Þjóðviljinn - 28.04.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.04.1979, Blaðsíða 6
í AÖÍ3 — (ÍíátlíWðW éflfl Wwjb $í 6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. april 1979 Lög um rétt til launa i veikinda- og slysatilfellum Ihaldið sat hjá I gær voru samþykkt lög frá Alþingi um rétt verka- fólks tÚ launa i veikinda- og slysatilfeiium. Lög þessi veita almennu verkafólki rétt til uppsagnarfrests 1—3 mánaóa eftir starfstima, og rétt til launa i veikinda- og slysatilfellum í 3 mánuöi. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi lögðust gegn samþykkt þess frum- varps nú og lögðu þeir fram I efri deild tillögu um frávisun þess með rökstuddri dag- skrá. Við lokaafgreiðslu málsins sátu þeir hjá og var frumvarpið samþykkt sem lög með 11 atkvæðum þing- manna stjórnarflokkanna. Frumvarp þetta er eitt af þvi sem verkalýðshreyfingunni var heitið við efnahags- aðgeröirnar 1. desember sl. Númunuvera óafgreidd tvö frumvörp sem tengd voru þessum fyrirheitum og eru þau bæði til afgreiöslu i neöri deild, en efri deild hefur lokið afgreiðslu þeirra. Er þá átt við þau frumvörp sem lögðvorufram fyrir jól. sgt Opið hús í Arnarholti Kynnt starf og aðbúnaður geðdeildar I fyrsta sinn á Islandi verður nú almenningi gefinn kostur að skoðaogkynnast starfsemi og að- búnaði geðdeildar. Opið hús verður i Arnarholti á Kjalamesi sunnudag 6. mal kl. 13—17. Nýja húsið og hluti gamla hússins verður opiö og getur þar að lita þær breytingar sem orðið hafa á aöbúnaði sjúklinga, en með tilkomu nýrra bygginga hefur gefist tækifæri til bættra. meðferðar og endurhæfingar. Kaffi- og veitingasala verður ásamt sölu hannyrða vistmanna á staðnum. Kópavogskór syngur í Borgamesi og Laugagerði Samkór Kópavogs heldur tón- ieika I Jélagsheimilinu I Borgar- nesi laugardaginn 28. aprii kl. 15 og I Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi sama dag kl. 21.30. A efnisskránni eruerlend lög og innlend, þar á meöal syrpa af lögum eftir Sigfús Halldórsson. Stjórnandi kórsins er Kristln Jóhannesdóttir og undirleik annast Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir. Deilan um skattheimtu af Listahátíð: Listahátíð hefur aldrei greitt opinber gjöld Eins og fram hefur komið í fréttum hefur það verið ákveðið i fjár- málaráðuney tinu að hagnaður af siðustu Listahátið skuli ganga upp í opinber gjöld. Aðstandendur Lista- hátiðar telja að hún eigi að vera með öllu undanþegin opinberum gjöldum og visa tii samnings þ.a.I. Ekki er fullljóst hver hagnaður varð af siðustu listahátið; telja sumir að hann sé u.þ.b. 7. milj. oi aðrir að hann sé minni. Þjóöviljinn hafði samband við Njörð P. Njarðvik formann framkvæmdastjórnar lista- hátíðar og spurði hann hvernig á ágreiningnum um opinberu gjöld- in stæði og fer svar hans hér á eftir: Samningur Fyrir siðustu listahátlð, árið 1978 var gerður samningur i tveimur greinum og hann undir- ritaður af þáverandi mennta- málaráðherra, fjármálaráðherra og þáverandi borgarstjóra. Fjall- ar hann annars vegar um þaö hvernig eigi að greiöa hugsan- legan halla á listahátið, en hins vegar hvernig fara skuli með opinber gjöld. 1 siöari greininni segir að fella skuli niður opinber gjöld. Borgin beri það sem undir hana heyrir af gjöldum, en rlkiö það sem undir það heyirir. Ráðuneytisstjóri Fjármála- ráðuneytisins virðist líta svo á aö siðari greinin gildi aðeins ef um halla er aö ræöa á hátiðinni. Við teljum hins vegar að sú grein sé i fullu gildi hvort heldur ágóöi eða halli er á hátiðinni. Við vitnum til þess að 1976 var fjárhagslegur hagnaöur af lista- hátíð. Engu að síöur voru ekki greidd nein opinber g jöld af henni það ár. Listahátið hefur aldrei greitt neins konar opinber gjöld! Enda hefur aldrei verið gert ráð fyrir þeim i neinni f járhags- áætlun. Af þvi hlýtur að mega draga þá ályktun að tilgangur áðurnefnds samnings sé augljós, þó að orðalag hans sé þannig að hugsanlega megi hártoga þar einstök atriði. Ráðuneytisstjóri fjármála- ráðuneytisins vill fá tekjuafgang slðustu hátiðar upp I opinber gjöld en þau nema um 23 miljón- um króna til rikis og borgar fyrir s.l. ár. Pólitiskt mál Þetta er aö minni hyggju mál sem I raun og veru er stjórnmála- legs eölis og ekki spurning um túlkun samnings. Þ.e.a.s. hvort hver hátið sé sérstakt íyrirtæki sem ævinlega eigi að byrja á núlli. Listahátíö getur aldrei staöið undir opinberum gjöldum, hversu vel sem húngengur.Ef gertheföi veriö ráö fýrir þessum opinberu gjöldum á slðustu áætlun heföi hún skilað stórkostlegum halla. Reikningar Listaháíiðar 1978, sem eru undirritaðir I nóvember s.l. sýna að vlsu hagnað eins og málin stóðu á þeirri stundu. En Listahátið er þess eðlis aö reikn- ingar eru að berast löngu eftir að hún er haldin við erum þess vegna enn þá að greiða reikninga sem eru tengdir siöustu Lista- hátið. Skýringin er m.a. sú að átt er I skiptum viö aöila út um allan heim og i svo margslungnu fyrir- tæki koma alltaf upp ófyrirsjáan- legir hlutir. Nú, þá má benda á að Lista- hátíð verður aö gera samninga viðlistamennlangt fram i timann og eins er töluvert um skuldbind- ingar og f járfestingar sem erfitt er aö sjá hvernig hægt sé að skella á hverja einstaka hátið. 1 þvisambandi mábenda á kostnað af innréttingum og endurbótum á húsnæði og fúndahalds. Þess vegna segir reiknings- uppgjör aldrei alla sögu; hver hátiö dregur á eftir sér langan slóða. Jafnframt þvi sem næsta hátið krefst mikilla fjárútláta við undirbúning. Þess vegna ber aö minu viti að lita á Listahátiö i Reykjavlk sem eitt samfellt fyrirtæki, en ekki margar sjálf- stæðar hátíðir, Ef það er skoðun f jármálaráöu- neytisins að listahátiömegi aldrei halda neinum tekjuafgangi heldur eigi hann að hverfa I rflris- sjóð, þá er náttúrlega ekki veriö að ýta undir aðhaldssemi I rekstri þessarar starfsemi. Ekki fyrir fjármálaráðuneytið Aö minni hyggju er það ekki til- gangur Listahátiðar aö vera ábatafyrirtæki fyrir ríkissjóð. Tilgangur hátiðarinnar er, og það er tekið fram i lögum hennar, að gefa Islendingum kost á að njóta þess besta i islenskri norrænni og alþjóðlegri list. Takist aðstand- endum Listahátiðar þetta án þess að halli verði og Reykjavikurborg eða rikið beri fjárhagslegan skaða af, þá finnst mér það sanngirnismál að Listahátið njóti þess en ekki fjármálaráðuneytið. "Það er yfirleitt ekki venja að ætlasttil þessaðalvarleg listskili hagnaði. Hafi það tekist þá verður það að minnsta kostí ekki skriíaö á afrekaskrá fjármála- ráðuneytisins. Þess vegna lit ég svo á, að þvermóöska ráðuneytisstjóra i þessu máli, þar sem hann neitar Listahátlð um sömu fyrirgreiðslu og hún fékk I tið fyrirrennara hans 1976 sé bein ógnun við Lista- hátiö I Reykjavik. ÞB. Viðtal við Njörð P. Njarðvík Stefnir heldur tónleika Arlegir vortónleikar Karla- kórsins STEFNIS verða I Félagsgarði i Kjós mánudaginn 30. aprD n.k., i Hlégarði I Mos- felissveit 1. mai og 4. mai, og I Fólkvangi á Kjalarnesi 5. mai. Aliir tónleikarnir hefjast kl. 21. Söngskráin er fjölbreytt og eru þar bæði innlend og erlend sönglög, m.a. verður lag eftir dr. Gunnar Thoroddsen I útsetn- ingu Páls Pampichler Páls- sonar. Einsöngvari kórsins að þessu sinni er sá ágæti söngvari Friðbjörn G. Jónsson. Stjórn- andi kórsins er nú sem fyrr Lárus Sveinsson trompetleik- ari. r Utvarpsráð hótar Stórfelldur nídur- skurður dagskrár Útvarpsráð gerði á fundi sinum f gær einróma samþykkt um að skera þyrfti niður stórlega dagskrá útvarps og sjónvarps ef ekki fæst launs á ftárhagsvanda stofnunarinnar. Útvarpsráö telur tvær ástæður valda þviaöútvarpiðernúímeiri kröggum en nokkru sinni fyrr. Annarsvegar hafi rikið tekið til sin 836 miljónir I toilatekjum af innfluttum sjónvarpstækjum, sem ella hefðu fariötil endurbóta á dreifingarkerfi þess og fleiri hluta. Hinsvegar heföi ekki fengist fram nema 15—17% hækk- un á afnotagjöldum á meöan önn- ur þjónusta hefur hækkað meir. Einkum fer útvarpið illa út úr samanburði við áskriftarverð á dagblöðum sem hafa hækkað um 50% síöan i september. Otvarpsráð bendir á þann vansa sem þvi fylgir að stofnunin getur ekki sinnt fjölþættu menn- ingarhlutverki sinu á tímum mik- illa breytinga og harðnandi samkeppni I fjölmiðlun. Matsveinar hafa lagt fram kröfur sínar I gærmorgun var haldinn fundur atvinnurekenda og undirmanna á f arskipum. A fund- inn mættu fulltrúar Vinnu- vei tendasam bandsins , Vinnu- málasambands samvinnu- félaganna, Skipaútgerðar rikisins og hinsvegar fulltrúar frá Sjó- mannafélagi Reykjavikur, Mat- sveinafélaginu og Þernufélaginu. Rætt var um samningamálin. Matsveinafélagið hefur lagt fram kröfur sinar og kröfur Sjó- mannafélags Reykjavikur verða væntanlega lagðar fram á mánu- daginn, en öll félögin eru meö lausa samninga. A fundinum i gær settu atvinnu- rekendur fram hugmyndir um framlengingu ásamningum til 30. desember. Jafnframt lögðu þeir fram hugmyndir að breyttum samningagrundvelli, sem þeir telja leiða til betri launa meö „ákveðnum hagræöingar- atriðum”, eins og Barði Friðriks- son f r amkvæm æmdas tjór i Vinnuveitendasambands tslands orðaði það í samtali við Þjóðvilj- ann. „Fyrir okkur vakir að reyna með öllu móti að semja við alla á skipunum á sama tima, þvi ann- ars erum viö ofurseldir keðju- verkföllum,” sagði Barði. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.