Þjóðviljinn - 25.08.1979, Síða 6
6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. ágúst 1979.
Ný samtök:
Vidskipti
og verslun
Stofnuð hafa verið ný
hagsmunasamtök undir
heitinu ,,Viðskipti og
verslun”. Að þessum
samtökum standa bæði
hagsmunaaðilar eig-
enda i verslun sem og
verslunarmanna.
Þau samtök launþega
i verslunarstétt sem að-
ild eiga að samtökunum
eru Landssamband ísl.
verslunarmanna,
Verslunarmannafélag
Reykjavikur og Lif-
eyrissjóður verslunar-
manna.
Af atvinnurekenda
hálfu eru þessir aðilar:
Verslunarráð íslands,
Verslunarbankinn,
Kaupmannasamtök ís-
lands, Félag islenskra
stórkaupmanna og Bil-
greinasambandið.
Markmið hinna nýju samtaka
er af miklum metnaði sett, þar á
meðal að auka álit verslunar og
viðskiptalifs. Einnig er samtök-
unum ætlað að stuðla að aukinni
menntun og betri kjörum starfs-
manna og fyrirtækja, eins og seg-
ir i fréttatilkynningu frá samtök-
unum.
Samtökin hyggjast reyna að
kynna almenningi verslun og við-
skipti, sýna þátt verslunar og
samgangna og koma á námskeið-
um fyrir starfsfólk verslunar-
innar.
Einnig á að vinna aö aukinni
kynningu um llfeyrissjóðamál
meðal sjóðfélaga Lffeyrissjóös
verslunarmanna.
Stjórn samtakanna skipa: Sig-
urður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri, Guðmundur H.
Garðarsson, viðskiptafræðingur,
Jón Hákon Magnússon, fram-
kvæmdastjóri og Sigurður E.
Haraldsson, kaupmaður. Sam-
tökin hafa skrifstofu í Banka-
stræti 5. uppi á 4. hæð.
Pétur Sveinbjarnarson.
Ráðinn fram-
kvæmdastjóri
Pétur Sveinbjarnarson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
samtakanna „Viðskipti og verzl-
un”. Pétur hefur undanfarin 3 ár
starfaö fyrir samtök iðnaðarins,
fyrst sem framkvæmdastjóri ísl.
iðnkynningar og síðar fram-
kvæmdastjóri Félags isl. iðnrek-
enda. Aður gegndi Pétur starfi
framkvæmdastjóra Umferöa-
ráðs.
Samtökin Viðskipti og verzlun
hafa opnað skrifstofu I Banka-
stræti 5, 4. hæö.
1.sepCJM.sept.'80
HINN FERSKI BLÆR
i BAmruNNi
'0MIS5/MI mLPARmi
VERD kr.3ooo
Dreifing Mál og menning, simi 15199.
Náttúruverndarsamtök Austurlands:
Setja þarf
skordur við
stórfelldri
steinasöfnun
Á aðalfundi Náttúru-
verndarsamtaka
Austurlands — NAUST
— sem haldinn var i
skála Ferðafélags
Fljótsdalshéraðs við
Snæfell 18. og 19. ágúst
voru gerðar fjölmargar
samþykktir m.a. um að
setja þyrfti skorður við
stórfelldri steinasöfnun,
á svæðum þar sem eru
sérstæðar steinateg-
undir, bergtegundir og
steingervingar, og raski
sem henni fylgir.
Hjörleifur Guttormsson
sem verið hefur formað-
ur samtakanna frá upp-
hafi eða i 9 ár baðst und-
an endurkjöri og var
kjörinn formaður í hans
stað Einar Þórarinsson
jarðfræðingur i Nes-
kaupstað.
A aðalfundinum sem sumpart
var haldinn úti við I góðviðri var
fjallað um störf samtakanna og
lögð áhersla á framhaldsvinnu
við náttúruminjaskrá og undir-
búning friðlýsinga þar á meðal
athugun á verndun sérstæðra
steintegunda og steingervinga.
Hét Arni Reynisson, fram-
kvæmdastjóri Náttúruverndar-
ráðs, sem sótti fundinn, stuðningi
ráðsins við það verk.
í NAUST eru nú 230 einstakl-
ingar sem félagar og 38 fyrirtæki
og stofnanir sem styrktaraðilar.
Fundinn við Snæfell sóttu 75
manns. Auk Einars skipa nú
stjórnina Anna Þorsteinsdóttir
Eydölum, varaformaður, Sigrið-
ur Kristinsdóttir Eskifirði gjald-
keri, Anna Kjartansdóttir Höfn
ritari, Magnús Hjálmarsson
Egilsstöðum meðstjórnandi er
varamenn eru Jón Einarsson
Neskaupstað, Öii Björgvinsson
Djúpavogi og Guðrún A. Jóns-
dóttir Hlööum. —GFr.
Akstur verði
samræmdur
akstri allra
almennings-
farartækja
Samtök norrænna
leigubifreiðastjóra eða
Nordisk Taxir&d héldu
hið árlega þing sitt að
Hótel Sögu i Reykjavik
dagana 12. — 15. ágúst
1979, og er það i fyrsta
sinn, sem það er haldið
hér á landi.
Nordisk Taxirád var stofnað
1958 og var þetta 22. þing ráösins
en 6. þingið sem tslendingar taka
þátti. Af hálfu tslands sátu þingiö
Olfur Markússon, formaður
Bandalags Islenskra leigubif-
reiðastjóra, Guðmundur Valdi-
marsson, GIsli Jónsson og Björg
Sigurvinsdóttir.
A þinginu var einkum rætt um
oliukreppuna og afleiðingar
hennar fyrir leigubifreiðastjóra.
Kom þar fram hjá öllum fulltrú-
um þingsins vilji til að hvetja til
eldsneytissparnaðar, og að akst-
ur með leigubifreiðum nyti sömu
viðurkenningar yfirvalda og aðrir
almennings farþegaflutningar
eins og strætisvagnaferðir og
slíkt.
t tilmælum sem þingiö
samþykkti að senda rlkisstjórn-
um allra Norðurlanda er bent á
nauðsyn betri nýtingar leigubif-
reiða, sem m.a. mætti ná með
aukinni samræmingu við rekstur
almennings farartækja, er eink-
um fælist I þvi, að almenningi
einkum I dreifbýli, gæfist kostur
á sameiginlegum flutningi til
aðalleiöa almenningsvagna og
járnbrautarlesta á sama hátt og
leigubifreiðar ættu að vera eðli-
legur valkostur þeirra, sem
vegna heilsufars eða af öðrum á-
stæðum gætu ekki notaö önnur al-
mennings farartæki.
Skilyröi til þess er þó, segja
bilstjórarnir, að breyting verði á
afstöðu til leigubifreiöaaksturs,
að leigubifreiðum sé bæöi I um-
ferðinni og efnahagslega (opinber
gjöld) gert jafnhátt undir höfði og
öörum almennings-farartækjum.
Bent er á, að á hinum Noröur-
löndunum hafa stjórnvöld gert
sér grein fyrir mögulegum sparn-
aði með aö láta leigubifreið ann-
ast flutninga sjúklinga til eftir-
meðferðar og endurhæfingar I
stað þess að halda sjúkrarúmum
dögum saman meö öllum þeim
kostnaði, sem þvl fylgir. Nú er
hafinn vísir að slíkri þjónustu hér
á landi, sem er einn þátturinn I að
gerafólki, sérstaklega öldruðum,
kleift að búa heima hjá sér eins
lengi og frekast er unnt, I staö
þess að vista það á sjúkrastofnun-
um.