Þjóðviljinn - 08.08.1979, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. ágúst 1979.
Frá aðalfundi NAF
Eru norrænir
samvinnumenn
1 ÍH™ 1 • O
kamsvelgir?
Aðalfundur Norræna sam-
vinnusambandsins, NAF, var i ár
haldinn hérá landi.nánar tiltekið
aö Hótel Loftleiðum, 27. jilnl.
NAF er sambannd norrænu sam-
vinnusambandanna, sem fyrst og
fremst fæst við innkaup á marg-
vislegum vöruflokkum. NAF
kaupir nú inn vörur frá 60
löndum, hefur aöalskrifstofú i
Kaupmannahöfn, og innkaupa-
skrifstofur i Bologna á Italiu,
Valencia á Spáni, San Francisco i
Bandarikjunum, Santos 1 Brasiliu
og Buenos Aires í Argentinu.
Siöar á þessu ári er svo fyrir-
hugað að opna eina skrifstofú til
viðbótar, og verður hún i' Hong
Kong.
A aöalfundinum kom fram, að
heildarvelta NAF i fyrra var
hærri en nokkru sinni fyrr eða
1768 milj. danskra króna, aö þvi
er segir i Sambandsfréttum. Að
magnijókstumsetninginum 14%.
Meira en helmingur veltunnar er
kaffi, og námu kaffikaup NAF á
siöasta ári 57 milj. kg., sem sam-
svarar fimm kaffibollum á dag á
hvern félagsmann i samvinnu-
félögunum á Norðurlöndum.
Verðlagsóróinn á kaffi-
markaði heimsins var til umræðu
á NAF-fundinum i Reykjavik, en
eftir nokkurt verðfall á þessu ári
og þvi siðasta er kaffiverðið nú
byrjaö að hækka aftur, vegna
þess, að frostskemmdir hafe
eyöilagt veruiegan hluta af næsta
árs uppskeru i Brasiliu. Það mun
m.a. þýða verðhækkun á kaffi til
neytenda á Noröurlöndum, en
NAF vinnur nú að þvi, fyrir milli-
göngu skrifstofu sinnar I Santos,
að reyna aö skapa meiri festu i
veröþróun á þessum markaði.
—mhg
Tónlistarskólinn á
ísafírdi
tsfirðingar hafa hug á þvi aö reis:
hiis yfir Tóniistarskóla sinn á ló<
Menntaskólans á Torfnesi. Haf:
Tónlistarfélag tsafjarðar oi
Tónlistarskóli tsafjarðar sen
menntamálaráöherra bréf varð
andi þessa lóöarumsókn, að þvi e
segir I Vestfirsku fréttablaði
Mun nú I athugun hvort unn
sýnist að koma skólahúsim
þarna fyrir.
A fjárhagsáætlun Isafjarðar
kaupstaðar eru nd 5 milj. kr
veittar til fyrirhugaðrai
byggingar og er þaö sama upp
hæð og á s.l. ári.
Isfiröingar hafa i mörg ár rekif
myndarlegan tónlistarskóla þai
sem i stafnihefur staðiö hinn ötul
Ragnar H. Ragnar
og ósérplægni tónlistarmaöui
Ragnar H. Ragnar. Væri honum
naumast betur launuð áratuga
forysta fyrir tónmenntamálum a
Isafirði með öðru en þvi, aö reisa
skólanum hús við hæfi.
—mhg
Á MIÐJU ÁRI
Eftirfarandi fréttabréf frá
Torfa Steinþórssyni, Hala í Suö-
ursveit. birtist nýlega i Austur-
landi. Að sjálfsögðu eru það
fleiri en Austfirðingar einir,
semláta sig varða fréttir úr Suð-
ursveit og grennd og þvi fór
Landpóstur þess á ieit við Torfa
að fá að birta bréf hans. Var það
auöfengið. Og hefjum við þá
lesturinn:
Nú þegar árið er hálfnað, er
ekki úr vegi að rifja upp sitt-
hvað af þvi, sem sett hefur svip
á mannlif i Suöursveit á fyrri
hluta árs 1979.
Veðrið á vetrinum.
Veturinn einkenndist af lang-
varandi stillum, langtima
snjóalögum og langstæðum
frostum, sem þó aldrei urðu
mjög hörð, fóru sjaldan upp i 10
stig og varla yfir það. En rign-
ingar voru I algjöru lágmarki.
Snjóalög voru það langvinn
hér i vetur, að hefði slikt tiðar-
far borið aö höndum fyrir svona
hálfri öld eða jafnvel siðar,
meðan bændur enn treystu mik-
ið á vetrarbeit og fóöurbætisgjöf
nær óþekkt hér um slóðir, þá
hefði margur bóndinn verið
kominn i heyþrot um sumar-
mál. En um sumarmál sást
naumast komið grænt strá I
varpa. Mun þaö vera nær eins-
dæmi I Suöursveit, þvi þar
grænkar venjulega fyrr en við-
ast annarsstaðar á landinu.
Stórveður
Þótt langvarandi hægviðri
væri mjög einkennandi á siðast-
liðnum vetri, gat samt út af
brugðið. Aöfaranótt 24. janúar
hvessti skyndilega hér á vest-
norðvestan. En sllk er veður-
staöan hér ávallt þegar verstu
stórviðrin gerir þó að áttin sé
raunar norðan. Hvassast var á
milli kl. 6 og 7 um morguninn.
Allmikill snjór var á jörðu og
klakaskel ofan á snjónum. Var
þetta þvi versti skarabylur, þvi
allt rauk eins og lausamjöll
væri. Upp úr kl. 7 snögglyngdi
dálitla stund, svoað hægt var að
fara út. Kom þá I ljós, að boga-
skemma, sem notuð hafði verið
á Hala sem fjárhús um 11 ára
skeið, var fokin um koll. I hús-
inu voru að þessusinni 137 ær og
auk þess 9 hrútar, sem allir voru
bundnir á básum. 1 ljós kom,
þegarbirti af degi, aö féð myndi
halda sig i rústunum, en tæpur
þriðjunguraf þakinu hékk uppi.
En nú hafði hvesst svo aftur að
ekki var viölit aö hreyfa við fénu
I rústunum að sinni. Auk hvass-
viðris og skarabyls var mjög
mikil hálka á jörðu, þvi þar sem
snjó reif af, var svell undir.
Svo vel hafði viljað til aö ás.l.
hausti var lokiö við að gera fok-
helda vélageymslu, sem þá
haföi veriö i byggingu um sinn á
Hala. Var nú ekki annað til ráða
en að fara með féö i þessa bygg-
ingu. En það var ekki fyrr en I
rökkrinu um kvöldið að veður-
ofsann lægði svo aöeins i bili að
hægt var aö koma fénu á milli.
Gekk það framar öllum vonum,
enda margmenni þar aö verki
þvl nábúarnir voru komnir fyrr
um daginn, tilbúnir til aðstoöar
um leiö og eitthvað slotaði veör-
ið.
t ljós kom, þegar féð var tekiö
úr rústunum, að aðeins ein ær
var dauð, og virtist hún hafa
troðist undir. En á ööru fé sá
ekkert. Mátti það furðu gegna
þar sem sumir þakbogarnir
höfðu svipst upp meö stærðar
steinsteypustykki föst á sér, en
aðrir bogar höföu kurlast sund-
ur við veggbrúnina. Allt þetta
drasl hafði svo svipst yfir féð og
lagst upp að fjósveggnum, sem
er I um það bil 6 m. fjarlægö frá
bogaskemmunni. Við fjósvegg-
inn hafnaði lika allt bárujárnið
af fjárhúsinu. En furðulegt
veröur að telja, að ekkert sá á
fjósinu, jafnvel brotnaði ekki
ein rúöa i f jósgluggunum.
Framstafn fjárhússins, sem
var úr steinsteypu, haföi I svipt-
ingum þessum fallið fram á
hlaðiö.
Meiri skaðar urðu á Halabæj-
um I þessu veðri, en þeir eru
þrir. Bifreið, sem stóð á hlaðinu
á Hala, fékk á sig svo mikið
grjótfok af veginum og kannski
lika klaka, aö lakkið gereyöi-
lagöist á annarri tiliðinni. Einn-
ig skemmdist lakk nokkuö af
Totfi
Steinþórsson
skrifar:
grjótfoki á bifreið á Gerði, en
Gerði er næsti bær við Hala.
Þetta voru hvorttveggja fólks-
bifreiðar, árgerð 1978. Þá brotn-
uðuaf grjótfoki af veginum all-
ar rúður I þeim gluggum, sem
snéru mót vestri I nýju ibúðar-
húsi Steinþórs Torfasonar á
Hala. Viö það skemmdust veru-
lega eldhúsinréttingar, sem
urðu fyrir grjötfokinu. Þótt
klaki væri mikill losnaði þó
nægilegt af hlaöi og vegum til
þess að valda þessu tjóni.
Vorið og sauðburðurinn
Margir bjúggust nú við góöu
vori eftir þennan harða vetur.
En þvi var ekki aldeilis aö
heilsa. Aprilmánuður var mein-
hægur en of kaldur til þess að
gróöur gæti lifað. Svo 28. mai,
brá til hörku nroöanáttar, með
allmiklu frosti og stormi.
Storminn lægöi reyndar eftir
nokkra daga, en frostiö og norö-
læg átt hélst tilbrigöalltið fram
um 30. mal. Malmánuöur skilaði
af sér gróöurlitilli jörð en klaka-
lausri.
Sauðburöur byrjaði i Suður-
sveit kringum mánaðamótin
april-mal. Varla var hægt að
sleppa lambám út á tún fyrr en
komiö var fram um miðjan mai,
vegna kulda. En eftir það mátti
segja að tið væri mjög hagstæð
fyrir sauðburðinn. Hægt var þá
að setjalambærnar Utá túnið án
þess að hafa áhyggjur af þeim
þvi aldrei rigndi og stööugt
hægviðri. En auðvitaö þurfti
að gefa lambánum fulla gjöf á
túninu, bæði hey og fóöurbæti.
Viða á bæjum var oröin þröng
mikil i fjárhúsum um það leyti
sem hægt var aö láta ærnar út á
túnið þvi frjósemi mun hafa
veriöaö mesta móti á þessu vori
hjá ánum, og sennilega hafa
fleiri lömb fæðst I Suðursveit i
vor en nokkru sinni áður. Al-
gengast mun að frjósemin hafi
verið svona frá 70-90% þó að á
einstöku bæjum færi hún
kannski niður i 50%. En lika
dæmi til að fleiri en 200 lömb
væru fædd eftir hverjar 100 ær.
Hvort lambadauði hefur örðið
meiri hér I sveit en undanfarin
vor veit ég ekki, en a.m.k. var
hann mikill I vor. Sjálfsagt hef-
ur hin langa innistaöa haft þar
nokkuð að segja. Það mun ekki
hafa verið einsdæmi að allt að 60
lömb færust á sumum bæjum á
þessu vori eða kannski 8-10% af
lömbum búsins. t þessum töl-
um, sem hér eru nefndar, eru
þau lömb einnig talin, sem
fæddust dauð. En þau lömb
hækka sjálfsagt dánartöluna
verulega á mörgum bæjum. Þá
drepast alltaf fleiri eða færri
lömb af slysförum. En slysin
geta orðið mörg, sem lömbin
hendir á sauðburði.
En af lambasjúkdómum er
flosnýrnaveikin lang alvarleg-
asti sjúkdómurinn, sem hér
herjar á sauðburði og jafnvel i
sumum tilvikum langt fram á
sumar. Þótt lömb séu sprautuö
gegn þessari pest, jafnvel allt að
þrisvar sinnum, viröist það ekki
einhli'tt, svo að fleiri eða færri
lömb drepastorðið á hverju vori
á nær hverjum bæ I sveitinni úr
þessari pest.
Fóðurbirgðir
Hey munu flestir bændur hér
hafa haft sæmilega nóg
handa sauðfé, fram um 10. jtini
en fáir öllu lengur. Varla mun
hafá orðið um heyfyrningar að
ræða i Suðursveit á þessu vori.
Og þó, til mun það vera, að fyrn-
ingar hafi orðið verulegar. Um
heykaup var naumast að ræða,
aðeins eitthvað smávegis milli
heimila hér innan sveitar.
Graskögglaverksmiðjan i
Flatey hefur tvimælalaust
bjargað miklu hér i héraðinu á
þessu harða vori, svo og viðar
um land. Fyrir tveim árum leit
helst út fyrir að verksmiðjan
yrði að hætta störfum vegna
sölutregöu á framleiðslunni. En
nú i' vor var hvert kg. af fram-
leiðslu siöasta árs upppantað
strax um sumarmál.
Malmánuður kvaddi með
gróðursnauðari jörð en elstu
menn muna hér eftir. Slik vor-
harðindi eftir þvllikan vetur
hefði sennilega fyrir nokkrum
áratugum þýtt stórfelldan felli.
En nú bendir ekkert til að um
verulegt afurðatjón verði hér að
ræðavegna vorharðinda. Hitter
svo annað mál, að það gefur
auga leið, að þessi langi gjafa-
timi og miklu fóðurbætiskaup
skapa stóraukin útgjöld fyrir
bændur.
Júnimánuður
Eins og áður sagði skipti hér
yfir til hlýrri veðráttu i lok mai.
Júni hefur allur verið fremur
hlýr hér, en of þurrviðrasamur
fram um miðjan mánuð. A Hala
var fyrstu einlembunum sleppt
á úthaga 28. mai, en siöustu tvi-
lembunum 13. júni. Gróðri hefur
fariö hér ótrúlega mikið fram i
júni, einkum þó eftir miðjan
mánuðinn. Nú i dag, 30. júni, eru
allar horfur á þvi að sláttur geti
hafist hér eftir um það bii viku,
ef þá yrði þurrlegt. Er þaö á
svipuðum tima og hér gerist I
meðal-árum.
Hala, 30. júni 1979,
Torfi Steinþórsson.