Þjóðviljinn - 27.07.1979, Side 2

Þjóðviljinn - 27.07.1979, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. júli 1979. Harðir bardagar í íranska Kúrdistan Félag jámiðnaðar- manna SKEMMTIFERÐ 1979 Fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra verður farin sunnudaginn 19. ágúst n.k. Ferðast verður um Rangárvelli og Fljóts- hlið. Fararstjóri verður Jón Böðvarsson skólameistari. Lagt verður upp frá Skóla- vörðustig 16, kl. 9.00 f.h. Tilkynnið þátt- töku til skrifstofunnar sem fyrst. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. laðberar óskast MOBVIUINN Simi 81333 Afleysingar: SKERJAFJÖRÐUR (28. júli—1. sept.) KÓPAVOGUR: Sunnubraut (1. ágúst — 1. sept.) Skjólbraut (1. ágúst) Kársnesbraut, Brúarós (6. ágúst) Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 Akranes eða nágrenni Húsgagnasmiður, sem hefur reynslu við búskap, fjölbreytt félagsstörf, leiklist og söng, óskar eftir (skemmtilegu) starfi frá haustinu að telja. Fjöldamargt kemur til greina. Upplýsingar i sima 30381 frá kl. 3 til 5 e.h. Eiginmaður minn og faðir okkar Guðröður Jónsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri i Neskaupstað andaðist 24. júli. Otförin verður gerö frá Noröfjarðarkirkju mánudaginn 30. júli kl. 14. Halldóra Sigfinnsdóttir Sigriður Guðröðardóttir Friðjón Guörööarson Hákon Guöröðarson Agúst Guðröðarson Nokkrar borgir á valdi Kúrda Haröir bardagar hafa undan- farna daga geisaö i norðurhluta iranska Kúrdistans milli liös iransstjórnar og kúrdneskra upp- reisnarmanna, sem krefjast sjálfstjórnar eða sjálfstæöis fyrir þjóö sfna. Fregnir af átökum þessum eru heldur óljósar, en ljóst er þó aö verulegt mannfali hefur oröiö. A þriöjudaginn skýrði frétta- maður HQrriyet, sem er stærsta blað Tyrklands, svo frá að írans- stjórn legði mikið kapp á aö berja Kúrda niður og hefði nýlega sent liðsauka til bardagasvæðanna. Fréttamaðurinn segir að kúrdn- eskir uppreisnarmenn hafi náð á sitt vald borgunum Negade, Sinó og Sjapúr og nokkrum hluta Resaja, sem mun vera ein helsta borgin á þessum slóðum. Þaðan er f jölfarinn vegur til kúrdnesku héraðanna I Irak, en allmargt Iraks-Kúrda mun nú taka þátt i strlðinu meö þjóðbræörum sinum i íran, þar á meðal þrautreyndir striðsfélagar Múlla Mústafa Barsani, hins fræga leiðtoga Iraks-Kurda sem nú er nýlátinn. Athygli vekur að uppreisn trans-Kúrda er nú mögnuðust i norðurhluta kúrdnesku hér- aðanna i tran, þ.e. á svæðinu á milli Resajavatns og tyrknesku landamæranna og þaðan norður undir landamæri Sovétrikjanna, en áður hefur sjálfstjórnarhreyf- ingin verið sterkust I miðhluta iranska Kúrdistans. Tyrkneska stjórnin hefur mikl- ar áhyggjur af þessum gangi mála, sem og skæruhernaði Kúda i trak, en skæruliðar þar hafa nú trúlega náið samráð við landa sina transmegin. Ottast Tyrkir að frelsishreyfing Kúrda breiöist út til suðausturhluta Tyrklands, þar sem helmingur allra Kúrda býr. Herlög hafa lengi gilt I flestum héruðum tyrkneska Kúrdistans og Kúrdar saka Tyrki um stuðn- ing við traksstjórn i eltingaleik hennar við kúrdneska skæruliða i trak. Nýlega var og sagt i Reuters frétt, að vera kynni aö Tyrkir leyfðu Irönskum stjórnar- hersveitum að fara inn á tyrkneskt land til þess aö geta komist að baki herflokknum Kúrda I lran. Afganistan: USA, Kína og Pakistan látín fækka í sendiráðum 26/7 — Stjórn Afganistans hefur fyrirskipaö Bandarikjunum, Kina og Pakistan aö fækka i starfsliöi sendiráöa sinna i Kabúl, höfuö- borg Afganistans. Sakar Afgana- stjórn riki þessi þrjú um stuðning viö uppreisnarmenn þar I landi. Aö sögn talsmanna afgönsku stjórnarinnar átti sér staö all- skyndileg fjölgun starfsliös bandariska sendiráösins I Kabúl eftir aö núverandi stjórn, sem er vinstrisinnuð, kom til valda. Stjórn þessi er hliðholl Sovét- rikjunum og mun fá þaðan all- verulegan stuðning, bæöi til hern- aðar gegn uppreisnarmönnum og umbóta og uppbyggingar ýmiss- konar. Samkomulag Afganistans og Pakistans er hinsvegar miðuö gott, svo sem jafnan hefur verið frá stofnun Pakistans sem rikis, og kemur margt til. Er liklegt að stjórnir rikjanna styöji upp- reisnarmenn hvor gegn annarri. Vitað er að verulegur hernaður hefur um alllangt skeið átt sér stað i Afganistan milli stjórnar- hers og uppreisnarmanna, en fréttir af þeirri viðureign eru að jafnaði óljósar. Til dæmis hafa ferðamenn, nýkomnir frá Afgan- istan til Norðurlanda, skýrt svo frá að allt hafi verið meö friði og spekt I héruðum, sem þeir dvöld- ust I, og höfðu þó vestrænar fréttastofur skýrt frá bardögum með miklu mannfalli og fjölda- morðum i þeim sömu héruðum á sama tima og téðir feröamenn dvöldust þar. Portúgalsþing samþykkir sakaruppgjöf Mikill ósigur Eanesar 25/7 — Þingmenn Sósialista- flokksins og Kommúnistaflokks- ins, sem eru i meirihluta á Portú- galsþingi,neyttu þess I dag meö þvi aö bjóöa forseta landsins, Antonio Ramalho Eanes, byrg- inn og samþykkja aö allir þeir, sem dæmdir hafa veriö fyrir „póitiska og hernaöarlega glæpi framda siöan byltingin var gerö 1974,” eins og fréttamaöur Reut- ers oröar þaö, skuli sýknir saka. Er þetta mikiö áfall fyrir EaneS, sem beitt haföi sér mjög gegn téöri sakaruppgjöf, og var jafnvel búist viö aö hann segöi af sér, en til þess hefur ekki komiö enn. bingið hafði einu sinni áður samþykkt sakaruppgjöfina, en þá gat Eanes stjórnarskrá sam- kvæmt fellt samþykktina, sem hann og gerði, en með þvi að samþykkja sakaruppgjöfina I annað sinn mun þingið hafa gert hana að lögum. Sakaruppgjöfin DC-tía nauðlenti 25/7 — Bandarisk DC-10 þota frá félaginu United Airlines nauðlenti i Cleveland I Ohio i dag. Flug- stjörinn haföi stöövað einn af þremur hreyflum vélarinnar vegna mikils titrings á honum. Nauðlendingin tókst vel og engan farþeganna, 169 að tölu, sakaði. Talsmenn United Airlines sögöust i dag ekki vita, hvort titringurinn heföi staöið i einhverju sambandi við hreyfilfestingar þotunnar. Grunur féll sem kunnugt er á hreyfilfestingar flugvéla af þess- ari geröi eftir slysið mikla við Chicago 25. mai. er aðallega viðkomandi valda- ránstilraun hægrimanna 11. mars 1975 og meintri valdaránstilraun vinstrimanna i hernum 25. nóv. sama ár. Raunar er vafi á þvl að i siöara skiptið hafi veriö um upp- reisnartilraun aö ræða og leikur grunur á að hægrimenn I hernum hafi komið þeirri sögu á kreik til aö fá átyllu til þess að losna við vinstrisinnaða herforingja, sem og var gert. 26/7 — Súharir Mósen, leiötogi palestinsku skæruliöasamtak- anna Saika og jafnframt for- stööumaöur hermáladeildar PLO, aðalsamtaka palestinskra skæruliöa, lést I dag I sjúkrahúsi á frönsku Riveriunni eftir skot- sár, sem hann hlaut er tveir menn sýndu honum banatilræöi snemma I gærmorgun. Franska lögregian telur aö hér sé um aö ræöa innbyröis erjur Araba, en Saika hefur lýst „Camp David- bandalagiö” (Bandarikin, Meðal þeirra, sem fá sakarupp- gjöf samkvæmt samþykkt þings- ins, eru jafn þekktir menn og Antonio de Spinola hershöfðingi, sem einhverja hlutdeild mun hafa átt i valdaránstilraun hægri- manna, og Otelo Saraiva de Carvalho majór, sem var einn aðalmaðurinn I framkvæmd „blómabyltingarinnar” 1974, þegar hálfrar aldar einræði hægrimanna i landinu var steypt. Egyptaland, tsrael) ábyrg fyrir moröinu og heitið hefndum. Ljóst er að ekki er vænlegt til langlifis að vera I forsvari fyrir PLO I Frakklandi, þvi að Mosen er sá fimmti af forustu- mönnum Palestinumanna sem myrtur er þarlendis siðan 1972. Mun israelska leyniþjónustan hafa banað sumum, en sú íraska öðrum, en mikill fjandskapur var til skamms tima á milli forustu- manna PLO og traksstjórnar. Staða íramkvæmdastjóra Almannavarnaráðs er laus til umsóknar. Umsóknir sendist formanni Almanna- varnaráðs Snæbirni Jónassyni vega- málastjóra fyrir 15. ágúst 1979. Almannavarnaráð 25. júli 1979 Mósen látinn Fiminti myrti PLO-leiðtoginn i Frakklandi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.