Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mai 1979
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
t’tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: EiÖur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. tþróttafréttamaöur:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristín Pét-
ursdóttir.
Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavlk, sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Vísir, þjóðarkakan
°g
atvinnurekendur
#Undarlegur geðkolfningur á sér stað um þessar
mundir í hægriblöðunum. Bæði Morgunblaðið og Vísir
hafa skrifað margt um það, að launamálavandkvæði nú
um stundir megi ekki síst rekja til afskipta ríkisstjórna
af launamálum. I framhaldi af því tekur til dæmis
Morgunblaðið nokkuð mikið upp í sig og segir sem svo,
að best sé að hætta öllum slíkum afskiptum og ef það
•kostar verkföll og verkbönn þá verði svo að vera. En i
annan stað er síðan kjarakröf um einstakra hópa haf nað
á þeim forsendum, að staða fyrirtækjanna þoli ekki
kauohækkanir.
#Þessi blanda verður oft hin undarlegasta en þó sjald-
an eins og í ieiðara Vísis þann 19. mai. Þar er sagt að
„hin raunverulegu vandamál við ákvarðanir í launa-
málum" séu einkum tvennskonar. I fyrsta lagi er talað
um afskipti ríkisstjórna og þau fordæmd eins og fyrr
segir, einnig er það í leiðinni fordæmt, að stjórnmála-
flokkar skuli skipta sér af kjaramálum. Síðari for-
dæmingin er reyndar enn undarlegri en sú fyrri: til
hvers heldur Vísir að stofnaðir séu pólitískir f lokkar, ef
að þeir eiga að hafna því fyrirfram að reyna að hafa
áhrif á launamál? Eiga þeir kannski að láta sér nægja
minkinn, rjúpuna og sterka bjórinn?
# Hinn hluta vandans rekur Vísir til þess sem hann
kallar „innbyrðis baráttu launþegahópanna um
skiptingu sins hluta af þjóðarkökunni". Þetta telur
blaðið vera höfuðvanda í kjaramálum í dag.
#Hinn pólitíski tilgangur sem að baki túlkunar Vísis
liggur er alveg augljós. Hann er sá, að koma því inn hjá
fólki að átök um kjaramál séu annaðhvort hvimleiðum
stjórnmálamönnum að kenna eða þá verkalýðs-
félögunum sjálfum. Leiðarinn segir reyndar fullum
fetum að vinnudeilurnar séu „í eðli sínu fyrst og f remst
átök milli launþegahópanna innbyrðis en ekki stríð milli
vinnuveitenda og launþega, þó að deilurnar líti þannig út
að ytra formi". Þetta er blátt áfram stórsnjallt: kjara-
deilurnar koma atvinnurekendum ekkert við nema „að
ytra formi".! Næsta skrefið mætti gjarna vera aðætlást
til þess af lesendum blaðsins að þeir sárvorkenni hinum
vammlausu atvinnurekendum fyrir að þurfa að draslast
með ruglaða stjórnmálamenn og freka alþýðu.
#Stéttarleg viðhorf Vísis birtast ekki aðeins í því, að
reynt er að draga atvinnurekendur út úr kjaradæminu.
Menn taki eftir orðalaginu um að launþegahóparnir séu
að deila innbyrðis „um sinn hluta af kökunni". Þessi
framsetning byggir á þeirri forsendu að þessi frægi
kökubiti sé einhver ákveðin og óbreytanleg stærð, sem
atvinnurekendum kemur þá væntanlega ekkert við —
nema þá að forminu til.
# Hvort sem fleiri eða færri dæmi eru rakin úr mál-*
flutningi Vísis og Morgunblaðsins þá er eitt Ijóst: þver-
stæður þessa málflutnings eru ekki tilviljanakenndar
heldur yfirvegaðar— höfuðatriðið er að etja einstökum
hópum launamanna saman. Það verður ekki nógsam-
lega brýnt fyrir mönnum að hér er í raun réttri um
alvörumál að ræða: ef launamunur vex í þjóðfélaginu þá
magnast eftir því erfiðleikar á því, að launamenn geti
staðið saman um heildarstefnu sem vinni í raun i þágu
þeirra allra. Ef alþýðusamtökin í þessu landi vilja ná
einhverjum raunhæfum árangri þá er ekkert brýnna en
að vinna að mótun slíkrar stefnu, sem samstöðu tryggi.
Annars verður Vísi og hans nótum að þeirri ósk sem
blaðiðorðar á svofelldan meinfýsinn hátt í fyrrnefndum
leiðara: „Oftast er reynt að láta lita svo út sem laun-
þegahóparnir standi hver með öðrum. En í raun og veru
eru þeir hin stríðandi öfl".
Ein fróm ósk
á barnaárinu
Þversagnir sósíalism-
ans eru margar og merki-
legar sumar hverjar. Ein
er til að mynda sú, að
kommúnistar hneigjast
mjög til vinnu á aug-
lýsingastofum, þar sem
hannaðar eru auglýsing-
ar handa kapltalistum
svo þeir geti selt meira
drasl og grætt meira.
Margir kommúnistar
hreinlega elska þetta
starf og helga líf sitt trú-
mennsku og þjónustu við
f jandvini sína, kapltalist-
ana.
Nú bar svo viö daginn fyrir 1.
maú nánar tiltekiö 30. aprll, aö
sá alræmdi kommúnisti og
teiknari Gisli B. Björnsson bauö
i bió aö horfa á hundraö bestu
myndir i bransanum á siöasta
ári og höföu menningarvitar i
Cannes vélt um val þeirra á ár-
legri ræmuhátiö þar i borg.
Kommúnistar létu ekki segja
sér þetta tvisvar og fjölmenntu
drengilega i Laugarásbió téöan
dag klukkan fjögur, enda voru
gefin fögur fyrirheit um aö i hlé-
inu yröi borinn fram teill sá sem
kenndur er viö kok og rennur oft
ljúflega niöur um þaö liffæri.
Þaö var vissulega
menningarviöburöur aö horfa
hugfanginn á hundraö bestu
sjónvarpsauglýsingar hins
frjálsa heims, frá Alþjóölegu
auglýsingakvikmyndahátiöinni
i Cannes 1978. Dubonnet, Irish
Coffee, Guinnessbjór, enn bjór
og meiri bjór, gosdrykkir, kaffi,
kex og súperman. Hundamatur,
búöingar, uppþvottavélar, bréf-
snýtuklútar og bleijur, vindlar,
Carmenrúllur, Fiat 127, Levis
gallabuxur, svefnpillur og
, tryggingar. Gleraugu, kúlu-
pennar, bjór, viski, smjör, egg,
sólarolia og Peter Ustinov á Ir-
landi. Vitamin, kartöflumús,
eyrnapinnar, sápa, myndsegul-
bönd, dagblöö, konfekt, ostur og
einstæöar mæöur...
Já, biddu hægur. Einsog Gisli
B. Björnsson sagöi i upphafi
sýningarinnar, þá fer vaxandi
þáttur þeirra mynda sem fjalla
um „samfélagiö og vandamál
þess”. bvi gaf aö lita á stangli
innan um bjórinn, brenniviniö
og bilana áróöur fyrir tilveru-
rétti einstæöra mæöra og barna
þeirra, bráösmellna „and-aug-
lýsingu” um fáránleik hinnar
heföbundnu kvenimyndar aug-
lýsinganna, áróöur gegn
reykingum og gegn drykkju
ökumanna („Think before you
drink”), meinhæöinn heilsu-
gæslu- og hófsemisáróöur
(„One way to a man’s
heartattack is through his
stomach”), áróöur fyrir aukinni
notkun neöanjaröarlesta,
náttúruverndaráminningar. —
Oliukreppan kom einnig viö
sögu og oliumengun, vangefin
börn lika.
Auglýsingar eru auövitaö aö-
eins tæki til aö koma áróöri á
framfæri. Hér helgar tilgangur-
inn meöaliö einsog viöar og
liggur i augum uppi, aö I þjóö-
félagi einkagróöa og einka-
neyslu þjónar þaö hagsmunum
langflestra auglýsenda aö
viöhalda kapltalisku hagkerfi.
Megintilgangur þeirra meö
auglýsingum sinum hlýtur þvi
aö vera aö auka neyslukapp-
hlaup almennings og þar meö
gróöa sinn.
Sjónvarpsauglýsingar eru
sannast sagna hábölvaöar,
einkum þó og sér i lagi vegna
hins mikla áhrifamáttar þeirra
á börn. Þessar glansmyndir,
sem börnin gleypa gagnrýnis-
laust, brengla margar hverjar
gersamlega mynd þeirra af
framtiöinni, heimi fulloröna
fólksins.
Getur ekki menntamála-
ráöherra sá sem nú situr og
sagöur er sósialisti, beitt sér
fyrir þvi á blessuöu barnaárinu,
aö sjónvarpiö afli sér tekna meö
geöslegri hætti en auglýsing-
um? Aö visu mundi þetta kosta
þaö aö nokkrir kommúnistar i
auglýsingabransanum misstu
spón úr aski sinum. En það
veröur þá bara aö hafa þaö. Vel-
ferö barnanna hlýtur aö sitja i
fyrirrúmi á barnaári.
Jafnframt væri óskandi aö
þeir ágætu kvikmyndageröar-
menn sem þurfa aö sóa kröftum
sinum og listrænum gáfum I
auglýsingagerö, fái annaö aö
sýsla og meira viö hæfi. Mætti
jafnvel um leið og sjónvarps-
auglýsingabanniö skellur á
koma i veg fyrir ótimabært at-
vinnuleysi þessara kvikmynd-
ara og kommúnista meö þvi aö
gera þeim einhvern grundvöll
aö starfa á, þannig aö hæfileikar
þeirra fái notiö sin i staö þess aö
þeim sé sólundaö i söluæöiö og
látnir koöna niöur undir járnhæl
kapltalista. Til dæmis mætti
byrja á þvi aö bjóöa þeim aö búa
til barnamyndir. Slikar eru ekki
á hverju strái, hvaö þá Islensk-
ar. Eru menn beönir um aö lesa
bíóauglýsingarnar i blaöinu i
dag, ef þeir vilja fullvissa sig
um þá lágkúru og þaö smánar-
lega ástand, sem islenskum
börnum er boðið uppá. Þar
hefur engin breyting oröiö á
þrátt fyrir barnaáriö.
En liklega er til of mikils
mælst aö gerö verði bragarbót á
þessum erfiöu timum, þegar
dýrmætum tima hins háa Al-
þingis er variö i fjálglegar
lýsingar ráöherra á þvi, hvernig
þeim hafi tekist aö plata sveita-
manninn og pranga ryöbrunn-
um og beygluðum bilum sinum
inná grandalaust fólk.
Einar örn Stefánsson skrifar
—áb