Þjóðviljinn - 10.08.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.08.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Hvernig stendur á því aö samningsfyrirkomulagi sem heldur stórum hópi leikara utan atvinnuleikhúsanna skuli ekki þegar í staö breytt? Af hverju hefur F.I.L. ekki sinnt umleitun Þjóð- leikhússtjórnar um sveigjanlegra samningsfyrirkomulag? Jón Viðar Jónsson Hvert stefnir Félag íslenskra leikara? Þjóöleikhússtjóri og formaö- ur Félags islenskra leikara hafa veriö að skiptast á orösending- um á siöum Morgunblaösins undanfariö og er tilefnið ákveö- in ummæli Sveins Einarssonar i viötali viö blaðiö fyrir hálfum mánuöi. Sveinn segir þar skoö- un sína aö stokka þurfi upp samninga leikhússins viö stétt- arfélag leikara, F.I.L., og gera þá sveigjanlegri, f þeim til- gangi aö gera leikhúsinu kleift aö ráöa fleiri unga leikara á byrjendasamning, eins og hann kemst aö oröi. Viö þessi orö sér svo Gísli Alfreösson, formaöur F.I.L., ástæöu til aö gera at- hugasemd skömmu siðar. At- hugasemd hans getur vart talist sérlega greinargóö og á köflum er hún svo óljós aö þar viröist beinlinis veriö aö rugla meö tæknileg smáatriöi til þess aö beina athygli manna frá kjarna málsins. Formaöurinn notar til dæmis ákvæöi um tilfærslu á vinnutima sem dæmi um hversu sveigjanlegri samningar leik- ara viö vinnuveitendur sina séu hérlendis en erlendis. Þaö ætti þó aö liggja i augum uppi aö vinnutimi þeirra sem þegar eru komnir á samning kemur þessu máli ekki nokkurn skapaöan hlut viö, þvi aö þaö sem um er aö ræöa er hvort samningar F.I.L. séu svo opnir afiallirsem hafa aflaö sér leikaramenntun- ar geti átt þess kost aö spreyta sig I einni eöa tveimur sýning- um i atvinnuleikhúsunum. Þessa hliö málsins foröast Gisli Alfreösson vandlega aö ræöa, en i staö þess skellir hann allri skuldinni á nisku rikisvaldsins sem haldi leikhúsunum i fjár- svelti. Hér ber alveg aö sama brunni þvi aö þaö sem máliö snýst fyrst og fremst um er hvernig þeir fjármunir eru nýtt- ir sem leikhúsin þiggja frá hinu opinbera, burtséð frá þvi hvort þéir mættu ekki vera meiri. En trúlega er þaö einmitt þessi skipting sem formanninum er kappsmál aö veröi sem minnst rædd, þannig aö öllum veröi ljóst um hvaö deilt er. Þaö er vandséö aö tilgangurinn meö andsvari hans sé annar en sá aö gera einfalt mál óskiljanlegt og hjá honum koma ekki fram neinar upplýsingar sem gagn er aö og gætu varpaö ljósi á frammistööu félags hans i samningamálum. Uppljóstranir Þjóðleikhússtjóra Þvi athyglisveröari eru upp- ljöstranir Sveins Einarssonar I fyrrgreindu viötali og árétting hans á þeim I Mbl. 1. ágúst. Þaö eitt er út af fyrir sig fagnaðar- efni aö embættismaöur rikisins skuli hafa hugrekki til aö rjúfa þann þagnarmúr sem yfirleitt er látinn umlykja samninga- gerö F.I.L. við opinberar leik- listarstofnanir. Og þaö sem Sveinn skýrir frá er þess eölis aö óhjákvæmilegt er aö krefja forystuliö leikara frekari skýr- inga á þvi. Greini Sveinn satt og rétt frá — og á þessu stigi máls- ins er engin ástæöa til aö efast um aö hann geri þaö — viröist augljóst aö F.l.L. hafi gerst sekt um athæfi sem ég vona innilega fyrir þess hönd aö eigi rætur aö rekja til vanrækslu, en sé ekki fólgið i yfirvegaöri pólitfk. Sveinn Einarsson segir orö- rétt: „Stjórn leikhússins hefur, eftir aö nemendur fóru aö brautskrást úr Leiklistarskóla Islands, reynt tvennt: A) Aö fá rikisvaldið til aö samþykkja fasta nemendasamninga til eins árs, einn eöa fleiri fyrir þessa ungu leikara. B) Aö fá stjórri" Félags Islenskra leikara til aö fallast á, aö á fyrsta ári eöa I fyrstu hlutverkum sé ungum léikurum greitt lægra kaup á C-samningi (lausráöiö i einstök hlutverk) þannig aö leikhúsin hafi tök á aö gefa fleirum tæki- færi til aö afla sér leikreynslu. Hvorugu þessara mála hefur veriö sinnt”. r Aríöandi ráðstafanir Þessar staöreyndir hljðta aö vekja þá spurningu hvernig á þvi standi aö hvorki stéttarfé- lag leikara né rikisvaldiö skuli hafa komiö til móts viö þessa sjálfsögöu kröfu leikhússins. Þaö sem hér er I húfi er hvorki meira né minna en framtiö leik- hússins og þeirra ungu leikara sem hafa aflað sér undirstööu- menntunar. Margir þessara leikara hafa fengiö ónóg tæki- færi til aö sýna hvaö I þeim býr og geta þaö tæplega nema þeir fái aö njóta þeirrar aðstööu sem atvinnuleikhúsin bjóöa ein upp á. Sú reynsla sem menn geta aflaö sér I kennslustofnunum á þessu sviöi er sjaldnast nógu mikil til aö skera úr um hversu góö leikarefni þeir eru; ég tala nú ekki um búi þessar stofnanir viö jafn hörmulega aöstööu og mér skilst Leiklistarskóli Is- lands geri. 1 atvinnuleikhúsun- um eiga menn auk þess kost á aö njóta reynslu þeirra sem hafa verið lengur i faginu og þeir eldri geta ekki haft nema gott eitt af aö vinna meö yngra fólki meö önnur viöhorf. Leik- hús sem útiloka nýja starfs- krafta eru dæmd til að staöna og merki stöönunar hefur svo sannarlega ekki skort i Islensku atvinnuleikhúsi á siðustu árum. Þaö væri annaö en skemmtilegt fyrir einhvern sem hlýtur aö teljast ábyrgur fyrir ástandi leiklistar aö veröa aö játa á sig sök I þvi máli. Vitavert sinnuleysi Nú er ástandiö löngu oröiö svo slæmt aö hér hlýtur einn eöa fleiri sökudólga aö vera aö finna. Ég hef ekki undir höndum tölur um hversu margir þeirra leikara sem L.I. hefur útskrifaö frá því hann tók til starfa hafa hlotið náö fyrir augum atvinnu- leikhúsanna, en hvaöa fastur leikhúsgestur sem er getur bor- iö um aö furöulega litill hluti þessa fólks hefur sést á sviðum þeirra. Þó aö tugir nýrra leik- ara séu á atvinnumarkaðinum hafa litlar sem engar breyting- ar oröiö á mannvali Þjóöleik- hússins eöa Leikfélags Reykja- vikur og þaö sem kannski vekur mesta furöu manns er aö i rikis- fjölmiölunum, sem hvorugur hefur fast starfsliö til leiklistar- flutnings, sjást og heyrast helst ekki aðrir en þeir sem þegar eru i föstu starfi hjá atvinnuleikhús- unum. Væri aö sjálfsögöu kær- komiö aö fá skýringu á þessu ástandi. Leiklistarstofnanirnar hafa þannig brugöist á mjög einkennilegan hátt viö þeirri leikarakynslóö sem tók aö koma fram á sjónarsviöið meö stofnun L.l. Tregöan hefur jafnvel verið svo mikil aö þetta unga fólk hef- ur neyðst til aö ráöast sjálft i að stofna leikhús af miklum van- efnum. Ætti ekki aö þurfa aö hafa miklu fleiri orö um hversu skaövænleg þessi framkoma af hálfu leiklistarstofnana er fyrir viögang leiklistar i landinu. Þáttur rikisvaldsins Og ég fæ ekki betur séö en meö þvi aö gera skipti Þjóðleik- hússins viö stéttarfélag leikara aö opinberu máli, sé Sveinn Einarsson aö hreinsa sjálfan sig og stjórn hússins af þessari sök. Hann vlsar á tvo aðila: rfkis- valdiö og F.I.L. án þess aö láta uppi hvort hann telur bera meiri ábyrgö i málinu. Hvaö rikis- valdinu viövikur, þá er alkunna aö I skiptum þess og Þjóöleik- hússins hefur undanfariö rikt harödræg sparnaöarstefna, eins og þaö er kallað á kerfismáli. Þaö veröur aö ætla aö fariö hafi veriö fram á sérstaka fjárveit- ingu til aö standa straum af nemendasamningum, úr þvi rikisvaldinu var blandaö I máliö, og um þessa fjárveitingu hefur sem sé veriö neitaö. Ekki er aö efa aö fátækt rikissjóös er mikil og margt sem ráöamenn telja þarfara rikisbúinu en rekstur leikhúss; en hins vegar kemur þessi uppljóstrun upp um vægast sagt einkennilega stefnu i leiklistarmálum af hálfu hins opinbera. Rikiö heldur nefni- lega uppi leiklistarskóla, þar sem tugir leikara hafa veriö menntaöir fyrir almannafé. En rikiö kemur einnig I veg fyrir aö þessu fólki geti oröið eitthvaö úr þessari menntun meö þvi aö skapa þvi ekki tækifæri til at- vinnu. Leikhúsi veröur ekki haldiö uppi án opinbers stuðn- ings af einhverju tagi og þvi ættu að vera hæg heimatökin aö gæta þess aö ekki veröi of mikiö framboö á starfskröftum. Ég ætla ekki aö fara aö velta vöng- um hér yfir þessum furöulegu mótsögnum I stefnu rlkisvalds- ins, enda grunar mig aö þær geti átt sér flóknar orsakir og aö hér sé viö fleiri aö sakast en ráöa- menn eina. Leikarar sjálfir tengjast þessu máli sem sé meö ýmsum hætti og þaö er nánast vonlaust fyrir aöra en þá sem hafa getað fylgst meö gangi mála aö tjaldabaki aö gera sér nákvæma grein fyrir orsökum þess sem blasir viö I sviösljós- inu. Þrýstihópar svonefndir hafa nefnilega sjaldnast þann_ háttinn á að auglýsa pólitik slna ifjölmiölum og þaö er oftastnær ekki nema fyrir slysni eða innri átök aö mál þeirra berast út fyr- ir mjög þröngan hring þeirra sem á einhvern hátt eru viö máliö riönir. Og hvaö sem liöur stefnu eöa stefnuleysi ráöa- manna og stjórna leikhúsanna, þykist ég viss um aö á bak viö þetta allt saman leymist fyrst og fremst grimmileg hags- munabarátta innan leikara- stéttarinnar sjálfrar. Hagsmunastrið leikara Til þess aö átta sig á forsend- um þessarar baráttu er nauð- synlegt aö hafa i huga fáeinar leiklistarsögulegar staöreyndir. Um árabil var endurnýjun leik- arastéttarinnar mjög takmörk- uöog á siöarihluta sjöunda ára- tugarins og i byrjun þessa var óheilavænlegur skortur á leik- urum i yngri aldursflokkum tekinn að gera vart viö sig. Ljóst var aö ef málin héldu áfram aö þróast meö þessum hætti yrði verkefnavali leikhúsanna — og þá er einkum átt viö Þjóöleik- húsiö — settar heldur fáránleg- ar skoröur. Eftir aö L.l. haföi veriö stofnaöur var ekki lengur ástæöa til aö óttast ójafna ald- ursskiptingu i Islensku leikhúsi. Hins vegar má öllum hafa veriö ljóst frá upphafi aö aukiö fram- boö á leikurum hlyti aö hafa I för meö sér harönandi sam- keppni og aö þeir sem áöur höföu setiö einir aö kökunni yröu aö sætta sig viö aö fá eitt- hvaö minna I sinn hlut en áöur. Og þaö er full ástæöa til aö leggja áherslu á aö hér var — eba öllu heldur er — ekki veriö aö ætlast til aö opinberir aðilar og stjórnir leikhúsanna komi til móts viö ósanngjarnar kröfur nýs hagsmunahóps. Þaö sem um er aö ræöa er aö nú verður aö bæta fyrir áralanga van- rækslu og hleypa nýju blóöi inn I leikhúsllkamann. Eins og fyrr segir verður sú læknisaögerö ekki framkvæmd án þess aö þeir sem áöur sátu einir I friöi og ró viö kjötkatlana leyfi öör- um aö komast aö. Þaö hafa þeir ekki gert og þvi miöur er vand- séö aö annað geti legið aö baki en hrein og klár eiginhags- munastefna. A.m.k. get ég ekki imyndaö mér aörar skýringar á þeim viöbrögöun F.I.L. sem nú eru orðin lýöum ljós. Hins vegar skal ég engan ddm á þaö leggja hvort stjórn félagsins hefur ein- faldlega gefist upp fyrir hagsmunatogstreitu innan þess eöa hvort hún stendur ákveöiö vörö um hagsmuni þeirra sem þegar eru komnir I feitt hjá stofnanaleikhúsunum. A meöan hún hefur ekki gert hreint fyrir sinum dyrum, hlýtur hún þó aö liggja undir grun um aö vera tæki annarrar fylkingarinnar i þvi innanstéttarstriöi sem upp er komiö meöal leikara. Og þvi miður er þaö ekki sú fylkingin sem hefur betri málstaðinn. Hvað er F.Í.L. að fara? Báðir leikhússtjórar stofn- analeikhúsanna tveggja I Reykjavik hafa nú lýst yfir aö þeir telji rlkjandi samnings- fyrirkomulag viö leikara úrelt og bagga á þvi listræna starfi sem þessum stofnunum er ætlaö aö rækja. Þetta eru mjög alvar- legar staðhæfingar og gefa til- efni til margra spurninga. Ráöa þrýstihópar leikara meiru I málum leikhúsanna en þeir sem eiga aö stjórna þeim að forminu til? Eða hvernig stendur á þvi aö samningsfyrirkomulagi sem heldur stórum hópi leikara utan atvinnuleikhúsanna skuli ekki þegar I staö breytt? Af hverju hefur Félag islenskra leikara ekki sinnt umleitunum Þjóöleik- hússtjórnar um sveigjanlegra samningsfyrirkomulag? Á þessi afstaða sér fleiri skýringar en eiginhagsmunastefnu ákveöins hóps innan leikarastéttarinnar? Þessum spurningum verður vonandi svaraö opinberlega af þeim sem betur þekkja til þess- ara mála en undirritaöur. Góð verslunarmannahelgi Nú er mesta umferðarhelgi sumarsins liöin og veöurguöirnir reyndust feröafólkinu hliöhollir vfðast hvar á landinu. Hitt er þó ekki minna viröi aö menn nutu fararheilla undan- tekningarlitið, og sumir óverö- skuldaö, sem gerðust sekir um að aka undir áhrifum áfengis. Vega- kerfiö um mestan hluta landsins er ekki betra en svo, aö full þörf er á aö ökumenn séu allsgáöir, ekki si'st þegar umferöin er oröin jafn hröð og raun ber vitni og sólfari fylgir mikið ryk og vont skyggni, sem eykur á hættuna i umferöinni. Meö malbikun og lagningu varanlegs slitlags á vegum á Suöurnesjum og ná- grenni Reykjavlkur ogaustur yfir fjall eru nú aö skapast þær aðstæöur, aö ungir ökumenn þekkja litiö til aksturs nema á malbiki eöa ööru bundnu slitlagi * Þegar þeim vegum sleppir er öll nauösyn á aö sýna gætni og aögát þvi aö malarvegirnir gera kröfur um annaöökulag, ef farþegum á aö liöa vel I bifreiöinni og hún koma heil i höfn aö endaðri ferö. Mig langar I þessu sambandi aö biöja feröamenn á vegum út um sveitir landsins að gæta sin þegar rakkar af sveitabæjum ráöast aö bifreiöum þeirra meö gelti og of- forsi og elta bifreiöina meöan kraftar endast. Ef menn eru óviö- búnir getur annaö af tvennu eöa hvorttveggja gerst aö ökumaöur missi stjórnar á bifreiö sinni og aki út af veginum meö ófyrir- sjáanlegum afleiöingum eða hundurinn veröi fyrir ökutækinu og biöi bana. Hvort heldur sem gerist er þaö næsta óskemmtilegt fyrir þá sem fyrir veröa og þaö þvi heldur sakir þess, aö bak viö þessa áráttu hundsins býr óbil- andi en blind húsbóndahollusta, sem brýst fram á þennan furðu- lega hátt. Sannleikurinn er sá, aö illa vaninn hundur er húsbændum til lltils gagns og sóma. Hann rænir þá h vild og s vefni m eö linnulitlum hávaöa þegar umferö er allan sólarhringinn. Þar viö bætist aö áráttan veröur svo rik, aö þegar umferö er litil rýkur hann á búfénaö bónda meö urri og gelti, svo aö kýrin fær ekki friö til aö bita og jórtra, hesturinn veröur ókyrrog styggur i haga og ærnar taka á rás til aö finna sér griö- land, þar sem þær geta veriö óhultar með lömb sin fyrir vá- gestinum. Stundum vill svo vel til fyrir slika skepnu aö hann nær i aöra hunda aö rifast viö eöa aö hrafninn gerir sér aö leik aö erta og striöa seppa svo aö hann verö- ur nær vitstola af vanmáttugri reiði án þess aö geta jafnað sak- irnar, en jafnvel hrafninn gefst upp og flýgur burt áöur en hund- urinn þagnar. Sem betur fer er svona hús- bóndahollusta nær óþekkt meðal manna, nema þá ef til vill hjá Halldóri Kristjánssyni á Kirkju- bóli. óreyndur feröalangur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.