Þjóðviljinn - 27.05.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7
Mér
datt það
í hug
Hvenær komst þil eiginlega
heim i' nótt? — spuröi dóttir min
ströng á svip, þar sem ég sat
heldur framlág i stofustólnum
og þambaöi Floridana einn is-
kaldan vormorgun eftir nætur-
svall.
— Svona milli fjögur og fimm
— svaraöi ég og fannst taka þvi
aö ljúga til um klukkutlma.
— Helduröu aö pabba finnist
þaö eitthvaö skemmtilegt,
þegar þú kemur svona seint
heim?
— Nei.
— Af hverju geriröu þaö þá?
— Ég var aö skemmta mér.
—■ Helduröu aö mér finnist
þaö eitthvaö skemmtilegt aö
eiga grúttimbraöa mömmu?
— Nei, ætli þaö.
— Af hverju drekkuröu þá?
— Ég geri þaö nú ekki oft. En
stundum þarf maöur aö
skemmta sér meö félögum
sinum. Þaö getur veriö
nauösynlegt ööru hvoru.
— Þaö er ekkert nauösynlegt
— hnussaöi l henni. — Og
börnum finnst ekkert gaman aö
eiga foreldra, sem skrönglast
heim blindfullir á nóttunni.
— Ég var ekkert blindfull —
segi ég.
— Þaöeralvegsama, —segir
hún bálvond. — Maöur
skammast sin fyrir svona for-
eldra! Geta aldrei veriö eins og
almennilegir foreldrar i
— Æ, ekki rifast i mér núna,
ég er meö hausverk, — biö ég.
— Mér er alveg sama, —
endurtekur hún, og reiöitár
spretta fram úr yndislegum
bláum augunum. — ÞAÐ ER
BARNAAR!
Þar sló hún út trompi! Viö
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar
MÓRALL
þessu er ekkert aö segja annaö
en:
— Hvaö viltu oná brauöiö
þitt?
— Ekkert!
— Af hverju rlfstu aldrei
svona I pabba þinum?
— Þaö þýöir ekkert! Hann
veröur bara vondur!
ÞAÐ EH BARNAAR ÞAÐ ER
BARNAAR ÞAÐ ER BARNA-
AR ÞAÐ ER BARNAAR
Þessi setning hefur glumiö
eins og svipa á okkur samvisku-
bitnum, útivinnandi,
timbruöum vandræöa-
mömmum velferöarinnar. Og
þaö eru ekki bara börnin, sem
hafa gripiö til hennar I vonlltilli
baráttu sinni viö vonda for-
eldra. Alls kyns fræöingar hafa
birt niöurstööur úr könnunum,
sem geröar hafa veriö á börnum
og umhverfi þeirra og reynt aö
draga af þeim einhverjar álykt-
anir I tilefni ársins. Flest ber aö
sama brunni. — Þaö er ekki
hugsaö nógu vel um börnin. —
Þetta veit auövitaö hver móöir
af brjóstviti sinu. Þaö hefur
aldrei veriö og veröur sjálfsagt
aldrei hugsaö nógu vel um
börnin. Þessa gimsteina, þessi
ljós, þessar litlu frekjur, þessi
viökvæmu blóm.
Sumir sérfræðingar hafa bent
á, i hverju þaö liggi, aö þaö sé
jafnvel verr hugsaö um börnin
nú en oft áöur. Þaö eru sam-
félagshættirnir, sem hafa gert
börnin foreldralaus. Gifurlegt
vinnuálag i veröbógnu sam-
keppnisþjóðfélagi sýgur merg
og blóö úr veslings foreldra-
efiiunum, orkan og timinn fara i
flest annaö en litlu englapúk-
ana. Aö visu hafa þeir eignast
eða
timburmanm-
útlegging
í tilefni
barnaárs
mikinn fjölda stjúpforeldra 1
staðinn. Börn hafa hvert annaö,
barnaheimilin, skólana, bióin,
sjónvarpiö, Andrés önd og Is-
skápinn svo eitthvaö sé nefnt,
kasettutækin og Tinna. En þaö
er eins og þetta allt bæti þeim
ekki aö fullu langvarandi fjar-
veru foreldranna. Og þó er
kannski mest furöan, hve mörg
þeirra lifa þetta af. Kannski eru
börn ódrepandi, þegar á h’ild-
ina er litiö.
En þaö lesa ekki allir eini úr
rannsóknum og skýrslum. Þaö
eru langt I frá allir, sem draga
þá ályktun að eitthvað sé
athugavert viö samfélag, sem
ekki gefur foreldrum kost á aö
vera nálægt börnum stnum eöa
börnunum nálægt foreldrunum.
Sumum finnst samfélagiö alveg
ágætt eins og þaö er, nema
kaupiö er auövitaö of lágt og
bensíniö og dýrt. Þaö er aö
minnsta kosti alltof mikiövesen
aö reyna aö breyta þessu þjóö-
félagi eitthvaö aö ráöi út af
krökkunum. Ef krakkar eru
vandamál, þá veröur aö finna
einfalda lausn og helst ódýra,
einsog... eins ogt.d.... aö senda
mömmurnar aftur heim!
En hvaöa mömmur á aö
senda aftur heim? Mömmurnar
i fiskinum? Mömmurnar i
fluginu? Mömmurnar I
bönkunum? Mömmurnar I
búðunum? Mömmurnar 1
skólunum, heilbrigöisþjón-
ustunni, smjörlikinu, kassa-
geröinni og kexinu? Ef á aö
senda mömmurnar aftur heim,
veröur þá ekki aö senda þjóö-
félagiö aftur heim? Svona eins
og Ajatolla K. ætlar aö gera?
Þaö er hætt viö, aö einhver i
samkór afturhaldsins fari út af
laginu, þegar benda þarf á
mömmurnar, sem atvinnullfið
má missa. Kannski einhver
áhugaprédikarinn neyöist til aö
afpanta tlmann sinn i Deginum
og veginum.
Þaö var kannski ekki ætlunin
hjá SÞ, en þaö er eins og áróöur
barnaársins sé aö breytast I
heimskulegan áróöur gegn
samfélagsþátttöku mæöra.
Barnaáriö er fariö aö verka eins
og vondir timburmenn eftir
frelsisfylleri kvennaársins. Sekt
samfélagsins og beggja foreldr-
anna er gerö aö sekt
móöurinnar. Abyrgöin á velferö
barnanna skal vera hennar enn
sem fýrr.
Eigum viö þá aö gefast upp
viö aö rifast i pöbbunum, af þvi
þeir veröa bara vondir?
Nei, auövitaö ekki! Viö eigum
ekkert afturkvæmt heim frekar
en þjóöfélagiö, sem er búiö aö
breyta heimilisfanginu okkar.
Við veröum aö halda áfram
okkar torfæru leiö i átt til jafn-
réttis. Viö látum ekki reka
okkur til baka, þótt viö liggjum
stundum vel viö höggi. Viö
höldum áfram aö vinna mis-
munandi þjóönýt störf og gera
hluti, sem passa illa inn i fá-
breytta, væmna og logna
móöurmynd. Ef þaö er liöur I
jafnréttisbaráttu aö drekka
ljóst, en ekki I laumi, þá gerum
viö þaö núoröiö. Ef þaö er
nauösynlegt fyrir valdajafn-
vægiö aö koma stundum heim,
þegar okkur hentar, þá komum
viö stundum heim, þegar okkur
hentar. Og ef þaö er eina leiöin
til aöfeöurnir veröi betri feður,
aö mæöurnar veröi „verri”
mæöur, þá reynum viö þaö.
Auövitaö fáum viö móral og
langar til aö biöja börnin aö
fyrirgefa, en llka aö skilja
marga heimskulega nauöysn.
Einmitt af þvi, aö ÞAÐ ER
BARNAAR! - Krakkar! Ekki
spyrja mömmur ykkar meir,
hvenær kemur pabbi heim, eöa,
hvenær kom pabbi heim.
Spyrjiö hann sjálfan! Geriö
kröfur til hans aörar en
peningakröfur, látiö hann finna
aö einnig hans sé óskaö heima
til aö taia viö, vera meö og kela
viö. Þá fyrst hafiö þiö eitthvaö
upp úr þessu barnaári!
— 0 —
Mér datt þetta I hug, þar sem
ég var aö reyna aö synda úr mér
timburmennina i Laugar-
dalnum til aö geta mætt hress I
vinnuna á eftir. A milli 200
metranna las ég i Stúdenta-
blaöinu, aö kvenhetjan og
byltingarforinginn Birna
Þóröardóttir heföi hellt upp á
könnuna þrisvar og bakaö
pönnukökur meö sultu og r jóma
oni framsæknustu, stjórníaus-
ustu og róttækustu blaöamenn
bæjarins á meðan þeir ræddu
um tónlist og aörar unaös-
semdir lifsins viö eiginmann
hennar inni stofu. Ég gáöi aftur
á blaöhausinn til aö sjá, hvort
þetta væri örugglega Stúdenta-
blaöiö en ekki dönsku blöðin eöa
Helgarpósturinn. STODENTA-
BLAÐIÐ!
Ó, konur allra landa, hvert
liggur leiöin?
Steinunn Jóhannesdóttir
Bíó um helgina
Hér hefur göngu sina nýr þáttur, sem tekur til
umfjöllunar þær kvikmyndir, sem verið er að sýna i
kvikmyndahúsum borgarinnar hverju sinni. Hér er
engan veginn um ýtarlega gagnrýni að ræða, heldur
aðeins stuttar umsagnir og er þátturinn hugsaður
sem þjónusta við lesendur blaðsins. Til hægðarauka
er hverri kvikmynd gefinn einkunn (stjörnur) og
litur einkunnargjöfin þannig út:
XXXX = snilldarverk
XXX = ágæt
XX = góö
X = sæmileg
0 = afleit
Háskólabió:
Superman
xx
Ofurmenniö flýgur um loftin
blá. Þaö lyftir bilum, veltir stór-
grýti, bjargar hrapandi flugvél,
aöstoöar fólk I lifsháska, einkum
þó fagrar yngismeyjar, hleypur
uppi hraðlestir, kemur upp um
stórglæpamenn og flýgur meö þá
til lögreglunnar. Ofurmenniö
getur jafnvel breytt rás sögunn-
ar, ef svober undir. Bjargvættur
alls.
Þrátt fyrir ærandi hávaöa af
völdum skelfilegra náttúruham-
fara og dramatiskrar tónlistar,
bregöur fyrir ágætri kimni. Auk
þess er myndin mjög vel gerö
tæknilega séð.
Superman og vinkona
Jacquos Tati
Regnboginn:
Umferð
(Trafic) xxx
Jacques Tati er meðal bestu
höfunda gamanmynda síöari ára.
Hann hefur lært margt af þeim
snillingum, sem skópu gullöld
þöglu kvikmyndanna, sérstak-
lega Buster Keaton. Persónu-
legur stfil Tatis er einkennandi
fyrir myndir hans, en hann er
bæöi höfundur myndarinnar og
aðalleikari.
1 Umferð tekur hann til
meöferðar mannlegan breisk-
leika i tæknivæddum heimi
nútlmans, án þess þó aö vera böl-
sýnn eöa haldinn fyrirlitningu á
manneskjunni.
Regnboginn:
Flökkustelpan
(Boxcar Bertha) xx
Martin Scorsese heitir
höfundur þessarar myndar, en
þetta er þriöja myndin eftir hann,
sem sýnd er I kvikmyndahúsum
borgarinnar meö stuttu millibili.
Hinar tvær voru Alice býr hér
ekki lengur (Austurbæjarbió) og
Miskunnarleysi götunnar (mánu-
dagsmynd Háskólablós fyrir
stuttu). Þessi er meðal hans
fyrstu og gerist á kreppuárunum i
Bandarikjunum. Segir hún frá
fólki, sem er upp á kant viö lög og
rétt samfélagsins og rænir fjár-
munum og skartgripum af þeim
riku. Myndin er þokkalega gerö,
einkum þó hinn blóöugi endir
hennar.
Stjörnubió:
1 skugga hauksins
(Shadow of the Hawk)
xx
Seiðkona, sem uppi var fyrir
tveim öldum, leitar nú hefnda á
Framhald á bls. 22