Þjóðviljinn - 23.05.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.05.1979, Blaðsíða 7
Miövikudagur 23. mai 1979 þjóÐVILJINN — SIÐA 7 Sameinumst i aö kveöa þaö kvæöi sem opnar kistil þeirra dýru fjársjóda sem geymir snilligáfur islensku þjóðarinnar til hagnýtingar við margþætta og vandasama iðnaðarframleiðslu. Kristján Friöriksson Fleiri vopn gegn þeim vonda III. grein i tilefni af lokadags- grein Jóhanns J.E. Kúld um auðlindaskatt o.fl. Þökk sé Jóhanni Kúld fyrir þaö aö hann fer svo til rétt meö þaö, hvernig aödragandanum var háttaö aö hugmyndinni um aö beita auölindaskatti viö skipulagningu fiskveiöa. En — lesandi — ég biö þig aö hafa hugfast aö auölindaskatturinn sjálfur er ekki mergur málsins — heldur hagkeöjuhugmyndin þ.e. sú tilhögun um friöunar- framkvæmd o.fl. sem leiöir til stóraukinna þjóöartekna. Auölindaskatturinn er aðeins tæki, stýritæki, t.d. eins og stýriö á bflnum er ekki billinn sjálfur — og enn slöur sá farmur sem bfllinn á aö flytja. Aöal- atriöi málsins er friöunin. Rétt aöferö viö friöunina. Hún er I þvifólgin aö hætta algjörlega aö veiöa þann fisk, sem er léttari en 4 kg (eöa þar um bil). Þetta þýöir aö hætta veröur algjör- lega öllum veiöum á uppeldis- svæöunum, þ.e. veiðum sem ekki velja úr eingöngu stóran fisk. Og aöal uppeldissvæöiö er frá Straumnesi á Vestfjöröum, (llna dregin svo til þvert I vestur) og aö linu sem dregin er suðaustur af Eystra-horni. Nú munu úrtölumenn segja viö þig — lesandi — að þessi aöferð mundi leggja i rúst strandbyggöirnar á öllu noröur- og austurlandi. Þessi rök eru hin mesta fjar- stæöa. Þó hætt yröi veiöum (svo til) á uppeldissvæðum, þá yröi aö nota frystihúsin á þessu svæöi eftir sem áöur. Og liklega fengju þau meiri fisk en áöur til vinnslu fljótlega — þvl afla- magn I heild mundi aukast um ca 50 þús. lestir á ári 16 ár. Skip þaöan mundu aö sjálf- sögöu sigla yfir á veiöisvæöiö og koma meö fiskinn til vinnslu. Meö nútima tækni er þetta ekkert vandamál. Samanber t.d. „Tryggvatankinn”, sem vafalaust veröur tekinn I notkun fljótlega viö geymslu fisks I skipum. Og með tilkomu hans yröu skip fljótari aö losa en áöur. Og veiöin gengi miklu fljótar fyrir sig en nú gerist, þvi þaö yröi miklu meiri fiskur á miöum en áöur vegna friöun- arinnar. Hænan og krítarstrikið Þaö er aö visu eitt sannleiks- korn I þvi, aö breytingin mundi valda vissum vandkvæðum fyrir bátaútgeröinaá noröur- og austurlandi, þvi bátarnir, einkum þeir smærri — eiga þess takmarkaöan kost að fiska á fjarlægum miöum, og flytja aflann heim til vinnslu. En þeir geta fiskað I stórriöin net — sem veldu úr þann fisk, sem náö heföi slátrunarstærö. Eigi aö slöur mundi hér skap- ast ákveöin vandkvæöi. En hver er stæröargráða þeirra vand- kvæöa? Eins og þú llklega hefur veitt athygli af skrifum mlnum I blöö og smáþáttum I sjónvarpi, þá geri ég ráð fyrir aö friöun veröi framkvæmd I tveim áföngum. I fyrra þriggja ára áfanga yröi tekiö fyrir svæöiö frá Grimsey vestur um til Eystra-Horns. A þessu svæöi býr svo fátt fólk, sem atvinnu hefur af fisk- verkun, að engin yandkvæöi eru á aö bæta þessu fólki þá litlu at- vinnuskeröingu, sem þaö hugsanlega yröi fyrir. Stjórn- málamenn, sumir, — þeir vondu — eru vanir aö lýsa þessum vanda sem ókleifum múrvegg. En hér er um svo auðvelt mál aö ræöa, aö mér finnst mega likja þvl fremur viö kritar- strikiö, sem gömul dæmisaga segir aöeinhverntima hafi veriö dregiö I kring um hænu, sem stóö á svörtu plani. Hún þoröi ekki aö stiga yfir krltarstrikiö og á aö hafa látist þar. Þaö „krltarstrik” eöa „múr- veggur”, sem hér um ræöir, er þaö, aö bæta t.d. austfirðingum (miöaö viö fyrri friðunarárin) upp þá atvinnuskeröingu sem þeir kynnu aö veröa fyrir. Nýr iðnaður. — Eru Islendingar eitthvert annars flokks fólk? Ef tekiö er sem dæmi áriö 1976, þá voru unnin rúmlega 1000 ársverk (1013.4) I þeirri grein fiskverkunar, sem hér um ræöir á svæöinu frá Grimsey aö Djúpavogi. Nú skulum viö segja, aö allra fyrstu árin eftir friöunarákvöröun minnkaöi at- vinna á austurlandi af þessum sökum um 1/4 eöa 200 til 300 ársverk — og er þaö vel I lagt. Og nú ráölegg ég þér aö spyrja þann, sem staddur er innan viö „krítarstirkiö” eöa viö „múrvegg úrræðaleysisins” hvaö hann haldi aö þaö mundi kosta I stofnfé aö koma upp iönaöi — smáiðnaöi — vel búnum tækjum — fyrir þennan hóp. Ég býst ekki viö aö þú fengir greiö svör, þvi lélegir þingmenn — lesþreyttir og fundaþreyttir leggja naumast á sig þaö hugar-erfiöi aö setja sig inn I mál af þessu tagi. En þá getur þú frætt hann, og sagt honum aö reynslan sé sú aö aðstaöan fyrir hvern mann I nýjum iðnaöi kosti svona frá 20 til 50 miljónum, eftir þvi hvaöa viöfangsefni er valiö. Og svo getur þú reiknað á blaðsnifsi á hnénu á þér hvaða upphæö er hér um aö ræöa og notaö meöaltal og margfaldaö t.d. 35 milj. x 250 = ,Og þú færöi tölu sem samsvarar einum fjórum til sex skut- togaraveröum. Ekki yröi þessi iönaöur byggður upp á einu ári, heldur þrem til fimm árum. Svo hér getur ekki talist aö um sé aÖ ræða neinn fjárhagsvanda. Enda er skipaflotinn of stór og landbúnaöurinn yfirfjár- magnaöur hvaö stofnfé snertir. Þessvegna ætti aö vera nóg fé til ráðstöfunar i byggöasjóði og öörum fjárfestingarsjóöum, sem mótframlag viö stofnfjár- framlag heimamanna, til stofn- setningar nýs iðnaöar. Um rekstraraöstööu þessa iönaöar er þaö aö segja aö hann veröur aö njóta forgjafar. Og þá er eölilegt aö gera sér grein fyrir stæröargráöu forgjaf- arinnar. Hvaö kostar hún sam- félagiö? Vel mætti hugsa sér aö semja um aö styrkja slikan byrjandi iönað meö svo sem 1 1/2 miljón pr. ársverk sinnum 250, sem gera 375 miljónir á ári, sem áreiöanlega mundi duga til aö gera þennan iönaö samkeppnis- hæfan. Auðvitaö miöaö viö þaö aö val iöngreina tækist ekki þvl verr. En þó hér yröi um 1/2 miljarð aö ræöa, þá er fljótséö aö þetta er algert smáræöi þegar veriö er aö koma á skipu- lagsbreytingu á fiskveiöum, sem færa hundruö miljaröa I þjóöarbúið. Andmælandi þinn er lika vls til aö bera fram röksemd eins og þá, aö Islendingar kunni lltiö til iönaðar. Aö þeir séu vanþróaöir á þvl sviöi. Víst eru þeir þaö, en hversvegna? Vegna þess aö stjórnmálaforustan er van- þróuö. En úr þessu má bæta. Ég veit ekki betur en lslendingar standi sig til jafns viö aörar þjóöir á hvaöa vettvangi sem er, þar sem þeir fá tækifæri til samanburöar. (Tafl, Iþrótta- keppnir, iönaöur, sbr. reynslu af þeim mönnum, sem flýöu land undan óstjórninni hér til Svl- þjóöar á slöara áratug. Og sbr. reynslu af tslendingum i Vesturheimi. Sbr. llka frammi- stööu þeirra I skólum víöa um heim.) Kvæði — til að opna kistil I sögunni af Steinari I Steina- hllöum segir frá þvl, aö hann tálgaði svo flókna læsingu á kistil þann, sem hann færöi kóngi aö gjöf — aö kvæöi þurfti aö hafa yfir til aö geta opnaö kistilinn. Nú sting ég upp á þvi viö þig — lesandi minn — aö viö sam- einumst I þvl aö kveöa þaö kvæöi, sem opnar kistil þeirra dýru fjársjóöa, sem geymir snilligáfur islensku þjóöar- innar, til hagnýtingar viö marg- þætta og vandasama iönaðar- framleiöslu. Þá yröi leystur úr læöingi sá máttur, sem kynni aö reynast engu slöur dýrmætur en gróöur- mold og auöug fiskimiö. Kristján Friöriksson Yfirlýsing frá verktaka, Vélaverkstœði Sig. Sveinbjörnssonar h,f Breytingarnar á Hafþóri Vegna rangra ummæla um gang mála i fjölmiölum undan- fariö sjáum viö okkur tiineydda aö koma meö eftirfarandi skýringar. 1 slöustu reynsluferð kom I ljós aö mótorar togvindanna gerö HSgglund 6170 voru ekki nægjan- lega sterkir fyrir skipiö. Uppi- staöan I togvindunum tveimur er I rauninni fyrrverandi togvinda skipsins, en verktaka var gert aö skipta henni I tvo hluta og tengja viö þá vökvamótora. Eftir siöustu reynsluferö hért verkkaupi þvl fram aö mótorarnir skiluöu ekki þvi sem var lofað. Þessvegna voru spilin togprófuö á ný sl. fimmtudag og reyndist kraftur þeirra eölilegur. Viö viljum sérstaklega taka fram aö vandræöi vegna ofan- nefndra mótora eru eingöngu mál verkkaupa. í útboöslýsingu var þess sér- staklega getiö aö óskaö væri eftir mótorum gerö HSgglund 6170 eöa tilsvarandi. Þaö er þvl ljóst aö verkkaupi hefur ranglega metiö hve sterk spilin l Hafþóri þyrftu aö vera. Eru hönnunargallar I útboös- lýsingu á togvindukerfi um borö I Hafþóri? Hjálagt fylgir afrit af upphafs- grein 3ja kafla útboðsins „Fyrir- komulag á vindum”. Undir- strikanir eru okkar. Verklýsing á breytingum á m/s Baldri. 3.00 Fyrirkomulag á vindum. Staösetning á vindum á togþil - fari. 3.01 Togvindur. Núverandi togvinda er ein vinda meö tveimur tromlum fyrir togvlr og einni lítilli tromlu fyrir gilsvir. Vindan er drifin af jafn- straums mótor 320 KW. Ætlunin hér er aö taka togvinduna I sund- ur og gera hana aö splitt vindum, sem staösettar veröa aftar á tog- þilfarinu og hvor um sig drifin af sinum vökvamótor. Núverandi sb. tromla veröi aö bb. splittvindu og núverndi bb. tromla aö sb splittvindu. Viö bb. splittvinduna þarf ekki aö gera annaö en aö smiöa festingar fyrir vökva mótorinn og tengja hann ásnum Asinn á núverandi togvindu er settur saman milli sb. tromlu og gilstromlunnar, sem er sb. megin við glrkassann. Einnig er sam- setning inni I bb. tromlunni. Smlða skal nýja hliö I sb. splitt- vindu, þar sem glrkassinn er á núverandi togvindu. Gera skal ráö fyrir aö splitt- vindurnar veröi meö svipaöan togkraft og hraöa eins og hvor tromla á togvindunni er meö nú, en þar er: Togkraftur á miöja tromlu 2 x 6,5 tonn. Virahraöi á miöja tromiu 115 m/min. Togkraftur á fulla tromiu 2 x 4,5 tonn. Vfrahraði á fulla tromlu 170 m/min. Vfraþvermái 28mm. Vframagn 2 x 2500 m. Verktaki skal sjálfur velja vökvamótor, en bent skal t.d. á HSgglund 6170, eöa tilsvarandi. Nú.verandi vlrastýri skal nota áfram. Verktaki skal upplýsa hve mik- iö vökvamagn og hve háan þrýst- ing hann hugsar sér aö nota hér. Einnig hvaöa efnisstærðir vökva- rörin komi til meö aö hafa. Nota skal áfram núverandi bremsu og tengibúnaö, sem er á togvind- unni, en breyta lögnum vegna nýrrar staösetningar. Hægt skal vera aö stjórna splittvindunum frá núverandi stjórnboröi I aftur- hluta stýrishúss svo og frá stjórn- klefa á togþilfari. Núverandi stjórnpúlt á togþilfari skal flytj- ast i stjórnklefann. Styrkja skal togþilfarið vel undir splittvindun- um. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð SIMI 53468 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar; einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ i Bergstaðastræti 33, símar 41070 og 24613.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.