Þjóðviljinn - 22.04.1979, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 22.04.1979, Qupperneq 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. aprll 1979. Sunnudagur 22. aprfl 1979. ÞJÓÐVILJINN SIÐA 13 Ríkarður Ö. Pálsson: Múslk og mannlíf RÆTT VIÐ FLAUTULEIKARANN MANUELU WIESLER MANUELA WIESLER heitir f lautuleikari. Hún er af austurrísku bergi brotin einsog tónskáldið og st jórnandinn Páll Pampichler Pálsson og kennir sig i símaskránni við Helmóð föður sinn að rammíslenzkum sið. Hún er gift Sigurði I. Snorra- syni klarinettleikara í Sin- fóniuhljómsveit Islands og eiga þau tvö börn. Um einleiksferil Manúelu er það að segja, að hún hefur vakið vaxandi athygli siðustu ár, einkum upp úr listahátíðinni í fyrra og í vetur, þar sem hámarkið var hugsanlega leikur hennar í 10 ára gömlum f lautukonsert eft- ir Francaix á sinfóníutón- leikunum 22. apríl. ör framför hennar undan- farin ár hefur vakið verð- skuldaða hrifningu bæði ís- lenzkra og erlendra tón- listarunnenda. A næstu vikum veröur hún á ferö og flugi um Vfn, Parfs og London. Svo er væntanleg á is- lenzkan markaö plötubreiöskifa frá hljómplötuútgáfufyrirtækinu Steinhljóöi sem varöveitir flautu- hljóm Manúelu, ýmist i einleik eöa meö hinum ágæta pfanista Julian Dawson-Lyell, sem Manúela hefur starfaö meö á annaö ár. Steinhljóö er runniö frá Steinari hf. og Hljóöritun, en slöarnefnt upptökustúdió haföi eins og kunnugt er frumkvæöi um þá athyglisveröu nýjung aö gefa út röö af plötum meö nýrri is- lenzkri listtónlist eöa íslenzkum flytjendum eöa hvoru tveggja. Platan var tekin upp i rikisút- varpinu þegar f október i fyrra, en veröur eftir siöustu sólar- merkjum aö dæma fyrst komin i verzlanir seinnipartinn i aprfl. Tvö islenzk verk veröa á plöt- unni, Intermezzo frá barnaóper- unni „Dimmalimm” eftir Atla Heimi Sveinsson og Kalais eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Kalais var forngrlsk goösagnarpersóna, sonur noröangustsins Bóreasar. Þess utan veröur á plötunni Chant de Linos eftir Jolivet I „grlskum” stll, Dlvertimentóeöa Afþreyja eftir Francaix og hin strembna Sónatina Pierre Boulez, sem er frá þvi fyrir Þarmastaöarskeiö hans,eöa 1946. Annars er áhugi islenzkra tón- skálda á möguleikum flautunnar farinn aö aukast verulega. Sumarmál Leifs Þórarinssonar („mjög skemmtilegt verk”, segir Manúela) fyrir sembal og flautu frumfluttu þær Helga Ingólfsdótt- ir 1 Skálholti i fyrra; það var lofað f hástert af gagnrýnendum f Köb- en f nóvember og veröur á dag- skrá stallnanna næsta laugardag á Tónlistardögum á Akureyri. en viku sföar í Bústaöakirkju i Reykjavik. Fyrir 2 árum fóru Manúela og Snorri Birgisson um Noröurlönd meö Næturfiörildi eftir Atla, stemmningsrfkt verk sem flutt er viö kertaljós. Enn má nefna Gunnar Reyni Sveinsson og nýliöana Hjálmar Ragnarsson og Askel Másson, sem allir hafa samiö eitthvaö fyrir flautu, en Manúela mun t.d. leika ein- leiksverk á plötu Askels, sem ver- iö er aö taka upp, einni af 10 platna serfu Steinhljóös. Annars hefur hún einnig fengizt viö létt- vægari verkefni f hinum svo- kallaða ,,sessjón”-bransá, leikiö inn á allskyns „jólalagaplötur” og þvfumlfkt — og haft gaman af. ÞAÐ HAFÐI staöiö til lengi aö lfta viö hjá Siguröi og Manúelu vestur á Bárugötunni. Loksins eftir tónleikana f Félagsstofnun stúdenta I öndveröum aprfl tók ég á mig rögg og rölti upp Grjóta- þorpiö i noröangjólu og sólskini. Þau hjónin búa til leigu f gömlu þrilyftu steinhúsi. Þvf fylgir nokkurt rask fyrir hljóöfæraleik- ara að veröa aö fara aö heiman til aö geta æft sig seint á kvöldin og um helgar, eins og er f augnablik- inu. Þá er vel kunnugt aö allir leigutakar eru ófriöaöir allt áriö fyrir 'duttlungum húseigenda á þessu landi. Þess vegna eru hjón- in aö kaupa sér litiö hús á næstu grösum, „þaö minnsta I bænum”. Þaö er þvi ekki hægt aö væna hjónin um iburð f heimilisháttum eins og á stendur, en eins og Manúela oröar þaö, er andinn meira viröi en frystikistur. Þaö sló undirritaöan, hve margir taka sér slikt I munn f dag af algerri markleysu, þegar allt stritiö i raun og veru fer f haröviö og hógreiöar. Foreldrar Manúelu Wiesler eru ekki tónlistarfólk; móöir hennar var ballettdansari . og Helmut Wiesler er sjónvarpskvikmynda- framleiöandi. Manúela byrjaöi aö „gutla á hljóöfæri” og búa til lög sjö ára gömul, en þegar for- eldrarnir sföar skildu, varö hún oft aö vera ein heima á upp- vaxtarárunum og „þurfti aö fá útrás”, eins og hún kallar. Hún fæddist I Brasillu og var þar f tvö ár, en fluttist svo til Vinarborgar. Skirnarnafniö er sennilega til minja um latneska Amerfku. Svonefnd klassisk hljóöfæri skipta tugum. Af hverju varö endilega „Flöte traversiðre” hlutskörpust? „Ég heyröi einu sinni spilaö á flautu f útvarpinu”, brosir Manúela, „og þá vissi ég strax: þetta er mitt hljóðfæri! Þaö tók svo þrjá mánuöi aö sannfæra for- eldra mfna um þaö, en þaö endaöi meö aö þeir gáfu mér alvöru þverflautu f jólagjöf, þegar ég var tfu ára. Ég haföi áöur glamraö á öll hljóöfæri sem ég komst I, pfanó, munnhörpu blokkflautu. Ég söng voöa mikið... en þetta hætti allt saman, þegar þver- flautan kom inn I spilið”. Þaö var tónn flautunnar sem geröi útslagiö, telur Manúela, og hiö nána samband manns viö hljóöfæriö. Þaö sem heillar hana mest viö hljóöfæriö I dag er, hvernig tilfinningar geta komið ósjálfrátt fram... flautan getur oröiö bókstaflega klökk. En lfka ógnvekjandi, ef Manúela fær ein- hverju ráöiö. Hana langar til aö gera flautuna aö dramatlsku hljóöfæri. Færa út styrkleika- sviöiö. Auka fyllingu þess. Ég hef á tilfinningunni, aö hún ætli sér líka aö láta heiminn vita af þvl. Metnaöurinn er á sinum staö. Af einskærri rætni spyr ég: Hvers vegna varö ekki frekar fiölan fyrir valinu? En um þaö tjóir ekki aö tala. Fyrir Manúelu er aöalatriöi aö tjá sig meö andardrættinum. Fyrr mundi hún taka upp söng en aö leggja stund á strengja- hljóöfæri. Er ég spuröi, hvort hún heföi þá rekiö sig á aö hún væri meö stærri lungu en aörir, gall við hlátur. „Alls ekki. Ég haföi litiö úthald til aö byrja meö. En þaö er bara þjálfunaratriði”. Þótt furöulegtmegi telja er tón- listarstarf ekki f eins háum met- um f Austurrlki og vísindi, bók- menntir og leiklist, eins og þaö er nú rótgróiö tónlistarland. Móöir Manúelu var lengi vel hörö á þvf aö stelpan ætti aö læra eitthvaö almennilegt og fara I háskóla. Þegar hún var 16 ára nýút- skrifaöur einleikari frá Vfnarkon- servatóriunni meö hamslausar hugmyndir um eigin færni, stóö til boöa aö fara til Parisar i fram- haldsnám, en mamman var lengi á móti förinni, þótt hún heföist aö lokum. Marion, kennari hennar f Parfsarborg, lét hana byrja á byrjuninni aftur. Skalar, skalar, skalar. Hinar „17 daglegu æfing- andardrœttinum ar” Taffanels og Gauberts voru bæöi morgunbæn og kvöldbæn. „En ég haföi ofsalega gott af þvi”, viðurkennir Manúela þakk- látum rómi. A meöan kaffibollar hverfa eins og dögg fyrir sólu, berst talið út og suöur. Um fræga flautu- virtúósa. Um tónskáld liöinna tfma. Um forn hljóöfæri („Vissu- lega gæti ég hugsað mér aö spila Bach á tréflautu, en góöar tré- flautur kosta skildinginn”). Austurlenzka flautumúsik ber á góma en passant— þverflautan á sér elzta sögu f Kína — og „japönsku blástursaöferðina”, sem margir tréblásarar tala um en fáir nenna aö standa i aö til- einka sér, nema ef vera skyldi Heinz Holliger óbóseiöskratti. Aöferöin gengur út á aö geta blás- ið viðstööulausan tón m.a. nota munnholiö til blásturs óháö andardrætti lfkt og pipusekk. Heföi frægasti amatörfleytill upplýsta einveldisins, Friörik af Prússiá, • verið þetta upplýstur, heföi Quantz kennari hans ekki þurft aö spretta upp og æpa bravó i hvert skipti sem Frissa skorti loft f miðjum frasa, eins og sagan segir... Japönsk tónlist kemur sumum vesturlandabúum fyrir sem bæld og fjarræn, en þótt hún sé kröpp og einföld aö gerö, getur hún samt sagt mikiö. Manúela viöurkenndi aö hafa fremur lftiö kynnt sér af þeirri tónlist hingaö til, en meö tíö og tfma gæti annaö oröiö upp á teningnum. öllu iönari hefur hún hins vegar veriö viö aö setja sig inn f nýjustu tækni og vfsindi viö framköllun samhljóma. Sé vissum fingra- gripum og varastillingum beitt, geta flest tréblásturshljóöfæri nefnilega gefið frá sér tvf- og jafnvel þrihljóma. A enskunni, sem allt kann aö nefna, heitir þetta „multiphonics” og er tölu- vertnotaö i tónverkum siöari ára. Þaö er búiö aö rita margar bækur Manuela töfrar fram flókinn kafla lir sónatlnu Boulez fyrir viömælanda sinn. um máliö, en meö þvf aö maöur haföi hina fjölmörgu framsæknu flautunemendur fslenzka lýö- veldisins I huga, baö ég Manúelu aö mæla meö einni sérstakri og hún reyndist vera „The Avant Garde Flute” eftir Thomas Hovel, University of California Press, 1974. „Þaö er nú eitt sem vantar i flautukennslu viöa I dag”, segir Manúela áhyggjufull á svip. „Þaö er allt of lftiö af nútfmamúsfk og nútimatækni. Og formgreinlngu. Krakkar fá aörenna sér i gegnum merkileg verk án þess nokkurn tima aö athuga hvernig þau eru byggö upp”. Þarna nálgumst viö skemmti- legt umhugsunarefni, aö mér finnst, I músik. A einleikari sjálfur aö semja kadenzur f kon- sert? Manúela segist hafa skömm á ööru. Hún semur sfnar eigin kadenzur, eöa jafnvel spinnur á staönum, þar sem þaö á viö, þ.e. þegar ekki er kadenza fyrirliggj- andifrá hendi tónskáldsins sjálfs, eins og eölilegt þótti á dögum gömlu meistaranna. Smekkur og skilningur manna er alltaf aö breytast, og þótt Joachim og Kreisler hafi verið miklir snill- ingar er ekki þar meö sagt, aö þeir hafi veriö hinztu múllar æja- tollanna. Allavega hvetur Manúela óspart sinn nemanda til eigin kadenzugeröar. Viö erum sammála um ágæti þeirrar iöju. Þaö er útrás, ögun og sjálfsmælikvaröi aö þvi aö leggja eitthvaö i belg frá eigin brjósti um gömul og góö stef, „ef maður hefur eitthvaö aö segja”. Aö minnsta kosti finnst okkur mætti vera miklu meira gert af þvf I tónlistarskólum nú á dögum. Hljóöfæraleikur er tvennt. Maöur veröur að hafa eitthvaö aö segja. En maöur veröur einnig aö geta komiö þvf frá sér. Tækni, reynsla og sjálfsstjórn eru þættir sem haldast I hendur og auövelda manni að koma efninu á leiö. En allt of oft kafna góö skilaboö i fæöingu út af bælingu og tauga- óstyrk. Væri nokkurt sérstakt ráö sem Manúela mundi gefa frónsk- um flautunemendum viö þvf? Svariö er stutt og laggott: „Æfa tækni!” segir hún og leggur áherzlu á, aö góöar visur eins og tónstigaæfingar veröa sjaldan of oft kveðnar. En segjum nú aö þér ligg; eitt- hvaö á hjarta. Þú hafir tækni, Kunnáttu. Sviösreynslu. Samt vantar oft herzlumuninn á aö þú náir þessu ólýsanlega sambandi viö áheyrendur, sem er aðal góös listamanns. Þetta samband á eitthvaö skylt viö hæfileikann til aö geta tekiö sjálfiöúr sambandi og einbeitt sér aö þvl aö veita öörum, óhamlaöur af duldum og brostnum hvötum. Fyrirbrigöiö er jafn auöfinnanlegt venjulegum tónleikagesti og þaö er skörum spekinga torræð gáta. Ég spuröi Manúelu Wiesler, hvernig hún færi að þessu. Væri t.d. leiö aö fara aö eins og sumir ku nota viö sviðsskrekk, nefnilega aö einbeita sér aö einhverri ákveöinni persónu i salnum? Nú brosir Manúela sinu breiö- asta morgunlenzka Mónu Lisu brosi. „Þaö liggur kannski i þvl hvaö mér þykir óskaplega vænt um áheyrendur mina”, segir hún. „Ég held ab þaö hafi fyrst komið fram, þegar ég byrjaöi aö spila opinberlega f Vfnarborg fjórtán ára gömul. Þá rann þaö fyrst upp fyrir mér, aö þetta yröi mitt lifs- starf”. „Þaö er stórkostlegt”, bætir hún viö, „þegar maöur finnur eins og rafstraum fara á milli sin og áheyrandans. Þegar viö Helga Ingólfsdóttir lékum f Skálholti f fyrrasumar fyrir heila rútubfls- farma af feröamönnum, þá gerö- ist þetta einu sinni. Allt f einu. Ég hef sjaldan átt betri áheyrn aö fagna. Eftir aö rútan var farin aftur til Reykjavikur spuröist ég fyrir um hvaöa fólk þetta heföi verið, og var mér þá sagt að þab heföi ver- ið sjúklingar frá Kleppsspitalan- um. Ég held aö þaö atvik liöi mér seint úr minni. Þaö var yndis- legt”. —RÖP „Mig langar til að gera flautuna að dramatísku hljóðfœri” „Mér þykir ákaflega vænt um áheyrendur mína ” „Ég átti að læra eitthvað almennilegt”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.