Þjóðviljinn - 29.05.1979, Síða 14

Þjóðviljinn - 29.05.1979, Síða 14
14 SIÐA — ÞJ6ÐV1LJINN ÞriOjudagur 29. mal 1979 „Geymt en ekkí gleymt” Eins og fram hefir komiö i fréttum hugöist starfsfólk Kópa- vogshælis efna til kröfugöngu á fund fjármálaráöherra s.I. föstu- dag, 25. mai. Aögeröum þessum var aflýst og viljum viö gera grein fyrir ástæöum þess og stööu málsins núna. Aögeröir þessar voru eingöngu framtak starfsfólks á deildum, sérfræöingar hælisins áttu þar engan hlut að máli. Meöan á undirbúningi aögeröanna stóö áttu sér hins vegar stað viöræöur milli nokkurra af sérfræöingum hælisins og ráöuneytisstjóra heil- brigöisráöuneytisins, Páls Sig- urössonar. Eftir þær viöræöur var látiö berast til undirbúnings- nefndar aögerðanna (sem viö undirritaðar áttum sæti I) að Kópavogshæli heföi fengiö loforö fyrir umbeöinni fjölgun stööu- gilda, og mætti ráöa fólk þegar i staö samkvæmt þvi. Þar sem þar með var búiö aö uppfylla kröfur okkar, var eölilegast aö aflýsa aögeröunum. A fundi meö starfsfólki sem haldinn var umræddan föstudag kom reyndar I ljós, aö „kerfiö” er ekki svona einfalt. Þær ráöningar sem nú hafa verið heimilaöar eru einungis umframráöningar eins og áöur hefur tiökast — 161 stööu- gildi fyrir alla starfsemi þessarar stóru stofnunar — og þaö er háö örlæti fjárveitingarvaldsins, Alþingis og fjármálaráöuneytis á ári komanda, hvort þessar heim- ildir verða auknar. Viö teljum okkur tala fyrir munn alls starfsfólks hælisins þegar við segjum aö barátta okk- ar heldur áfram uns heimildir hafa verið gefnar fyrir fjölgun' fólks, ekki til bráöabirgöa, heldur sem reikna má meö og hægt er aö byggja á. Það er einmitt óstööug- leikinn i starfsmannahaldi sem stendur hvaö mest I vegi fyrir aö hægt sé aö byggja upp þjálfunar- meöferö á deildum hælisins. Við erum tilbúin i aögeröir hve- nær sem þörf krefur. Viö erum búin aö útbúa okkar boröa og kröfuspjöld, en viö vonum, aö ekki þurfi aö gripa til þeirra! Sigrún Huld Þorgrimsdóttir, starfsstúlka. Hafdis Helgadóttir, þroskaþjálfi. Olíuleysi Framhald af 1. slðu. iöværiisambandi viö oliubirgöir. Guömundur sagöi aö bærinn væri svo til oröinn oliulaus. Olia til húshitunar myndi endast aöeins fram á þriöjudag (i dag) og engin olia væri til fyrir fiskiskipa- flotann. Guömundur tjáöi hins vegar Blaðberar óskast í Keflavík Faxabraut Mávabraut Háaleiti Þverholt Baugholt Háholt Sunnubraut Smáratún Miðtún Þorsteinn Valgeirsson. Kirkjuvegi 44, Keflavik Simi 2538. Eiginmaöur minn Páll Guðmundsson fyrrum innheimtumaöur Rikisútvarpsins Hofsvallagötu 18 Reykjavik lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Höfn Hornafiröi 25. maf. Útförin fer fram fimmtudaginn 31. mai kl. 13.30 frá Foss- vogskapellu. A Anna Halldórsdóttir Faöir okkar, tengdafaöir og afi Jón Sigurjónsson, Karfavogi 25, sem lést 22. maí, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni f Reykjavik fimmtudaginn 31. mai kl. 3. Aöalheiöur Sveinsdóttir Sigurjón Jónsson, Unnur Jónsdóttir Björn Guömundsson, barnabörn og barnabarnabörn. blaöinu aö fyrir skömmu heföi hann fengiö fréttir aö sunnan um aö Oliuverslun lslands myndi sjá byggöarlaginu fyrir oliu frá Isa- firöi og ætti hún aö koma til Bolungavikur á miðvikudag. Bæjarstjórinn var þá inntur eftir þvi af hverju hafisnefnd heföi ekki látið þau skip sem undanþágu fengu til aö sigla meö oliu til hafna á Noröurlandi koma viö i Bohingavik. Guðmundur svaraöi þvi til aö Hafisnefnd heföi reyndar ákveöiö þetta, en af einhverjum ástæöum, sem hann kynni ekki frá aö greina heföi ekki orðiö af þvi. Þjóöviljinn haföi þá samband viö Arna Gunnarsson alþingis- mann og formann hafissnefndar og baö hann aö greina frá þessum ástæöum. I svari sinu tók Arni þaö skýrt fram aö hér væri ekki viö Far- manna- og fiskimannasambandið að sakast. Fullt samkomulag heföi náðst milli hafisnefndar og farmanna um aö Kyndill myndi afferma 8000 tonn á Bolungavík á leið sinni til Noröurlandshafna, en á siöustu stundu hefði komiö upp vandamál sem breytt heföi þessu samkomulagi. Hins vegar heföi veriö ákveðiö aö senda skip meö oliu frá tsafiröi til Bolunga- vikur á miövikudag. -Þig Breiðablík Framhald af bls. 11 glæfralegt úthlaup Sveins i Blika- markinu. Breiöabliksmenn voru ekkert á þvi aö gefast upp og jöfn- uöu fyrir hálfleik. Fyrst skoraöi Ingólfur Ingólfsson eftir fallega sóknarlotu, 2-1, og siöan Vignir Baldursson með þrumuskoti. 1 byrjun seinni hálfleiksins sótti Breiðablik af krafti og þeir upp- skáru laun erfiöis sins þegar Ingólfur skoraöi úr þvögu, 3-2. Eftir þetta pökkuöu Kópavogsbú- ar I vörnina og FH sótti án afláts. Sú sókn var oft án forsjár þvi Breiöabliksmenn komust oftsinn- is upp i hraöaupphlaup og fengu sannkölluö dauðafæri. t leikslok fögnuöu Blikarnir ákaft dýr- mætum stigum. Janus var yfirburöamaöur i liöi FH eins og fyrri daginn, en hjá Breiöablik voru þeir bestir Vignir Baldursson og Siguröur Grétars- son. RS/IngH Nýtt vidbit Framhald af bls. 8. án þess aö kalla afuröina smjörlíki. t lögunum frá 1933 eru ákvæöi, sem beinlinis koma i veg fyrir að mjólkurbú mætti hefja framleiðslu á þessu nýja viöbiti. Þvi þar stendur „Bannaö er aö framleiöa smjörliki þar, sem smjör- gerö er höfö um hönd, og eigi má nota sömu tæki til skiptis viö framleiösluna”. Smjör- liki nefnist i lögum þessum allt þaö feitmeti, sem likist smjöri, hver sem uppruni þess er eða samsetning, þegar i þvi eru einhver fitu- efni, sem ekki eiga rót sina að rekja til mjólkur. Ætlunin var að setja þetta nýja viðbit á markaðinn i ár, þaö er ekkert til fyrirstöðu nema ákvæöiö i gömlu lög- unum. Mjólkurbúin hafa tækin svo litiö þarf aö leggja i nýja fjárfestingu, aöeins kælitank fyrir sojaoliuna. Landsleikurinn Framhald af bls. 10 Þaö sem eftir liföi leiksins sóttu tslendingarnir nokkuö, en án þess aö veruleg hætta skapaðist. Þjóðverjarnir oliu vonbrigöum. i Þjóöverjarnir ollu miklum vonbrigöum meö slökum leik. Þeir virtust aldrei ná sér veru- lega á strik, en eftirá gáfu þeir þá skýringu aö ómögulegt væri aö sýna góöan leik gegn liði sem léki stööugt meö 8—9 leikmenn fyrir framan eigin vitateig. Þetta var þeirra afsökun, en hún nær nú ansi skammt. Bakvöröurinn hægra megin, Harald Konopka, var mjög sprækur og átti marga góða spretti. Einnig var miöherj- inn Dieter Hoeness islensku vörn- inni erfiöur og þaö þó aö Jón Pétursson elti hann allan timann. Umdeilanleg leikaðferð Leikaöferö Islenska liösins i þessum leik er mjög umdeildan- leg. Langtimum saman var aöeins einn maöur i framlinunni á meöan allir hinir kepptust um aö gæta Þjóðverjanna. Hlutverk sumra leikmannanna voru svo óglögg, að þeir vissu vart sjálfir hvernig þeir áttu aö leika, t.a.m. átti Guömundur Þorbjörnsson aö vera miöherji i lok leiksins, en hann hélt áfram aö leika á miöjunni. Þá er ég ekki viss um aö Ingi Björn hafi vitað nákvæm- lega um sitt hlutverk, enda náöi hann sér aldrei á strik. Einnig var stórfurðulegt aö sjá 4 „typiska” miöveröi inna undir lok leiksins. Barátta islenska liösins var i góðu lagi, en alla leikgleöi vant- aöi og hefur þaö e.t.v. stafað af framansögöu. Þó voru strákarnir friskir seinni hluta fyrri hálfleiks- ins og undir lok leiksins, en þar fyrir utan var deyföin alls- ráöandi. Nýliöarnir, Pétur, Trausti og Jón, sluppu sæmilega frá leikn- um. Reyndar var Trausti mjög óöruggur i byrjun, en óx ásmegin eftir þvi sem á leiö. Sömu sögu er aö segja um Þorstein Ólafsson, markvörö og má skrifa fyrsta markiö á hann. Þaö er mjög sjaldgæft að sjá svo mörg misheppnuö úthlaup hjá þessum annars örugga markveröi. Varnarleikmennirnir stóöu nokk- urn veginn fyrir sinu og geröu eins og fyrirfram var búist viö af þeim. Arni Sveinsson var slappur á kantinum, og heföi átt aö taka hann útaf, þvl leikmanni sem ekki finnur sig i leik er litill greiöi geröur meö þvi aö láta hann vera inná. Guömundur Þorbjörnsson átti ágæta spretti, en feilsend- ingar hans voru einnig of margar. Sá sem virkilega blómstraöi var Atli Eövaldsson. Hann átti stóran þátt i flestum hættulegum sóknarlotum liösins og var eini leikmaöurinn sem virkilega naut sin. Dómarinn, Hope frá Skotlandi, skilaöi sinu hlutverki mjög vel og ekki hægt aö merkja þaö, aö þetta væri hans fyrsti milliríkjaleikur. IngH. Dragbítur Framhald af bls. 9 fundum getur virst harla árangurslitill starfi þegar litiö er á raunverulega þróun heims- málanna. Þegar Poljanov er spurður aö þvi hvort merkja megi einhvern árangur af starfi Heimsfriðarráðsins er hann ekki seinn til svars: — Ég held aö enginn vafi sé á þvi aö starfið ber nokkurn árangur. t fyrsta lagi hefur sjálf hugmyndin um heimsfriöinn veriö vakandi I hugum almenn- ings og á Heimsfriöarhreyfingin ekki litinn þátt þar I. Nefna má aö i byrjun sjötta áratugsins skrifuöu um 500 miljónir manna undir Stokkhólmsávarp Heims- friöarráösins gegn kjarnorku- sprengjunni. Um sjöhundruð miljónir manna hafa þegar skrif- aö undir Stokkhólmsávarpiö nýja frá 1975. Og ég held að barátta Heimsfriöarráðsins gegn notkun nifteindasprengju hafi þegar haft (f-ÞJÓÐLEIKHÚSIfl STUNDARFRIÐUR I kvöld kl. 20. Uppselt föstudag kl. 20. annan hvitasunnudag kl. 20. A SAMA TIMA AÐ ARI miövikudag kl. 20 Fáar sýningar eftir. PRINSESSAN A BAUNINNI fimmtudag kl. 20. Slðasta sinn. Miöasala 13.15-20. Simi 11200. VIÐ BORGUM EKKI VIÐ BORGUM EKKI miðnætursýning fimmtudag kl. 23.30 Miðasala I Lindarbæ alla daga kl. 17-19,slmi 21971. sin áhrif á pólitiska stefnumótun i Evrópu. Rýrir lífskjörin Að lokum spuröi Þjóöviljinn Poljanov á hvern hátt vopna- kapphlaupiö snerti lif alþýöu manna I Sovétrikjunum, en vitaö er að þar i landi er gifurlegum fjármunum variö I hergagna- framleiðslu og landvarnir: -- í fyrsta lagi, sagði Poljanov, hefur vopnakapphlaupið i för meö sér hættu á nýjum striðsátökum. Þessvegna vill almenningur I Sovétrikjunum stööva þaö. Sovét- menn vita hvað striö er. Viö misstum 20 miljónir manna I seinni heimstyrjöldinni og eyöi- legging mannvirkja var óskap- leg, 1700 borgir voru jafnaöar við jöröu og tugir þúsunda þorpa brenndir til ösku. Vopnakapphlaupið skapar. spennu I heiminum. Þessi spenna i heimsmálum takmarkar svig- rúm rlkisstjórna til þess aö vinna aö bættum kjörum vinnandi alþýðu eöa styðja þjóöfrelsis- baráttu gegn kúgun og harö- stjórn. Vopnakapphlaupið hefur nei- kvæö áhrif á llfsafkomu alþýöu i öllum rikjum. Ekki sist i Sovét- rikjunum sem áætla veröur fjár- muni til vopnaframleiðslu og varna sem viö vildum heldur verja til þess aö bæta lifskjör fólksins. Af þeim sökum er sprottin sú tillaga Sovétrlkjanna sem vel er þekkt i Bandarlkj- unum, aö stórveldin skeri niöur útgjöld sin til hermála um 10%, og losi þannig f jármuni sem nota ætti til þróunaraðstoðar. Heil- brigt efnahagslif myndi hvar- vetna dafna ef vopnakapphlaupið yröi stöövaö. Síöast en ekki slst er rétt að nefna ástæöu fyrir stöðvun vopnakapphlaups sem er af siö- ferðilegum toga. t vopnafram- leiðsluna fer gifurlega mikiö af tima og hugviti okkar bestu vísindamanna, sem betur væri variö I uppbyggileg mennta-, menningar- og visindastörf. Strax nú I dag stöndum viö frammi fyrir framtiö barna okkar og þaö er mikil ábyrgö sem viö tökum á okkur með þvi aö skilja aöeins eftir fullkomnari vopn handa t komandi kynslóöum, en ekki betri ! og heilbrigðari heim og bættar forsendur til þroskaös mannlifs i fullum og réttlátum friöi. ekh alþýðubandalagiö Alþýðubandalagsfélagar í. launþegasamtökum. 1 framhaldi af námskeiði þvi, sem tilraun var gerð með fyrr í vetur, verður haldinn fundur fimmtudag- inn 31. mai kl. 20.30 að Grettisgötu 3, til að ræða áframhaldandi starf. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri. — AÐALFUNDUR ABA verður haldinn I Lárusarhúsi þriðjudaginn 29. mai kl. 20.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Félagar fjölmennið! — Stjórnin. Tilkynning tii styrktarmanna Alþýðubandalagsins. Styrktarmenn ABL. eru vinsamlega minntir á að greiða glróseðlana fyrir mánaðamótin. — Alþýðubandalagiö. Alþýðubandalagið i Reykjavik FLOKKSFÉLAGAR I Nú líöur að aðalfundi og enn eru nokkrir, sem ekki hafa greitt félags- | gjöld fyrir árið 1978. Hafiö samband viö skrifstofuna Grettisgötu 3 hiö | fyrsta. Opið milli kl. 9—17 simi 17500. — Gjaldkeri og starfsmaöur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.