Þjóðviljinn - 25.08.1979, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. ágúst 1979.
MooviuiNN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
btgefindl: Útgáfufélag Þjóöviljans
FramkvKmdaitjérl: Ei5ur Bergmann
Ritatjórar: Arni Bérgmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjórt: Vilborg Haröardóttir
úmsjónarmaður Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóðsson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson.
tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og pnófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiðsla:Guömundur Steinsson, Kristfn Péttirsdóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýslngar: Slöumúla 6, Reykjavlk, tfml 8 13M.
Prentun: Biaöaprent hf.
Vísitöluþokunni
að létta?
• Jón Sigurðsson ritstjóri Tímans lýsir því yfir í for-
ystugrein að Framsóknarmenn leggi áherslu á kaup-
máttinn fremur en sívaxandi f jölda æ verðminni seðla
og myntar í launaumslögunum. Eftir að hafa skrifað níu
leiðara um nauðsyn þess að kaupið lækki hoppar rit-
stjórinn skyndilega inn á línu verkalýðshreyf ingarinnar.
AAeð æf ingum um helgina ætti hann að vera í stakk búinn
til þess að taka undir sig hástökkið og segja þjóðinni f rá
því hvað Framsóknarflokkurinn meinar með því „að
leggja áherslu á kaupmáttinn". Á að leggja áherslu á að
hann lækki eða hækki, eða haldist á núverandi stigi?
Hvaðtelur Framsóknarf lokkurinn vera viðunandi kaup-
máttarstig fyrir launafólk í landinu við núverandi að-
stæður?
• Þegar svör hafa fengist við þessum spurningum ætti
aðvera kominn viðræðugrundvöllur í umræðum um vísi-
tölumál og kaup og kjör í landinu. Hversu mikið sem
reynt er að Ijúga upp á verkalýðshreyfinguna hafa
stærstu heildarsamtök innan hennar aldrei krafist ann-
ars í launamálum en að launafólk fengi tryggingu fyrir
að halda ákveðnum kaupmætti yfir lengri eða skemmri
tímabil. Um leiðirnar að því marki hefur verkalýðs-
hreyfingin ætíð lýst sig fúsa til viðræðna við hvaða
stjórnvöld sem er og verið reiðubúin til þess að meta
pólitískar og félagslegar aðgerðir sem miða að auknum
jöfnuði í þjóðfélaginu inn í kaupmáttardæmið, þóttekki
sé hægt að tel ja áhrif þeirra í krónum og aurum.
• AAeðan allt annað er á verðbólguskrioi i ernanags-
kerfinu eru engin Ifkindi til þess að verkalýðshreyf ingin
fallist á að afsala sér verðbótum á laun. Það er einkenni
rikisstjórna sem gefast upp við breytingar á efnahags-
kerf inu sem jaf nan eru sagðar standa f yrir dyrum að sjá
þá leið eina út úr bráðavandanum að lækka kaupið.
Framsóknarflokkurinn hefur oftar en einu sinni komið
auga á þessa leið þegar hann er að heykjast á nauðsyn-
legum uppskurði á efnahagskerfinu. Við spáðum því
fyrir viku að nú væri Framsóknarf lokkurinn að fá enn
eitt kauplækkunarkastið en nú hefur ritstjóri Tímans
loksins komið auga á að málið snýst um kaupmáttinn.
Vísitöluþokunni er að létta og bráðum verður ef til vill
hægtaðfara að tala við Framsóknarflokkinn um leiðir
til þess aðdraga úr verðbólgu og viðhalda kaupmætti. Þá
stöndum við að minnsta kosti í sömu sporum og um þetta
leyti í fyrra en miðar ekki áfram afturábak.
Þökkum
fyrir okkur
• I næstu viku hef jast viðræður Norðmanna og Islend-
inga að nýju um Jan AAayen málið. Hér virðist að vísu um
að ræða viðræður til málamynda því aðeins einn dagur er
ætlaður til þeirra. Islenska viðræðunefndin hefur þegar
fundað en þegir sem gröfin um þau tromp sem hún
hyggst slá f ram á f undinum. Það er sjálfsagt skynsam-
leg stefna og ekki líklegt að hún verði gagnrýnd því að
öllum er Ijóst á hvaða meginatriðum hún mun standa og
er bundin af.
• Það er hinsvegar Ijóst af fenginni reynslu að Norð-
mönnum verður að skil jast að fslendingar geta verið eins
harðdrægir viðurskiptis og þeir sjálfir eru í milliríkja-
viðskiptum. Þar dugir ekki annað en halda f ast á sinu og
sýna festu í viðbrögðum. Norðmenn hafa farið rúmlega
30 þúsund tonn f ram yf ir umsaminn af lahlut sinn á Jan
AAayen svæðinu og því á eðlilega að svara með því að
svipta þá veiðiheimildum í íslenskri f iskveiðilögsögu á
næsta ári. Þar hafa þeir heimild til þess að veiða 5000
lestir af bolfiski á næsta ári án þess að nokkuð komi á
móti. Osvífni þeirra í veiðunum við Jan AAayen ber að
svara á þennan hátt því hér er um sambærilegt af laverð-
mæti að tefla. Að fara að gefa Norðmönnum úr þorsk-
stofninum á næsta ári eftir stuld þeirra úr loðnustofnin-
um í ár myndi verða aðhlátursef ni um allan heim.
— ekh
Traustar
heimildir
Þaö er sannarlega ömurlegt
hlutskipti sem Morgunblaðiö
hefur kosiö sér. Þaö hefur ávallt
reynt aö gera sér mat úr and-
ófinu í Tékkóslóvakiu og notaö
þaö I innanlandsumræðu sem
sönnun þess aö þaö beinist gegn
sósiallsku skipulagi efnahags-
mála og því viða hugtaki sem
sósialisminn er og stutt þannig
sjónarmiö Sovétstjórnarinnar.
Svo bregöur þaö fyrir sig
mæröarlegri umhyggju um vel-
ferö andófsmanna um leiö og
Þjóöviljinn leyfir sér aö hafa
meiningar um skoöanir
almennings i Tékkóslóvaklu.
Þær meiningar eru byggöar á
vitnisburöum Tékkóslóvaka
sem nú búa I útlegð en hafa
mikil sambönd inn i landiö og
gjörþekkja aöstæöur. Tveir
þeirra komu hér i fyrra á vegum
Tékkóslóvakiunefndarinnar.
Þaö voru þeir Zdenek Hejzlar,
fyrrum útvarpsstjóri I Prag, og
Eduard Goldstiicker, fyrrum
formaður Rithöfundasambands
Tékkóslóvakiu. Sá fyrrnefndi
starfar viö Utanrfkismálastofn-
unina i Stokkhólmi, en sá siöar-
nefndi er bókmenntaprófessor I
Bretlandi.
Þeir eru báöir I hópi forvigis-
manna Listy-hópsins svo-
kallaða, sem kennir sig viö
samnefnt timarit og sameinar
þá Tékka og Slóvaka sem flýja
uröu land 1968.
Fram en
ekki aftur
Skilgreiningar þeirra á
ástandinu I Tékkóslóvakiu voru
afar fróölegar, ekki slst fyrir þá
sök aö þeir eru báöir sannfæröir
marxistar og sóslalistar, og
hafa á engan hátt látiö mótlætiö
snúa sér til „betri vegar”.
A fundi með þeim félögum
sem haldinn var mánudaginn 5.
september I fyrra var Hejzlar
meöal annars spuröur aö þvi
hvaöa trú almenningur I Tékkó-
slóvakiu heföi á þjóöskipulaginu
og hvort hann teldi til aö mynda
aö snúa þyrfti til kapítallskra
framleiöshihátta ef létta ætti af
alþýöu þeirri lamandi hönd sem
nú hvilir yfir þjóöllfi I landinu.
Hejzlar svaraöi þvi til aö á
hinum sóslalisku og kapltalisku
þjóöskipulögum I Evrópu væru
glfurlegir gallar. A mörgum
sviöum væru Vestur-Evrópu-
rlkin komin miklu lengra og
styddust þar viö rótgrónar
lýðræöis- og frjálsræöishug-
myndir. Hinsvegar heföi hiö
sósialiska efnahagsskipulag
Austur-Evrópurlkjanna mikla
kosti og þar væri þegar búiö aö
framkvæma - þýðingarmiklar
grundvallarbreytingar á þjóö-
félaginu, sem væru sterkur
grunnur aö standa á. Hæfist til
aö mynda frjálsræöisþróun I
Sovétrikjunum myndi hún
breiöast meö miklum hraöa um
alla Austur-Evrópu þar sem
jarövegurinri væri fyrir hendi og
henni yröi tekiö feginshendi. Og
enginn vafi væri á þvl t.d. eftir
reynsluna frá Prag vorinu aö
verkamenn og bændur styddu
kröfuna um lýöræöislegri
sósialisma, en heföu engan
áhuga á þvi aö fórna ávinn-
ingum sóslalisku þróunarinnar
á altari vestræns kapítalisma.
Ahrif sllkrar frjálsræöisþróunar
i Austur-Evrópu myndu
áreiöanlega marka djúp spor I
íapitallska heiminum og veröa
cærkomiö sóknartækifæri fyrir
Goldstúcker fyrrum formaöur
Rithöfundasambands Tékkó-
slóvakiu.
sósialista þar. Þessvegna væru
auödrottnarar á Vesturlöndum
þvi fegnastir meöan allt væri i
járnum fyrir austan.
Samruni
Um samsetningu andófs-
manna I Tékkóslóvakíu hefur
Hejzlar m.a. sagt þetta.
— Andófiö er glfurlega sterkt
meöai fólksins i Tékkóslóvakfu
og einstakt i Austur-Evrópu.
Kjarni andófshreyfingarinnar
er fyrst og fremst umbóta-
kommúnistarnir, sem enn hafa
ekki veriö brotnir á bak aftur.
Þarna hafa þó fleiri hreyfingar
runniö saman, sérstaklega
kristnir hópar og æskulýöur,
sem veita vill óánægju sinni
útrás. En aö sjálfsögöu er erfitt
fyrir andofshópa aö hafa áhrif á
þær stjórnmálalegu ákvaröanir,
sem teknar I Tékkóslóvakfu.
Engu aö aö siöur er hægt aö
valda yfirvöldum áhyggjum og
kvnna málstaö andófsmanna.
Vilji almennings j
Og um þaö hverjir séu ■
óánægöir segir Hejzlar:
— í löndum Austur-Evrópu ■
eru menntamenn mest áberandi ■
af þeim sem gagnrýna sam- J
félagiö. Þeir eiga auöveldara ■
meö aö útvega sér upplýsingar 1
og telja þaö skyldu sina aö “
upplýsa og útskýra. En þaö |
þýöir ekki aö aörir, sérstaklega ■
bændur og verkamenn, séu ekki I
einnig óánægöir meö þær „
ólýöræöislegu aöstæöur sem ■
rikja. Þaö sannaöist þegar vorH *
Prag var i blóma, aö yfirgnæf- ■
andi meirihluti bænda og verka- I
manna stóö viö hliö umbóta- ■.
sinnaöra kommúnista.
Mœrðin mikla
Um mærö maóista og hægri |
manna I garð andófsins segir ■
Hejslar:
— Harmleikurinn i Prag er m
miskunnarlaust notaöur af ■
báöum þessum aöilum. Hægri ■
menn nota hann I baráttu sinni ■
gegn sósialismanum og ýmsir |
vinstri hópar nota hann til ■
stuönings hugmyndafræöi sinni, I
sem vitaskuld á ekkert skylt viö !
raunveruleikann. Hinir svo- |
nefndu maóistar nota hann i ■
baráttu sinni gegn heimsvalda-1
stefnu Sovétrikjanna, sem þeir jj
nefna svo, en sú barátta á ■
ekkert skylt viö hina alvarlegu I
gagnrýni á drottnunarvaldi ■
Sovétrikjanna og hinar nei-1
kvæöu hliöar Sovét- ■
kommúnismans.
Baráttan
Og I dag sem fyrir ári á þetta |
viö: ■
— Baráttan gegn ólýöræöis-1
legri rikisstjórn er nú öflugri en J
nokkru sinni fyrr i Tékkó- ■
slóvakiu, því aö þúsundir"
Tékkóslóvaka eiga sér ekkert Z
annaö markmiö en aö berjast á |
móti þeim sem beita þá misrétti ■
og ofsækja þá.
—e.k..h. I