Þjóðviljinn - 19.08.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.08.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 19. ágúst 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 „Neita verkefnum aðeins ef þau striða gegn pólitískri sannfæringu minni.” Rœtt við finnska leikmyndagerðar- manninn Pekka Ojamaa sem kennir íslenskum áhugaleikhúsmönnum og það endaði á þvi að við vorum að gangaaf hverju ööru dauðu. Ég held að það sé æskilegast að leik- stjóri, leikmyndagerðarmaður, höfundur og aðrir sem bera á- byrgð á hinum einstöku listrænu þáttum sýningarinnar, vinni for- vinnuna sameiginlega áður en byrjað er að æfa. Og ég kæri mig heldur ekki um að vinna með leik- stjóra, sem er búinn að ákveða endanlega hvernig sýningin á að lita út þegar ég hætti. Ég hef mjög góða reynslu af þvi að lesa leikritið fyrst með leikstjóra upp- hátt og skrá strax hjá mér fyrstu sýn eða „vision” af verkinu. Siðan vil ég geta unnið að þvi að greina verkið með leikstjóra og finna þvi form i samræmi við þá afstöðu sem við tökum sameigin- lega til verksins. Og til að tryggja rétta „vision” af verkinu byrja ég aldrei á þvi að hugsa um hvernig ég geti sparaö, heldur sker niður eftir að ég hef fengið grunnhugmynd til að vinna út frá.” Námskeiðið „Geturðu sagt okkur hvernig þú byggir námskeið eins og þetta upp?” „Ég vinn mjög svipað með á- hugafólki og atvinnufólki, eini munurinn er sá að áhuga- flokkarnir hafa venjulega minna fé á milli handanna. Ég byggi þvi námskeið fyrir áhugaleikara upp á mjög svipaðan hátt og um at- vinnufólk væri að ræða. Ég byrja á þvi að kynna leikmyndageröina með myndum og tali og útskýra sögu hennar og jafnfr. nýjar leiö- ir. Ég fer i gegnum greiningarað- ferðina sem ég nota við lestur leikrits og siðan byrjum við að vinna við verkefnið sem ég hef valið fyrir námskeiðið, en þaö er „Máfurinn” eftir Tsjekov. Við gerum töflu þar sem öllum stað- reyndum um verkið er safnað saman, þ.e. atriðafjölda, persón- um, sviðsmyndum, ljósum hljóð- um o.s.frv. Siðan gera allir sinar teikningar og við fjöllum um þær. Ég mun einnig kynna fólkinu hvernig hægt er að vinna úr ýmsum gögnum.málaralist, bók- menntum og ýmsu sem snertir timabilið. Við slika grunnvinnu fær maður oft hugmyndirnar sem maður byggir verk sitt á. Sem dæmi get ég nefnt að þegar ég átti að gera leikmynd við „My Fair Lady” datt mér hreint ekkert i hug. Það var ekki fyrr en ég fór að grúska i sögu ensku kven- réttindahreyfingarinnar og skoða myndir úr baráttu súfragettanna að ég fékk þá hugmynd sem ég siðan lagði til grundvallar. Ég legg mjög mikið upp úr búningum i leiksýningum og þar getur maður oftast leyft sér að kosta meiru til, þvi búningar eru oftast miklu ódýrari en leiktjöldin sjálf. Það er lika ástæða til að taka búningavalið mjög alvar- lega, þvi búningaval er oft byggt á ýmiss konar fordómum. Hver þekkir ekki drusluverkið sem hengt er á þá sem leika fátækl- ingai leikritum? Hins vegar sýnir sagan okkur að fátækt fólk er ein- mitt oft mjög snyrtilegt, og nýtni er oft frekar einkenni þess en larfar. Ég mun halda fyrirlestur um rússneska málaralist á nám- skeiðinu, en ég á orðið eitt besta safn rússneskra málverkabóka sem til er i Finnlandi. Skipulag vinnunnar við sýninguna og áætlunargerð fyrir allan æfingatimann er einnig mjög þýðingarmikill póstur i vinnu leikmyndagerðarmanns og leikstjóra, þvi þeir bera ábyrgð á að allt komi á réttum tima. og við munum fara i gegnum þá skipu- lagningu. Fjandmaður naturalismans „Aðhyllist þú einhverja á- kveðna stefnu i vekum þinum?” „Ég er fjandmaður naturaiism- ans, en baráttumaður fyrir realisma. Realismi i list er ekki köld og dauð einföldun á stað- reyndum, heldur sú dýpt og sá Framhald á bls. 21 Fjandmaður natúralismans Bandalag islenskra leikfélaga hefur undanfarin sumur gengist fyrir námskeiðahaldi fyrir á- hugaleikara á hinum ýmsu svið- um leiklistar og fengið bæði inn- lenda og erlenda leikhúsmenn til að sjá um kennsluna. Norræni menningarsjóðurinn styrkir hina erlendu kennara og hefur tekist að fá hingað fremstu menn á sinu sviði og má þar nefna t.d. sænska brúðuleikhúsmanninn Michael Mesche og núna finnska leik- myndagerðarmanninn Pekka Ojamaa. Pekka Ojamaa hefur undan- farin ár unnið jöfnum höndum sem kennari i leikmyndagerð við sænska og finnska leiklistarskól- ann i Finnlandi við Konstindu- striella Högskolan sem útskrifar leikmyndagerðarmenn og jafn- framt gerir leikmyndir við sýningar hjá atvinnu- og áhuga- leikhúsum. Samband áhuga- og atvinnuleikhúsa „Sambandið á milli áhuga- og atvinnuleikhúsa hefur jafnan verið allmikið i Finnlandi, likt og hér. Finnsku áhugaleikhúsin eru að verulegu leyti sprottin frá verkalýðsfélögunum sem héldu uppi umfangsmikilli menningar- starfsemi fyrr á öldinni. Undir kúgun seinni heimstyrjaldar- innar áttu þessir hópar i miklum erfiðleikum og voru jafnvel bann- aðir. Nú er unga fólkið i atvinnu- leikhúsunum farið að vinna að auknu sambandi við áhugafélögin og það hefur komið auga á póli- tiska þýðingu þessarar sam- vinnu.” „Hvernig hefur þér likað að kenna við leiklistarskólana?” „Það hefur verið mjög spenn- andi að vinna við finnsku leik- listarskólana, þvi þeir eru taldir þeir bestu á Norðurlöndunum. Þróunin i leiklistarkennslu i Finnlandi hefur verið mjög at- hyglisverð og þessir skólar eru nú fyrirmynd flestra rikisleik- listarskólanna á Norðurlöndum og viðar. Ég ætla hins vegar að snúa mér enn frekar að vinnu sem leikmyndateiknari i leik- húsum næsta vetur og kenni þá ekki við Konstindustriella Hög- skolan. Rússnesku höfundarnir „Eru einhver sérstök leikrit sem höfða til þin frekar en önnur?” „Ég held að ég geti sagt að rússnesku höfundarnir séu mitt uppáhald, bæði þeir eldri og þeir yngri, sem við sjáum þvi miður allt of litið af. Ég hef glimt mikið við Tsjekov og Gorki og haft m jög gaman af. Við þessar uppfærslur höfum við eytt miklum tima i að kynna okkur alla hina furðulegu siði rússnesku millistéttarinnar og aðalsins á þessum tima. Og öll þau óteljandi smáatriði sem við grófum upp t.d. i sambandi við drykkjusiði og mataræði reyndust ómetanleg hjálp við að skynja andrúmsloft þessara verka.” „Nú hefur þú unnið i ýmiss konar leikhúsum, með hópum og eirinig i svokölluðum „stofnana- leikhúsum”. Hvers konar fyrir- komulag hentar þér best?” „Aðferðirnar við sýningarnar hafa vissulega gefið misgóðan árangur. Ég hef reynt hópvinnu af þvi tagi þegar ailir eru með frá upphafi i öllum ákvarðanatökum islenskir áhugaleikhúsmenn á leið norður I Varmahlíð, þar sem námskeiðið var haldið. Alls voru 17 þátttakendur, og er þetta þvi aðeins hluti af hópnum. Pekka er efst til vinstri og Helga Iljörvar fyrir miðri myndinni (aftast), en hún kenndi námskeiðahald fyrir áhugaleikara. Bílar dagsins í dag og á morgun... Toyota bílar eru ekki bara sparneytnir— þeir eru með viðhaldsléttustu og traustustu bílum í heimi. — Auk þess að vera sannkallaóir lúxusbílar í ytra sem innra frágangi. Sá er heppinn sem ekur á Toyota TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI 44144 KÓPAVOGI Toyota Corolla mest seldi bíll í heiminum síðastliðin 3 ár. Eyðir aðeins ca. 7,5 I ^ á100km. r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.