Þjóðviljinn - 08.08.1979, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 08.08.1979, Qupperneq 7
Mifivikudagur 8. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Mikilvægasta hlutverk sósialista og verkaiýðssinna er að vinna i daglegri baráttu fyrir bættum hag verkalýðsins. ...allar breytingar i átt til aukins jafnréttis og efnahagslegs lýðræðis eru i senn kjarabætur og þróun i átt til sósialisma. Þjóðfélagsmál og nauðhyggja Tilefni þess aö ég skrifa þessa grein er athugasemd Asgeirs Danlelssonar i Þjv. 7/7 sl. um fyrri skrif min. En aöalástæðan er sú aö ég tel nauösynlegt aö úrskýra betur ýmislegt sem ég hef áöur sagt, einkum i grein- inni „Drög aö vinstri sinnaöri umbótastefnu”, sem birtist I Þjv. 9/3 sl. I. Fyrst örfá orö um athuga- semd Asgeirs 7/7. Sú grein hans („Misskilningur og umbóta- stefna”) einkennist af hártog- unum og þrætugirni. Ef ég færi aö svara henni lið fyrir liö væri ég ekki lengur aö verja ákveö- inn málstaö heldur persónuleg- an heiður i vafasömum blaöa- deilum. Þeir lesendur Þjv. sem nenna aö kynna sér gömul skrif geta skilið þessa afstööu mina, t.d. meö þvl aö sjá hvernig As- geir meöhöndlaöi smásetningu mina um fyrirtækjaskatt. Kjarni málsins er sá aö Asgeir misnotaöi grein mina frá 9/3 I svari til Gests Guömundssonar 31/5 og þaö er fremur lltilmann- legt aö geta ekki viöurkennt þaö. Sem sagt, aö þessum oröum undanskildum fær Asgeir aö vera þess heiðurs aönjótandi aö hafa hér siðasta oröiö. NU mun ég útskýra ýmislegt I fyrri greinum og foröast um leiö til- vitnanir I aörar dagskrárgrein- ar. II. | Rikisvaldiö. I grein mini 9/3 I sl. notaöi ég þetta hugtak i vö- 1 tækari merkingu en almennt hefur tiökast meöal marxista, þ.e. um opinberar stofnanir al- mennt en ekki aöeins „beinar stjrnasýslustofnanir” eins og „her, lögreglu og dómstóla”. Ég viöurkenni aö þessi notkun er ó- venjuleg en eigi aö slöur held ég fast viö hana. Tökum t.d. mikil- vægasta þjónustuliöinn, tryggingarmál. Þau eru núna einnig eitt mikilvægasta stjórn- sýslutæki rikisvaldsins. Sama gildir um menntamál. Hlutfall opinbera geirans I þjóöartekjunum. Ég hef reynt aö finna betri hlutfallstölu meö alþjóölegum samanburöi en ég bírti i grein minni 9/3 sl. Þaö er nóg til af alls kyns tölum en und- antekningalaust vantar þar for- sendur útreikninga, eins og til dæm is hvers konar þjóöartek jur voru notaðar sem deilitala. Þaö er næstum ótrúlegt hve mikla fyrirlitningu hagfræbilegir „reiknimeistarar” sýna lesend- um útreikninganna. Ég eyöi þvl ekki dýrmætu rúmi til aö endur- birta hér töflur en læt aðeins nægjaaö staöhæfa eftirfarandi: Hvernig sem reiknaö er þá er ljóst aö hlutfall opinbera geir- ans i þjóöartekjunum er lægri á Islandi en I flestum öörum Ev- rópulöndum. Hlutfallslegi opin- beri geirinn á Islandi er 60-75% af hlutfallslega opinbera geir- anum I Noregi, Danmörku og Sviþjóö. Einnig er ljóst aö taliö um aö opinber útgjöld megi ekki fara fram úr 30% þjóöartekna á Is- landi er fyrst og fremst þvætt- ingur. Meö „visindalega viöur- kenndum” reikningsbreyting- um á nefnaranum, þ.e. „þjóö- artekjunum”, má hækka eöa lækka þennan hundraöshluta aö vild þótt teljarinn, þ.e. ríkisút- gjöld, sé meö öllu óbreyttur. m. Ljóst er af viðbrögöum við greinminni9/3 aö ég verö aö út- skýra betur hvaö ég á viö með hugtakinu nauðhyggja og hvernig hana skal foröast um leiö og almenn líkön um þjóðfé- lagiö eru notuö. Einnig á hvern hátt sllkur þankagangur tengist hálfútslitnu hugtökunum „end- urbótastefna” og „byltingar- stefna”. Marxisminn er almennt likan um þjóöfélagiö, ákveöin skil- greining og kenning um eðli kapltallsks samfélags. Gagn- legasti þáttur marxískrar aö- feröafræöi felst I þeirri áherslu sem lögö er á aö rannsaka mis- munandi hagsmuni mismun- ■ andi stétta og i þvi aö athuga hvernig hugmyndafræöi endur- speglar efnahagslega hagsmuni og framleiösluhætti. (I fram- haldi af þessu má athuga hvern- ig hugmyndafræði gat breytt hagsmunahlutföllum og fram- leiðsluháttum.) Eneinnig einstök atriöi marx- Iskrar aöferöafræöi, þau sem helst má nefna kenningu, geta verið mjög gagnleg viö skil- greiningu á kapltalisku samfé- lagi. Hér ber auövitað fyrst og fremstað nefna kenningunaum gildisaukann og breytilegt og fast kapital. En beiting þessara kenninga krefst bæöi góörar þekkingar á marxlskri hagfræöi og helstu sérkennum þess þjóðfélags sem skoöaö er. Aö öörum kosti verður niöurstaöan oft kredda og/eöa vitleysa, en sllkt hendir all oft. (Veikasti hlekkurinn I skrifum Marx I Kapitalinu er meðhöndlunin á þvi þjóöfélagi sem rikti fyrir tima kapitalismans. Þetta ein- kennir og skrif fjölmargra marxista um sama efni.) Nayöhyggja (determinismi) meöal yfirlýstra marxista, felst fyrst og fremst I vélrænni og kreddubundinni notkun á marx- iskri aðferðafræði. Almennar formúlur um ákveöin söguleg lögmál eru þuldar án þess aö reynt sé aö nota þær til alvar- legrar skilgreiningar á þvi sér- stæöai er hvert rannsóknarat- riöi felur I sér. Gott dæmi um þetta er gamla þulan um óhjá- kvæmilega þróun frá einu sam- félagsstigi til annars meö ná- kvæmri upptalningu viökom- andi samfélagsstiga I nákvæmri og óbreytanlegri röö. Auðveldast er aö lýsa nauðhyggju almennt þannig: A orsakar ávallt B án tillits til þess hvaö mannskepnurnar reyna aö gera. En oftast er þó viss frjáls vilji til staöar I upp- hafi orsakakeðjunnar. Þá stendur valiö milli tveggja (eöa . jafnvel fleiri!) kosta, t.d. A og C. En A orsakar óhjákvæmilega B og C orsakar óhjákvæmilega D. IV. Þekktasta deiluefniö um óhjá- kvæmileika sögulegrar þróunar er sennilega upphaf og eöli stalinismans. Voru t.d. réttar- höldin 1936-1938 rökrétt söguleg nauösyn byltingarinnar 1917 og einangruna Sovétrlkjanna eftir hana? Bæöi andkommúnistar og stalínistar telja aö svo sé. I trotskýisku heföinni eru hins vegarfleirivalkostir sögulegrar þróunar gefnir. Þaö er þvl viss kaldhæöni aö sá sagnfræöingur sem á mest sannfærandi hátt hefur tengt stallnisma sögulegri naubsyn, Isaac Deutscher, kom upphaflega úr röðum trotskýista. V. 1 umræöusamhengi þessarar greinar er pólitisk notkun á efnahagslegri nauöhyggju eink- um áhugaverö. A vinstri væng stjórnmála birtist þetta fyrir bæri helst I gervi einhvers konar örlagahyggju.tilgangslltiö sé aö berjast fyrir umbótum i borgaralegu samfélagi þvl aö ó- hjákvæmileg lögmál kapitalis- mans muni ávallt gera sllkar umbætur litils eða einskis viröi siöar meir. (Barátta fyrir um- þótum hafi einna helst þann til- gang aö sýna verkalýönum fram á hve haldlitil umbótabar- átta er og bylting sé þvl eina lausnin). Mér hefur lengi fundist þessi tortryggni á umbótastefnu vera likust rússneskum anarkisma 19. aldar, annaö hvort á allt aö fást eöa ekkert. Dagleg barátta fyrir umbótum er litilsvirt en þeim mun meiri áhtersla er lögö á rétt flokksskipulag meö réttri hugmyndafræöi og réttri forystusveit til aö annast hiö sögulega hlutverk verkalýösins aö kollvarpa kapltalismanum meö einu eintaki af góöri bylt- ingu. VI. En þótt hér sé gagnrýnd sú einföldun sem efnahagsleg nauö hyggja hlýtur ávallt aö bera I skauti sér er þar meö ekki ver- iö aö afneita þvl aö ákveöin lög- mál séu i þjóðfélagsþróuninni. SUk afneitun væri raunar jafn- gildi þess aö segja aö allar framtlöaráætlanirværuút ihött og aö heimurinn sé samansafn ósamtengdra og óskiljanlegra fyrirbæra, meö öörum orðum jafngildi þess aö afneita samfé- lagsvisindum. Sllk vantrú á getu mannsins til aö ráöa yfir eigin örlögum vegna þess „hve allt er flókiö” er engan veginn óþekkt fyrirbæri og er raunar oftast samhliöa sterkri örlaga- hyggju, þ.e. trú á aö samfélag- inu sé stjórnaö af lögmálum sem maöurinn ráöi ekki yf ir. I báöum tilfellum er gert lltið úr getu samfélagsins til aö ákveöa þróun sina sjálft I stórum drátt- um hverju sinni. Þaö er ekki tíl neitt töfralyf hvernig alltaf á aö foröast nauö- hyggjuum leiö og almenn likön um þjóöfélagið eru notuö. Sllkt verður fyrst og fremst aö dæma I hverju tilfelli fyrir sig. Helsta ráöiö er mjög almennt: Aö gef- ast aldrei upp viö aö finna nýja heildarmynd af þjóöfélaginu, þaö er aö halda áttum I slbreyti- legu þjóöfélagi. VII. Hér hefur hingaö til aöeins ver- iö rættum efnahagslegan deter- minisma (nauöhyggju) ávinstri væng, en meöal hægri aflanna má samt finna hreinræktuöustu nauöhyggjuna I efnahagsmál- um, en þaö er nýklasslsk hag- fræöi. Skýrasta dæmið um þetta eru þær hagfræðikenningar sem kenndar eru viö Milton Fried- man og Chicagoskólann. Þessar kenningarnástööugt meiri hylli borgaralegra hagfræöinga og I fjármálastofnunum hins alþjóö- lega auövalds og eru óöum aö útrýma áhrifum Keynesismans. Pólitisku áhrifin eru ótvlræö hægri þróun hægri aflanna. Samkvæmt grundvallarheim- speki nýklassismans er gengiö út frá því aö eina „náttúrulega” efnahagslifið stjórnist af fram- boöi og eftírspurn einkafyrir- tækja og einstaklinga án af- skipta rlkisvalds eöa félags- samtaka. Þessi „lögmál” eru algild og allar tilraunir samfé- lagsins tíl aö breyta þeim eru dæmdar til aö misheppnst á einn veg eða annan. Milton Friedmann og fylginautar hans hafa fyrst og fremst „hreinsað” nýklassismann frá „annarleg- um” áhrifum og fært hann nær uppruna sinum á 19. öld. Nýklassisminn er táknrænn fyrir firringu visinda frá mann- legum raunveruleika. I klass iskrihagfræöi, en marxlsk hag- fræöi er ein grein hennar, eru verkmannsins upphaf alls auðs. Nýklasslsk hagfræöi afneitar hins vegar vinnugildiskenning- unni og setur 1 staöinn land, kapital og vinnu sem innbyrðis jafngilda hornsteina efnahags- llfsins. A þann hátt veröa þaö „vísindi” aö halda þvl fram aö kapital örfárra hafi sama verö- mætisgildi fyrir samfélagiö og vinna fjöldans. (I pólitfskri endursögn fær siöan kapitaliö ennþá meira gildi en vinnan.) Meö þetta I huga ætti aö vera nokkuð ljóst hvers vegna hrein- ræktuö nýklassisk hagfræöi er aö leysa þjóöernisrembing af hólmi sem hugmyndafræði faslskra stjórnarvalda. Eins og sakir standa tel ég vera mikilvægasta hlutverk allra verkalýössinna og sósíal- ista, jafnt „byltingarmanna” sem „endurbótasinna”, aö berj- ast hvarvetna gegn áhrifum Chicagoskólans. Ég legg þetta næstum þvi aö jöfnu við barátt- una gegn fasismanum fyrir 1945. VIII. Ahersla mln á skaösemi allr- ar nauöhyggjuá sér ræturl and- úö á nýklasslskri hagfræöi. Þaö er ekki aöeins aö ég tel efna- hagslega nauöhyggju vera vonda heimspeki. Þaö er einnig önnur nærtæk ástæöa fyrir þess- ari andúö. Ég hef séö allt of mörg dæmi þess hve varnar- lausir „ruddamarxistar” eru gagnvart rökum „frjálshyggju- manna”. Meirihluti „byltingar- mannanna” af árgöngunum um ogeftir 1968 komst aldrei lengra I lestri sinum á marxiskum rit- um en að uppgötva „óhjá- kvæmilegu sögulegu lögmálin”. Eftir nokkur ár voru margir þeirra orönir ákveönir stuön- ingsmenn Chicagoskólans. I staö óhjákvæmileika ákveöinn ar sögulegrar þróunar var kom inn óhjákvæmileiki markaðslög- málanna. Viss pólitisk sjónar- miö héldust óbreytt allan tím- ann og þá ber fyrst aö nefna vanmatiö á daglegri kjarabar- áttu verkalýösins. I upphafi var hún lltils viröi þvl aö hún braut I bága viö óhjákvæmileika sögu- legrar þróunar en slöar varö hún einskis viröi þvi aö hún truflaöi eölilegan gang mark- aöslögmálanna. Fjölmargir eru enn þá á þessu þróunarskeiöi án þessaö hafa grænustu glóruum þaö. Flokkspólitiskt eru þeir enn þá „lengst til vinstri” en þegar kemur aö hagfræöi eru þeir lengst til hægri. IX. Mikilvægasta hlutverk sóslal- ista og verkalýðssinna er aö vinna I daglegri baráttu fyrir bættum hag verkalýðsins. Þar sem ég tel ekki skilin milli auö- valdsskipulags og sósiallsks samfélags vera jafn skörp og vani er aö gera meöal bylting- arsinna, —- ég tel'aö alls kyns millistig þessara þjóöfélags- forma séu til staöar og muni veröa þaö i enn rlkara mæli I framtiöinni aö öllum likindum; þá tel ég allac breytingar I átt til aukins jafnréttis og efnahags- legs lýöræöis vera 1 senn kjara- bætur og þróun I átt til sósial- isma. Ég set sem sagt engin skýlaus og greinileg skil milli „skammtíma” og,,langtíma” markmiöa llkt og flestir sóslal demókratar og kommúnistar gera. Ég tel raunar aö þessi aö- skilnaöur sé ein helsta ástæöan fyrir hægri þróun þessara flokka. A virkum dögum sinna þeir aöeins umbótum, sem hvergi skeröa vald kapitalsins, en á helgidögum ganga þeir I kirkju sóslalismans, sverja hon- um trú og hollustu og biöja um náö fyrir verk sin á virkum dög- um. Ég lýk þessari grein meö þvi aö feta I fótspor Ásgeirs Dani- elssonar frá 7/7 og vitna I Rósu Lúxemburg. Aö vlsu er sumt af þvl sem ég skrifaði hér slöast í andstööu viö kenningar hennar, enhún sem byltingarsinni I upp- hafi þessarar aldar sá aðeins fyrir sér skjóta breytingu frá kapltalisma til sóslalisma og setti þvl skörp skil þar á milli. Hins vegar hafa fáir sósialiskir hugmyndafræöingar lýst jafn vel og hún hve nátengd fyrir- bæri dagleg kjarabarátta og sóslallsk bylting eru og hve hættulegt er aö skapa fyrirfram ákveöna mynd um form sögu- legrar þróunar. (Tilvitnanir eru teknar úr grein hennar f rá árinu 1904 um skipulagsmál rússn- eskra sósialdemókrata, en þessi grein er m.a. þekkt undir nafn- inu „Leninismi eöa marx- ismi?”.) „Fjöldinn getur aöeins öölast styrk (til aö framkvæma sósfal- iska byltingu) I daglegri baráttu gegn rlkjandi þjóöfélagsskipan, þaö er innan ramma kapitallsks þjóöfélags”. Slöan ræöir Rósa nokkuö um tvenns konar hlut- verk sóslaliskrar baráttu, þá daglegu og byltinguna og skil- greinir þær hættur sem við þær aöstööur ógni hreyfingunni: „önnur er sú aö hún tapi fjölda fylgi sinu, hin er sú aö hún missi sjónará markmiöi slnu. Annars vegar er hættan aö hún úrkynj- ist I sértrúarsöfnuö, hins vegar er hættan aö hún veröi hreyfing borgaralegra umbóta. Þess vegna er þaö blekking, og I and- stööu viö sögulega reynslu, aö ætla aö fastsetja I eitt skipti fyr- .ir öll væntanlegan feril sósial- I iskrar byltingarbaráttu meö aö- stoö formsatriöa.... Sósíalfsk hreyfing er fjöldahreyfing. Hætturnar eru ekki verk illvilj- aöra einstaklinga heldur eiga þær sér rætur I ófrávikjanlegum félagslegum aöstæöum. Viö get- um ekki tryggt okkur fyrirfram gegn allri hugsanlegri tækifær- issinnaöri villu. Aöeins hreyf- ingin sjálf getur sigrast á slikri hættu, vissulega meö aöstoö marxiskrar kenningar, en fyrst þegar hættuástandiö hefur kom- iö greinilega fram i daglegu starfi.” Þessi orö Rösu Luxemburg finnst mér eiga prýöilega viö I dag. Lundi, 30. júll 1979 GisIiGunnarsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.