Þjóðviljinn - 08.08.1979, Page 1
UOmiUINN
Miðvikudagur 8. ágúst 1979, 179. tbl. 44. árg.
Aldrei lofaö 90 þúsund
t gærmorgun sagöi Eyvind Bolle sjávarútvegsráöherra i samtali
við blaðamenn i Osló að Norðmenn hefðu aldrei gefið loforð um að
veiða aðeins 90 þúsund tonn af loðnu við Jan Mayen I sumar. Norsk
stjórnvöld myndu ekki ihuga takmarkanir á þessar veiðar nema
loðnuveiðar Norðmanna væru það miklar að vöxtum að þær stefndu
loönustofninum I hættu.
Norðmenn hafa að undanförnu gert talsvert úr þvi að hætta kynni
að vera á þvl að Sovétmenn sendu flota skipa til loðnuveiða við Jan
Mayen. t viðtali við Aftenposten I Noregi sl. laugardag er það hins-
vegar haft eftir Vladimir Kamencfev, sjávarútvegsráðherra Sovét-
rikjanna, að sovésku skipinmuni eingöngu veiða þar kolmunna.
Hún Rúna Ragnarsdóttir var að innbyrða 14. kolann sem hún hafði veitt
þennan daginn þegar Leifur smellti þessari mynd af henni á Flot-
bryggjunni I Hafnarfirði i gær.
„Norðmenn hóta
nú íslendingum”
segir Ólafur Ragnar um yfirlýsingu
norska sjávarútvegsráðherrans
„Yfirlýsing Bolles
sjávarútvegsráðherra
um að Norðmenn muni
ekki stöðva loðnuveið-
arnar við 90 þúsund
tonna mörkin er gróf
hótun i garð ís-
lendinga og iiklega eins-
dæmi i samskiptum
Norðurlandaþjóða”,
sagði ólafur Ragnar
Grimsson alþm. þegar
Þjóðviljinn ræddi við
hann i gær um fund
landhelgisnefndar og
siðustu viðhorf i Jan
Mayen málinu.
,,í viðræðunum i Reykjavik var
komið samkomulag milli Norð-
manna og Islendinga um loðnu-
veiðarnar utan islensku efna-
hagslögsögunnar sem næmi 90
Þriggja flokka álit í harðindanefnd
2/3 tekjumissis
með 3 miljarða
bætt
láni
Fulltrúi Alþýðuflokksins skilaði séráliti
Meirihluti harðindanefndar
hefur lagt til við rikisstjórnina að
hún útvegi 3 miljarða króna til að
bæta bændum að nokkru óverð-
tryggðan útflutning landbúnaðar-
afurða á yfirstandandi verðlags-
ári, og til að greiöa fyrir sölu á
þeim búvörubirgðum sem I of
stórum mæli eru óseldar við upp-
haf nýs verölagsárs.
Fjárhæð þesi svarar til 2/3
hluta af þeirri tekjuskeröingu
sem annars blasir við að bændur
verði fyrir, ef ekket er að gert.
Fulltrúi Alþýðuflokksins i nefnd-
inni skilaði séráliti.
1 tillögum meirihlutans, sem er
skipaður Kjartani Ólafssni, Inga
Tryggvasyni, Jóni Guðmunds-
syni, Asgeiri Bjarnasyni og Stein-
þóri Gestssyni, er gert ráð fyrir
að tvær miljarðar veröi útveg-
aðir svo fljótt, að þeir komi til
nota fyrir lok verðlagsársins svo
að Framleiðsluráð geti dregið
verulega úr innheimtu þess verð-
jöfnunargjalds, sem þegar hefur
verið ákveöið. Jafnframt er lagt
til að rikisstjórnin leiti eftir þvl
við Framleiðsluráðið að við inn-
heimtu þess verðjöfnunargjalds
sem óhjákvæmilegt reynist að
taka verði notuð heimild I lögum
til að innheimta mishátt fram-
leiðslugjald eftir bústærð.
Þá leggur meirihlutinn til að
rikisstjórnin beini þvi til slátur-
leyfishafa og annarra söluaðila
landbúnaöarins að þeir taki tillit
til þess sérstaka vanda sem nú er
við að fást og hækki endanlegt út-
borgunarverð til bænda vegna
frmleiðslu verðlagsársins 1978 til
1979 t.d. með þvi að fresta af-
skriftum.
Að lokum er hvatt til þess að
fjárútvegun þessi verði tengd að-
gerðum til að koma skipulagi á
framleiðslu landbúnaðarvara
með það að markmiöi að fram-
leiðslan aðlagist sem best neyslu-
þörfum þjóðarinnar.
I séráliti Eiðs Guðnasonar, full-
trúa Alþýðuflokksins^er m.a. lagt
til að það viðbótarfjármagn sem
útvegað verði nemi til dæmis
2.000 miljónum krðna.
—ekh
þúsund tonnum ”, sagði hann
ennfremur. Aðspurður um rök-
semdafærslu Norðmanna sagði
Ólafur Ragnar að krafa þeirra
um viðurkenningu á lögsögu 200
milna útfærslu þeirra við Jan
Mayen byggðist á að einhver
önnur þjóð en Norðmenn og ts-
lendingar færu að veiða loðnu á
þessum slóðum.
„Norðmenn héldu þvi mjög stlft
fram aö Sovétrikin myndu koma
og veiða loðnu i stórum stil, og
það væri til að verja sameigin-
lega veiðihagsmuni Norðmanna
og Islendinga gegn sliku sem
Norðmenn ættu að fá 200 milur
við Jan Mayen.
Nú er hinsvegar ljóst að hvorki
Sovétmenn né neinar aðrar þjóðir
munu bætast f loðnuveiðarnar svo
að Norðmenn hafa ekki lengur þá
aðalröksemd sina fyrir útfærslu
við Jan Mayen. Þá virðist sem
þeir ætli að gripa til þeirra vinnu-
bragða að fara að hóta tslend-
ingum að úr þvi að það „bregð-
ist” að Sovétflotinn komi þá muni
Norðmenn gera eigin veiðar að
þeirri ógn sem Sovétveiðarnar
áttu að vera, og ætli sér að knýja
tslendinga með hótunum til að
fallast á óaðgengilega samn-
inga.”
Aðspurður kvaðst Ólafur
Ragnar hinsvegar ekki hafa
neina trú á að Norðmenn gerðu
alvöru úr þessari hótun, enda
myndi þaö hafa I för með sér ó-
fyrirsjáanlegar afleiðingar i
sambúð landanna og samskiptum
Norðurlandaþjóða almennt.
Ólafur Ragnar kvaöst hafa
ítrekaö á fundi landhelgisnefndar
fyrri sjónarmið um að við ættum
að treysta þvi að staðið yrði við 90
þúsund tonna mörkin, einkum og
sér i lagi þegar hættan á nýjum
veiðiaðilum væri ekki fyrir hendi.
„Það er þvl nauðsynlegt að menn
sýni ró og stiliingu og láti ekki
hótanir Norðmanna knýja sig til
aðgerða sem fælu i sér afsal á
réttindum tslendinga”, sagði
Ólafur Ragnar Grimsson að lok-
um.
-ekh
Ólafur Ragnar Grimsson: Ætia
Norðmenn að gera eigin veiðar að
þeirri ógn sem veiðar Sovét-
manna áttu að vera?
Ekkert
ákvedid
A fundi rikisstjórnarinnar
siödegis i gær var rætt um
Jan Mayen málið meðal ann-
ars, en engar ákvarðanir
teknar. Benedikt Gröndal,
Ólafi Jóhannessyni og Ragn-
ari Arnalds var falið að
fylgja málinu eftir af hálfu
rikisstjórnarinnar á næstu
dögum og ræða næstu skref
sem taka ætti. Utanrikisráð-
herra hefur samið ný
samningsdrög sem til um-
ræöu voru á rikisstjórnar-
fundinum en til þeirra var
ekki tekin afstaða.
Landhelgisnefnd hélt lang-
an fund i gærmorgun þar
sem Jan Mayen deilan var til
umræðu og uröu þar talsverð
skoðanaskipti og mis-
munandi áherslur einstakra
nefndarmanna komu fram,
þótt menn vilji sem minnst
láta uppi um þær hugmyndir
og sjónarmiö sem á kreiki
eru af „samningatæknileg-
um ástæðum”. —ekh
Rannsóknir steinsteypunefndar:
Björgun og stöðvarnar borga brúsann
ásamt opinberum aðilum
í greinargerð frá
Rannsóknarstofnun bygg
ingariðnaðarins, sem
birter i blaðinu í dag, segir
Haraldur Ásgeirsson for-
stöðumaður stofnunar-
innar og formaður stein-
steypunef ndar m.a.:
„Nefndin leitaði til fjár-
veitinga va Idsins um
stuðning við starfsemi sína
árin 1967 og 1968 en varð
ekki ágengt. Þá ákvað
nefndin að halda áfram
störfum sem sjálfstæður
starfshópur, víkkaði
starfssvið sitt, nefndi sig
Steinsteypunefnd og hefur
skilgreint rannsóknir sínar
og kostað þær ávallt síðan
sjálf við Rannsóknastofn-
un byggingariðnaðarins."
Þá staðfestir Haraldur I
greinargerð sinni það, sem komið
hefur fram i Þjóðviljanum, að
bætt hafi verið i nefndina fulltrú-
um hagsmunaaðila i steypugerð.
Allir upphaflegu aðilanna eiga
enn sæti i nefndinni, en sl. haust
var samþykkt að bjóða steypu-
stöövunum i Reykjavík og Björg-
un hf. aðild að henni. Steinsteypu-
félag tslands hefur átt fulltrúa i
henni frá stofnun þess félags.
A sl. ári kostuðu rannsóknir
steinsteypunefndar 11,5 miljónir
kr. en iár er kostnaðuráætlaðurl6
miljónir kr. Þeir aðilar sem stað-
ið hafa undir þessum kostnaði
eru: Borgarverkfræðingur,
Landsvirkjun, Rannsóknastofnun
byggingariðnaöarins, Sements-
verksmiðjan, vegamálastjóri og
vitamálastjóri. „Við þennan lista
bætast nú steypustöðvarnar i
Reykjavik og Björgun hf.,” segir
Haraldur Asgeirsson i greinar-
gerð sinni. _eös
bls. 10
Veröur Austurb æj arskólinn
geröur aö skóladagheimili?
Félgasmálaráð hefur sam-
þykkt að taka upp viðræður við
fræðsluyfirvöld borgarinnar um
það hvort mögulegt sé aö reka
skóladagheimili i Austurbæjar-
skólanum.
Skóladagheimili mun tilfinna'n-
lega skorta i þetta skólahverfi, en
sem kunnugt er þykir Austur-
bæjarskólinn nú tiltölulega illa
nýttur og hafa m.a. verið uppi
hugmyndir um að nýta hann sem
ráðhús eða dómshús.
—AI