Þjóðviljinn - 23.05.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.05.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN MWvikudagur 23. mai 1979 Bálkarnlr lengjast þingsjá Fimm lög í fyrradag Háskóliim má reka apótek A kvöldfundi neöri deildar i fyrrakvöld voru samþykkt fimm lög. Lög voru samþykkt um Há- skóla Islands sem ma. gera ráð fyrir aö Háskólinn megi reka eig- in lyfjabúö. Breytingartillaga um brottfellingu þeirrar heimildar var felld i báðum deildum. Þá voru afgreidd lög um Fjárfest- ingafélag íslands þar sem leyfö eru áfram skattfrlðindi þess. Sjónvarpið: 3 leikrit tekin upp í haust tJtvarpsráö hefur samþykkt, aö tekin veröi upp I stúdió sjón- varpsins I haust þrjú ný islensk ieikrit samkvæmt tillögu dag- skrárgeröarmanna Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins. Var jafnframt gerö tillaga um fimm önnur verk, en ekki tekin ákvöröun um þau aö sinni. Leikritin eru eftir þrjá þeirra höfunda sem voru á margumtöl- uðu námskeiöi sjónvarpsins I vet- ur og eru eftir Guölaug Arason: „Heimahöfn”, Daviö Oddsson: „Milli steins og sleggju” og Stein- unni Sigurðardóttur; „Likamlegt samband frú Guðrúnar”. 1 tillögum sjónvarpsmanna er ekki gert upp á milli þessara verka og þriggja annarra frá höf- undum námskeiösins, en tæknileg atriöi ráöa timarööinni sem mælt er með. Hin þrjú verkin, sem lagt hefur veriö til að veröi tekin upp 1 stúdiói fyrri hluta árs 1980, eru „Lif og strið” eftir Pétur Gunnarsson, „>ú skalt ekki stela” eftir Böövar Guömundsson og „Hver er sinnar gæfu smiöur” eftir Þorstein Marelsson. Þá var af hálfu sjónvarps- manna lagt til að tekin veröi upp á filmu kvikmynd eftir Jökul Jakobsson, „Vandarhögg” og i stúdiói leikrit eftir Þráin Bertels- son og Þórarin Eldjárn, „Sam- band”. Ennfremur á filmu á næstaári.Skýrslan” eftir Kjartan Ragnarsson. Með tilliti til fjárhagsstööu út- varpsins hafnaöi útvarpsráð aö taka ákvöröun um fleiri verk aö sinni. —vh Frumvarp Ellerts Schram um dómvexti var samþykkt sem lög en efri deild haföi gert á þvi þær breytingar aö vextir eru nú mið- aðir viö hæstu innlánsvexti. Lög voru samþykkt um Rafmagnseft- irlit rikisins og hrósar sú stofnun nú algjöru sjálfstæði. Þá voru samþykkt lög um Almannavarnir sem fela i sér nokkrar breytingar á yfirstjórn þeirra. Loks var samþykkt ein þings- ályktunartillaga um „leiöréttingu söluskatts á leiksýningum áhuga- félaga”. — sgt Vilmundur stendur einn í stóru máli: Greiddi atkvæði gegn ríkisreikningunum 1977 Rikisreikningarnir 1977 voru afgreiddir frá neðri deild siödegis á þriðjudag. Þegar þeir komu til annarrar umræðu hafði Vilmund- ur Gylfason gagnrýnt þaö sem hann kallaði óreiöu i Kröflu og einkum skipti Kröflunefndar og samvinnufélagsins Rafafls. Við þessa umræðu leiö yfir Halldór E. Sigurðsson og var umræðunni þá frestað og siðar ákveöið af forset- um i samráði viö fjármálaráö- herra aö leggja ekki áherslu á af- greiöslu rikisreikningsins, enda það ekki taliö brýnt. Undir öðrum dagskrárliö i gær kvartaöi Vil- mundur svo yfir þessu gerræöi og heimtaði aö rikisreikningurinn yröi tekinn á dagskrá „þótt ein- hverjum yrði ómótt”. Var við þvi oröið og rætt um reikninginn fram á nótt i fyrrakvöld. Voru’ staddir við þá umræöu fjórir þingmenn. Voru dylgjur Vil- mundar I garö Rafafls gjörsam- lega hraktar, enda er allt um þaö aö finna I rikisreikningnum sjálf- um. A fundi neöri deildar I gær voru þessir „siölausu” rikis- reikningar samþykktir meö öll- um greiddum gegn einu atkvæöi Vilmundar. Héöinn stóö lika einn á sinum tima. —sgt Nefndakosning á Alþingi í gær Tveir stjómarþingmenn hlupu undan merkjum Framsókn samdi við íhaldið um að skila auðu í kosningu í orkuráð gegn því að einn Sjálfstæðismaður yrði fjarverandi í atkvæðagreiðslu t gær voru kosnir menn i nokkrar nefndir og ráö sem Alþingi kýs. Þar kom ekki til kosninga nema um Orkuráö en þar var einum fleira I kjöri en kjósa átti. Tveir þingmenn voru fjarverandi þannig aö hlutföll milli stjórnar og stjórnarand- stööu höföu raskast stjórnar- listanum i vil. Fyrirfram var þvi Kúist viö aö stjórnarlistinn fengi fjóra menn i orkuráö en Sjálfstæðismenn einn. Þau úr- sUt uröu hinsvegar i kosning- unni aö stjórnarlistinn fékk 37 atkvæði, Usti Sjalfstæöisflokks- ins 19 og tveir voru auöir. Sjálf- stæöisflikkurinn fékk þvi tvo menn kjörna i orkuráö. Þvi var haldiö fram I gær I baksölum Alþingis aö Framsóknarmenn heföu samiö um þau býtti viö Sjálfstæðis- menn aö skila auöu i þessari kosningu gegn þvi aö einhverjir Sjálfstæöismenn yröu fjar- verandi i atkvæöagreiöslu um Framleiösluráö Landbúnaöar- ins en frá þeirri atkvæða- greiöslu er sagt annars staöar i blaöinu. -sgt Lúðvik Jósepsson á Alþingi ÖU þjóðin aðstoði þá sem orðið hafa fyrir búsif jum vegna hafíss og harðinda Lúðvík Jósepsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi á laugardag og vakti máls á erfiðleikum íbúa Norð- ur- og Norðausturlands vegna haffss og harðinda. Sagði Lúövik aö stjórn og stjórnarandstaöa yröu aö sam- einast i þvi að tryggja hag þeirra sem hefðu oröiö fyrir tjóni. Ólafur Jóhannesson og Gunnar Thoroddsen tóku undir orö Lúðviks i þessu efni og Arni Gunnarsson sagöi nokkuö frá starfi hafisnefndarinnar. Lúövik sagði aö þegar hefðu margir orðiö fyrir verulegu beinu eignatjóni af völdum haf- íssins og nú þegar óvenjuleg vorharöindi bættust viö væri vá fyrir dyrum. Hér væri um aö ræöa útvegsbændur og smáút- gerðarmenn sem tapað heföu veiðarfærum undir is og auk þess beðiö mikiö óbeint tjón vegna stöðvunar á veiðum. Þá hefðu haröindin sett stórt strik i reikninginn hjá bændum og væri augljóst aö hér væri um svo al- varlegar horfur aö ræða aö bregðast yröi viö meö samskon- ar hætti og um náttúruhamfarir væri að ræða. Stjórn og stjórnarandstaöa yröu eins og þegar svo stæði á aö sameinast um rækilega könnun á tjóninu og hjálparaö- gerðir til þeirra sem hart hefðu orðið úti. Hér yrði að koma til átak heildarinnar. Ölafur Jóhannesson forsætis- ráðherra tók undir orö Lúöviks og kvaö rikisstjórnina alla af vilja geröa til þess aö hlaupa undir bagga. Hann kvaö stofnun hafissnefndarinnar hafa verið fyrsta skrefiö I þessari viöleitni. Gunnar Thoroddsen tók I sama streng og sagöi aö ekki mundi standa á stjórnarandsöö- unni I þessu máli. Arni Gunnarsson sagöi nokk- uö frá störfum hafissnefndar- innar og sagöi hana vera byrj- aða á frumúttekt á þeim vanda sem viö væri aö etja á hafiss- svæðunum. — sgt Viðreisnin Framhald af bls. 1 breytingum sem fyrr er frá greint. Voru ákvæöin samþykkt meö 17 atkvæöum gegn 16 en þrir sátu hjá, Friöjón Þóröarson, Gunnar Thoroddsen og Gunn- laugur Stefánsson. Viö þessa atkvæöagreiöslu geröu margir þingmenn grein fyrir atkvæöi sinu allir úr Alþýöu- og Sjálf- stæðisflokki. Mótmæltu þeir „gerræöi forseta” og tilkynnti Sighvatur aö hann mundi ganga út I mótmælaskyni. Tindust siöan þingmenn viöreisnarflokkanna allir út nema Friöjón Þóröarson, Eggert Haukdal, Finnur Torfi Stefánsson, Gunnlaugur Stefáns- son og Jósep H. Þorgeirsson en hann gegnir skrifarastörfum i neöri deild. Hinn skrifarinn Arni Gunnarsson gekk út. Voru þá ekki lengur nógu margir þingmenn I salnum til þess aö unnt væri aö afgreiöa máliö frá deildinni til efri deildar þótt beitt hefði veriö nafnakalli, en tuttugu og einn þingmaður veröa aö taka þátt i atkvæöagreiöslu svo hún teljist gild. Var atkvæðagreiöslunni þvi frestaö. Athyglisvert er aö hjáseta Gunnars Thoroddsen og Friöjóns Þóröarsonar viö afgreiöslu ákvæöa til bráöabirgða i heild eftir aö lánsheimildin haföi veriö samþykkt varö til þess aö ákvæöin voru samþykkt (þau heföu annars falliö á jöfnu). Eins og frá er greint á bls. 6 skiluöu tveir stjórnarþingmenn auöu i kosningu til orkuráös, sem varö til þess aö Þóroddur Th. Sigurösson vatnsveitustjóri komst þar inn sem annar maöur Sjálfstæöisflokksins. Þóroddur var sem kunnugt er ráögjafi Gunnars Thoroddsen i orkumál- um, en hann er náskyldur honum. Aöur en til atvæöagreiöslunnar kom héldu menn þvi fram aö ákveönirFramsóknarmenn heföu gert samkomulag viö einhverja Sjálfstæðismenn um þessi býtti en auövitað er ógerlegt aö færa á þaö sönnur. —sgt Viðtal við Hjörieif Guttormsson iðnaðarráðherra Ovenjuleg staða í orkubúskap vegna erfiðrar veðráttu Miðlunarión tóm, mikil díselkeyrsla óvenjuleg veörátta hefur haft margvisieg áhrif á ástand I raf- orkumálum. Mikil frost og óvenjulitil úrkoma hafa þegar sagt til sin f öllum orkubúskap og muni einnig segja til sfn á næsta ári vegna þess hve mjög hefur gengiö á foröa f miölunar- lónum og grunnvatnsstaöa hef- ur jafnframt oröiö mjög lág. Þessi atrföi bar á góma i stuttu spjalli Þjóöviljans viö Hjörleif Guttormsson iönaöar- ráöherra um veöurfar og orku- búskap i gær. Vatnsboröiö i Þórisvatni er um einum metra lægra en þaö var á sama tima i fyrra, sagöi Hjörleifur. Á siöastliönu ári vantaöi um tvo metra á aÖ miölunarlóniö fylltist. t venju- legum árferöi safnast foröi I Þórisvatn sem er langstærsta vatnsforöabúr fyrir raforku- kerfi landsins en i staö þess aö safna vatni hefur þurft aö ganga á þennafi forða allt til þessa. Ekki er hætta á vatnsþurrö, en vegna lágrar vatnsstööu eru litlar likur á aö unnt veröi aö , fylla miölunarlóniö i sumar, og gæti þetta vel sagt til sln á næsta vetri. Á Vestf jöröum eru öll lón tóm og ganga vatnsaflsstöövar þar á 29—30% af uppsettu afli. Þaö sem á vantar er brúaö meö þvi aö keyra diselstöövar. A svæöi Skeiðfossvirkjunar Hjörleifurj ekki er á haröindin bætandi.... fyrir noröan er erfitt ástand. Miölunarlón hefur veriö tómt i nær mánuö. Þarna hefur veriö mikil diselkeyrsla i allan vetur og er á fullu nú. Rennsli i Laxán er undir meöallagi. A Akureyri hefur aö undanförnu þurft aö framleiða I diselstöövum vegna eftirlits og lagfæringar á Noröurlinu I Skagafiröi. Viö þetta bætist aö framleiösla i Kröfluvirkjun féll niöur um helgina en sú virkjun gengur á hálfu þvi afli sem fyrir var. A Austurlandi hefur þurft aö framleiöa nokkurt rafmagn meöoliu.Vatnsstaöaer mjög lág i Lagafljóti og Grimsárvirkjun er i gangi aöeins fáa tima sólar- hringsins. Lón Smyriabjargaárvirkjun- I Austur-Skaftafelssýslu eru tóm. A þvi svæöi fer öll fram- leiösla á rafmagni fram með oliu nú. Þarogviöar hefurmjög geng- iö á oliubirgöir vegna verkfalls farmanna, en undanþágur hafa veriö veittar til úrbóta og er þess aö vænta aö skilningur sé á þörfum fyrir úrlausnir I slíkum tilvikum. Ofan á þau haröindi sem menn búa viö viöa á land- inu má helst ekki bætast raf- orkuskortur ef unnt er aö koma i veg fyrir slikt Þaö ástand sem nú rikir minnir á þörf fyrir aö auka miðianir i raforkukerfi okkar, en á þeim veltur öryggi orku- búskaparokkai;sagöi Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra aö lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.