Þjóðviljinn - 08.08.1979, Síða 9
Miðvikudagur 8. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Allsher jarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti með pomp
og prakt að helga áratuginn 1975 -
1985 baráttunni fyrir jafnrétti
kynjanna um allan heim.
Kvennaárið gekk i garð sællar
minningar, en siöan hefur fátt
spurst til baráttuherferöa.
Fregnir erlendis frá herma aö
viða sé nú gengiö fram meö oddi
og egg til aö skera niöur þau rétt-
indi sem konur hafa fengið með
langri og strangri baráttu, og er
þá borið við ýmist trúarlegum
efia siöferöilegum rökum; staður
konunnar skal vera heimilið.
Héðan frá Islandi er sömu sögu
aö segja, fátt um fina drætti og
þói hingaö inn á ritstjórnina
barst um daginn sending frá
Jafnréttisnefnd Neskaupstaöar,
fimm bréf sem greina á einfaldan
og skemmtilegan hátt frá könnun
sem gerö var þar i bæ á viöhorf-
um 100 karla og 100 kvenna til
jafnréttismála. Samtimis var slik
könnungeröi Hafnarfiröi, Garöa-
bæ og Kópavogi.
Jafnrétti i reynd?
Fyrsta bréfiö segir frá viöhorfi
bæjarbúa til jafnréttismála. Þar
kemur fram aö meiri hluti þeirra
sem spuröir voru álita aö konur
njóti ekki jafnréttis. Mikill meiri
hluti kvennanna svarar spurning-
unni játandi og segir I niöurstööu
bréfsins aö þar meö sé þeirri
þjóösögu hnekkt aö konum finnist
ástandiö i lagi og ræöi ekki eöa
hugleiöi ekki jafnréttismál.
Þá er greint frá atvinnuþátt-
töku kvenna i bænum. 40%
kvenna sinna aöeins húsmóöur-
störfum, en 50% stunda einhver
önnur störf utan heimilis. Þar af
vinna 80% láglaunastörf sem ekki
krefjast undirbiínings.
Mikill meirihluti kvenna og
karla telja eölilegt aö konur vinni
utan heimilis og vinni fyrir sér
sjálfar, en margir sjá þar á ýmsa
annmarka auk þess sem margir
aöhyllast vinnu hálfan daginn.
„Þaö eru þeir sem álita aö konur
eigi aö vinna heimilisstörfin ein-
ar. Er þaö lausn?” segir i'bréfinu.
Hvað vinnur þú lengi?
Annaö bréfiö fjallar um vinnu-
tima. Þar er bent á aö 40 stunda
vinnuvika er lögbundin hér á
landi, en þrátt fyrir þaö byggist
afkoma fjölmargra heimila á yf-
irgengilegri eftirvinnu. Slikt
þekkist ekki i nágrannalöndum
okkar og er jafnvel bannaö.
Könnunin leiddi i ljós aö 64%
karla og 10% kvenna vinna yfir 8
klst. á dag, 16% karla og 5%
kvenna vinna óreglulega, en 13%
karla og 73% kvenna vinna 8
stundir eöa minna.
Siöan er bent ák aö þú átt rétt
á aö vinna aöeins dagvinnu og
varpaöerfram ýmsum spurning-
um til lesandans eins og hvaöa á-
hrif mikil vinna foreldra hefur á
persónumótun barna. Hvaö er
fjölskyldulif oghvernig lifi viljum
viö iifa? Er ef til vill samhengi
milli timaleysis foreldra og van-
sælu margra barna og unglinga?
Skýringarmynd sýnir helgar-
vinnu og kemur I ljós svo sem
vænta mátti aö karlar vinna mun
meira um helgar á Neskaupstaö
enihinum kaupstööunum þremur
sem áöur er vitnaö til. Ræöst þaö
væntanlega af þvl,aö á suövestur-
horninu byggist atvinnulifiö á
iönaöi og þjónustu, en fyrir aust-
an er sjávarútvegurinn allsráö-
andi og þar er unniö myrkranna á
milli og dugar varla til.
Menntamálin
Könnunin sýndi aö konur állta
sjálfsagt aö dætur þeirra stundi
nám, en karlarnir sýna furöulegt
skeytingarleysi um nám barna
sinna. Spurt var til hvers ætti aö
nota námiö og töldu flestar kon-
urnar (37-42%) aöbetri tekju-og
afkomumöguleikar fengjust viö
aukna menntun. 17% nefndu betri
Mvers ve^pa er vinnuála^
Svona m'ikiá í Kleskaupstaé ?
Hvert skvlcii klutíaUið vera milli:
krófu atvinnulífsins/nauðsvnlejs Lífsviðuruaeris
/^ervíþarfe ?
Það læra
bömin sem
fyrir þeim
er haft
Könnun á jafnréttis-
málum íNeskaupstað
APRiL 1979
JAFNRETTISNEFND
NESKAUPSTADAR.
§oLíxkSí?
csca MHflMffBGa
Alli r eru sagfrr Kafa jafna
móeuleiKa tU nams hér á
landi. Skolagan^ er^eidd
ur samei^tnle^irn ijoöum.
En hvar eru skoiarmr
03 hverjir eru hvattir
til aS tara i ■skbla ?
Nemendur á framhalds -
Skóldstijgi Í97b-77
Sk/ptusC í 4.5i6 piltj
05 3.890 stútkur (far
if óttu !89pi/tar og//b
Siuíkur lögheimtLi á
Austurlandi.)
framtiöarmöguleika I þjóöfélag-
inu og 10-14% sögöu nám vera til
þess aö fullnægja áhuga og getu.
Nær engin taldi konur þurfa
menntun til aö „grlpa til et ...”
eöa aö menntun karla væri nauö-
synleg vegna fyrirvinnuhlutverks
þeirra. Þau misréttisviöhorf eru
aö hverfa.
Einnig var spurt um fulloröins-
fræöslu og kom I ljós aö 86%
kvenna töldu þörf á starfsþjálfun
fyrir húsmæöur sem vilja fara Ut
á vinnumarkaöinn. Sama sinnis
voru 71% karla. Eftirfarandi á-
stæöur voru nefndar: fuDoröins-
fræösla veitir sjálfstraust og upp-
örvun, bætir starfsmöguleika,
starfshættir breytast ört og kon-
urnar hafa staönaö.
A vorönn 1979 tóku 70 manns
þátt i' námsflokkum Neskaups-
staöar þar af voru konur 96%.
Sýnir þetta ekki þörf og löngun
kvenna tU náms og þjáifunar?
Blessuð börnin
1 upphafi fjóröa bréfs er á þaö
bent aö fjölskylda barnsins hafi
úrslitaáhrif á greindarþroska
þess. Siöan er gerö grein fyrir
umönnun barna. Þaö sýndi sig aö
konur sjá aö yfirgnæfandi meiri-
hluta um börnin. Þær vakna til
þeirraá nóttunni, baöa þau, fara
á foreldrafundina I skólanum
o.s.frv. Hvaö veldur? Vilja karlar
taka þátt iumönnun barna sinna?
Hvers fara þeir á mis og vilja
mæöurnar hleypa þeim aö? Niö-
urstaöan er aö umsjá barnanna
er fyrst og fremst kvennastarf á
Neskaupstaö.
Könnunin sýnir all-mismunandi
viöhorf I kaupstööunum f jórum til
forgangsverkefna bæjarstjórnar.
Sunnanlands voru mun fleiri sem
vflja hafa skóla- og dagheimUis-
mál meöal fimm helstu verkefna,
en þess ber aö gæta aö ástand I
dagheimilismálum er hvergi
betra á landinu en á Neskaup-
staö, þörfinni er fullnægt.
1 framhaldi af spurningunum
um barnauppeldiö voru menn
beönir aö segja álit sitt á þvl
hvort annaö kyniö væri hæfara tii
aö sinna uppeldismálum. Furöu-
lega margir láta þeirri spurningu
ósvaraö en 78% karla á aldrinum
35-39 ára töldu konur hæfari en
aöeins 21% karla 20-24 ára töldu
þær hæfari. Þarna er aU-mikill
munur eftir aldri og sýnir von-
andi breytt viöhorf yngri kynslóö-
arinnar sem nú er aö komást á
barneignaaldurinn.
51% kvenna töidu báöaforeidra
vera jafnhæfa.
Verkaskipting á heim-
ilum i Neskaupstað
I fimmta og síöasta bréfinu er
greint frá heimilisstörfum. A þvi
sviöi er langt i land jafnréttisins.
85% kvenna sjá alltaf eöa frekar
um matseldina, en maöurinn aö-
einsi' 2% tflfella. Konur sjá alltaf
eöa frekar um innkaup í 74% til-
feUa. 89% kvenna sjá alltaf um
þvotta og i bréfinu er spurt hvort
karlmenn kunni ekki á þvottavél-
ar eöa hvort þeir fái ekki aö þvo.
Gaman væri aö fá svar viö þvf.
Þaö er einna helst blessaö upp-
vaskiö sem karlkyniö telur sér
koma viö innan veggja heimilis-
ins. Þeir vaska upp jafn oft og
konan i 37% tilfella.
Þegar kemur aö viögeröum,
þar sem beita þarf hamri og
skrúfjárni, snýst dæmiö við. Þar
eru þaökarlmennirnir sem sinna
þeim störfum svo og umhiröu
bflsins. Þeir hafa fjármálin I sin-
um höndum, en aö lokum er
kvæöinu vent I kross og vikiö aö
hreingerningum á ibúöinni. Þar
kemst konan aftur i aöalhlutverk-
iö. Hún sér alltaf um þrifin I 65%
tilfella, jafnti 30%. Lokaorð jafn-
réttisnefndarinnar eru þessi
varnaöarorö til allra þeirra sem
lesa bréfin : Þaö læra börnin sem
fyrir þeim er haft.
—ká
Sigurður Rósmundsson.
Er rétt-
lœtanlegt
aö skatt-
leggja
ellilaun?
Halda menn að
það sé auðvelt að
lifa af 132. þús.
kr. á mánuði?
Flestir biða vist með nokkurri
óþreyju útkomu skattskrárinnar,
og i raun er engrar bókar
annarrar beðið meir. Ég lét mig
þó litlu varða útkomu þessa
merka plaggs,- taldi að það sem i
þvi stæði myndi skipta mig litlu
máli. Égtaldi nefnilega öruggt að
ég myndi engan skatt fá. Sú von
brást. Þess vegna hripa ég þessar
lbiur og biö Þjóðviljann aö vera
svo vinsamlegan aö birta þær. Ég
taldi réttast að snúa mér til
þeirra Alþýðubandalagsmanna,
þvi ég hef staðið i þeirri barna-
legu trú að þeir væru skástir
þegar I hlut ætti hinn óbreytti al-
þýðumaður.
Þá er best að snúa sér aö
efninu: Ég er nú aö veröa 77 ára
gamall, útslitiö og sjúkt gamal-
menni. Ég hef engar aörar tekjur
en eUisiyrk, tekjutryggingu og
örlitinnstyrkfrá Dagsbrún. Tekj-
ur minar voru siöast liöiö ár kr.
1.565.601.
Viti menn! Mér var gert að
greiöa útsvar og tekjuskatt af
þessari upphæð.
Aiögö gjöld eru sem hér segir:
Tekjuskattur kr. 2.686.-
Útsvar 27.400.-,
Kirkjugarösgj. 630.-
Samtals kr. 30.716.-
Eins og áöur sagöi voru aUar
tekjur mina á s.l. árikr. 1.565.601.
Þaö gerir um kr. 132.000 á
mánuði. Telja nú hinir visu for-
ráöamenn þjóöarinnar aö auövelt
sé aö lifa af þessari upphæö og
réttlætanlegt sé aö skattleggja
svona lágar tdtjur? Ég er ekki
einn um þá skoöun aö þaö sé svi-
viröa aö vera aö skattleggja elU-
laun. Ég skora á Alþýöubanda-
lagiö aö beita sér fyrir lagfæringu
á þessu og sanna þar meö aö þaö
kafni ekki undir nafni. Meö þvi
mun fylgst af okkur eignalausum
ogöldruöum öryrkjum, sem fylgt
hafa þessum samtökum.
Siguröur Rósmundsson
Þrastargötu 3, Reykjavfk