Þjóðviljinn - 28.04.1979, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. aprll 1979
alþýöubandalagið
Vorhátið
Alþýöubandalagsfélögin i Garöabæ, Hafnarfiröi og Kópavogi efna til
Vorhátiöar i Þinghól i Kópavogi laugardaginn 28. april n.k. Hátiöin
hefst kl. 21. Skemmtiatriöi og dans. — Stjórnir félaganna.
Verkalýðsmálaráð Alþýðubandaiagsins og
kjördæmisráð flokksins á Austurlandi
hafa ákveðið aö efna til ráðstefnu um verkalýðsmál i Egilsbúð I Nes-
kaupstaö dagana 5. til 6. mai n.k. A ráðstefnunni veröur fjallað um
kjarasamninga og kröfugerð, lifeyrismál, félagslega umbótalöggjöf og
Abl. og verkalýðshreyfinguna.
Sjá nánar auglýsingu i Þjóðviljanum 28. mai, laugardag.
Alþýðubandalagið Hveragerði
Fundur verður haldinn I Alþýöubandalagsfélaginu I Hveragerði
fimmtudaginn 3. mai nk. kl. 21,00að Bláskógum 2.
Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Tillögur að forvalsreglum. 3.
Hreppsmálin. 4. Sumarferðalag. 5. önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur 5tu deildar — Breiðhoitsdeildar
Aðalfundur 5tu deildar, Breiöholtsdeildar, Alþýöubandalagsins I
Reykjavik verður haldinn i KRON-salnum viö Noröurfell, gengið inn
frá Iöufelli, klukkan 20.30 nk. fimmtudag, 3ja mai.
Dagskrá: Kjör stjórnar og fulltrúaráös. önnur mál, sem auglýst verða
i blaöinu eftir helgi.
Stjórnin.
1. mai—kaffi ABK i Þinghói
Alþýðubandalagib I Kópavogi hefur opiö hús og kaffisölu 1. mai kl. 15 I
Þinghól I Kópavogi.
Avarp flytur Ásgeir Blöndal Magnússon; einnig verður tónlistarflutn-
ingur.
Stjórn ABK.
Hörð
Framhald af bls. 2
Framkvæmdastjórn Farmanna
og fiskimannasambands lslands
hafnaði hinsvegar þátttöku I
hátlðahöldunum.
1. mal, n.k. þriðjudag, fara
hátíðahöld verkalýðsins I
Reykjavík á alþjóðlegum
baráttudegi verkafólks fram með
þessum hætti:
Safnast verður saman á
Hlemmtorgi kl. 13.30 og gengið
þaöan undir kröfum dagsins á
Lækjartorg, þar sem útifundur
hefst kl. 14.
Ræðumenn dagsins verða:
Grétar Þorsteinsson formaður
Trésmiðafélagsins, Haraldur
Steinþórsson framkvæmdastjóri
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja, Jón Helgason formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar,
Akureyri, og Hafsteinn Eggerts-
son formaður Iðnnemasambands
Islands. Fundastjóri verður Aöal-
heiður Bjarnfreðsdóttir.
Lúðrasveit Verkalýðsins,
Lúðrasveitin Svanur og Lúöra
sveit Arbæjar og Breiðholts, leika
fyrir kröfugöngunni og á útifund-
inum, þar sem leikararnir
Baldvin Halldórsson og Karl
Guðmundsson mun> einnig lesa
kafla úr bókinni Bréf til Láru eftir
Þórberg Þórðarson.
Lúðrasveit Laugarnesskóla
leikur á lóð Stjórnarráðsins við
Lækjart. frá kl. 13.30.
Helgarerindi Alþýðubandalagsins i Neskaupstað
sunnudaginn 29. april kl. 16 I fundarsal Egilsbúðar. Þorsteinn Vil-
hjálmsson eðlisfræöingur heldur erindi: Rikisbákniö og öll hin báknin.
Stjórnmálastraumar til hægri og vinstri.
Állir velkomnir
Veröa
Framhald af bls. 1
halda áfram og sagöist hann ekki
geta neitt um það sagt fyrr en
hann væri búinn að heyra hljóöið i
mönnum á fundinum.
Kári Arnórsson skólastjóri
sagði að það lægi ekki fyrir að
leggja Samtökin niður, heldur
hvernig starfi þeirra yrði háttað
á næstunni. Þar yrði útgáfa
Nýrra þjóömála I brennidepli en
hún er nánast eina starfsemin
sem nú fer fram á landsmæli-
kvaröa. Spurningin er hvort hún
verður lögð niður um sina en
starfsemin héldi áfram þar sem
félög og bæjarfulltrúar eru á ein-
stökum stöðum.
Andri Isaksson sagði að framtíö
Samtakanna væri I algerri óvissu
en hún yrði rædd og tekin
ákvörðun um hana á fundinum.
Ekki vildi hann svara þeirri
spurningu hvort til greina kæmi
að leggja Samtökin niður.
—GFr
Birgir
Framhald af bls. 1
ihaldsins sem tapaö hefúr höfuö-
víginu Reykjavik. Æ fleiri munu
vera fúsir til þess að setja dæmið
uppþannigað Alberteigi oghljóti
að verða múrbrjóturinn sem
boðað getur nýja tiö. Eins og einn
kunnur S jálfstæöismaður sagöi i
samtali við ■ Þjjoðviljann: „Það
er ónýtur flokkur sem ekki getur
losað sig við óhæfa for^ystu.”
Það veikir vigstöðu Geirs-
armsins iþessum átökum aðliðs-
mönnum hans hefurgengiö illa að
koma sér saman um liðsodda til
þess að tefla fram i gagnsókn.
Ragnhildur Helgadóttir og
Matthias A Mathiesen telja sig
eins vel að varaformennskunni
komin eins og Matthias
Bjarnason. Enda þótt sá siðast-
nefndi væri sterkasta framboðið
gegn Gunnari Thoroddsen i vara-
formannskjöri náöist af þessum
rígssökum ekki samkomulag um
hann innan Geirsarmsins.
Landsfundarátökin hafa sett
svip sinn á þingstörf i þessari
viku og kapparnir Gunnar og Geir
varla sést iþingsölum,enda þörf á
því aö hneppa öörum hnöppum.
Þá er þess að vænta að þingstörf
af hálfu Sjálfstæðisflokksins verði
öll i' skötuliki i næstu viku vegna
landsfundarfiðrings, en fundur-
inn verður settur i Háskóiabiói
nk. fimmtudag.
---ekh
r
Osæmandi
Framhald af bls 8.
sumir svo lágt að álasa konum
fyrir að eiga ekki eða vilja ekki
eiga börn, konum sem ekki
njóta neinnar aðstoðar! Þetta er
gersamlega ósæmandi, þvi á
hvaða annan hátt geta konur
brugðist við? En þettá er þessi
gamla hugsun sem þarna geng-
ur aftur — nefnilega sú aö ein-
ungis giftar konur með fyrir-
vinnur eigi börn i þessu þjóð-
félagi.
Sp: Má vænta einhverra breyt-
ing á næstunni?
!Bj: Það hlýtur að vera. Við
óbreytt ástand er ekki hægt aö
una. Fæðingarorlofsmálin eru
stórt réttindamál. Það varðar
allar konur. Einnig karlmenn —
þaö má ekki gleymast.
Störfum um helgina
1. mai nefnd Fulltrúaráðs
verkalýösfélaganna i Reykjavik
hefur að venju undirbúið
hátiðahöldin 1. mai.
Formaður hennar er Þorbjörn
Guðmundsson trésmiöur, en aðrir
i nefndinni eru Kristvin Kristins-
son verkamaöur, Ragna Berg-
mann verkakona, Skjöldur
Þorgrimsson sjómaður, og
Guðmundur Bjarnleifsson járn-
smiður. Frá BSRB hafa starf að
með nefndinni örlygur Geirsson
og Jónas Jónasson stjórnarmaöur
BSRB. Og frá INSÍ Hafsteinn
Eggertsson, iðnnemi.
Um helgina veröur unniö af
fullum krafti aö undirbúningi
kröfuspjalda og aö skipulagningu
göngu og útifundar. Eru félagar i
verkalýðsfélögunum hvattir til
þess að taka virkan þátt i
undirbúningnum um helgina.
—ekh.
Kröfugöngur
Framhald af bls. 5.
kl. 20.30. Dansleikur á vegum 1.
mai-nefndar verður I Sjálfstæðis-
húsinu að kvöldi 30. aprll. Einnig
verður kvennadeild Einingar með
kaffiveitingar og opið hús um
daginn i Alþýöuhúsinu. Eftir
útifund verkalýösfélaganna
veröur einnig opið hús hjá
Alþýðubandalaginu i Lárusar-
húsi. Þar leikur örn Arason á
gltar og flutt veröur dagskrá I tali
og tónum úr ritverkum seinni ára
seip nefnist Menning hvunn-
dagsins.
Samkoma í Nýja bíói
á Siglufirði
A Siglufirði veröur samkoma i
Nýja biói kl. 2. Þar flytur Signý
Jóhannesdóttir ávarp en Kristján
Ásgeirsson formaður Verkalýðs-
félags Húsavikur heldur aðal-
ræðuna. Lúðrasveit og barnakór
leikur undir stjórn Eliasar Þor-
Rauð verkajýöseming L maí
SAFNAST VERÐUR SAMAN A HLEMMI KL. 13
ÚTIFUNDUR VIÐ MIÐBÆJARSKÓLANN EFTIR GÖNGU.
Eftir útifundinn höldum við á innifund Rauðsokkahreyfingarinnar.
Um kvöldið verður l. maí dansleikur aö Hótel Borg við undirleik
Guðmundar Ingólfssonar og félaga.
RAUÐ VERKALÝÐSEINING 1. maí
//Söngglaðir baráttu-
fuglar" úr Rauðsokka-
krnum efla fjörið.
Einnig verður fluttur
gamanþáttur um sam-
ráðsmakkið.
| Stuttar ræður:
| Valur Valsson, sjómaður
Pétur Pétursson, þulur
Sólrún Gísladóttir, námsm.
Rúnar Sveinbjörnsson, rafvirki
| Fundarstjóri: Vernharður Linnet, kennari.
valdssonar, Júlíus Júliusson les
upp og Reglna Guðlaugsdóttir
stjórnar þjóðdönsum. Barnasam-
koma verður i Alþýöuhúsinu á
sama tima.
Kröfuganga
á Akranesi
A Akranesi verður safnast
saman á Akratorgi kl. 13.30 og
siðan gengið I kröfugöngu um
bæinn og aftur á Akratorg þar
sem verður útifundur. Ræðu
flytur Einar ögmundsson gjald-
keri ASÍ en ávörp Búi Gislason,
Þórey Jónsdóttir o.fl..Lúðrasveit
Mosfellssveitar leikur og einnig
verður upplestur og Barnakórinn
á Akranesi syngur.
útifundur við hús
Bjarna riddara
i Hafnarfirði
I Hafnarfirði veröur safnast
saman við Fiskiðjuver BOH kl.
13.30 og veröur lagt á stað I kröfu-
göngu kl. 14 en Lúörasveit
Hafnarfjaröar gengur I farar-
broddi. Otifundur verður við hús
Bjarna riddara. Hermann
Guðmundsson formaður fulltrúa-
ráðs verkalýösfélaganna setur
fundinn en ávörp flytja Björgvin
Sigurösson frá Stokkseyri,
Hallgrimur Guðmundsson for-
maður Hlifar og Albert
Kristinsson formaður Starfs-
mannafélags Hafnarfjarðar.
—GFr
Fyrir hverja
Framhald af bls 8.
Meginefni þessa frumvarps er
að atvinnuleysistryggingasjóður
skuli greiða lifeyri þeirra 3000
mannssem fæddir erufyrir árið
1914 og eru fyrir utan almenna
lifeyrissjóði.
Það er orðið timabært fyrir
verkafólk og forystu þess að
taka málefni sjóðsins til gagn-
gerðar athugunar — ef hann á
einhvern tima að geta aðstoðað
það ef til atvinnuleysis kemur.
Þá þarf að taka fæðingarorlofið
út úr sjóðnum og koma þvi inn I
tryggingalöggjöfina — ekki ein-
ungis til að létta af sjóðnum —
heldur einnig til að leiðrétta það
mikía misrétti sem rikir I fæð-
ingarorlofsmálum.
Olof Ruin
.Framhald af bls. 13.!
á dögunum þvimargir telja mikla
hættu stafa af kjarnorkuverinu i
Barseback I Svfþjóö.
Siðari fyrirlesturinn verður
laugardaginn 5. mi kl. 16.00, og
þá ræðir Olof Ruin um núverandi
stefnu Svia i menntamálum, en
þar eð Sviar hafa I mörgu tilliti
fengiö að reyna róttækustu breyt-
ingar á sviði menntamála, sem
orðið hafa á Norðurlöndum, hafa
þeir einnig meiri reynslu af kost-
um og ókostum þeim, sem fylgt
hafa auknu lýðræði á sviði
menntakerfisins.
l'ÞJÓÐLEIKHÚSIfl
STUNDARFRIÐUR
i kvöld kl. 20. Uppselt,
sunnudag kl. 20
þriðjudag 1. mai kl. 20
KRUKKUBORG
sunnudag kl. 15
Fáar sýningar eftir.
Litla sviðið:
SEGÐU MÉR SÖGUNA
AFTUR
sunnudag kl. 20.30.
LKIKFF.IAC
RKYKIAVIKUR
LÍFSHÁSKI
I kvöld kl. 20.30.
Allra siðasta sinn.
STELDU BARA MILJARÐI
sunnudag kl. 20.30
fimmtudag kl. 20.30
SKALD-RÓSA
föstudag kl. 20.30
Allra siðasta sinn.
Miðasala i Iðnó kl. 14 — 20.30,
simi 16620.
VIÐ BORGUM EKKI
VIÐ BORGUM EKKI
mánudag kl. 20.30
NORNIN BABA-JAGA
sunnudag kl. 15.00
Fáar sýningar eftir.
Miðasala I Lindarbæ alla daga
kl. 17—19.
Sýningardaga kl. 17—20.30.
Sunnudaga frá kl. 13.
Sími 21971.
eikbrúðu
land
GAUKSKLUKKAN
i dag kl. 15.
Miðasala að Frikirkjuvegi 11
kl. 13—15.
Miðapantanir i sima 15937 og
21769kl. 13—15. Síðasta sýning.
Lætur loka
Framhald af bls. 3.
slikan atburð búin. Hún haföi
ekki hugmynd hvernig ætti að
gera kjarnorkuofninn hættu-
lausan, lét fyrst um sinn allar
hvatningar um að flytja fólk burt
frá svæðinu umhverfis kjarn-
orkuverið sem vind um eyrun
þjóta og reyndi að koma I veg
fyrir að nákvæmar upplýsingar
um slysið kæmust til almennings.
Vél- eða rafmagns-
tæknifræðingur
óskast til kennslu og umsjónarstarfa við
Iðnskólann ísafirði, vélstjórnar- og tækni-
braut.
Umsóknir sendist Menntamálaráðu-
neytinu fyrir 30. mai nk.
Upplýsingar veitir undirritaður i sima 94-
3278 og formaður skólanefndar i sima 94-
3313.
Skólastjóri
Faðir okkar
Ólafur Jón ólafsson
Dvalarheimilinu Asbyrgi Hveragerði er látinn.
Fyrir hönd vandamanna <
Kjartan Ólafsson
Sigurjón N. ólafsson
Sigmar Ólafsson