Þjóðviljinn - 22.04.1979, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. apríl 1979.
Málakunnátta smástrákanna I sænsku og dönsku erhreintótrúleg.
eng skrifar
frá smárfki í
Vestur-Afríku
Gambia er tilbúiö land og er ekkert annað en árbakkar Gambiufljóts-
ins.
f
Ferðapistill frá GAMBIU
Um miðbik Vestur-
Afríku rennur stórfljót út í
Atlantshafið — Gambiu-
fljótíð. A bökkum þess er
lítið land/ hérumbil gervi-
land/ og heitir lika
Gambía.
Þar sem ég lít út um
gluggann á f lugvélinni, sé
ég Mangrovekjarrið á ár-
bakkanum og hin breið-
krónuðu Baobabtré, og síð-
an er lent á eina flugvelli
landsins, Yundumflug-
velli.
Þótt flugbrautin sé malbikub,
þyrlast gifurlegt ryk upp þegar
vélin lendir, i heila minútu sést
varla út úr augum. Seinna er mér
sagt ab daginn áöur hafi sand-
stormur, ættaður alla leiö noröan
úr Sahara, farið yfir landið og það
séu leifar hans sem valdi rykinu.
Þegar út er komiö er hitinn
notalegur, 25-30 stig, og andvari.
Ég fer þegar að trúa þvi sem mér
hefur verið sagt að i Gambiu sé
loftslag einna notalegast i Vestur-
Afriku.
Tollskoðun gengur fljótt fyrir
sig. Þaö erekki litiö i eina einustu
feröatösku, og sumir fara ekki
einu sinni i gegnum tollinn, held-
ur ganga aðra leiö út úr flug-
stöövarbyggingunni.
Trémyndir,
leðurveski eða bara
vinátta
Fyrir utan blasir við sama
sviösmynd og fyrir utan allar
flughafnir álfunnar: Sölukonur
falbjóða matvöru af hinum marg-
vfslegasta uppruna, ungir piltar
kippa i mann og bjóöa útskornar
trémyndir, batikfatnað, leður-
veski, hjól til leigu eða bara vin-
áttu sina.
Framan við flugstööina standa
hin fjölbreyttustu farartæki, flest
i heldur bágbornu ásigkomulagi.
Enda hef ég lesið einhversstaðar
aö ef bifreiöar I Gambiu væru
settar I skoöun i Sviþjóð yrðu
númerin klippt samstundis af
rúmum 90% þeirra. Þaö vekur at-
hygli mina að i Gambiu, fyrrum
enskri nýlendu, eru nær allir bilar
franskir. Mér er þá sagt að þeir
komi allir frá nágrannarikinu
Senegal og stórum hluta þeirra sé
smyglað inn i landið.
En þeir eru allir í hreyfifæru
ástandi, og umferöarslys eru það
sjáldgæf að engin ástæða viröist
til aö auka eftirlit meö farartækj-
um, ef maður getur þá leyft sér að
tala um að auka nokkuð sem ekki
er til.
Hótel i Gambiu eru af mjög
háum standard, einkum ef tillit er
tekið til fátæktar landsins. Þetta
stafar af þeirri áherslu sem þetta
land hefur lagt á túrisma á und-
anförnum árum.
Og þreyttur eftir 7 tima flug er
ég glaður að geta lagst til hvfldar
á góðu hóteli i útjaöri Banjiíl.
Hótel þetta er i eigu sænskrar
maddömu, en ótrúlega stór hluti
af þjónustustarfsemi i landinu er I
eigu Svia.
Túrisminn er
Hollywood
Þótt ég sé fyrst og fremst kom-
inn til þessa lands til að kynnast
fiskveiöum landsmanna, þá get
ég ekki á mér setið aö eyða dálitl-
um tima i að forvitnast um áhrif
túrismans á lif fólks i þessu litla
landi, sem ekki er nema 12 þús-
und ferkólómetrar aö stærö, eöa
næstum 10 sinnum minna en Is-
land.
Meðal embættismanna er mikil
hrifning rikjandi á gildi túrism-
ans, og einnig er túrisminn
draumaland flestra ungra Gam-
biumanna, einskonar Hollywood.
En þegar farið er að rýna með
gagnrýnum augum á þetta fyrir-
bæri, þá fer mesti glansinn aö
fara af ævintýrinu, þótt þvi verði
ekki neitað aö sá gjaldeyrir sem
ferðamenn eyöa i landinu kemur
að góðum notum.
Eitt af þeim vandamálum sem
fylgt hefur túrismanum er aukin
ásókn i skinnavörur, einkum
skinn fágætra afriskra dýra.
Hætta er þvl á, aö ákveðnar dýra-
tegundir hverfi meö öllu úr
gambiskri náttúru. Þvi hefur
stjórnin gripið til þess ráðs að
banna ferðamönnum aö kaupa
vörur úr skinnum af villtum dýr-
um, einkum þó krókódilaskinn,
slönguskinn og skinn af antilóp-
um. Engu að sföur hafa þjóð-
garðsverðir miklar áhyggjur af
þessum dýrategundum, og einn
þeirra er svo svartsýnn að hann
telur að krókódilum veröi meö
öllu útrýmt i Gamblu á næstu 10
árum.
Betlarar - ný stétt
Mikilvægari eru þó aö minu
mati ýmis félagsleg vandamál
sem fylgt hafa I kjölfar hins mjög
aukna ferðamannastraums.
Fyrir fáeinum árum gat hver
sem er feröast um landið þvert og
endilangt einn sins liðs, algjör-
lega óhultur. 1 dag eru feröamenn
varaðir við að vera meö of mikla
fjármuni á sér, þvi að vopnuð rán
hafa þó nokkur veriö framin und-
anfariö ár.
Forseti landsins hefur sent frá
sér áskorun til ferðamanna um að
gefa börnum ekki peninga, þvi
það hefur komiö i ljós að skóia-
sókn hefur farið minnkandi I kjöl-
far ferðamannastraumsins.
Krökkunum finnst það meira
spennandi aö þvælast i kringum
feröamennina, og oft gefur það
meira I aöra hönd. Forsetinn lét i
ljós þá ósk aö Gambia slyppi við
þá ðgæfu, aö ný stétt yröi til I
landinu vegna ferðamanna-
straumsins, stétt betlara.
Hins vegar er það hreint ótrú-
legt hve gott vald margir þessara
smástráka hafa á sænsku og
dönsku. Margur Islenskur stúd-
entinn mætti skammast sin fyrir
kunnáttuna i samanburöi viö
suma af þessum 10 ára gömlu
Gamblustrákum, sem aldrei hafa
eignast bók á ævi sinni.
Varöandi kunnáttu þessara
ponna I sænsku er kannski rétt að
geta þess, að meginuppistaöan I
feröamannastraumnum til
Gambiu eru sænskir, danskir og
þýskir ferðamenn. Enskir ferða-
menn eru sárafáir I Gambiu.
Aukið vændi
Vændi blómstrar að sjálfsögðu i
skjóli feröamannastraumsins.
Auövitaö fyrirfannst það áður en
feröamenn tóku aö flykkjast til
landsins. En svo notað sé tungu-
mál hagfræöinnar, þá jókst eftir-
spurnin verulega sökum túrism-
ans, og þar af leiðandi hefur
framboö á vændiskonum einnig
aukistog verðið hækkaö svo mjög
aö innfæddir hafa vart efni á
þessum lúxus.
Segja má að „peningagræðgi”
hafi aukist verulega með auknum
túrisma. Þ.e. þeim fjölgar stöð-
ugt sem reyna að hafa peninga út
úr túristum með einum eða öðr-
um hætti, og er það engin furða.
Þarna mætast andstæöur: ev-
rópskar allsnægtir og afrfsk fá-
tækt. Þess vegna láta næstum all-
ir þeir Gambiumenn sem maöur
talar við á túristasvæðunum I ljós
þann draum aö komast til Evrópu
og verða rikir.
Ég eyddi þónokkrum tima f aö
ræða við fólk þaö sem vinnur
þjónustustörf á hótelunum og
varð yfirleitt var við töluverða
örvæntingu hjá þessu fólki. ör-
væntingu sem stafar af draumum
sem þaö veit að mjög litil von er
til að rætist.
Meöan venjuleg hótelmáltiö
kostar 12 dalasi (ca. 2500 kr.) þá
eru daglaun þeírra sem á hótel-
unum vinna 4 dalasi. Þau laun
duga fyrir daglegum skammti af
hrlsgrjónum, dálitlum fisk- eöa
kjötbita en heldur ekki miklu
meira. Það er þvi skiljanlegt að
örvænting gripi þá að lifa viö svo
knöpp kjör, en þurfa daglega að
horfa upp á Evrópumenn drekka
og éta fyrir margföld daglaun.
Litlar gjaldeyristekjur
Ég var I upphafi viss um að þótt
viss félagsleg vandamál fylgdu
túrismanum i Gambiu, en hann
hefur aukist gifurlega á undan-
förnum 5-10 árum, þá væru tekjur
þær sem honum fylgdu veruleg
búbót fyrir þjóðfélagið sem heild,
og kæmu þannig almenningi að
verulegum notum.
Aður en yfir lauk var ég einnig
farinn að efast um að þetta væri
rétt, og voru það einkum þrjár
uppgötvanir sem þvi ollu: Hótel
og skemmtistaðir eru nær ein-
göngu i eigu útlendinga, einkum
Svia. Gróðinn af þessum stofnun-
um fer að mestu út úr landinu og
ekkert af honum fer til almenn-
ings i Gambiu.
Megnið af þeirri vöru sem fer
til þjónustu við ferðamenn er inn-
flutt. Þannig eru uþb. 80% þeirra
matvæla sem ferðamenn éta flutt
inn frá Englandi.
Þvi verður ekki á móti mælt að
nokkur þúsund Gamblumanna
hafa launatekjur af vinnu við túr-
ismann, bæði á hótelum og i
minjagripaiönaðinum, sem er
orðinn verulegur að vöxtum. En
þvi miður hefur þaö komið I ljós
að sökum umgengninnar við Ev-
rópumenn þá hefur orðið breyting
á löngunum þessa fólks, eftir-
spurnarmunstrið hefur breyst.
Þeir peningar,sem eftir verða af
laununum þegar þeir eru búnir að
kaupa sér mat og það sem þvl til-
heyrir, fara I ýmiskonar „lúxus-
eyöslu” á gamblskan mæli-
kvarða. T.d. fer þó nokkuð mikiö i
föt, einkum spariskó og buxur. En
útvarpssegulbönd eru einnig
mjög vinsæl. Og allt er þetta inn-
fluttur varningur.
Þegar allt er til tekiö, er ég ekki
Framhald á bls. 22
Gambiskar konur við þorpsbrunninn