Þjóðviljinn - 29.05.1979, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. mal 1979
■þrottir íþrottir
/ J ■ umsjón: INGÓLFUR HANNESSON
íþróttir
Sagt eftir
leikinn
Lefkgleðina vantaði
þegar Vestur-Þjóðverjar sigruðu Islendinga á laugardaginn 3-1
Tvö mörk Vestur-
Þjóðveria á sömu min. í
knattspyrnulandsleiknum
gegn islendingum á
laugardaginn gerðu út um
leikinn. Eftir það var eins
og bæði liðin sættu sig við
orðinn hlut og olli leikurinn
nokkrum vonbrigðum
þeim 9 þús. áhorfendum
Laugardalsvallarins. —
Lokatölur urðu síðan 3-t
fyrir Vestur-Þýskaland.
Þjóðverjarnir hófu leikinn með
sunnangoluna i bakið en það voru
okkar menn sem fengu fyrsta
tækifærið. Strax á 2. mln braust
Atli upp aö endamörkum, gaf
fyrir, en Pétur var aðeins of seinn
að ná til knattarins. Stuttu slðar
þurfti Jóhannes að hreinsa frá
islenska markinu með nokkuð
glæfralegri hjólhestaspyrnu.
Nokkuð dauft var yfir leiknum
fyrstu 15 min., t.d. hafði Ingi
Björn enn ekki komið við boltann.
A 19. mln stóð Hoeness einn
fyrir framan islenska markið
með boltann, en skaut framhjá.
Tveimur min, slðar skeði umdeilt
atvik. Janus lenti I miklu
kapphlaupi við varnarmann
þýskan, komst i gegn og átti
aðeins eftir Maier, markvörð. Þá
flautaði Irski dómarinn og dæmdi
aukaspyrnu á Þjóðverjana rétt
fyrir utan vitateiginn. Aö flestra
áliti var dómarinn þarna heldur
fljótur á sér. Upp úr aukaspyrn-
unni skallaði Jóhannes naumlega
framhjá. Minútu siðar fengum
við dauðafæri þegar Atli braust
upp hægri kantinn, gaf fyrir, en
Ingi Björn var aðeins of seinn. Ef
hann hefði náð til knattarins var
öruggt að við hefðum komist yfir.
Tvö mörk á sömu mín.
A 33. min. skeöi stóra slysið.
Þjóðverjarnir gáfu fyrir islenska
markið, Þorsteinn hljóp út, greip
boltann, en missti nokkuð klaufa-
lega út i teiginn. Þar var Walter
Kelsch mættur og renndi knettin-
um af öryggi i markið, 1-0 fyrir
Þýskaland. Segja má, aö þetta
mark hafi haft nokkurn
aðdraganda, þvi Þorsteinn hafði
misst svipaða bolta frá sér 3-4
sinnum áður i leiknum. Okkar
menn hófu leikinn á miðju, en
misstu boltann, sem var gefinn
inn á miðjan vallarhelming
tslands til Dieter Hoeness. Hann
lék aðeins áfram og skaut siðan
þrumuskoti af um 30 m. færi og
bolti hafnaði I islenska markinu
án þess að Þorsteinn kæmi vörn-
um við, 2-0 fyrir Þýskaland. Þetta
mark er með því glæsilegasta,
sem undirritaður hefur séð á
Laugardalsvellinurri. Eftir þetta
gerðist fátt markvert nema hvað
Þjóðverjarnir áttu dauðafæri,
sem rann út I sandinn.
í hálfleiknum fór markvörður-
inn heimsfrægi Sepp Maier út á
völlinn og sýndi atriði, sem flestir
trúðar hefðu verið fullsæmdir af.
Vakti þetta tiltæki hans mikla
hrifningu áhorfenda.
Daufur seinni hálfleikur
Mjög dofnaði yfir leiknum eftir
leikhléið og lftiö um góð færi. Það
besta var þegar Þorsteinn varði
vel langskot frá Hoeness eftir
aukaspyrnu. A 60. min. voru Ingi
Björn og Pétur teknir útaf og i
þeirra stað komu Jón Oddsson og
Viðar Halldórsson. Þeir félagar
megnuðu þó ekki að gæða leikinn
lifi. Þjóðverjarnir skoruðu sitt
þriðja mark á 66. min. Gefið var
fyrir islenska markið á Schuster,
sem renndi boltanum til Hoeness.
Hann átti ekki I miklum erfiðleik-
um með að skjóta framhjá
Þorsteini I markinu, 3-0. Spurn-
ingin er aðeins hvar miöverðirnir
islensku voru.
Undir lokin lifnaði Islenska liðið
nokkuö við og góö færi gáfust.
Uppskera fékkst siðan á 83. min.
þegar Atli skoraði eftir að boltinn
barst til hans út i teiginn. Hann
hikaði ekkert og þrumaði knettin-
um i þaknet þýska marksins, 3-1.
Framhald á 14. siðu
A myndinni hér að ofan sést aödragandinn aö fyrsta markinu. Þorsteinn hefur misst knöttinn frá sér og Walter Kelsch á ekki i miklum erfiölcik-
um meö aö skora.
Youri llichev/ lands-
liðsþjálfari:
— Þaö kom margt gott
fram i þessum leik hjá okk-
ur. Við verðum að gera okk-
ur grein fyrir þvi að Þjóð-
verjarnir eru meö mjög
sterkt lið og ekki auðsigrað-
ir. Annars komu mörkin upp
úr mjög slæmum varnarmis-
tökum hjá okkur.
— Ég var hissa á Þorsteini
og það kom mér á óvart hve
taugaslappur hann var I
leiknum.
— Þaö voru mikil mistök
hjá dómaranum þegar hann
dæmdi á brotið á Janusi eftir
að hann hafði sloppiö f gegn.
Dómarinn dæmdi mikiö á
móti okkur.
Pétur Ormslev:
— Þjóðverjarnir eru tekn-
iskir og erfiðir og ekki gott
að leika gegn þeim.
— Jú, vissulega er maöur
taugaveiklaður I sínum
fyrsta landsleik, en þó losn-
aði furðufljótt um spennuna
hjá mér.
Klaus Hilpert, þjálfari
IÁ:
— Þetta var ekki góður
leikur, sérstaklega ekki af
hálfu Þjóðverjanna. Fyrir
Island er i rauninni allt I lagi
að tapa 1-3. Þaö er ekki svo
slæmt.
— Leikmaður nr. 10 i is-
lenska liðinu (Pétur
Ormslev) var góður og einn-
ig nr. 8 (Atli Eðvaldsson). I
þýska liðinu var Sepp Maier I
hálfleik bestur.
Kenneth J. Hope,
dómari:
— Það var enginn vafi
varðandi brotið á Islenska
leikmanninum nr. 2. Þýski
varnarleikmaðurinn hindr-
aði hann ólöglega og ég
flautaöi. Eftir það slapp
hann innfyrir.
— Leikmaður nr. 8 (Atli
Eðvaldsson) var mjög góður
i þessum leik, en aðrir voru
ekkert sérstakir.
— Ef ísland hefði leikið all-
an leikinn eins og fyrstu 15
min. og siöustu 15 min. hefðu
úrslitin orðið önnur.
Hans Miiller: V-
Þýskalandi:
— Þetta var sæmilegur
leikur. Við áttum mörg góð
færi sem ekki nýttust.
— Það eru nokkrir góðir
leikmenn i islenska liðinu
sérstaklega nr. 8 og 10 (Atli
og Pétur).
• „Á 22. mín. fengum við dauðafœriþegar Atli braust upp hægri
kantinn, gaf fyrir, en Ingi Björn var aðeins of seinn ”