Þjóðviljinn - 22.04.1979, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. apríl 1979.
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs
hreyfingar og þjóðfrelsis
l tgefandi: l tgáfufélag þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjorar: Arni Bergmann. Einar Kar! Haraldsson.
Frpttastjóri Vilborg Haröardóttir
Hekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Auglvsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón
P'riöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús
H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guö-
mundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaö-
ur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson
ttlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: GuÖmundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét-
ursdóttir.
Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir
Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SlÖumúla 6, Revkjavik, sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Eftir fall
Idi Amins
• Eftir að fjölmiðlar höfðu talað um það vikum
saman að Idi Amin væri að falli kominn i Úganda
hafa þau tiðindi loksins gerst, að þessi illræmdi
harðstjórier úr sögunni sem pólitísk stærð. Þau tið-
indi eru að sjálfsögðu góð: Þótt allt sé i óvissu um
pólitiska framtið landsins, ekki sist vegna þess að
Idi Amin hafði fylgt mjög rækilega þvi fordæmi ný-
lenduherra að tefla einni þjóð gegn annarri, deila og
drottna, þá sýnist það ljóst, að hvaða stjórn sem er
verður þegnum úganda betri en sú sem nú er flúin.
• Tiðindin i Úganda eru reyndar merkileg fyrir
margra hluta sakir. Ekki sist vegna þess, að stjórn-
inni i Kampala var steypt með ihlutun erlendis frá.
Þvi það er ljóst, að þótt enginn efi að Úgandamenn
hafi viljað Idi Amin feigan, þá hefði vopnlitlu og
sjálfu sér sundurþykku útlagaliði ekki tekist að
steypa vel búnu málaliði hans, nema til hefði komið
framlag Tansaniuhers. íhlutun af sliku tagi er ekki
einsdæmi, en það er merkilegast, að i reynd virðast
svo til allir hafa sætt sig við hana, og þá einnig ná-
grannar Úganda i Einingarsamtökum Afrikurikja.
• Afrikuriki hafa nefnilega ekki getað komið sér
saman um margt annað en það, að nauðsynlegt
væri að viðurkenna landamærin sem nýlendusagan
skildi eftir sig. Þau landamæri eru að sönnu ekki
skynsamleg og þau taka ekki mið af búsetu þjóða
nema að litlu leyti. En leiðtogar Afriku vita, að séu
þau ekki virt i stórum dráttum, þá mun enginn
endir verða á staðbundnum smástyrjöldum
milli rikja eða þjóða. Og þeir vita lika, að sá ófriður
hefur meðal annars þau áhrif að auka umsvif stór-
veldanna i álfunni — saga siðustu ára sýnir greini-
lega að það eru ekki endilega risaveldin sem knýja
á um að koma sér fyrir i Afrikurikjum — risaveldi
er einatt beðið um liðsauka af einhverjum þeim sem
á i höggi við skjólstæðing hins risans: óvinur óvinar
mins er minn vinur.
• Þegar nú Afrikuriki samþykkja ihlutun
Tansaniumanna með þögninni, þá má ef til vill
skýra það með þvi, að svo illræmdur geti einn harð-
stjóri verið að allir gefist upp á að leyfa honum að
vera til — jafnvel þótt fordæmi ihlutunar þyki
varhugavert. En i framhaldi af þvi er rétt að hafa i
huga að Idi Amin er ekki einn harðstjóri i heiminum
eða Afriku—nokkra aðra mætti nefna’sem eru i litlu
eða engu betri en hann, en hafa samt sloppið betur
en hann frá meðferð i fjölmiðlum.
• Má vera að sú harða hrið sem fjölmiðlar hafa
gert einmitt að Idi Amin eigi sér forsendur i þvi, að
sá karl hafi valdið þeim Vesturlöndum sem áður
réðu Afriku sérstökum vonbrigðum. Vestrænar
leyniþjónustur áttu ekki smáan hlut i þvi að steypa
fyrirrennara Amins, Milton Obote, frá völdum — og
ástæðan var sú, að Obote þótti of róttækur i sinu til-
brigði við Afrikusósialisma og of umsvifamikill i
þjóðnýtingaráformum. Þessir sömu aðilar héldu að
auðveldara væri að fást við Idi Amin, sem var af-
sprengi breska nýlenduhersins og þótt sérlega
harðsnúinn og grimmur liðsforingi i sveitum þeim
sem beitt var gegn þjóðfrelsishreyfingu Kenýa-
manna á sinum tima. Idi Amin reyndist hinsvegar
baldinn og óstýrilátur og siðar óútreiknanlegur með
öllu. Vestræn blöð hafa oft rifjað það upp að undan-
förnu hvernig Idi Amin gat sér nokkurn orðstir i
Afriku með þvi að auðmýkja hvita menn og litil-
lækka. Þau hafa haft færri orð um það, hvernig
Amin var til valda komið og hverja forsögu hann
átti.
Úr almanakinu
Útgalandi
Fr«nkvamdMt|ón
Ritvtjórar
RiUtiórnartulltrúi
FréttMtjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og atgrsiósls
Auglýsingar
hf. Árvakur, Raykjavlk.
Haraidur Svslwnon.
MatttiÍM Johannasaan,
Styrmir Qunnarsaon.
Þcvfojöm Guómundsson.
Bjðm Jóhannsson.
Baktvin Jónsson
Aóalstriati 6, simi 10100.
Aóalstrssti 6, simi 224S0.
Áskriftargjald 3000.00 kr. t mánuói innanlands.
I lauMsölu 150 kr. sintaktó.
Kirkjuritið c
Mor^cunblaðið tekur ekki þátt í
deilum innan kirkjunnar um
túlkun trúarlegr^a atriða, en reynir
að styðja við bakið á kirkju og
kristni í forystugreinum sínum.
Þar — og einungis þar — birtist
afstaða Morgunblaðsins, en ekki í
einstökum greinum eða fréttum,
sem blaðið flytur lesendum sínum,
eins og hver annar fréttamiðill.
Þetta vita ailir orðið nema rit-
stjóri Kirkjuritsins, að því er
virðist. Um það getur blaðið ekki
orða bundizt lengur, enda ekki
ástæða tii. En áður en að því er
vikið er ástæða til að benda á
margyfirlýsta stefnu Morgun-
blaðsins í málefnum kirkju — og
kristni og hefur hún ekkert
breytzt frá fyrsta fari. Blaðið er
ekkert nema það, sem fellur inn í
„kirkjupólitíska4* einsýni hans.
Það virðist þurfa kraftaverk til að
augu hans og sálufélaga hans fái
sýn. En vonandi eru þeir ekki
margir, svo hættulegt sem það
gæti orðið kirkju og kristni til
frambúðar. Án kristins grundvall-
ar í þúsund ár brystu stoðir
menningar okkar. Vonandi koma
hófsamir og sannkristnir kenni-
menn í veg fyrir það. Af þeim er
sem betur fer nóg innan kirkju og
kristni. Kirkjan á ekki að vera
dómstóll, heldur rúmgóð stofnun,
eins og hún hefur verið. Og undir
styrkri forystu biskupsins, herra
Sigurbjörns Einarssonar, hefur
hún gegnt ágæta vel mikilvægu
hlutverki sínu á erfiðum tímum,
Kaþólskara
en páfinn
Eins og menn muna varöi
Morgunblaöiö lengur en flest
önnur dagblöö i Evrópu hernaö
Bandarikjanna i Vietnam. Ég
minnist þess aö eitt sinn eftir aö
öllum upplýstum mönnum i
veröldinni var oröinn ljós sann-
leikurinn um striösrekstur
Bandarikjanna i Indókina og
kannski ekki sist vegna
ótrauörar baráttu friöarsinna
þar vestra, þá kom hingaö
bandariskur menntamaöur,
sem ég hitti aö máli ásamt
fleirum. Viö ræddum um
amerisk áhrif á Islandi, og viö
Islendingarnir sögöum honum
skoöun okkar á Morgunblaöinu
og tókum til dæmis afstööu þess
til strlösins i Vietnam. Hinn
bandaríski viömælandi okkar
vildi ekki trúa því, aö Morgun-
blaöiö væri eins forstokkaö I
Pentagonáróöri sinum og þaö
virtist vera eftir þe.im fréttum
og greinum úr þvi sem viö rökt-
um fyrir honum. Hann trúöi þvi
ekki aö til væri svo afturhalds-
samt dagblaö i Evrópu fyrr en
hann fletti blaöinu. Þá rakhann
augun i tvo fastadálka sem hann
þekkti aö heiman frá sér:
Spákonuna Jean Dixon og pré-
dikarann Billy Graham. Viö
þessauppgötvunvaröhonum aö
oröi aö heima i Bandarikjunum
væri þaö nægilegt kennimerki
fyrir afturhaldssamt blaö aö
birta reglulega annan þessara
dálka. En Morgunblaöiö var i
þessu eins og fleiru kaþólskara
en páfinn.
Markaðsdrottnun
Morgunblaðsins
A þessum tima var Morgun-
blaöiö meö yfirburöaaöstööu á
Islenska blaöamarkaöinum.
Þaö var hlutfallslega meira út-
breitt en hiö sovéska
„Pravda”. Þess vegna er þaö
meö þvi ánægjulegasta sem
gerst hefur i Islenskum blaöa-
heimi aö þessi einokum
Morgunblaösins hefur veriö
rofin, einkanlega af siödegis-
blööunum, og Utbreiösla þess
hefur dregist saman. Þaö er
ekki vegna þess aö þaö sé svo
gott sem komiö hefúr I staöinn,
heldur vegna þess aö Morgun-
blaöiö er svo ihaldssamt blaö og
svo óvant aö meölulum þegar
þaö þarf aö ná sér niöri á and-
stæöingi, aö einokun þess á
skoöanamyndun meirihluta
þjóöarinnar var beinlinis hættu-
leg. Ýmsir töldu aö eftir aö
samkeppnin varö meiri á
islenska blaöamarkaöinum
legöi Morgunblaöiö meira upp
úr þvl en áöur aö halda uppi
frjálslyndisyfirbragöinu. Sumir
hafa bent á aö þaö lýsi frjáls-
lyndi blaösins og Utgefanda þess
aö prenta Dagblaöiö i prent-
smiöju sinni. Hætt er þó viö aö
sU starfsemi stafi ekki eingöngu
af góövild og frjálslyndi i garö
þessara keppinautar. ... Staö-
reyndin er sú aö eftir aö Ut-
breiösla Morgunblaösins dróst
saman varö rekstur þess aö
sjálfsötöu erfiöari. Einkanlega
hlýtur þess aö gæta i sjálfri
prentuninni. Til þess aö prent-
smiöjan beri sig veröur hún aö
hafa fleiri verkefni en prentun
Morgunblaösins. Eigendur
Morgunblaösins munu þvi horfa
til þess meö kviöa þegar Dag-
blaöiö kemur sér upp eigin
prentsmiöju, en aö þvi vinnur
þaö nú sem kunnugt er. Hér er
þvi ekki um neitt frjálslyndi aö
ræöa, heldur hreina viöskipta-
hagsmuni.
Trúmálaafturhaldið
afhjúpað
Nýlega geröist atburöur sem
varpaöi enn skýrara ljósi á eöli
Morgunblaösins. Þaö hefur ekki
fariö fram hjá neinum aöblaöiö
hefur áratugum saman taliö sig
helsta merkisbera kristinnar
trúar i landinu. Raunar hefur
þessi viöleitni ekki bara byggst
á trUarhita ritstjóranna, heldur
ekki siður veriö liöur i þvi aö
sverta pólitlska andstæöinga,
gera þá að sérstökum fjand-
mönnum kristninnar. Morgun-
blaöiö hefur nefnilega stundaö
„kristilega umræöu” eitt
islenskra blaöa sér til pólitlsks
ávinnings. Þaö hefur hinsvegar
veriö jafn afturhaldssamt i trú-
málum sem ööru. Fyrir nokkru
gerðist prestur nokkur svo
djarfur aö gagnrýna Morgun-
blaöiö I Kirkjuritinu. Ekki tók
hann þó stórt upp i sig, en þaö
sem helst viröist hafa farið fyrir
brjóstiö á ritstjórum Morgun-
blaösins var þaö aö hann taldi
ritstjóra Þjóöviljans helst
viðræöuhæfan um kirkju og
kristni. Þáléthann aö þvi liggja
i dálki sinum aö nokkrir prestar
og aörir kirkjunnar menn heföu
oröiö aö ráögast mjög viö sam-
visku sina um hvernig þeir
skyldu verja atkvæöi sinu viö
siöustu kosningar.
Þetta var meira en frjálslyndi
Morgunblaösins gat þolaö. i
leiöara blaösins stuttu seinna
var ráöist aö ritstjóra Kirkju-
ritsins fyrir þessi ummæli á
afar harkalegan hátt. Raunar
voru efnistökin meö þeim hætti
aö þau komu islenskum sósial-
listum ekkert á óvart. Morgun-
blaöiö hefur áratugum saman
svert þá á allan máta meö
persónulegum árásum. En hér
vó Morgunblaöiö i nýjan staö.
Arásirnar á ritstjóra Kirkju-
ritsins minntu eina helst á
aöförina aö séra Sigurbirni
Einarssyni núverandi biskup
þegar hann mótmælti inngöngu
Islands i Nató á sinum tima og
hlaut að launum nafngiftina
„hinn smuröi Moskvuagent”.
Raunar kallaöi þessi árás
Morgunblaösins á séra
Guömund Óla Ólason þegar i
staö á andsvör stéttarbræöra
hans. Þeir vilja eWci fallast á þá
kenningu hins sjálfumglaöa rit-
stjóa Morgunblaösins aö blaöiö
sé „skjöldur kristindómsins”.
Vonandi veröur þessi at-
buröur til þess aö opna augu
fleiri frjálslyndra kristinna
manna fyrir eöli þessa aftur-
haldssamasta borgaráblaös i
Vestur-Evrópu. Þaö kann þá
svo aö fara aö hendingin úr
ágætu kvæöi sem ætti aö vera
hinum kristna ritstjóra
Morgunblaðsins kært, veröi
honum tamari en hann kærir sig
um: „Þetta sem helst hann
varast vann, varö þó aö koma
yfir hann”.
Sigurður G. Tómasson skrifar
—áb