Þjóðviljinn - 22.04.1979, Side 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 32. aprll 1979.
FERILL
MARLENE
DIETRICH
Fræg stjarna er meö þeim fyrstu sem talar i slma yfir Atlantshaf. Helst mátti enginn vita að hún væri móðir.
Kithöfundurinn Eric Maria Remarque var náinn vinur leikkonunnar,
sem kom honum mjög á óvart meö þvi að kunna að meta bókmenntir.
Jean Gabin var mjög hjálparþurfi þegar hann kom til Hollywood cftir
að strlðið hófst. Tókust með þeim ástir sjaidgæfar, að þvl er endur-
minningarnar segja.
Marlene Dietrich lék I firnamörg-
um lélegum myndum: I Kismet
reyndi hún að vekja athygli með
þvi aö smyrja fætur slna I gull-
bronsi i „ástleitnum” dansi. Það
munaöi minnstu að hún biði mikið
heilsutjón af.
Sex var enn bannorð, allt átti aö
gefa til kynna með augnaráði
(Katrin mikla, 1934).
STJÖRNULÍF
í náð og ónáð
Upp úr 1930 kom Marlene Diet-
rich, nýorðin fræg fyrir leik sinn i
Bláa englinum, til Hollywood, og
hélt þar áfram aö leika undir
stjórn von Sternbergs. Fyrsta
mynd hennar, Marocco, varð
vinsæl: hver myndin tók við af
annarri, Marlene Dietrich varð á
skömmum tima stórstjarna,
draumadis ogglamurgála (glam-
our girl). Flugvélar skráðu nafn
hennar i stjörnurnar. Kvik-
myndafélagið Paramount heimt-
aði að hun fylgdi i einu og öllu
þeirri forskrift sem stjörnukerfið
vildi fylgja: Marlene lék örlaga-
kvendi sem brenna hjörtu ungra
sem roskinna til ösku — og þvi
var þess meðal annars krafistaf
henni, að hún léti ekki uppiskátt
um að hún ætti unga dóttur.
Þessu hlýddi Marlene Dietrich
aö sönnu ekki. Hún fékk þvi
framgengt að kvikmyndafélagið
viðurkenndi hennar móðurrétt án
undanbragöa. En aö öðru leyti
verður ekki annaðséð en að hún
hafi tekið þvi með þegjandi
samþykki sem Hollywood að
henni rétti.
Augnaráðið
Það var að sönnu öðruvisi að
vera kvikmyndastjarna þá en
stundum siðar. Þaö var enn ekki
siður aðafklæða draumadfeirnar
aö ráði, „sexið” var hálfgert
bannorð. Eða eins og önnur
stjarna og nokkuð eldri, Mae
West, komst að orði: „Við verð-
um að gera þetta allt með augun-
um”. Marlene Dietrich þótti það
miklu betri kostur en það sem nú
er gert i kynlif smálum á tjaldinu
til að laða fólk í bió.
Þetta var á þeim árum þegar
syni Lindbergs flugkappa var
rænt. Marlene Dietrich var ein
þeirra sem fékk hótunarbréf frá
mannræningjum; ef að hún
greiddi ekki tiltekna upphæð yrði
dóttur hennar rænt. Leikkonan
lét telpunafylgja sér nótt og dag,
oglffverðir fóldusig i garöi henn-
ar.
Sigurför inn i Berlin?
Eftir að Hitler kom til valda
þurftiMarlene Dietrich einu sinni
að koma viði' þýska sendiráðinu i
Paris, hún þurfti þar að fram-
lengja þýska vegabréfið sitt til að
hafa alla pappira i fullkomnu lagi
þegar hún fengi bandariskan
rikisborgararétt. Þýski sendi-
herrann var hinn stimamjúkasti,
hann reyndi að telja þessa
„drottningu þýskrar kvikmynda-
gerðar” á að snúa heim aftur.
Hann lofaði þvi, að þegar hún
kæmi yrði efnt til sérstakrar
sigurferðar með hana gegnum
Brandenborgarhliðið i Berlin.
Marlene' Dietrieh svaraði þvi
til, að hún væri bundin persónu-
legum samningi við von Stern-
berg. Aftur á móti yrði sér það
sönn ánægja aö leika i kvikmynd
undir hans stjórn I Þýskalandi.
Þetta þótti sendiráðsmönnum
hin versta móögun — öll vissu
þau vel að von Sternberg var af
gyðingaættum. Engu að siður
sagði sendiherrann, að Hitler
gæti komið hverju sem væri i
kring, bara ef leikkonan vildi
snúa heim.
Eigur fyrir kassann
Marlene Dietrich hélt áfram að
starfa i Hollywood og gekk vel.
En dag nokkurn birti Brandt
nokkur, maður sem átti kvik-
myndahúsasamsteypu stóra,
auglýsingu i öllum helstu banda-
riskum blöðum — þar var þess
getiðaö tilteknar fjórar leikkonur
væru „eigur fyrir kassann”.
Þessar leikkonur voruGreta Gar-
bo, Katherine Hepburn, Joan
Crawford og Marlene Dietrich.
Þetta einkennilega tiltæki var af-
leiðing af sérstæðu viðskipta-
striði. Kvikmyndafélögin neituðu
að leigja kvikmyndahúsum
myndir með þessum stórstjörnr
um, nema þau tækju með heilan
„pakka” (til dæmis fimm-sex
myndir) af miðlungskvikmynd-
um, eða öliu heldur kvikmyndum
sem litlu var til kostað og þær
leiknar af lítt þekktum leikurum.
Paramount þorði ekki að halda
sinum stjörnum til streitu gegn
slikri atlögu, og losaði sig við
Marlene Dietrich.
Ramarque og Gabin
Hún hélt til Parisar en þar var
maður hennar við störf. A Cap
d’Antibes safnaðist saman hópur
vina — Josef von Sternberg var
þar, sem og rithöfundurinn Eric
Maria Remarque. Remarque og
Marlene varð mjög vel til vina.
Leikkonan fjallar i endurminn-
ingum sínum ekki sérlega mikið
um ástménn sina — þó rekur hún
það af miklu örlæti að leikarinn
Jean Gabin, hafi haft flest það til
að bera sem einn karlmann mátti
prýða, en Gabin hjálpaði hún
mikið eftir að hann flúði frá
Frakklandi til Bandarikjanna i
striðsbyrjun. Bæði að því er varð-
ar það samband og svo vinskap-
inn við Eric Maria Remarque,
sýnist Dietrich hafa haft nokkrar
mætur á að sýna körlum sinum
móðurlega umhyggju og gerast
þeirra bjargvættur. Hún segir að
Remarque hafi verið einstaklega
viðkvæm sál — hans höfuðvandi
var sá, að hafa orðið heimsfrægur
á svipstundu fyrir sina fyrstu bók,
Tiðindalaust á Vesturvigstöðvun-
um. Remarque var viss um, að
honum mundi aldrei framar tak-
ast að ná svipuðum árangri.
Eftir nokkurt ónáðartimabil i
Hollywood var Marlene freistað
til að koma aftur þangað — það
var árið 1939 og stutt i að strlðið
hæfist.