Þjóðviljinn - 22.04.1979, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.04.1979, Síða 3
Sunnudagur 22. aprfl 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 flöskuskeyti að utan ...flöskuskeyti að utan ...flöskuskeyti að utan ... Paul Robeson fyrirgefnar fyrri villur los angeles, 9 april. Loksins fékk þeldökki söngvarinn PAUL ROBE- SON stjörnu í frægðargötu Hollywood. I dag verður nafn hans greypt í hina frægu gangstétt, og hefði hann orðið 81 árs i dag ef hann hefði lifað. Gangstéttanefndin hefur lengi þráast við að taka Robeson I tölu þeirra frægu Hollywood-stjarna sem sett hafa kennimerki sin I gangstéttina frægu. Leikara- félagið I Hollywood hefur sótt fast að baritónninn frægi væri tekinn i tölu hinna 1073 stjarna gangstéttarinnar, en nefndin hef- ur ávallt visað Robeson frá. Talið er að það séu pólitlskar skoöanir söngvarans, en hann var maöur ákafur vinstrisinni, sem hafi farið fyrirbrjóstiöá nefndinni. bað var ekki fyrr en frægar stjörnur, þar á meðal fyrrverandi barna- stjarna Jackie Cooper, borgar- stjóri Los Angeles, Tom Bradley og fleiri góðir menn höfðu lagt rika áherslu á málið, að nefndin gaf eftir og hleypti Paul Robeson i stjörnuklúbb gangstéttarinnar. Viðstaddir athöfnina voru Forsíðu- myndin Forsiöumynd Sunnudags- blaðsins er aö þessu sinni eftir Richard Valtingoier og ber hún nafnið „Leikur I ein- rúmi III”. Richard Valtingoier er fæddur árið 1935 i Bolzano á Italiu. Hann nam viö Menntaskólann 1 Graz en aö honum loknum fór Richard i gullsmiði I sömu borg. Ric- hard starfaði þó ekki lengi sem gullsmiður, þvi áhugi hans á myndlist var mikill og hann gekk I myndlista- og handiðaskóla i Graz og lagði siðar fyrir sig málun viö listaakademiuna i Vinar- borg. Ariö 1960 kom Richard Valtingoier til Islands og stundaði sjómennsku fyrstu tvö árin hérlendis. Siðan sneri hann sér einungis að myndlist og fékkst aöallega við oliumálun til 1972, en siö- an hefur hann einkum lagt fyrir sig teikningu og grafik. Richard Valtingoier hefur haldiö fjölda einkasýninga hérlendis og erlendis og enn- fremur tekið þátt i mörgum samsýningum, bæði á Is- landi og víöa um heim. Ric- hard hefur hlotið margar viöurkenningar og verðlaun fyrir verk sin, m.a. viöur- kenningu á sýningu Amnesty International i Vinarborg 1976 og 2. verölaun á alþjóð- legu Leonardo-sýningunni i Milanó 1979. — im Paul Robeson borgarstjórinn, sonur Robesons, Paul aö nafni, og þeldökki leikar- inn Sidney Poitier. Paul Robeson var heimsfrægur söngvari og leikari og kom fram i mörgum kvikmyndum, þar á meðal „Othello”, „Námur Salómons konungs”, og „Showboat”. Nöðru- nautn jóhannesarborg, april 6: Peter Snyman, skógarhöggsmaður i Jó- hannesarborg er ákveðinn I að setja nýtt heimsmet: Að vera inni Ibúri með eiturslöngum lengur en nokkur annar hingað til. Metið var sett 1975 af einhverjum Tre- vorKruger, sem átti skemmtileg- ar stundir með 24 eiturnöðrum i 36 daga. Þetta met var sett i Hartebeespoort slöngugarði, 80 km fyrir utan Jóhannesarborg. Metið hefur verið skráð I Heims- metabók Guiness, sem er tslend- ingum að góðu kunn. En nú ætlar sem sagt Peter Snyman að slá metið og hreiðra um sig i búri sem er 3x3 metrar að stærð og ætlunin er aö kúra með slöngunum I 40 sólarhringa. Slöngurnar sem eiga aö skemmta Snyman erunýveiddar og að sögn yfirmanns slöngugarösins, örlitið taugastrekktar og fullar fiðrings ennþá. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um félagsskap Snymans má geta að þarna veröa sex svartar mömbur, sex höggorm- ar, sex kóbra-slöngur, og sex tré-slöngur. Ef Snyman verður fyrir biti af þeim síðastnefndu á hann von á þjáningarmiklum dauödaga. Hann kveður þennan heim átta til sextán timum eftir bitið, ef hann fær ekki móteitur. Aðrar slöngur sem eru i búrinu eru enn sneggri i svörum. Svarta mamban getur auöveldlega kálaö fullhraustum manni á hálfri min- útu ef bitið er hnitmiðað og kröftugt. Peter Snyman hefur ekkert til málanna að leggja ennþá. Hann hefur hafið setuna og siðustu fréttir herma að slöngurnar hafi skriðiö um hann til að kynnast honum nánar... Atómmaður- inn í Lissabon lisboa, aprii 7: Amilcar Do Nascimento, sem er sjötugur að aldri er að öllum likum eini mannlegi geiger-telj- arinn á jöröinni. Hann var lagður ásjúkrahús árið 1939 eftir aðhafa orðið fyrir geisiavirkni sjö árum áöur. Siðar hafa kjarnorkutil- raunir eða kjarnorkuslys um heim allan ávallt haft áhrif á Amilcar gamla. Hann fær jafn- óðum útbrot, og fólk I Lisboa nefnir hann yfirleitt „atóm- manninn” eöa „geigerteljar- ann”. Nú nýlega var hann lagöur inn á spitala aftur, og er talið að kjarnorkuóhappið I Harrisburg, Pennsylvaniu, hafi ráðið úr- slitum Þegar slysið gerðist, opnuðust ör og sár Amilcars að nýju og honum fannst „húðin springa I tættlur”. Læknar hafa enn ekki fundið neina aðra viðun- andi skýringu. Hið fullkomna tvöfalda einangrunargler GLERBORG HF. hefur nú enn sem fyrr sýnt fram á forystuhlutverk sitt f framleiðslu einangrunarglers á íslandi, með endurbótum I framleiðslu og fram- leiöslutækni. Með tilkomu sjálfvirkrar vélasamstæðu I fram- leiðslunni getum við nú I dag boöiö betri fram- leiðslugæði, sem eru fólgin (tvöfaldri límingu ( stað einfaldrar. Af sérfræðingum sem stundaö hafa rannsóknir á einangrunargleri er tvöföld Ifming besta framleiöslu- aðferó sem fáanleg er í heiminum f dag. Hefur hún þróast á undanförnum 10 árum, f það sem hún nú.er. Aöferðin sameinar kosti þeirra afla sem ekki hefur vérið hægt að sameina ( einfaldri Ifmingu, en það er þéttleiki, viðloöun og teygjanleiki. í grundvallaratriðum eru báöar aðferðirnar eins. Sú breyting sem á sér stað í tvöfaldri Ifmingu er sú, að þegar loftrúmslistar (állistar milli glerja), hafa verið skornir f nákvæm mál fyrir hverja rúðu, fylltir með rakaeyðandi efni og settir saman á hornum, þannig að rammi myndast, þá er rammanum rennt í gegn um vél sem sprautar „butyl“ llmi á báðar hliöar listans. Lím þetta er 100% rakaþétt og innsiglar þannig þéttleika rúðunnar. Yfirlfmi er sprautað sfðast inn á milli glerja og yfir álrammann, með því fæst samheldni milli glerja og sá sveigjanleiki sem glersamsetning þarf að hafa til þess að þola vindálag og hreyfanleika vegna hita- stigsbreytinga.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.