Þjóðviljinn - 29.05.1979, Page 1

Þjóðviljinn - 29.05.1979, Page 1
uodviuinn (t ‘i Þriðjudagur 29. maí 1979 —120. tbl.44. árg. Mjólkurlaust áfram Engin mjólk var til sölu i versl- unum i Reykjavik i gær og er ekki væntanleg i dag, aö þvi er for- stjóri Mjólkursamsölunnar, Guölaugur Björgvinsson sagöi Þjóöviljanum. Einsog sagt var frá i blaöinu fyrir helgina geröu mjólkur- fræöingar Samsölunni tilboö um aö leyfa vinnslu samtals 280 þúsund litra mjólkur og undan- Fjölmenni á fundi yfirmanna í Sigtúni Lagaboð verður að engu haft segir í ályktun fundarins A fundi yfirmanna á kaupskip- um i Sigtúni i gær var samþykkt aö yfirmenn myndu aö engu hafa lagaboö til lausnar deilu þeirra viö útgeröir kaupskipa. Nær þrjú- hundruö starfandi yfirmenn á kaupskipaflotanum sóttu fundinn og var gerö ályktun meö öllum greiddum atkvæöum gegn einu. Þar er m.a. skoraö á útgeröir kaupskipa aö ganga nú þegar til samningaviöræöna i staö þess aö biöa eftir hæpinni lagasetningu til lausnar deilunni. Slfkt lagaboö myndu yfirmenn á farskipunum aö engu hafa. Fundurinn i Sigtúni i gær lýsti ánægju sinni meö störf verkfallsnefndar farmanna og lét i ljós þá ósk aö hún ynni störf sin meö sama ágæti héreftir sem hingaötil. --ekh 294 starfandi yfirmenn á kaupskipaflotanum mættu til fundar I Sigtúni I gær, þar sem mikill einhugur rikti. Um 30 skip hafa nú stöövast iheimahöfn. - Ljósm. eik. rennu yfir vikuna, en þvi var hafnaö af Samsölunni. Sagöi Guölaugur , aö þetta magn geröi 56 þúsund lltra á dag deilt á 5 daga vinnuviku, sem þýddi 2ja tima vinnu á dag og væri algerlega óviöunandi. Auk þess þyrfti raunverulega meira magn mjólkurvara nú en venju- lega þar sem hátiö fer i hönd. Hann sagöi aö af 166 manna starfsliöi Mjólkursamsölunnar i átöppun og dreifingu mættu nú allir nema 6 mjólkurfræöingar til vinnu sinnar daglega og biöu eftir verkefnum. Brauögerö Samsölunnar er áfram rekin meö eölilegum hætti, en starfsfólk þar er ekki meötaliö i ofannefndri tölu. vh Sett fyrir vodka- lekann Yfirmenn frá pólsku toll- þjónustunni eru staddir hér á landi þessa dagana og ræöa viö kollega sina Islenska. Aö þvl er Þjóöviljinn hefur eftir áreiöanlegum heimildum mun ætlunin aö semja um gagnkvæma tilkynninga- þjónustu, þannig aö hvor aöili um sig viti hvaö landar þeirra versla i hinu landinu. Þannig aö nú veröur væntaniega stöövaö allt smygl á 75% vodka frá Póllandi og sett undir þann lekann. vh Guðmundur og Helgi í öðru sæti í Sviss Sjá bls 13 Öllum tillögum Alþýðubandalagsins neitað Ólafur vill láta reka Neita að tryggja láglaunahækkanir Neita að takmarka hálaunahækkanir • Eftir þvi sem næst veröur komist mun Ólafur Jóhannesson forsætisráöherra hafa hafnaö þvl aö gripiö yröi til nokkurra sér- stakra aögeröa i kjara- og verö- lagsmálum fyrir 1. júni, þrátt fyrir tillögu m.a. Steingríms Her- mannssonar flokksformanns þar um. • Ráöherranefndin svokallaöa lagöi þó fýrir rikisstjórnarfund- inn samkomulag sem náöist innan hennar um helgina um bráöabirgöalög um þak á visi- tölubætur viö 400 þúsund kr. á mánúöi frá og meö 1. júni. Ráö- herranefndin mætti þvi óvæntri andstööu frá ráöherrum Fram- sóknar- og Alþýöuflokks i rikis- stjórninni, Ekki er taliö liklegt aö nein írekari niöurstaða náist á rikisstjórnarfundi I dag fyrir há- degi. • Þar meöhefur öllum tillögum Alþýöubanda lagsins veriö hafnaö, en þær voru lagöar fram fyrir rúmum hálfum mánuöi og' gert ráö fyrir aö almenn laun hækkuöu meö lagaboöi um þrjú prósent, aö sett yröiþak á visitöl- una og sérstakt þak á allar verö- hækkanir, auk ráöstafana 1 skattamálum. • Afleiöingarnar af þvi aö visi- tölubætur fara upp ailan launa- stigann l.júnieru ma.þær aö þeir launahæstu fá t.d. tiu sinnum meiri verðbætur en þeir launa- lægstu. Ljóst er einnig aö slik hækkun hálauna mun kalla á ein- dregna kröfugerö fyrir hönd lág- launahópa þegar á næstu vikum. A sama tima neita Alþýöu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn aö lögfesta 3% grunn- kaupshækkun á almenn verka- laun til samræmis viö launa- hækkanir opinberra starfs- manna. • Þessi afstaöa vekur enn meiri furöu vegna þess aö nú um mánaöamótin koma fram veru- legar veröhækkanir á land- búnaðarvörum. Ofan á þaö bætist aötillaga hefur veriö flutt um þaö i rikisstjórninni aö draga svo úr niöurgreiöslum aö hækkunin yröi mjög tilfinnanleg fyrir launa- menn og bætti sölutregöu ofan á offramleiðsluvandann i land- búnaöinum. -ekh Áróðursauglýsingar Vinnuveitendasambandsins; Hannaðar í Sjálfstœðishúsinu Að undanförnu hefur mátt sjá í dagblöðunum nýtt herbragð Vinnu- veitendasambands Islands í heilögu stríði þess við launþega í landinu. Er hér um að ræða heilsíðuaug- lýsingar í úthugsuðum áróðursstíl. Atvinnurekendur eru ekki blankir þegar þarf aö borga slikan herkostnaö. „Greiöslu- byröi atvinnuveganna” er rúmar 4,5 miljónir vegna þessa tiltækis og viröist nú ekki skorta „greiöslugetuna ” sem vinnu- veitendur segja fyrirtækin skorta svo sárlega oft. Birting tveggja heilsiöuaug- lýsinga I sex blööum kostar sam- kvæmt taxta 4.320.000. — kr. Þar viö bætist hönnunarkostnaöur, sem mun nema nálægt 200 þúsund kr. Samtals rúmlega 4,5 miljónir. Auglýsingar Vinnuveitenda- sambandsins eru hannaöar af nýstofnaöri auglýsingastofu Ólafs Stephensen, sem hefur aösetur i Sjálfstæöishúsinu, Háaleitisbraut 1. Verður sú tilviljun aö teljast vel viöeigandi. -eös Olíuskorturinn segir til sín Olíuleysi Bolungavík / 1 Mjög alvarlegt ástand er aö skapast á Bolungavlk og vlöar á Vestfjörðum vegna skorts á ollu til húshitunar og fyrir fiskveiöi- flotann. Þjóöviljinn hafði I gær sam- band við Guömund Kristjánsson bæjarstjóra á Bolungavik og grennslaöist fyrir hvernig ástand Framhald á 14. siöu Ákvörðun Hajísnefndar virt að vettugi Forstjóri OLIS bannaði olíulöndun í Bolungavik Persónuleg ákvöröun forstjóra Olluverslunar tslands, önundar Asgeirssonar, kom I veg fyrir aö oliuskipiö Kyndill landaöi ollu I Bolungavik á leiö sinni til Noröur- landshafna. Eins og greint er frá á öörumi staö I blaöinu 1 dag, þá haföi náöst samkomulag milli Hafissnefndar og Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands um aö Kyndill kæmi viö á Bolungavik á leiö sinni noröur. 1 þeirri frétt er einnig greint frá aö formaöur Hafiss- nefndar heföi sagt aö vandamál, sem komiö heföi upp, heföi breytt þessari ákvöröun. Þjóöviljinn haföi þá samband viö önund Asgeirsson forstjóra Oliuverslunar Islands og innti hann eftir þvi hvert vandamáliö heföi veriö. önundur sagöi aö hann persónulega heföi lagst gegn þessari ákvöröun Hafiss- nefndar þar sem honum fyndist þaö „tóm vitleysa” eins og hann orðaði þaö, aö láta skipiö landa þessum 8000 tonnum á meöan önnur byggöarlög væru I oliu- svelti. Siöan sagöi önundur: Þaö er ekki hægt aö leika sér meö þessi skip og tefja þau með ein- hverjum smálöndunum hér og þar, þegar beöiö er eftir þeim annars staöar. önundur sagöi aö lokum aö hann vonaöi aö hans persónulega ákvöröun heföi komiö i veg fyrir aö skipiö landaöi á Bolungavik. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóöviljinn hefur aflaö sér gat önundur tekiö þessa ákvöröun vegna þess aö hann á 50% i oliu- skipinu Kyndli. -Þig

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.