Þjóðviljinn - 21.07.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.07.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. jiili 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Nýja byggingareglugerdin Felur í sér margvíslegar nýjungar Frá og með deginum I gær tók ný byggingareglugerð gildi og eru jafnframt allar eldri reglugerðir hinna einstöku sveitarfélaga því úr gildi felldar. Reglugerðin er sett I samræmi við ný bygginga- lög sem tóku gildi 1. janúar s.l. I reglugerðinni eru fjölmörg ný- mæli m.a. um einangrun húsa, steinsteypu og alkaliskemmdir, niðurrif húsa, um gluggastærðir, þakrennur,um að tekið sé tillit til hreyfihamlaðra o.fl. Fyrstu lögin um byggingasam- þykktir voru sett árið 1905 og giltu þau til siðustu áramóta, er ný Ný byggingareglugerö tók gildi í gær Nú skal tekið tillit til hreyfihamlaðra 1 nýrri byggingareglugerð sem tók gildi frá og með deginum i gær eru nokkur ákvæði sem eiga að tryggja það að tekið sé tillit til hreyfihamlaðra við byggingu op- inberra bygginga og samkomu- húsa. Málefni hreyfihamlaðra hafa verið mikið til umræðu á undan- förnum árum, ekki sist af þeim sökum að litið tillit hefur verið tekið til þeirra við hönnun bygg- inga. I nýrri reglugerðinni eru nokkur atriði sem eiga að tryggja þarfir þeirra i framtiðinni. Má i þvi sambandi nefna að við hvert verslunar- og atvinnurekstrarhús skal vera a.m.k. eitt bifreiðastæði sem merkt er fyrir hreyfihaml- aða. Þá skal sama gilda um opin- berar byggingar, þjónustumið- stöðvar og fjölbýlishús og skulu þau bifreiðastæði vera sem næst aðaldyrum hússins. Þá skal i öll- um ibúðum sem ætlaðar eru hreyfihömluðum vera lágmarks- breidd á dyrum sem gerir hreyfi- hömluðum kleift að fara þar um i hjólastólum. Hurðir skulu vera þannig að þeir geti opnað þær og þröskuldar ekki hærri en 2.5 sm. Þá skal miða baðherbergin i ibúð- arhúsum og húsum til almenn- ingsnota við það að hreyfihaml- aðir geti athafnað sig þar. Að- koma að opinberum byggingum, verslunum.samkomuhúsum,kvik- myndahúsum og þjónustuhúsum hvers konar skal vera þannig úr garði gerð að hreyfihamlaðir komist þar um hjálparlaust. Einnig skal vera i samkomuhús- um rými fyrir hjólastóla meðal áhorfendabekkja. Þá er gert ráð fyrir að á vinnustöðum verði sal- ernisaðstaða fyrir hreyfihaml- aða. Að lokum er i nýju bygginga- reglugerðinni ákvæði um að lyftudyr i lyftuhúsum skuli vera það breiðar að hreyfihamlaðir komist þar um. — Þig byggingalög tóku gildi eftir sam- þykkt á Alþingi árið 1978. I sam- ræmi við þau lög var sett nefnd til að semja nýja byggingareglu- gerð fyrir allt landið og staðfesti félagsmálaráðuneytið hina nýju reglugerð i fyrradag. I nýju reglugerðinni er að finna margvislegar nýjungar, þó svo hún sé byggð að mörgu leyti á eldri reglugerðum. Þessi reglu- gerð er m.a. byggð á islenskum og norrænum stöðlum um bygg- ingu húsa. Nýjungarnar eru m.a. þær að lágmarksákvæði um ein- angrun húsa eru hert mjög frá þvi sem áður var, én þó eru kröf- urnar aö þvi leyti ekki eins strangar fyrir háhitasvæðin eins og fyrir hús á oliukyndingarsvæð- um. Hins vegar tók nefndin sem samdi reglugerðiná ekki þann kost, þótt hann hafi verið mikið ræddur, að setja inn i reglugerð- ina ákvæði um að einangra skuli hús utanfrá. Zophonias Pálsson skipulagsstjóri rikisins, sem sat I nefndinni, tjáði blaðinu að nefnd- in hefðu raunverulega guggnað á þvi að stiga svo róttækt spor, en benti jafnframt á að ráðherra hefði fullt vald til að setja um þetta sérstaka reglugerð. Vegna alkaliskemmda sem borið hefur mikið á i húsum að undanförnu, tók nefndin þá á- kvörðun að setja inn i reglugerð- ina ákvæði um að allt steypuefni fengið úr sjó skuli þvegið. Þá er steypuefnissala gert skylt að láta fara fram prófanir á þvi efni sem hann selur og skulu þær athugan- ir framkvæmdar af Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins. 1 byggingareglugerðinni eru ný ákvæði um glugga og hurðir. Þar segir að gluggar skuli að jafnaði vera með tvöföldu gleri en fari gluggastærð yfir sem svarar 20% af gólffleti þá verður að setja i þá þrefalt gler. Þá eru ákvæði um að breidd hurða skuli ekki vera minni en 90 sm og breidd inni- hurða ekki minni en 80 sm. I reglugerðinni eru ný ákvæði um þök og skal nú halli báru- járnsþaka ekki vera minni en 14 gráður. Einnig eru nú steyptar þakrennur bannaöar, sett lág- marksstærð um svalir og ákvæði um hljóðeinangrun, m.a. skal vera tvöfaldur veggur milli rað- húsa. Að lokum má geta þess að i nýju byggingareglugerðinni eru ákvæði um að kynditæki skuli stillt árlega og að ekki megi fella tré sem eru 4m há eða hærri eða 40 ára gömul eða eldri nema að fengnu leyfi bygginganefndar. Þá eru athyglisverð nýmæli i reglugerðinni er varðar hönnun opinberra bygginga og sam- komuhúsa með tilliti til hreyfi- fatlaðra, en frá þeim atriðum segir á öðrum stað i blaðinu. Það hefur vakið nokkra athygli að i þeirri nefnd sem samdi reglugerðina sat enginn arkitekt. Er skipulagsstjóri var inntur eftir skýringu á þessu sagði hann að nefndin hefði verið skipuð af Gunnari Thoroddsen á sinum tima og ætti hann að svara fyrir það. Hins vegar hefði verið haft mjög gott samstarf við Arki- tektafélagið og lásu þeir reglu- gerðina og gerðu sinar athuga- semdir áður en gengið var endan- lega frá henni. —Þig Hamar og sigð Æfingu frestaö til kl. 16.00 í dag. Byltinga- hetjurnar í boltanum mæti kl. 2 á SAM - komu til styrktar Mál- frelsissjóði i Austur- bæjarbíói. Hamar og Sigð (auglýsingadeild). Eflum norðlenskan iðnað Ofnasmiðja Norðurlands Kaldbaksgötu 5, sími 21860, pósthólf 155 Akureyri Traust vörn gegn tæringu ONA ofninn er þykkasti stálofninn á markaðnum, smíðaður úr 1.6-2 mm. þykku stáli. Þannig er hámarks varmanýting tryggð og um leið margföld ending miðað við aðra ofna. Reynslan hefur sýnt að ONA ofninn er traust vörn gegn tæringu. Loka ★ ONA ofn er RUNTAL ofn ★ ONA ofninn stýrir vatninu í gegnum allan ofninn og skilar þanníg fullkominni hita- og vatnsnýtingu. ★ ONAofner með sérstökum lokum í endarörum fyr- ir hitaveitukerfi. ★ ONA ofn má staðsetja hvar sem er. Hann getur lægst verið 7 cm. en lengst 6 metrar. ★ ONA ofn gjörnýtir varma heita vatnsins. ONA ofn er norðiensk gæöávara, smíðaður úr þykku stáli frá Nordisk Simplex A/S, Danmörku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.