Þjóðviljinn - 30.05.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 30. mai 1979
DIÚBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
l tgefandi: l'tgáfufélag Þjóðviljans
Kramkvæmdastjóri. Eiftur Bergmann
Kitstjorar. Arni Bergmann. Kinar Karl Haraldsson.
Krettastjori: Vilborg Harðardóttir
l msjonarmaóur Sunnudagsblaós: Ingólfur Nlargeirsson
Hekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: P'ilip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur íngadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ir.gibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guðmundsson. Iþróttafréttamaöur:
Ingólfur Hannesson. Pingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson
Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar
Safnvöröur: Eyjóifur Arnason
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Þorgeir Olafsson
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla : Guömundur Steinsson, Hermann P Jónasson, Kristin Pét
ursdóttir.
Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir. Sigrlöur Kristjánsdóttir
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
Ilúsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir. Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir.
itkeyrsla: Sölvi Magnússon. Rafn GuÖmundsson.
Hitstjórn. afgreiösla og auglvsingar: Siöumúla 6. Heykjavlk. slmi 8 13 33
Prentun : Blaöaprent hf.
Kjarajöfnun strax
• Alþýðuf lokkurinn og Framsóknarf lokkurinn hafa nú
hafnað öllum tillögum Alþýðubandalagsins um að setja
bráðabirgðalög til kjarajöfnunar fyrir 1. júní. Þau
viðbrögð forsætisráðherra að ganga í nýtt trúlofunar-
band með Vilmundi Gylfasyni bera vott um hið undar-
lega ástand sem rikir á stjórnarheimilinu. Um nokkurra
vikna skeið hafa Steingrímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, og f lokksmálgagnið Tíminn
krafist stjórnvaldsaðgerða í kjaramálunum og talið það
uppgjöf heilbrigðrar skynsemi og tillögu um stjórnarslit
ef rikisstjórnin hefðist ekki að fyrir 1. júní.
• Nú hefur forsætisráðherra enn einu sinni tekið
völdin af Framsóknarflokknum og formanni hans og
tekið upp línu þingf lokks kratanna um að vísa því til at-
vinnurekenda og launafólks að jafna metin sín á milli í
sumar með vinnudeilum og verkföllum. Meðan ríkis-
stjórnin lætur þannig reka fyrir vindi og veðrum vegna
afstöðu Framsóknar og krata tala ráðherrar Alþýðu-
flokksins í landsföðurlegum tón um að litið beri í milli
innan stjórnarinnar til þess að breiða yf ir ábyrgð sína á
aðgerðarleysinu.
• í bókun sem ráðherrar Alþýðubandalagsins gerðu á
f undi ríkisstjórnarinnar í gær minna þeir á að við mynd-
un hennar var að því stefnt að ekki yrðu almennar
grunnkaupshækkanir á fyrsta starfsári stjórnarinnar
meðan verið væri að draga úr verðbólgu. Síðan segir:
„Þessi stefnumörkun var þá reist á þeirri forsendu að
láglaunafólk drægist ekki afturúr í þróun launamála
og hámark eða þak væri sett á vísitölubætur til þeirra
sem ofarlega eru i launastiganum. Eftir atburði
seinustu mánaða eru þessar forsendur brostnar og við
þvi að búast að biðlund almennu verkalýðsfélaganna sé
á þrotum.
• Alþýðubandalagið lagði fram tillögu i ríkisstjórninni
10. maí sl. þar sem lagt er til:
1. Að visitöluþak komi á laun yfir400 þúsund kr.
2. Að lögfest verði 3% almenn launahækkun til láglauna-
manna, sem ekki eiga hana vísa samkvæmt
samningum.
3. Að þak sé sett á verðlagshækkanir.
4. Að ákveðið verði nýtt skattþrep á hátekjur.
• Þessi atriði hefði átt að lögfesta áður en Alþingi var
slitið en á það var ekki fallist. Nú um mánaðamótin fær
hálaunamaðurinn fjórfaldar og jafnvel fimmfaldar
visitölubætur á við láglaunafólkiðog starfsmenn ríkisins
fá 3% kauphækkun. Þessi þróun er með öllu óverjandi og
hlýtur að vekja upp miklar launakröfur almennt á
vinnumarkaði.
• Ráðherrar Alþýðubandalagsins itreka nauðsyn þess
að gripið verði i taumana meðal annars með setningu
bráðabirgðalaga og komið sé í veg fyrir þá vaxandi mis-
munun á vinnumarkaði sem bersýnilega er í uppsiglingu
og hlýtur að leiða af sér almennar kjaradeilur á næstu
vikum eða mánuðum ef ekkert er að gert", segir í bókun
ráðherranna. Krafan frá Alþýðubandalaginu um bráða-
birgðalög til kjarajöfnunar stendur því enn. Ef ekki
fyrir 1. júní þá fljótlega upp úr mánaðamótum.
• Almenningur í landinu krefst kjarajöfnunar við
núverandi ástand. Um það er ekki að ræða að láglauna-
félög vilji endilega hafa af þeim sem hærri hafa tekj-
urnar. Menn vilja ekki halda aftur af kaupgjalds-
hækkunum til þess að auka gróða atvinnurekenda. Hins-
vegar sýnir reynslan að atvinnurekstrinum tekst að
velta af sér kauphækkunum út í verðlagið og hringekja
verðbólgunnar heldur áf ram. Og ekki má gleyma því að í
flestum greinum hafa atvinnurekendur knúið fram
hækkanir á vörum sínum með hótunum um stöðvun
heillra atvinnuvega. Slíkar tangarsóknir atvinnurekenda
hafa fæstar ríkisstjórnir staðist.
• En til þess að samstaða náist um að hamla gegn
verðbólgunni þarf láglaunafólkið og fólk með meðal-
laun að treysta því að kjarajöfnunarstefnu verði
viðhaldið í ákveðinn tíma. Þess vegna er nauðsyn á
bráðabirgðalögum nú sem tryggja slíka kjarajöf nun þar
til samræmdar samningaviðræður um kaup og kjör geta
farið f ram næsta haust eins og stef nt hef ur verið að.
—ekh
Hnignun
hjá
krötum
Sósialdemókratar hafa veriö
á undanhaldi um vestanverða
Evrópu að undanförnu. Stjórn
Olofs Palme féll árið 1976, ári
siðar féll stjórn hollenskra
sósialista ognú slðast féll stjórn
Verkamannaflokksins breska.
Stórir borgaralegir hægriflokk-
ar hafa grætt á þessari þróun og
hafa við þaö fyllst miklu sjálfs-
trausti. Svo miklu, aö þeim
finnst nú timi til þess kominn að
þeir hætti að gjalda velferðar-
þjóöfélaginu svonefnda með
þess viðtæku almannatrygging-
um sina varaþjónustu — og vilja
þess i stað taka upp strangari
markaðsbúskap, haröari kapi-
talisma. (Þeir átta sig ekki á
þvi, blessaðir mennirnir, að vel-
ferðarþjóðfélagið hefur um
margt reynst kapitalismanum
mjög hentugt og þægilegt og
dregið úr kröfum um róttækan
uppskurð á samfélaginu).
Austurríska
undrið
Einn er sá sósíaldemókrata-
flokkur sem hefur staðiö þessa
hægrisveiflu vel af sér og þaö er
hinn austurriski, sem lýtur for-
ystu Bruno Kreiskys. 1 nýlegum
kosningum fékk flokkur hans
meira en 51% greiddra atkvæöa
og munum við i svipinn ekki eft-
ir neinum flokki i Vestur-Ev-
rópu sem getur státaö af öðru
eins fylgi — „risarnir” eru
venjulega með 35-42% atkvæða,
varla meir. Það er þvi ekki
nema eðlilegt, að þeir sem
standa að verkalýösflokkum
sem njóta fjöldafylgis, horfi
með nokkurri forvitni til Aust-
urrikis og vilji skoöa hvernig
Kreisky og félagar hans fara að.
Franska vikublaðiö Le Nouvel
Observateur reyndi þetta um
daginn, og við tínum hér til það
helsta sem blaðið fann fróðlegt
um austurriska sósialdemó-
krata. Aður en sú upptalning
hefst getum við minnt á það
einnig, aö staða utanrikismála
er eitt af þvi sem býr i haginn
fyrir Kreisky — Austurriki er
hlutlaust land og hlutleysið er
tryggt af stórveldunum sameig-
inlega — og er siðan enginn
ágreiningur um þau efni i aust-
urriskri pólitik að heitið geti.
Nema hvaö stundum hefur
nokkrur styr staðið um það,
hvernig Kreisky sjálfur hefur
skipt sér af málum Israels og
Araba — hann er sjálfur Gyð-
ingur, en um leið mjög gagnrýn-
inn á viöhorf sionismans.
Róttœk
umbótastefna
En semsagt: Le Nouvel Ob-
servateur útskýrir velgengni
austurriskra sósiaidemókrata
meö tilvisun til eftirfarandi
staöreynda:
Flokkur þeirra er sjálfur
mjög öflugur, hefur um 700 þús-
undir meðlima, en það þýðir að
tiunda hvert mannsbarn i Aust-
urriki er i flokknum.
Flokkurinn hefur trausta
stöðu i verkalýðssamtökunum
og á innan þeirra ekki alvarlega
keppinauta.
Flokkurinn hefur fylgt eftir
stefnu sem hann kallar „sjálfri
sér samkvæma umbótastefnu”.
Arangurinn, segir blaðiö
franska, er einatt undraverður,
og mjög litið þekktur utan
landsins. I Austurriki eru menn
hreint ekki feimnir við veiga-
miklar þjóðnýtingar — og vel á
minnst —af upptalningunni má
ráða aö kratar austurriskir séu
ekki á þvi, að láta kapitalistana
afhenda sér aðeins það sem þeir
ekki geta lengur grætt á sjálfir.
Hér erum að ræða þjóðnýtingu
banka, olíuiðnaðarins og málm-
bræðslunnar. Félagsmálalög-
gjöfin er sögð m jög fullkomin og
gengur að ýmsu leyti lengra en
hin sænska — félagslegt öryggi
er mikiö ogfelur m .a. i sér lága
húsaleigu, sem tengd er harðri
löggjöf gegn braskviðleitni hús-
eigenda. Observateur segir, að
þegar franskir sósialistar komi
til Austurrikis að skoða sig um,
gapi þeir af undrun.
Engin
verðbólga
Austurriki hefur sneitt hjá
höfuðverk annarra Evrópu-
landa — verðbólgu i bland við
atvinnuleysi. Atvinnuleysið er
aöeins 2% (6% að meðaltali i
Evrópulöndum) og verðbólgan
er ekki nema 3%. Lykillinn að
þessu ástandi, segir blaðið er sá
sáttmáli sem i Austurriki er
kallaður „Sozialpartnerschaft”.
Með öðrum orðum: Kreisky
stýrir bæði verkalýðsforingjum
og atvinnurekendum með
harðri hendi og hefur tekist að
fá hina siöarnefndu til að fallast
á kauphækkanir sem tryggja,
stórt á litiö, nægilega viðunandi
lifskjör til að ekki komi til
meiriháttar sprenginga.
Kreisky hikar ekki við að
brjóta lög markaðstrúarmanna.
Hann er ekki smeykur við að
styðja fjárhagslega atvinnu-
greinarsem eru i klipu ogskapa
ný störf, jafnvel þótt skuldir
hins opinbera vaxi fyrir bragð-
ið.
Marx
og
fortíðin
Kreisky hefur ekki þurft að
óttast samkeppni frá vinstri,
m.a. vegna þess að Kommún-
istaflokkur Austurrikis hefur
neglt sig mjög rækilega upp við
siðustu fréttir frá Moskvu. Um
leið hefur hann gætt þess, að
reyna jafnan að tengja umbóta-
stefnu sina við byltingarsinnaða
fortiö austurriskra sósialista,
hinn „austurriska marxisma”
sem svo var nefndur. Kreisky
itrekar það meöal annars að
„við skulum ekkigleyma því, að
austurriskir sósialistar voru
þeir einu i Evrópu sem i febrúar
1934 TértfíTTá'sismanúm mðt-
spyrnu meö vopn í höndum”.
Kreisky mun taka undir formúl-
ur þeirra Willy Brandts og Olofs
Palme um „sósialisma hins
skynsamlega og mögulega”, en
hann hikar heldur ekki við að
segja sem svo: „Marx er hluti
sögunnar og hinir miklu verð-
leikar hans verða þeir að hafa
gefið verklýðshreyfingunni póli-
tískt markmið: framkvæmd
sósialismans”.
Má nú hver sem vill nota
þessa fróöleiksmola til að bera
saman austurriska sósialdemó-
krata og þá sem heita vilja
skoöanabræður þeirra hér á Is-
landi.
— áb