Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mai 1979 F j ölbraut askólinn á Akranesi vill vekja athygli á þvi að umsóknarfrest- ur um skólavist skólaárið 1979-1980 er til 8. júni. í skólanum starfa þessi námssvið: HEILBRIGÐISSVIÐ: Heilsugæslubraut, (4 annir) bóklegt nám sjúkraliöa. Heilsugæslubraut, (8 annir) stúdentspróf. HÚSSTJÓRNARSVIÐ: verður starfrækt ef næg þátttaka fæst. LISTASVIÐ: Tónlistarbraut, <8 annir) stúdentspróf. RAUNGREINASVIÐ: Eölisfræðibraut, (8 annir) stúdentspróf. Náttúrufræðibraut, <8 annir) stúdentspróf. Tæknifræöabraut, (8 annir) stúdentsprof. SAMFÉLAGSSVIÐ: Félagsfræðabraut, (8 annir) stúdentspróf. Málabraut, (8 annir) stúdentspróf. Uppeldisbrautir, (8 annir) stúdentspróf. TÆKNISVIÐ: Iðnbrautir, samningsbundið iðnnám. Verknámsbrautir— máimiðn, rafiðn, tréiðn, hársnyrting. Vélstjórnarbraut, 1. stig. Skipstjórnarbraut, 1. stig verður starfrækt ef næg þátt- taka fæst. Aöfaranám fiskiönskóla, (2 annir) Aöfaranám fisktæknináms, (4 annir) Aðfaranám tækniskóla. VIÐSKIPTASVIÐ: Verslunar- og skrifstofubraut, (4 annir) verslunarpróf. Viðskiptabraut, (8 annir) stúdentspróf. Rekstrar- og hagfræðibraut, (6 annir) verslunarpróf hið meira. Sjá nánar Námsvisi fjölbrautaskóla. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól- ans sími 93-2544, virka daga kl. 9.00-15.00. SKÓLAMEISTARI Félag jámiðnaðar- manna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 30. mai 1979 kl. 8.30 e.h. i Domus Medica v/Egils- götu. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Umræður um takmörkun yfirvinnu 3. önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Styrktarfélag vangefinna Stöður félagsráðgjafa og sálfræðings (hálft starf) eru lausar til umsóknar hjá félaginu. Ráðið verður i stöðurnar frá og með 1. september n.k. Laun samkvæmt launa- kerfi opinberra starfsmanna. Nánari upp- lýsingar veittar á skrifstofu félagsins Laugavegi 11 Reykjavik. Styrktarfélag vangefinna A tli Heimir Sveinsson skrifar Sjónvarp í kvöld klukkan 22.15: Ævi Paganinis Fiðian er ákaflega róm- antískt hljóðfæri og hefur fiðluspil orðið uppspretta ýmissa sagna hjá mörgum þjóðum. Hér á landi höfum við söguna um Fiðlu-Björn ásamt hugljúfu og trega- fullu kvæði sem alþekkt er: Mér verður fuglsins dæmi/ / er fjaðralaus kúr- ir... Fiðluspil hefur jafnan þótt heill- andi og sums staðar er fiðlan tal- ið vera hljóðfæri skrattans. Sagt er að myrkrahöfðinginn sjálfur lokki og tæli til sina frómar sálir Smávegis um PAGANINI með fiöluspili. Um það efni fjallar m.a. Saga hermannsins eftir Igor Stravinski sem hér var sýnt i Iönó fyrir nokkrum árum og til er á hljómplötu með íslenskum flytj- endum.Textann þýddi Þorsteinn heitinn Valdemarsson af mikilli snilld. Þá er til alþekkt fiðlusón- ata eftir italska tónskaldið Tartini (1692-1770) sem kölluð er „djöflatrillusónatan”. 1 fjórða þætti þess verks koma fyrir langar trillur sem ýmsir hafa talið ættaðar úr neðra. Og fleira mætti eflaust tina til. Ævintýrasögur Nicolo Paganinipassar vel inn I þessa rómantisku mynd. Um æfi hans og feril spunnust alls konar sögur fyrr og síðar. Hann er álit- inn mesti fiðlari sem uppi hefur verið. Paganini fæddist i Genúa á Italiu árið 1782 og lagöi ungur stund á fiölu- og gitarleik. Hann mun hafa stungið af úr foreldra- húsum og flakkað um Italiu i all- mörg ár. Alls konar ævintýrasög- ur eru á lofti um hann á þessum árum: ótal ástarævintýri, morð og einvígi, fangelsun, fjárhættu- spil þar sem hann veðsetur fiðl- una og tapar henni — og fleira i þeim dúr. Paganini er lýst þannig að hann hafi verið hár og magur, náfölur i framan, með leiftrandi augu, langt, sitt og kolsvart hár. Lif Paganinis minnir nokkuð á Casanova gamla, sem skráöi samviskusamlega og langdregið viðburöarrika æfi sina i mikinn doðrant, ritskoðurum og sið- ferðisyfirvöldum margra landa til mikillar og ævinlegrar hrell- ingar. En árið 1805 sest Paganini að i Lucca þar sem Elisa furstafrú og systir Napóleons skipar hann hljómsveitarstjóra hirðar sinnar. Og þar dvelur hann i nokkur ár. Hugmyndin um séníið A 19. öld verður virtúósinn þ.e.a.s. tæknisnillungurinn ákaf- lega áberandi. Astæðurnar eru margar og aöeins nokkrar verða taldar upp hér: hljóöfærasmiö fleygði fram og hljóöfæri (t.d. píanóið) urðu fullkomnari, tón- skáld sömdu fremur einleiks- en kammerverk og einstaklings- hyggja — hugmyndin um séniið eða afburðamanninn — var mjög rikjandi á rómantiska timanum. Magnþrunginn og oft dular- fullur persónuleiki flytjandans, galdrakúnstir tækninnar og glæsileiki i öllum flutningi átti mjög upp á pallborðið hjá vax- andi áheyrendaskara borgara- stéttarinnar. Raunar lifa virtúós- ar tónlistarinnar góöu lifi i dag i skjóli grammófónplatna og ann- arrar fjölmiðlunar og ferðast milli heimsborga I þotum og leggja heiminn að fótum sér. Paganini var eiginlega fyrsti stórvirtúós 19. aldar og hafði mikil áhrif á samtimamenn sina — flytjendur sem tónskáld. Franz Liszt heyrði Paganini spila og varð það til þess að Liszt dró sig i hlé I nokkur ár og náði á þeim ár- um áður óþekktri fullkomnun i pianóleik. Einnig haföi Paganini mikil áhrif á franska tónskáldið Hector Berlioz og Robert Schumann. Verk Schumanns Karnival samanstendur af smá- lögum sem eiga að lýsa grimu- balli. Þar koma fram alls konar persónur sem Schumann eru hug- stæðar og eitt lagið heitir Paganini. Nískur og óprúttinn Hinn alþjóðlegi frægðarferill Paganinis hefst fyrir alvöru árið 1828 en þá leggur hann land undir fót norður yfir Alpana og heillar heiminn með mögnuðum fiðluleik sinum. Til Parisar kemur hann árið 1831 og þar heyrir Heinrich Heine hann leika. Lýsing Heines er mjög rómantisk sem vera ber: Paganini hafi selt djöflinum sál sina til að verða mesti fiölari heimsins, fjandinn stýri norna- dansi bogans yfir strengina og pislir vitis séu ristar i hið bleika andlit snillingsins — en — einnig syngi englar I gegnum fiðlu hans, þar sé manninn að finna, sem spilar á sjálfan sig, berjist upp á lif og dauða milli góðs og ills og hrifi áheyrendur með. A hátindi frægðarinnar dró Paganini sig út úr skarkala heimsins og settist að á búgarði nálægt Parma á ttaliu. Hann hefði litiö sem ekkert samneyti við annað fólk og bjó meö syni sinum Achellino sem hann elskaði og dýrkaði. Paganini þjáðist af krabbameini i hálsi að þvi að sagt er og hann dó árið 1840 i Nice. Sonurinn erfði eftir hann mikil auðæfi, en Paganini var alla æfi þekktur fyrir nfsku og þótti óprúttinn i fjármálum. Gott tónskáld Paganini samdi töluvert fyrir fiölu og nokkuð fyrir gitar. Sum verka hans eru mjög erfið og bera tæknisnilli höfundarins vitni. Fiðlusnillingar vorra tima leggja þess vegna metnaö sinn I að flytja þessi verk. Sum verka Paganinis hafa orð- ið mjög vinsæl, t.d. La campa- nella eða Bjallan i pianósetningu Liszts. Einnig litla stefið sem Brahms samdi við tvö hefti pianótilbrigða, Rakkmaninoff til- brigði fyrir pianó og hljómsveit og nú seinast pólski tónjöfurinn Lutoslavski, en hann samdi til brigði fyrir tvö pianó við það sama stef. Nýlega kom hér út plata með verki Lutoslavskis og á henni leika Halldór Haraldsson og Gisli Magnússon. Paganini var ekki mikið tón- skáld en gott tónskáld. Laglinur hans eru eðlilegar og innblásnar. Hann er upphafsmaður fjölda tækninýjunga i fiðluleik: vinstri handar Pizzicatós (þ.e. plokkaðar nótur likt og á gitar), alls konar yfirtóna, hljóma á háu sviði, sam- blöndun pizzicató — og strokinna tóna o.s.frv. An efa hefur Chopin samið etýður sinar eöa æfingar und- ir áhrifum frá kaprisum Paganinis eða duttlungum fyrir einleiksfiölu. Við vitum ekki hvernig Paganini hefur leikið en á hæla honum sprettur fram breiö- fylking fiðluvitúósa eins og Ernst, Vieuxtempt og Sarasade og áhrifa þeirra gætir i fiðluleik enn- þann dag i dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.