og gat þvl ekki veriö viðstaddur. Páll H. Jónsson er fæddur að Mýri I Bárðardal áriö 1908. Hann stundaði tónlistarnám og kenn- aránám, var bóndi og kennari fyrir noröan ogritstjóri Samvinn- unnar. Hann hefúr samið tvær ljóðabækur, nokkur leikrit og auk þess æviminnmgabók Hallgrims Kristinssonar ,,Frá Djúpadal aö Arnarhóli hafa nokkuð um þetta vit- að fyrr en eftir slysið og fyrsti vélstjóri hafði ekki vitneskju um nema eitt af atriðunum sem hann taldi litilvægt. Eftir vitnaleiðsl- um í gær virðist því hér hafa verið um langa keðju vanrækslu og ábyrgðar- leysis að ræða. Það kom fram I réttarhöld- unum að Rannsóknarlögreglunni hefur ekki gefist timi til aö ljúka rannsókn málsins en Sjóréttur var hafinn svo fljótt vegna þess að Tungufoss átti að fara I gær- kvöld . Guðmundur J. Guftmundsson sem staddur var I réttinum sem fulltrúi Dagsbrúnar gerði þá kröfu til Eimskips aö 1. stýrimanni yröi haldið I landi Þórarinn Eldjárn er fæddur i Reykjavik 1949 og er hann yngst- ur þeirra sem hlotið hafa viöur- kenningu fræðsluráðs. Eftír að hann lauk stúdentsprófi stundaöi hann háskólanám i Reykjavlk og Lundi hvaðan hann lauk fil kand prófi. Hann hefur samið tvær ljóðabækur og þýtt nokkrar bæk- ur . Bókin sem hann féWc verð- laun fyrir, Leikhúsmorðið,er eftir Sven Wernström og hefúr Þórar- inn raunar einnig þýtt aðra bók eftir sama höfund sem er að góðu kunn en það er Félagi Jesús. sgt í Tungufossi Að dómi sérfróðra manna er ör- yggisbúnaður bómuvinda af þeirri tegund sem féll á hafnar- verkamanninn i banaslysinu I Tungufossi ekki nægilega vel úr garði gerður. Hákon Þorsteinsson vélfræð- ingur hjá öryggiseftirlitinu sagöi að hann teldi öryggishemilinn sem átti að koma I veg fyrir að bóman gæti fallið niöur alls ekki nægilega tryggan. Hann sagði að slikur búnaöur yrði „alveg skil- yiðislaust” að vera betur hann- aður en öryggishemlarnir á bómunum i Tungufossi, ef fyllsta öryggis ætti að gæta. _________________ÖS Kosiö í sjúkraliða- félaginu Félagar úti á landi nœr útilokaðir frá kosningunni t dag verður haldinn á Hótel Loftleiðum aðalfundur Sjúkra- liðaféiags tslands og verða þar kjörnir 4 I 7 manna stjórn félags- ins. ifyrsta skipti i sögu félagsins ér ekki sjálfkjöriö i stjórnina og tvær eru I framboöi til formanns, — fráfarandi formaður Ingibjörg Agnars og Sigriöur Kristinsdóttir fráfarandi varaformaöur. Hingað til hefur listi uppstill- ingarnefndar ávallt verið sjálf- kjörinn og þvf aldrei reynt á kosn- ingar i félaginu.Lög þess þar um eru meingölluð þar sem kjósa ber á aðalfundi leynilegri kosningu og eru sjúkraliðar sem starfa á sjúkrahúsum úti á landi þvi nær útílokaðir frá þátttöku i kosning- unni. Ingibjörg Agnars sagði i sam- tali viðÞjóöviljann fyrr I vikunni, að starfandi sjúkraliðar væru rúmlega 600 talsins, en 1217 hafa útskrifast úr Sjúkraliðaskóla Islands, frá því hann tók til starfa. Ingibjörg sagði aö flestir sjúkraliöanna störfuðu hér I Reykjavik en einnig úti um land- ið. „Lögin eru alls ekki nógu lýð- ræðisleg”, sagöi Ingibjörg, „en Framhald á blaðsiðu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.