Þjóðviljinn - 19.08.1979, Qupperneq 11
Sunnudagur 19. ágúst 1979 ÞJÓÐVIL.JINN — SIÐA 11,
NÆÍK
aawv
eitA ͣTt A
tAftiWfóKiuiEfrAl
UlAVvöíMu fi
Dagana 4.—7. júnl I sumar var
haldín í Los Angeles I Bandarlkj-
unum ráöstefna um velferðbarna
á s júkrahdsum. AlþjóNeg samtök
sem hafa þetta málefni á sinni
könnu og nefnast á ensku Associ-
ation For the Care of Children in
Hospitals (ACCH) stóðu að ráð-
stef nunni, sem var hin f jórtánda i
röðinni siðan samtökin voru
stofnuð 1965. Sigrlður Björns-
dóttir myndlistarkennari er
félagi I ACCH, og sótti hún ráð-
stefnuna. Blaðamaður Þjóð-
viljans heimsótti Sigríði ogspurði
hana fyrst hverskonar samtök
þetta væru.
— ACCH eru alþjóðleg samtök,
sem hafa höfuðstöðvar i Banda-
rikjunum. Meðlimir þeirra eru
fólk sem starfar á sjúkrahúsum,
foreldrar veikra barna og aðrir
sem áhuga hafa á málefninu og
vilja stuðla að þvi að börn fái
betri umönnun á sjúkrahúsum.
Samtökin halda þing eða ráð-
stefnu árlega, og ráðstefnan i Los
Angeles var önnur ráðstefnan
sem ég hef sótt.Samtökin gefa út
timarit sem kemur út fjórum
sinnum á ári, og auk þess frétta-
bréf annan hvern mánuð.
,,Leikþerapía”
A ráðstefnunni i Los Angeles
voru haldin fjölmörg erindi. Þar
voru einnig settar upp sýningar,
sýndar kvikmyndir og farið i
heimsóknir á sjúkrahús og aðrar
stofnanir. Ég var þarna með
fyrirlestur um það sem kallað er
á ensku „Creative Therapy”, og
setti lika upp sýningu á teikn-
ingum barna. Creative therapy er
hugtak, sem ekki er til ennþá i is-
lensku máli, en með þvi er átt við
skapandi starf og leiki, sem notað
er i' lækningaskyni. Við getum
reynt að kalla það „leikþerapíu”.
Það var John Lind, fyrrverandi
yfirlænir á Karolinska sjúkra-
húsinu i Stokkhólmi, sem átti
frumkvæðið að þvi að koma leik-
þerapiunni að sem veigmiklum
þætti I velferð barna á sjúkrahús-
um, og þetta gerðist hér I Reykja-
vik, á barnalæknaþingi sem
haldið var i MH árið 1973. Siðan
hefur leikþerapian verið fastur
liður á öllum ráðstefnum um mál-
efni sjúkra barna.
Umbætur í Svíþjóð
Eitt af aðalerindunum í Los
Angeles flutti Ivonny Lindquist
frá Sviþjóð, sem hefur starfaðfrá
árinu 1973 hjá Socialstyrelsen,
sænska heilbrigðis- og félags-
málaráðuneytinu, sem ráðgjafi
og umsjónarmaður leikþerapiu
á sænskum barnasjúkrahúsum.
Ivonny greindi m.a. frá niður-
stöðum rannsóknar, sem gerð var
á vegum Karolinska sjúkrahúss-
ins og Socialstyrelsen og að frum-
kvæði John Lind. Rannsóknin
fjallaði um gildi leikþerapiu.
Niðurstöðurnar eru mjög at-
hyglisverðar, og urðu m.a. til
þess að gerðar voru breytingar og
umbætur á sænsku barna-
verndarlögunum áriö 1977. Þar
stendur nú, að stjórnendum
sjúkrahúsa og annarra stofnana
sem annast heilsuvernd barna
beri skylda til að sjá svo um,
að veik börn geti tekið þátt í
samskonar athöfnum og fram
fara á leikskólum og tómstunda-
heimilum.
Það er yfirlýst stefna sænskra
heilbrigðisyfirvalda að veita sér-
hverju barni, sem dvelst á
sjúkrahúsi um lengri eða
skemmri tima, aðgang að leik-
þerapiu. Til þess þarf að ráða sér-
menntað fólk, og einnig þarf að
vera fyrir hendi sérstakt húsnæði
fyrir þessa starfsemi á hverju
sjúkrahúsi, og leikvöllur fyrir úti-
leiki. Að þessu er nú markvisst
unnið i Sviþjóð.
Engin svör
— Geturðu sagt okkur hvernig
þessum málum er háttað hér á
landi?
— Það er skemmst frá að
segja, að hér eru ekki til nein lög
um leikþerapiu. Ég hef á undan-
förnum árum viðað að mér
heilmiklum upplýsingum um það
sem verið er að gera á þessu sviði
i ýmsum löndum, og ég hef talað
um þetta mál við þrjá ráðherra
síðan 1973, en ekki fengið nein
svör.
Kristbjörn Tryggvason fyrr-
verandi yfirlæknir fékk þvi fram-
gengt árið 1969, að gefin var út
reglugerð um framhaldsnám
fyrir útlærðar fóstrur, og næstu
fjögur ár þar á eftir sá ég um
slika kennslu á vegum Barna-
spitalans Hringsins. En svo datt
þetta niður og hefur ekki komist i
gang aftur.
Uppörvun og aðstoð
— Hversvegna er leikþerapla
mikilvæg fyrir börn á sjúkrahús-
um ?
— Það er staðreynd, að alltof
mörg börn verða fyrir stöðnun á
þroskabraut sinni og alvarlegu
tilfinningalegu tjóni við það að
dveljast á sjúkrahúsi, einkum ef
um langtimadvöl er að ræða.
Framfarir i tækni og lækna-
visindum hafa leitt til þess, að
fleiri börn lifa af sjúkdóma eða
fötlun sem áður hefðu orðið
þeirra bani. Það er séð fyrir lik-
amlegum þörfum þessara barna,
þau eru læknuð — en tilfinninga-
iegum þörfum þeirra er ekki sinnt
að sama skapi.
011 börn hafa þörf fyrir að tjá
sig og fá eðlilega útrás fyrir til-
finningar sinar. Þau þurfa upp-
örvun og aðstoð til að leysa úr
persónulegum vandamálum
sinum. Þess eru mörg dæmi, að
likamleg veikindi barna eiga
rætur að rekja til tilfinningalegra
vandamála, og i slikum tilvikum
getur leikþerapia, ef rétt er að
henni staðið, beinlinis læknað
börnin.
1 öðrum tilvikum getur hún
breytt viðhorfi barnanna til sjúk-
dómsins, gert þau jákvæðari
gagnvart umhverfi sinu og þvi
fólki sem annast lækninguna.
Óviðunandi
Börn á sjúkrahúsum eru ekki
aðeins s júklingar, þau eru lika lif-
andi einstaklingar. Meðferð
þeirra má aldrei verða vélræn og
ópersónuleg. Stúndum er viðhaft
á spitölum eitthvað sem gengur
undir nafninu leikþerapia, en er
það ekki i raun. Þá er verið að
láta börnin fást við tilbúin verk-
efni, sem eru lögð upp i hendurn-
ar á þeim og þau eiga að útfylla
eftir einhverri nákvæmri for-
skrift. Þetta getur oft verið verra
en ekki neitt, þvi að með þessu
læra börnin að vera yfirborðsleg
og fölsk og vantreysta sjálfum
sér.
Leikþerapia verðurað byggjast
á þvi, að það sem börnin fást við
sékomið frá þeim sjálfum, að þau
séu að tjá sig,en ekki föndra til að
þóknast fóstrunni.
Mér finnstekki hægtaðuna öllu
lengur við það ástand sem rikir i
þessum málum. Þekkingin er
kominmiklu lengra en aðgerðirn-
ar. Fjöldi rannsókna hefur verið
gerður og niðurstöðurnar sýna
allar að leikþerapia er jákvæð og
Toyota
Cressida
Bumœ'
ISrf
TOYOTA
NÝBÝLAVEGI 8
KÓPAVOGI
SÍMI 44144
UMBOÐIÐ
MS.lt vi$
s'jfcKT
6JÖRNS*
dótTuiX vn
1 UOJ
nauðsynleg. Samt hjakkar allt i
sama farinu ennþá. Að visu hafa
orðið nokkrar breytingar til bóta
frá þvi sem áður var; t.d. er for-
eldrum yfirleitt orðið frjálst að
vera hjá börnum sinum á sjúkra-
húsunum, en oft vantar for-
eldranastuðning til að geta hjálp-
aðbörnunum. Það skortirmikið á
að unnið sé fyrirbyggjandi starf
með börnum á sjúkrahúsum.
Það þyrfti lika að hyggja aö
vandamálum sem upp koma i
fjölskyldum veikra barna. Það
þarf að hafa i huga að börnin fara
heim til sin og út i þjóðfélagið
þegar sjúkrahúsdvölinni lýkur. Á
alþjóðlegum þingum er nokkuð
fariðað ræða þesSa hlið á málinu,
en sú umræða hefur ekki náð
lengra, enn sem komið er.
— Er ekki eitthvað um aft vera
á Norfturlöndum i sambandi vift
þessi mál?
— Jú, I nóvember i haust verð-
ur haldin ráðstefna i Gautaborg
um efnið Þarfir veikra barna og
hefur Islendingum verið boðið að
senda fimm fulltrúa þangað.
Ætlunin er að stofna i Gauta-
borg norræn samtök, hliðstæð
ACCH. Það hefur sýnt sig að slik
samtök geta komið að miklu
gagni, einkum með þvi að þrýsta
á stjórnvöld i viðkomandi rikjum
og fá fram umbætur og jákvæðar
aðgerðir.
Þungamiðja ráðstefnunnar i
Gautaborg verður umræða um
samstarf allra þeirra aðila sem
hafa með heilsuvernd barna að
gera, ogeinnig samstarf þessara
aðila við foreldra barnanna.
Það er engin tilviljun, að svo
mikið er rætt um þessi má! á
barnaárinu. Þarna er um að ræða
mikilvægt hagsmunamál barna.
Þau eiga rétt á manneskjulegri
umönnun, líka þegarþau þurfa aö
dveljast á sjúkrahúsum. —ih
' ' ^
Toyota bílar eru ekki bara sparneytnir — þeir
eru meö viðhaldsléttustu og traustustu bílum í
heimi. — Auk þess að vera sannkallaðir
lúxusbílar í ytra sem innra frágangi.
Sá er heppínn sem ekur á Toyota
Eyðir aðeins ca.
9,5 i á 100 km.