Þjóðviljinn - 08.08.1979, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. ágúst 1979.
Óheimilt að ráða sér-
fræðing til að fást
við alkaUskemmdir
Störf steinsteypunejhdar hafa orðið að miklu gagni, segir
í eftirfarandi greinargerð frá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins
Vegna nokkurra rit-
smíða sem birst hafa í
blöðum að undanförnu og
valdið gætu misskilningi
lesenda og skert traust
þeirra á störfum
Steinsteypunefndar óskar
Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins að
birta eftirfarandi greinar-
gerð:
Tilurð Steinsteypunefndar
Aö tillögu Rannsóknarstofnun-
ar byggingariönaðarins setti
Iönaðarmálaráöherra áriö 1967 á
laggirnar „Nefnd til aö kanna
þenslur og þar af leiöandi grotnun
I steinsteypu”. Fariö var eftir
dönsku forsniði og valdir i nefnd-
ina menn frá helstu ábyrgðar-
aöilum i byggingarstarfsemi i
landinu.
Nefndin leitaöi til fjárveitinga-
valdsins um stuöning viö starf-
semi sina árin 1967 og 1968 en
varö ekki ágengt. Þá ákvaö
nefndin aö halda áfram störfum
sem sjálfstæður starfshópur,
vikkaöi starfsviö sitt, nefndi sig
Steinsteypunefnd, og hefir skil-
greint rannsóknir sinar og kostaö
þær ávalt siöan sjálf viö Rann-
sóknastofnun byggingariönaöar-
ins.
Sérstaða Islands
Störf nefndarinnar og rann-
sóknir haf þó beinst mest að al-
kali efnahvörfum, enda meiri
upplýsingaþörf á þeim hætti
steyputækninnar en öörum.
Sérstaöa Islands i þessum mál-
um er mikil. Orsök alkaliþenslu,
sem stundum veldur grotnun i
steypu er samspil mikils alkali-
magns, virkra fylliefna og stöö-
ugs raka i steypunni en alla þrjá
þættina þarf til. Hér á landi eru
hráefni til sementsgeröar þess
eölis aö islenskt sement veröur
óhjákvæmilega alkalirikt, fylli-
efni eru glerkennd vegna ungrar
jarömyndunar og veöráttan er
slagviörasamari hér en annars-
staöar þekkist.
Rannsóknir okkar og vinnuplön
hafa lika mótast af þessari sér-
stööu. Viö höfum birt niðurstöður
þeirra, einnig i erlendum fag-
timaritum og fyrir fjölþjóölegum
vísindaráöstefnum. Þetta hefir
vakiö eftirtekt erlendra fræöi-
manna og þess vegna tókst svo til
aö margir virtustu visindamenn á
þessu sviöi sóttu ráöstefnu hér
1975, en hún haföi mikil áhrif á
þróun rannsókna okkar.
Ástand útvegg ja
Skýrsla um rannsóknir á
steypuskemmdum i ibúðar
húsum var gefin út um s.l. ára-
mót. Þessi úttekt sýnir aö al
varlegar skemmdir af völd
um alkaíi—kisil-efnahvarfa
koma nú fram i steinsteypt
um ibúöarhúsum. Viö hætt
unni var ivaraö strax 1963,
þegar mælingar fyrstu sýndu aö
sum fylliefnin á Reykjavikur-
svæöinu væru virk. Ekkert var þó
aöhafst af hálfu byggingaryfir-
valda, enda voru skemmdir af
þessum sökum taldar óliklegar i
ibúöarhúsum og óþekktar I heim-
inum I slikum mannvirkjum. Al-
gengast er , aö alkali-kisil-
skemmdir komi ekki fram I
steypu fyrr en hún er oröin tiu
ára eöa eldri. Framangreind
skýrsla er fyrsta opinberun þess
aö alkali-kisil-efnahvörf séu hér
alvarlegt vandamái i ibúðarhús-
um, og þvi staöfesting á hinum
illa grun.
Vist er aö pennar blaöa, eins og
aðrir íbúar þessa lands myndu
litiö vita um orsakir skemmd-
anna ef ekki heföu notiö niöur-
staöna Rannsóknastofnunar
byggingariönaöarins.
Nánar eru engar aðferðir
þekktar til þess aö stöðva alkali-
kfsil-efnahvörf og engar þjóöir
hafa viö alveg hliöstæöan vanda
aö glima. Þess vegna veröum við
sjálf aö leysa hann.
Skilning vantar
Þaö brennur á okkur nú að marg
milljaröaverömæti { ibúöaeign
okkar eru I hættu, en fyrsta staö-
festing þess aö. alvarlegar
skemmdir komi fram i ibúöar-
húsum fékkst fyrir rúmum þrem
árum. Ekki er heldur að undra
þótt skemmdirnar raski sálarró
þeirra sem fyrir þeim veröa.
Ljðst ætti þvi aö vera aö þaö er
nauösyn aö auka rannsóknir á
þessu sviöi, og ættu a.m.k. tveir
sérfræöingar aö sinna þeim ein-
göngu.
Þvi reynir nú á hvort sama
skilningsleysið muni rikja hjá
fjárveitingavaldinu og áöur, og
tiliögur Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins fá skornar
niöur án tillits til verkefna.
Astandiö er nú þannig aö þó að
stofnunin geti með eigin tekjum
staðið undir kostnaði við ráðningu
sérfræðings i þessum málum, þá
er henni óheimiit að gera það.
Þetta er fásinna.
Rannsóknir og ráðstafanir
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins litur svo á að störf
Steinsteypunefndar hafi orðið aö
afar miklu gagni viö að byggja
upp þekkingu á áhrifum alkali-
efnahvarfa, og þvi hvernig hægt
sé aö draga úr skemmdum af
þeirra völdum.
Ýmsar ráöstafanir hafa lika
verið geröar til þess aö hefta
þennan skaövald. Má þar t.d.
fram telja beitingu varnaraö-
geröa i sambandi viö stórfram-
kvæmdir, eins og Þorlákshöfn og
virkjanirnar við Búrfell og Sig
öldu. Jafnframt má benda á þaö
aö rannsóknirnar hafa leitt I ljós
afar jákvæö áhrif af blöndum
possolanefna i sementiö. Ahrif
finmalaðs liparits og kisilryks á
þenslu múrstrendinga er sýnt I
eftirfarandi töflu, en til hliðsjónar
eru kröfur nýútgefinnar bygging-
arreglugerðar. Járnblendirykiö
eykur auk þess verulega styrk-
leika sementsins, og þvi virðist
kisilryksiblöndun nú hagkvæm-
asta leiðin til þess aö sneiöa hjá
hættunni. Þvi ber að fagna aö
rannsóknarniðurstöður voru
fengnar, og sementsverksmiöjan
raunar byrjuö á framleiöslu meö
innfluttu kisilryki nokkru áöur en
Járnblendiverksmiöjan hóf störf.
Múrstrendingaþensla eftir
Pozzolanefni % 1 mán. 3. mán. 6. mán. . 1 ár
Ekkert 0 0.042 0.150 0.260 0.320
Liparit 10 0.026 0.049 0.090 0.150
Líparit 15 0.005 0.020 0.025 0.044
Liparit 25 0.009 0.017 0.017 0.026
Kisilryk 5 0.014 0.021 0.028 0.062
Kisilryk 7,5 0.002 0.017 0.023 0.035
Kisilryk 10 0.02 0.012 0.014 0.021
Kröfur 0.050 0.100
Lokaorð
A rúmlega 12 ára starfsferli hafa
eölilega oröiö mikil mannaskipti I
Steinsteypunefnd, — en maöur
hefir komiö I manns ataö, — m.a.
Páll Ólafsson, fulltrúi Lands-
virkjunar,! staö Páls Flygenrings
núverandi ráöuneytisstjóra. Allir
upphaflegu aöilanna eiga þó enn
fulltrúa I nefndinni, en s.l. haust
var samþykkt aö bjóöa Steypu-
stöövunum I Reykjavik og Björg-
un h.f. aðild, og Steinsteypufélag
Islands hefir átt fulltrúa I nefnd-
inni frá stofnun þess félags.
Allar rannsóknir nefndarinnar
eru framkvæmdar við Rann-
sóknastofnun byggingariönaöar-
ins og stofnunin hefir stjórnaö
störfum hennar. A s.l. ári kostuöu
þessar rannsóknir 11,5 milljónir
Framhald á 14. siðu
iþróttir
í stuttu máli
Valur - ÍA i kvöld
í kvöld kl. 19.30 leika á Kópavogsvelli Valur og 1A og er leikur-
inn i undanúrslitum bikarkepnninnar. Hér eigast við tvö efstu
lið 1. deildar og má búast viö miklu fjölmenni áhorfenda á Kópa-
vogsvellinum i kvöld.
Valur og ÍA hafa verið i nokkrum sérflokki islenskra
knattspyrnuliða undanfarin ár og hafa leikir liðanna innbyröis
ávallt veriö mjög skemmtilegir. 1 fyrra léku liðin til úrslita i
bikarkeppninni og þá sigruöu Skagamenn 1-0 og hefndu þar með
fyrir ósigra i báðum leikjum Islandsmótsins, sem Valur vann 1-
0. I fyrri umferð íslandsmótsins I ár iéku Valsmenn og 1A á
Laugardalsvelli og sigruöu Akurnesingarnir 3-2 eftir hörku-
spennandi leik.
Eftir þvi sem best er vitað eru allir sterkustu menn beggja liöa
heilir og munu leika i kvöld. Eins og áður sagöi hefst leikur Vals
og IA kl. 19.30 á Kópavogsvelli.
Sigþór ómarsson sést hér nýbúinn aö skora markið sem réö úr-
slitum I slöasta Ieik Vals og 1A, en þá sigruöu Skagamennirnir 3-
2. Hvaö skeöur I kvöld?
íslendingaliðunum gekk illa
Standard Liege og Oster gekk fremur illa i siöustu umferö
hinnar svokölluðu Toto-keppni i knattspyrnu. Þau töpuðu bæði
leikjum sinum.
Teitur Þóröarson og félagar hjá öster áttu góða möguleika á
sigri i sinum riðli, en til þess að svo yröi þurftu þeir að sigra
tékkneska liðið Banik Ostrava á útivelli. Það tókst ekki og Tékk-
arnir sigruðu 3-2.
Standard með Asgeir Sigurvinsson innanborðs, tapaöi fyrir
þýska liöinu Werder Bremen 1-2. Standard er i nokkurri læ'gö um
þessar mundir og þeim hefur gengið afleitlega I Toto-keppninni.
Austur-þýsku stelpurnar sigruðu
Austur-Þýskaland sigraöi einnig i kvennakeppninni á Evrópu-
bikarkeppninni i frjálsum iþróttum, semhaldin var i Torino á
Italiu um helgina. Þær þýsku hlutu 102 stig, en rétt á eftir þeim
komu sovésku stúlkurnar með 100 stig. Búlgaria hafnaði i þriðja
sæti með 76 stig, Bretland með 62 stig, Rúmenia 58 stíg, Vestur-
Þýskaland 58 stig, Pólland 55 stig og lestina rak Italia með 29
stig.
Mesta athygli i kvennakepninni vakti 200 m. hlaupið, en þar
setti Marita Koch, Austur-Þýskalandi heimsmet þegar hún hljóp
á 48,60sek. Maria Kulchunova, Sovétrikjunum varö önnur, hljóp
á 49,63 sek, og varð þar meö þriöja konan til þess að hlaupa 400
m. undir 50 sek.
Gemill til Birmingham
Hinn snjalli miðvallarspilari Archie Gemill var seldur um
helgina frá Nottingham Forest til Birmingham fyrir 150 þús.
pund.
Gemill geröi garðinn frægan lengi vel með Derby og skorks
alandsliðinu, en Brian Clough keypti hann siðan fyrir smá-
peninga til Forest fyrir nokkrum árum. Þar blómstraöi Gemill,
en kappinn er tekinn aö reskjast og þegar Forest keypti Asa
Hartford frá Manchester City fyrir skömmu hlaut aö reka aö þvi
aö Gemill yrði látinn fara.
Cruyff vinsæll
Koma Johans Cruyff til bandariska knattspyrnuliðsins Los
Angeles Aztecs hefur svo sannarlega haft mikil áhrif. Ahorf-
endur flykkjast á völlinn til þess að sjá hollenska snillinginn.
Áður en Cruyff mætti á staðinn voru aö jafnaði 8-12 þús. áhorf-
eneur að leikjum Aztecs, en á fyrsta leik Johans komu 9 þús., á
þann næsta 16 þús. og þann þriðja 17 þús. Forráöamenn Aztecs
hafa spáð þvi að þessi f jölgun muni halda áfram og 20 til 25 þús.
áhorfendur veröi á heimaleikjum félagsins á næstunni.