Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mai 1979 Árni Bergmann: Lof um hjólhestinn (Sett saman í vikunni að gefnu tilefni) Leyfið mér bræður að ég slái hörpustrengi og lofi hjólhestinn Hjólhesturinn er lítilþægur hann hreykir sér ekki hátt hann öskrar ekki með f lautu, ýlfrar ekki með bremsum henn hneggjar ekki af illkvittni. Hann eyðir ekki viðkvæmum gróðri íslands og brennir ekki sjaldgæfu bensíni hann skítur ekki og lekur ekki smurolíu hann hvorki bítur né slær og kremur ekki sundur börn og gamalmenni hann rekst ekki á aðra hjólhesta nema í gamni Hjólhesturinn er vinur okkar hann stælir fæturna, hann fyllir lungun hann eflir viðbragðsf lýti, skerpir sjón hann eflir börnum sjálfstraust og bætir gjaldeyrisstöðuna. Hann er hliðhollur gamalli sérvisku og ungum ástum. Hjólhesturinn er eini bróðir skáldfáksins... Sex ný hefti um Barbapapa Bókadtgáfan IÐUNN hefur gefiO út sex hefti um hina vinsælu fjölskyldu BARBAPAPA, sem vfðkunner af teiknimyndasögum og sjónvarpsmyndum. Höfundar sagnanna eru Anette Tison og Talus Taylor. Bækur þessar eru ætlaöar yngstu lesendunum. Heftin sem nú eru komin út heita: Hveitiupp- skera Barbapapa, Barbafin býr til blúndukjól, Barbakær býr til leirker, Barbavfs býr til bók, Gróöurhúsiö hans Barbavæns og Sama sagan frá Beirút 24/5 — Haröir götubardagar brutust út á uppstigningar- dag i Beirút og áttust viö hægri- og vinstrimenn. Beittu báðir margvislegum vopnum, stórum og smáum. Eitthvaö mannfall mun hafa oröið. Barbaþór járnar hest. — Þuriður Baxter þýddi texta allra bókanna. Þæreru prentaöar iHollandi og erhverthefti 20 bls. Bíó Framhald af bls. 7. indiánahöfðingjanum Gamla Hauk og ættingjum hans, vegna þess að forfeöur Gamla Hauks höföu tekiö hana af lifi fyrir að myrða eiginmann sinn og börn. Með aðstoö eftirlifandi ættingja sinna beitir hún alls kyns göldrum og illum vættum i þessu skyni. Gamli Haukur leggur leið sina til stórborgarinnar til að hitta sonarson sinn og reyna aö fá hann til liðs við sig i baráttunni gegn þessum illu öflum. Austurbæjarbió: í Nautsmerkinu (I tyrens tegn) ! x j Dönsk klámmynd. Hvorki verri ; né betri en aðrar af þvi tagi. Blaðberar Siðustu forvöð að sækja blaðberahapp- drættismiðana eru i dag laugardag og á mánudag. Dregið mánudag 28. mai DJÚÐVILIINN Þjóðviljinn, Síðumúla 6, Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar; einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐ AVERKSTÆÐIÐ j Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613. iSkák Framhald af bls 8.' Þessiumsvif á hinum vængnum eiga að grafa undan miðborði hvits. 16. g3 Reyni hvitur að seilast eftir peði með 16. Rxe7+ Dxe7 17. exf5, nær svartur yfirburðum eftir 17. - Bxf3 18. gxf3 Dg5+ 16. — fxe4 17. dxe4 bxc4 18. Hxc4 Re6 Ekki þarf svartur að óttast opnun d-linunnar eftir 19. Rxe7 + Dxe7, þvi að henni má loka með Rd4. Svartur hefur undirtökin, þvi tak hans á d4-reitnum er áhrifarikara en tak hvits á d5-reitnum. 19. Rh4 Tilraun til mótaðgerða. Samkvæmt venju stendur riddar- inn ekki vel úti i jaðrinum. 19. - g6 Heldur hvita riddaranum frá f5. Staðan virðist næsta eðlileg — og engan gæti rennt grun i að hún hefði orðið til eftir næsta övenju- lega byrjanauppstillingu 20. f4 Rxd5 21. exd5 Rd4 22. Bxd4 cxd4 23. Hxc8 Hxc8 24. fxe5 dxe5 Svartur hefur stöðulega séö unnið tafl. D-peð hvits er veikt og svartur hefúr tvö samstæö fri'peð og hrók á opinni linu. Auk þess er hviti riddarinn úr leik. Hvitur gerir sér ljósa erfiðleika sina og reynir að brjótast úr viðjunum með taktiskum brellum. 25. Hcl Hxcl + 26. Dxcl 26. — Bf6? Eftir 26. - e4 ynni svartur fljót- lega. Ég leit á 27. Dc4 Bf6 28. d6+ Kh8 29. Dc7 Dc6!. 30. Df7 Dcl + 31. Kg2 e3+ 32. Kh3 Dfl+ og það er svartur sem mátar á undan. En þegar ég sá svarið 27. Bxe4, skyggndist ég ekki lengra, þvi á hina leikjaröðina hafði ég notað mikinn ti'ma. — Nokkrum leikjum siðar leit ég aftur á 27. Bxe4 (slæmur vani) og sá mér til hrell- ingar, að 27. - Dxe4 28. Dc8+ Kg7 29. Dxa8 d3! hefði gert út af við hvitan. 27. Dc2 Að sjálfsögðu blokkerar hvitur peðin, oggetur þannig veitt harð- vitugt viönám. 27. — Dd7 28. De4 Bb7 29. Bg2 Dc7 30. Kf 2 Hér ákvað ég að hætta öllum vangaveltum, hvað möguleika hvitsá Rxg6 varöaöi oglékstrax, þó svo ég væri ekki i timahraki. Einhvern veginn áttaöi ég mig ekki á þvi, að ég átti ekki lengur drottningarskákina á cl. 30. — Kg7?? 31. d6! Svartur gafst upp, þvi hann tapar manni eför 31. - Bxe4 32. dxc7. Ljótt að tarna. I staðinn fyrir 30. - Kg7, átti svartur enn vinningsvonir eftir 30. - Dc3, eða 30. - Dcl (31. Rxg6? De3+ og vinnur). Yfirsjónir eru allt eins mögu- legar i' forskák eins og i hefð- bundnu tafli. Teflendur verða að vera mjög vel á verði, sökum Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hritaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) j þeirra óvenjulegu staða sem upp i ! geta komið. (Grein þessi birtist nú fyrir j skömmu i timaritinu SKAK og j kemur hér . fyrir augu lesenda \ Þjóðviljans með góðfúslegu leyfi j útgefanda Skákar, Jóhanns Þóris Jónssonar). í róðri Framhald af bls. 9 er tæplega tvö tonn á tólf stampa. Þegar viö erum komnir i land, býður Roald á hinum bátnum okkur að fara upp i verbúð og fá meira kaffi. Þar hittum við land- formanninn hans, konu um fertugt, hún er þá einmitt aö hella uppá. I pilsum hennar hanga tveir roDingar og heimta is i frostinu. Dóttir hennar nýlega fermd að sjá situr við borðið, biður eftir kaffinu og skammar bræður sina góðlátlega. Henni er umsvifalaust skipað upp i búð að kaupa meölæti. A meðan tökum við skólamennirnir konuna tali. Hún byrjaði að beita kl. sex i morgun, segir hún og búin með sex stampa á hádegi. Lætur það duga, er nú farin að eldast segir hún og sköðar sárar hendurnar. Það er mikið unnið i Lófóten á vertiðinni, a.m.k. á norskan mælikvarða. Hér gildir ekki nýja vinnulöggjöfin norska (sam- kvæmt henni má heita aö bannað sé að vinna yfirvinnu). Lærðir menn hafa nýlega fund- ið út, aö fiskimenn hér vinni flest- ir a.m.k. 3000 vinnustundir á ári. Til samanburöar má geta þess að fólk i landi vinnur víst u.þ.b. 1600-1700 tima á ári, þegar allt er talið. (Þessi tala gildir um fólk sem vinnur I iðnaði). Auk þess er vinnan erfiöari en i landi. Það hafa lærðir menn loksins fundið út hér f Noregi. Sjómennskan ku jafnvel vera erfiðari en hið fræga skógarhögg, og er þá langt til jafnað. Svona tölur koma náttúr- lega engum á óvart sem til þekkir en ég læt nú fróðleikinn samt fljóta með svona til gamans. En það eru fleiri en sjómennirnir sem vinna hér. Konurnar beita og vinna i fiski og krakkarnir skera gellur oghjálpa til. Þegar fiskur- inn hverfur héðan frá Lófóten vanalega rétt eftir páska fara flestir bátarnir á ýsu upp I Finnmörku og eru þar fram á haust. „Enþá tökum viölika fri,” segir strákurinn og brosir. „Plássið tæmist. Liðið allt á Spáni eða Kanarí. Fara islend- ingar ekki lika þangað? Já var það ckki, stelpurnar kannski lika?” Ég brosi og segi aö þaö sé bara að hafa augun hjá sér. Konan hans Roalds keyrir okkur f veg fyrir rútuna. A leið- inni kemur i ljós að hún er sænsk. Við rekum upp stór augu félagarnir þvi hún talar mállýsk- una lýtalaust að þvi ég best gat heyrt. Já ég er nú fædd inni I miðri Sviþjóð segir hún hálf- raunamædd og segist sakna skógarins þvi kallinn hennar leit ekki út fy rir aö haf a nokkurn tima komið upp úr bát. Kunnum samt ekki við að spyrja nánar út i einkamálin. „Hér vaxa heldur ekki blóm nema með herkjum og þá vanalega öll i keng”. „Mér þótti þetta voða rómo fyrst”, segir hún, „berangursleg fjöllin og sólin sem aldrei settist. En nú er mig farið að dreyma skóg á hverri nóttu”. Nú ke mur rút an o g v ið kv eð jum þessa skógarlausu konu. En innst inni veit ég að ætti það fyrir mér aðliggja að setjast að I útlöndum yrði það að vera i einhverjum skóglausum útrassi þar sem lifið snerist um fiska. Ég nefni þetta við félaga minn sem hlær við. Tromsö29/4 1979 Kristján Kári Jakobsson. Einokun Framhald af 14. siðu á stofn hefur staðiö til boða að nefndin gerðist ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefði haft I för með sér auknar skyldur af hálfu IWC (s.s. tillit til heildar- hagsmuna og sjónarmiða flest- allra aðila SÞ) en á hinn bóginn stóraukna möguleika til að tryggja visindalegan grundvöll stefnumörkunar og ekki sist framkvæmd stefnunnar. Þessu var þó ávallt hafnað. IWC hefur fram að 1972 — og reyndar að mestu leyti fram að deginum i dag — einungis verið þröngur félagsskapur manna sem fyrst og #ÞJÓÐLEIKHÚSIB STUNDARFRIÐUR i kvöld kl. 20. Uppselt þriðjudag kl. 20 A SAMA TÍMA AÐ ARI miðvikudag kl. 20 Fáar sýningar eftir PRINSESSAN A BAUNINNI fimmtudag kl. 20 Siðasta sinn Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. LKIKFfilAÉaS/a®' . RnYKIAVlKlÍR STELDU BARA MILLJARÐI i kvöld kl. 20,30, föstudag kl. 20,30, Siðasta sinn ER ÞETTA EKKI MITT LÍF 5. sýn. miðvikudag uppselt Gul kort gilda 6. sýn. fimmtudag uppselt Græn kort gilda Miðasala I Iðnó kl. 14-20,30, simi 16620 NORNIN BABA-JAGA Aukasýning vegna mikillar. aðsóknar. i dag kl. 15. Miðasala i' Lindarbæ alla daga kl. 17-19. Sunnudaga frá kl. 13. Sími 21971. fremst hafa gætt stundar- og einkahagsmuna sinna. Röksemd- ir þeirra um að það sé lika þeirra hagsmunamál að hvalastofnarnir haldi stöðugri meðalhámarksvið- komu hafa hingað til ekki getað sannað sig miðaö við starfsemi IWC sjálfra: æ ofan I æ hafa (pólitiskir fulltrúar) IWC leyft veiöi hvala af ýmsum tegundum þangaö til I algert óefni er komiö og stofnarnir aö öllum likindum dauðadæmdir, þá fyrst hefur komiö til friöunar. Brugðust skuldbindingunni Fulltrúi Mexikó sagði 1974 um IWC: „...Þessarar nefndar mun verða minnst I sögunni sem litils hóps manna, sem brugðust hinni mikilvægu skuldbindingu við heiminn að starfa á ábyrgan hátt, og vernduðu hagsmuni fárra hvalveiðimanna I stað framtiðar þúsunda hvala.” Þar sem IWC vildi ekki gerast ein af stofnunum SÞ gat um- hverfismálaráðstefna SÞ ekki gert annað en beina þvi að rikis- s.tjórnum heimsins að notfæra sér pað að IWC-aðild er öllum rikj- um, sem áhuga hafa, opin. Tilmælin um að „efla Alþjóða hvalveiöinefndina” eru meö öðrum orðum m.a. dulbúin til- mæli um að riki sem áhuga hafa gangi I IWCog rjúfi með þvi einokunaraðstööu hvalveiði- manna og fulltrúa þeirra I nefnd- inni, en einnig tilmæli til þeirra rikja, sem stundað hafa hvalföng- un án þessað vera aðilar að IWC. Auk þess fela þessi tilmæli i' sér að IWCskuli fá fleiri fasta starfs- menn en þann eina ritara sem nefndin hafði fram að þvi. Við þetta bætist aö nokkur riki, sem áður stunduðu hvalveiðar, hafa upp á siðkastiö alveg breytt um stefnu og munu fylgja tilmæl- unum um 10-ára bann við allri „commerciai whaling” hart eftir. Bandarikin og Astralia munu leggja fram sllka tillögu á 31. árs- fundi IWC. ,sem verður haldinn i Lundúnum 9. — 13. júli i sumar. Rétt um þessar mundir eru 19 riki aöilarað IWC . Vísindanefnd IWC kemur saman stuttu fyrir fund- inn. Sumarsýning Framhald af bls. 24 Asgrimssafn hefur einnig látið prenta kynningarit á ensku, dönsku og þýsku um Ásgrim Jónsson og safn hans, og er það látið gestum i té án endurgjalds. Einnig kort i litum af nokkrum landslagsmyndum safnsins, sem seld eru þar. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74, verður opið alla daga, nema laugardaga, i júni, júlí og ágúst frá kl. 1.30-4. Aðgangur ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.